Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 3. janúar 1989 MÞY9UBLM9 Útgefandi: Blaö hf. FramKvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaöamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hólm og Sólveig Ólafsdóttir. Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakió. HVERS KONAR ÞJÓÐ- FÉLAG VILJUM VIÐ? Arið 1989 heilsarekki með gæsibrag áytra borði. Undan- gengna mánuði hefur tal um fyrirsjáanlega kreppu í efna- hagslífi verið allt að því yfirþyrmandi. Kreppan er samt ennþáekki meiri en svo að ríkisstjórnin bauð upp áskatta- hækkanir rétt fyrir jól til að mæta erfiðleikunum 1989. Ráðstöfunartekjur munu skerðast hjá mörgum með þess- um hækkunum. Og þvert á venjubundnar leiðirætlar ríkis- stjórnin sér alls ekki að mæta erfiðleikunum með því að gefa eftir á ríkissjóði. í sjálfu sér hefði ekki verið óeðlilegt að útgjöld yrðu meiri en tekjur, meðan verið væri að ná sér úr lægðinni, sem okkurerætlað að fara í áallra næstunni. Það máekki heyraá minnst og því erallt gert til að jöfnuð- ur verði í ríkisfjármálum 1989. Fyrir vikið verður lægðin væntanlega dýpri — nema menn ætli að kreppan verði alls ekki eins djúp og af er látið. Tíminn, eitt stjórnarblaðanna, segir í frétt rétt fyrir jól að fólk hafi gleymt kreppunni í jólainnkaupunum. Hana hafi ekki verið að finna ofan í innkaupapokunum. Um áramót sprakk barlómurinn uppi í háloftum. Jafn- virði hundrað milljóna króna dreifðist um himininn um miðnætti, þegar gamla árið var kvatt og nýju heilsaö. Kreppan hefur ekki barið upp á. Forseta íslands var í nýársávarpi sínu tíðrætt um velferð þjóöarinnarog „kreppuna". „Er það samt ekki vanþakklæti að kalla þessa örðugleika kreppu?“ sagði Vigdís Finn- bogadóttir. „Á árunum 1986 og 1987 unnu íslendingar í happdrætti og svo mætti að orði kveða... Það er kannske von, að eftir þennan stóra happdrættisvinning verði mönnum ekki um sel, þegar þeir þurfa að .horfast i augu við hversdagsleikann..En hversdagsleikinn er ekki kreppa..“ Vigdís forseti sagðist meiri áhyggjur hafa af þjóðernis- legri kreppu sem steðjaði að mörgum þjóðum: „Við lifum þá tíma að sterk alþjóðahyggja ríkir í heimin- um. Hún birtist í mörgum myndum — í eflingu stórravið- skiptaheilda eins og Evrópubandalagsins, í hliðstæðri þróun í Norður-Ameríku og í Austurblokkinni. Hún kemur fram í því að mat á því hvað telst eftirsóknarvert færist undir aðþjóðlegan staðal... Lífsgæðakapphlaupið svo- nefnda ræður ríkjum í vestri og austri — þótt sitt sýnist hverjum um leiðir til að öðlast efnisleg gæði. Og ekki verður beturséð en þessi eftirsókn eftirtæknitryggðri vel- ferð leiði til þess að tilfinningin fyrir þeim gildum sem tengjast þjóðerni og þjóðmenningu sé á undanhaldi. Framfarir reistar á tækni og vísindum virðast eftirlæti stjórnmálaskörunga, en svoersem menn ætli öðrum hlið- um menningar að íylgja sjálfkrafa á eftir. Hugsunin snýst um tæknilegarog hagrænar framfarir meðan þrengist um þann grundvöll sem tilveraokkarsem sérstakrar þjóðarer reist á, þrengist um „land, þjóð og tungu" þá þrenningu sannaog einasem Snorri skáld Hjartarson hefur um kveð- ið fyrir okkur.“ Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að þjóðin skiptist í tvo flokka, dreifbýlisfólk og þéttbýlisfólk, varðveittum við ekki það sem er þjóðinni sameiginlegt: tungu, minningar, siði og atvinnuhætti. Undir lok ávarps síns, komst Vigdís forseti svo að orði: „Takist okkur að gera sjálfum okkur grein fyrir því hvað felst í því að vera þjóð, þá hljótum við þvínæst að vilja átta okkur á því, hvert við viljum stefna, hvers konar þjóðfélag við viljum hafahér í framtíðinni. Við þurfum að snúaokkur að því sem við látum allt of oft sitja á hakanum: að skil- greina markmið okkar.“ Ádrepa Forseta íslands eru orð í tíma töluð. Hvert stefnum við? Hvað viljum við? Vonandi gefst tækifæri á nýju ári að svara því. Við munum ekki láta bug- ast af efnahagslegri kreppu. Ríkisstjórnin má ekki sjálf láta undir höfuð leggjast að svara því hvert skal stefnt þessari þjóð, þegar bráðum „efnahagsráðstöfunum" linn- ir. Landinu verður ekki stjórnað til bráðabirgða. ONNUR SJONARMIÐ Framtíðin örugg meö Framsókn, segir forsætisráðherra. STEINGRÍMUR Her mannsson kvaddi framsókn- armenn í Tímanum á gaml- ársdag. Þjóöin er vön aö láta hendur standa fram úr erm- um, segir Steingrímur. Þess vegna munu framsóknar- menn eina ferðina enn leiða þjóðina út úr erfiðleikunum. Og Steingrímur fagnaði sam- komulagi félagshyggjuafla í ríkisstjórn. Sjálfur viðurkenn- ir hann að hafa verið á frjáls- hyggjuflani: „Meö núverandi stjórn var einnig brotið blað að því leyti að félagshyggjuflokkarnir náðu loks saman. Eftir frjáls- hyggjuflan undanfarinna ára, er það mjög nauðsynlegt. Frjálshyggjumenn halda þvi fram að félagshyggjunni sé beint gegn einstaklingun- um. Það er mikill misskiln- ingur. Með félagshyggju er fyrst og fremst við þaö átt að ein- staklingarnir standi saman sem frjálsir menn, þegar grettistakinu þarf að lyfta, að velferðarkerfið sé skilvirkt og öflugt og skapi þeim öryggi sem á þurfa að halda, sjúk- um eða öldnum eða þeim sem af einhverjum ástæðum eiga undir högg að sækja í fífsbaráttunni. Félagshyggjan byggir á kraftmiklum ein- staklingum og skapar þeim grundvöll til heilbrigðra at- hafna og hvetur til þess að menn standi saman þegar þörf er fremur en að berast á banaspjótum. Þannig er framtíð hinnar islensku þjóð- ar trygg,“ skrifar forsætisráðherra þjóð- arinnar. EINAR Heimisson, há- skólanemi í Þýskalandi hug- leiðir vanda jafnaðarstefnu á íslandi í DV um áramót. Hvernig stendur á því að A- flokkarnir eru smáflokkar á íslandi á sama tíma og jafn- aðarstefna stendur styrkum fótum hvarvetna? spyr Einar... Úti í hinum stóra heimi hugsa vinstri menn öðruvísi segir Einar. í Þýskalandi hef- ur Lafontaine, einn af leiðtog um jafnaðarmanna, skrifað bók um framtíöina. Einar seg ir hann slá á óþekkta strengi og tillögur hans hafi blásið nýju lífi í umræðuna. Lafon- taine hefur m.a. lagt til að vinnuvika verði stytt í 35 klukkustundir til að koma fleirum að á vinnumarkaði. „Annar kjarni í málflutn- ingi Lafontaines er sá að tím- ar stéttaflokka séu löngu liðnir og hæpin leið til árang- urs að ætla sér að leggja megináherslu á einhvern einn hóp kjósenda fremur en annan. Lafontaine telur at- vinnurekendur alveg eins geta átt samleið með jafnað- armönnum eins og verka- menn, og raunar sýna kann- anir að stefna hans virðist höfða til fólks úr öllum stétt- um. Lafontaine hefur þannig sömuleiðis tekist að vinna hylli ungra kjósenda, sem margir höfðu frekar horfið til fylgis við græningja. Ein röksemd manna gegn stórum flokkum hefur verið sú að þeir séu of þunglama- legir og stirðir og festist iðu- lega í sama farinu, sömu stefnunni. Auðvitað getur slíkt gerst, en það þarf ekki að gerast, líkt og Oskar Lafontaine hefur nú síðast sannaö. Innan stórra flokka getur farið fram mikil um- ræða og uppstokkun, ef ein- hverjir eru þar til að hrinda henni af stað.