Tíminn - 22.12.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.12.1967, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 22. desember 1967. TÍMINN 5 I SPEGLITIMANS i i i i i v \ i i t i t t v \ Sean Oonnery, sem er betur þekiktur undir nafninu James Biond, er nú að reyna að fá Brigitte Bardot til þess að fara til Mexikó og leika þar í kvik mynd, sem Sean hyggst sjálfur framleiða. Kvikmyndin á að vera sannkölluð „westem“- kvikmynd í anda 007. Og það er hægt að geta þess að fyrir skömmu var sett upp vaxmynd aif Brigitte í vaxmyndasafni Madame Tussauds. ★ Á meðan Harold Wilson stóð í sem ströngustu út af fellingu gengi sterlingspundsins, var bifreið hans stolið fyrir fram an augun á varðmönnum við Downing Street 10. Sootland Yard hóf þegar í stað afskipti af málinu og billinn fannst ó- skemmdur á Lundúnarflugvelli. ★ Karl Gústaf krónprins Svía mun fara á vetrarólympíuleik- ana í Grenotole^ með sænsku skíðasveitinni. Áður en hann fer mun hann fylgjast með æf igum sænska landsliðsins og meira að segja taka þátt í að velja þá skiðamenn, sem sendir verða. •k Það hefur löngum þótt fínt að klœðast fötum frá tízkukóng unum í París og hafa allar fræg ar konur keppzt við það að kaupa sér sem dýrust og fínust föt þaðan. En það virðist ekki eiga við eiginkonu Ringo Star. Hún hefur fram að þessu ekki verið sérlega dýrt eða vel klædd og nú fyrir skömmu birt ist hún klædd sem blómastúlka á flugvellinum í Róm á leið sinni til London. Eiginmaður hennar var í fylgd með henni, klæddur nærri skósíðri loð- kápu. ★ ★ Milljónamæringurinn Paul Getty getur nú talizt örugglega ríkasti maður heims. Þar til fyr ir nokkrum vikum hefur hann átt í harðri samkeppni við Nubar Gulbenkian um titilinn ríkasti maður heims. Báðir þessir menn hafa safnað auði sínum á olíuauðlindum og lengi staðið nofckurn veginn jafnfæt is. En nú hefur það skyndilega komið í ljós að á olíusvæði Pauil Gettys í Wyoming í Banda ríkjunum er mikið af úraníum oig á einum degi auðgaðist hann um 20 milljarða. — Og ég finn ekki fyrir því, sagði auðjöfur inn bljúgur. ★ Sálfræðilegar rannsóknir í Bandaríkjunum hafa leitt það í ljós, að fólk getur orðið veikt af vissri gerð hinnar svoköll- uðu POP tónlistar. Ekki fylgir þó með, hvaða grein hafi verst áhrif. ★ Handrit og safn listaverka úr húsi Somerset Maugtoams í Suður-Frakklandi voru seld á uppboði i London fyrir skömmu. Maugham var þefckt- ur fyrir að hafa eytt miklum fjármunum til listaverkakaupa. Handrit hans og listaverk fóru þó fyrir lægra verð en búizt var við 31.778 pund og vakti það talsverða athygli, að enginn þeirra, frægu manna og kvenna, sem eitt sinn umgeng ust hann voru viðstödd upp- boðið. / ★ Andre Courreges, hinn franski tízkukóngur, sem mest hefur gert í sambandi við stutta móðinn í Frakklandi hélt sýn- ingu á tízkufatnaði sínum í Hollywood. Margar frægar Hollywood-stjörnur voru við- staddar, svo sem Shirley Mc ★ Laine, Barbara Streisand, Jack Lemon, Gene Kelly, Dvid Nev en, Natalia Wood og um það bil fjögur hundruð í viðbót. Allir gestir borga 125 dollara í inngangseyri og var Courreges mjög ánægður með þær viðtök ur, sem hann fékk þama. Þó gat hann ekki stillt sig um það, að hafa orð á því, að aðeins tvær konur af öllum þeim, sem þar vom viðstaddar, vom í fatn aði, sem hann hafði sjálfur teiknað. ★ Nú um jólin verður sýndur þáttur í brezka sjónvarpinu um bítlana og skömmu eftir nýárið hyggjast þeir gefa út nýja plötu, og verða á henni þau lög sem þeir syngja í þættin- um, sem er tekin að miklu leyti í Grikklandi. Það var Ringo Starr, sem gaf þessar upplýsingar á blaðamanna- fundi, sem bítlarnir héldu og við sama