Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 3. janúar 1989 11 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Arnadóttir í september 1987, voru þúsundir gyðinga sem aðhyllast svokallaða rétttrúaða gyðingatrú á vaktinni i erjum sem kallaðar hafa verið sabbat-striðið. Á myndinni sést lögreglan leiða burt einn rétt- trúaðann. í ísrael óttast margir að erjurnar blossi upp aftur, nú eftir kosningarnar. Rétttrúnaðarbylgjan breiðist út í ísrael. Aldrei hafa heittrú- aðir rabbíar haft eins mikil áhrif og nú. Margir ísraels- menn óttast að framtíðin gœti orðið jafn gleðisnauð og í íran undir stjórn Ayatollah Khomeini. KROSSFERD RARBÍANNA í hverfi sem heitir Mea Shearim í Jerúsalem, búa gyðingar sem tilheyra strang- trúuðum, eða rétttrúuðum eins og þeir sjálfir vilja gjarn- an kalla það. I hverfinu lifa menn, eins og fólk gerði i gyöingahverfum Austur- Evrópu kringum áriö 1800. íbúðir eru fátæklegar í þessu yfirsetna hverfi. Fölar krúnurakaðar konur með hár- kollu eða klút yfir skallanum, hengja föt til þerris. Þær eru önnum kafnar, því það er þeirra verk að sjá fyrir fjöl- skyldunni og gæta sinna fjöl- mörgu barna. Veggspjöld aðvara konur, sem eru „siðlausar i klæöa- burði“ við þvi að koma inn í hverfið. Hópar svartklæddra manna ganga um og ræða heimspekilegar spurningar tilverunnar. Þeir vinna ekki, heldur hafa þeir helgað lif sitt því að lesa og læra hand- rit gyðinga. í Mea Shearim búa þeir herskáustu, af 170.000 rétt- trúuðum í Jerúsalem. Hverfið hefur árum saman verið vin- sælt í skoðunarferðum ferða- manna. Mea Shearim er þó ekki aðeins forvitnilegt fyrir ferðamenn. Þar gera strang- trúaðir gyðingar áætlanir um krossferð gegn því ísrael sem þeir telja alltof veraldlegt. Hinir strangtrúuðu unnu sinn stærsta sigur í koSningunum á dögunum. Þar sem ísrael er klofið í tvær pólitískar fylkingar, geta hinir rétttrúuðu haft afger- andi áhrif. Þar með getur draumur hinna strangtrúuðu ræst, en hann er, að hafa jafn mikil áhrif í ísraelsku samfélagi og prestarnir í Islamríkinu íran, undir stjórn Khomeini. KREDDUR Árum saman var ímynd ísrael út á viö, vinnusamur maður, (kona) með skóflu í hendi, þetta var einskonar vörumerki Ísraelsríkis. „Það var nýi Zionisminn sem laðaði gyðinganatil ísrael. Hugmyndafræöin var tilkomin, vegna þess að ungu gyðinqarnir í Austur-EvrÓDU. neituðu að lifa lífinu eins og hinir einangruðu, heittrúuðu gyðingar. Zionisminn var bylt- ing gegn „ghetto'Mífinu í Austur-Evrópu. Mótmæli gegn þeirri trú, að guð myndi sjá um alla hluti. Nú eru hinir strangtrúuðu á móti Zion- ismanum, kreddufastir og vilja engar málamiðlanir. Hvernig eigum við að geta búið sarnan?" spurði Yorman Kaniuk í sjónvarpi nýlega, en hann er þekktur ísraelskur höfundur. Á helgidegi gyðinga, sabbat, stöðvast næstum allt líf í ísrael. Strætisvagnar hins opinbera aka ekki. Flest kvikmyndahús, íþróttaklúbbar og veitingahús eru lokuð, þrátt fyrir að aðeins 20-25 prósent af 3,5 millj. gyðinga i Israel séu mjög trúaðir. Hinir rétttrúuðu vilja ganga ennþá lengra. Eitt aðalmálið er algjört bann við öllum opinberum samkomum og umferð á laugardögum. Einn- ig bann við heimsóknum á baðströndina á helgum degi. Þeir vilja einnig að guð- fræðistúdentar verði leystir undan herskyldu og að rikið auki stuðning við stofnanir, þar sem menn kynna sér gyðingleg fræði. HVERJIR ERU GYÐINGAR? Sú krafa hinna rétttrúuðu sem er róttækust, er ný skil- greining á því hver sé gyðing- ur. í ísraelskum lögum telst hver sá gyðingur sem á móð- ur sem er gyðingur. Eða ef hann eða hún snýst til hinna þriggja greina í gyðingdómi: Þær eru, hinir strangtrúuðu (orthodox), hinir íhaldssömu eða þeir sem vilja endurbæt- ur og breytingar. Þeir strang- trúuðu vilja breyta lögunum. Þeir vilja, að i framtíðinni verði það aðeins afturhvarf til rétttrúnaðar, sem gildi. Þessi uppástunga hefur vald- ið miklum áhyggjum hjá frjálslyndum gyðingum í Bandaríkjunum. GÖTUBARDAGAR Hinir strangtrúuóu hafa nokkrum sinnum komiö af stað götubardögum viö þá ísraeli sem sýna hvíldardeg- inum þá óvirðingu að sækja kvikmyndahús. Síðan erjurnar við palestínumenn byrjuðu, hefur róast í kringum hið svo- kallaða „Sabbat stríð“ en vegna velgengni hinna strangtrúuðu í kosningunum óttast margir ísraelsmenn að til þeirra komi aftur. Margir ísraelskir pólitíkus- ar telja að hinir strangtrúuðu rabbiar, muni ef þeir fá vilja sínum framgengt, koma á þjóðfélagi sem væri álíka ánægju og gleðisnautt og íranskt þjóöfélag er undir stjórn Khomeini. „Hinir strangtrúuðu munu . innleiða aukna ritskoðun bæði í útvarpi og sjónvarpi. Visindaleg menntun mun minnka. Trúarleg hugmynda- fræði mun verða áherslumeiri og það munu margir vinir okkar erlendis óttast. Það sem er þó kviðvænlegast, er að vantrúaðir yrðu líklega settir út i horn, einskonar annarsflokks borgarar. Ef leiðtogar framtíðarinnar, verða úr flokki bókstafstrúar- manna, hvað verður þá um okkur hina?“ spyr Deddi Zuzker, sem er þing.maður úr flokki frjálslyndra. BARNMARGIR Sá hluti ísraelsku þjóðar- innar, sem fjölgar sér hvað mest, er á trúarsviðinu í hópi orthodoxa. Þegar þeir sem eru frjálslyndir í trúnni, eiga að meðaltali 2,6 börn, þá eiga frjálslyndir orthodoxar um 4 en strangtrúaðir yfir 8 börn. „Okkur mun fjölga, því eins og er, erum við þeir einu sem flytjum til ísrael og einnig vegna þess að við leyfum ekki fjölskylduáætlun eða fóstureyðingar“, segir Menachim Porush rabbí, sem er í hópi þeirra strangtrúuð- ustu. Það munu þó líða nokkur ár, áður en draumur strang- trúaðra verður að veruleika. En kosningasigur strangtrú- aðra, sýnir að Israel virðist vera að nálgast þá bylgju ofsa- og strangtrúar, stund- um allt að því fornaldarlegrar sem hefur flætt yfir Mið- austurlönd á síðustu tíu árum. (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.