“ Einar Heimisson: Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag tímaskekkja, nýr kostur er jafnaðarmannaflokk- ur i ætt viö þann þýska eða sænska. ISLENSKIR jafnaðarmenn eiga sóknarfæri segir Einar Heimisson, en þeir mega ekki glata tækifærinu: „Vinstrihyggja hefur haldið innreið sina á ný í islenskum stjórnmálum. Flokkakerfið er hins vegar ekki sniðið að þessari viðhorfsbreytingu. Kjósendur vilja nýjan kost. Ýmislegt bendir til að þessi nýi kostur sé vinstrisinnaður „stjórnarflokkur" i ætt viö þýska jafnaðarmannaflokkinn eða þann sænska. Þorri fólks kýs flokk, sem það telur lik- legan til að geta stjórnað landinu, en ekki sem það tel- ur líklegan til að geta verið í stjórnarandstöðu. íslenskir jafnaðarmenn mega ekki glata hlutunum út úr höndum sér nú þegar sóknarfæri eru fyrir hendi. Fjötrar sögunnar eru að rakna upp. Það er beinlinis lýðræðisleg skylda manna að bregðast viö skila- boðum kjósenda og athuga gaumgæfilega uppstokkun á flokkakerfinu. Sóknarfærin mega ekki fjara út af því að kjósendur viti ekki i hvorn fótinn þeir eigi að stíga. Þeir kjósendur, sem telja sig jafn- aðarmenn, verða að eiga skýran kost. Mikil viðhorfsbreyting hef- ur orðið í íslenskum stjórn- málum á árinu 1988. Verður sú viðhorfsbreyting upphaf nýrra tíma?“ Ólafur Ragnar: Kvennalistinn vill ekki vera m’emm. Samfylgdin meö Sjálfstæðisflokknum í ætt viö fáránleikann. KVENNALISTINN er ekki tilkippilegur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í desember tókst ríkisstjórninni ekki að fá þær til liðs við stjórnina. Kona bjargaði að vísu stjórn- inni — en hún kom úr vígi borgaranna — ekki „félags- hyggju" kvennalistans. Olafur Ragnar lýsir tilraun- um ráðherra til að fá Kvenna- listann á sitt band í áramóta- hugl_eiöingu í Þjóðvilja: „Á viðræðufundi i desem- ber sem forystumenn ríkis- stjórnarflokkanna þriggja 'áttu með fulltrúum Kvenna- listans var einlægur vilji til samstarfs áréttaður og itrek- aður enn á ný. Þar rökstuddu forsætisráðherra, viðskipta- ráðherra og fjármálaráðherra einlæga ósk flokkanna þriggja um viðræður við full- trúa Kvennalistans sem leitt gætu til þátttöku Kvennalist- ans í núverandi rikisstjórn. Þingmenn Kvennalistans höfnuöu á þeirri stundu slíku boði. Fulltrúar rikisstjórnar- flokkanna ítrekuðu þó að ný óskina um að innan tíðar yrði afstaða Kvennalistan breytt og hægt væri aö leggja grundvöll að varanlegu sam- starfi. Sú ósk er í senn ein- læg og eindregin. Hún er byggð á þeirri sannfæringu að raunveruleg jafnréttis- barátta skipi Kvennalistanum við hliðina á þeim flokkum sem mynda núverandi ríkis- stjórn. Samfylgd Kvennalist- ans og Sjálfstæðisflokksins i atkvæðagreiðslum á Alþingi er öfugmæli i ætt við fárán- leikann.“ Einn me8 kaffinu ísafjarðarkaupstaöur fékk jólakveðju frá Skála komm- únu í Færeyjum. Vit av Skála senda tær bestu jóla og nýttársheilsur, til ísafjarðar kommunu og annars öll íð vóru saman við í summar har yviri.. Annars er ekki nógv nýtt herfrá, men vit eru byrja at byggja nýggjan skúla, sum væntandi verður liðugur umleið 1 ár, eisini er arbeiðið byrja uppá nýggjan bátahyl í Skálafirði. Vinarlegar heilsur. Skála Kommuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.