tækifæri gerði hann það kunnugt, að þeir hyggist setja á stofn bítlasafn í London. Einhver hafði orð á því, að það væri nú heldur snemmt, en Ringo var því ebki alveg sam- mála. — Það er til fólk, sem skrifar endurminningar sínar, þegar það er tuttugu og fimm ára. Því skyldum við þá ekki geta sett á stofn safn? ★ William Fulbright öldunga- deildarþingmaður í Bandaríkj unum réðst fyrir skömmu á stefnu Johnsons Bandaríkjafor seta í Vfetnam: — Við eyðum 1700 miUjörð um árlega í það að breyta litlu landi í geysistórt líkhús, sagði Fulbright i rœðu sinni í öldungadeildinni. * Á þessari mynd sjáum við grískan iþróttamann taka á móti Ólympíueldinum í Olymp íu. Síðan var farið með hann upp á fjallið Olympus og eftir það var hann fluttur flugleiðis til Grenoble þar sem 10. vetrarólympíuleikami-r verða haldnir. Á VÍÐAVANGl Hinn nýi fasteigna- skattur Eitt af þeim málum, sem hespað var af fyrir þingfrest- unina var það að leggja nýja skatta á alla íbúðareigendur í landinu, til viðbótar við þær álögur, sem af gengisfelling- unni leiddu, og þar í ofan var líka samþykkt á Alþingi að stórhækka gjöld af síma, sem snertir nær hverja fjölskyldu í landinu. Þannig á að skófla inn í ríkisstjórnina nýjum milljóna fúlgum til viðbótar við þær hundruð milljóna, sem ríkis- sjóður hagnast af gengislækk- uninni. Að vísu hefur fjármála ráðherra lýst yfir, að tollar verði lækkaðir um 200—250 milljónir króna og mjólkin verði greidd niður, en eftir er að sjá, hvernig þær toUalækk- anir líta út og hvemig þær verka á hag alþýðuheimilanna í landinu, sem verða að greiða nýja skatta í gjöldum af íbúð sinni og súna og fl. Jafnframt þessari hækkun á fasteigna- gjöldum til rfkissjóðs hefur verið boðað frumvarp um að heimila stórhækkun fasteigna- gjalda til sveitarfélaga og ýmis legt fleira á efalaust eftir að bætast á menn f álögum frá sveitarsjóðunum og þarf vfst ekki að minna t d. Reykvík- inga á 18% hækkun hitaveitu- gjaldanna. Þarflausar álögur Þvert ofan í samþykktir þessara nýjn álaga á almenn- ing, sem eru vegna afkomu ríkissjóðs algerlega þarflausar, segja stjórnarblöðin, að rfkis- stjórnin beini fyrst og fremst áhuga sínum á að draga úr afleiðingum gengislækkunarinn aL Eitthvað er nú brogað við þetta allt og mörg og ný kurl eiga eftir að koma til grafar, hvað álögur á almenning snert- ir, þegar líður á næsta ár. Það er álit ábyrgra manna, að það sé skynsamleg stefna að láta sveitarfélögunum eftir fast eignir sem tekjustofn, ef mönn um þykir skynsamlegt eða rétt- látt að leggja á þær skatta. Samband sveitarfélaganna mót- mælti mjög kröftuglega fast- eignaskatti þeim, sem fram í frumvarpinu sáluga, sem Iagt var fram í haust. Þar var gert ráð fyrir að tólffalda fasteigna matið og ekki ráðgert að leyfa sveitarfélögum að hækka sín fasteignagjöld, en það var sam- þykkt nífalt nú í vikunni og boðuð s<ima heimild fyrir sveit- arfélögin. Mlsrétti í rauninni er það fjarstæ?fa að vera að fikta fram og aftur við þetta fasteignamat og marg. falda mat, sem er fyrir löngu úrelt og ranglátt og efna þann- ig til stórfellds misréttis þegn- anna eftir búsetu þeirra í land inu og aðstæðum. Upplýst hef- ur verið aff aðalfasteignamat samkvæmt lögum frá 1963 eigi að koma á næsta ári og verður að krefjast þess að eftir þeim lögum verði farið, því að í þejm segir, að á 5 ái'a fresti milli aðalmata sknli yfirfasteigna- nefnd kanna, bvort fasteigna- verð hafi breytzt verulega á tíniabilinu. Telji fasteignamats nefnd að svo sé, getur fjármála ráðherra ákveðið breytingu á mati fasteigna í landinu í sam- ræmi við það. Viturlega sýnist Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.