Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 4
4 Þriójudagur 3. janúar 1989 Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins „Sundurþykkja Sjálfstæðisflokksins, verkstjórnarieysi og skortur á pólitísku frumkvæði eyðilagði vonir um, að rikisstjórn Þorsteins Pálssonar gæti skilað árangri i verki. Afleiðingin var sú að Sjálfstæðisflokkurinn glataði frumkvæði i islenskum stjórnmálum." Árið 1988 var viðburðaríkt og umhleypingasamt á vettvangi íslenskra stjórnmála, ekki síðuren í alþjóóamálum. Þegar hin hraða atburðarás verður skoðuð síðar meir, úr meiri fjarlægð, má vera að menn komist að þeirri niður- stöðu, að það hafi markað tímamót í stjórnmálasögunni. Þá dóma eftirlátum við hins vegar sagnfræðingum fram- tíðarinnar, þótt vissulega sé freistandi að reyna aó ráða í þær rúnir fyrirfram. STJÓRNARSKIPTIN Það sem ber hæst í stjórn- málabaráttunni er stjórnarslit og myndun nýrrar ríkisstjórn- ar, á hraðfleygri stund í lok september. Þá reyndi á að hafa snör handtök og örugg vinnubrögð til að koma í veg fyrir að stundarerfiðleikar í efnahagsmálum leiddu til pólitískrar upplausnar í kjöl- farið. Þá reyndi á það, hvaða stjórnmálaflokkar höfðu til að bera innri styrk, sam- heldni og heildarsýn, sem dugði til að hafa tök á atburðarásinni, stýra henni, fremur en að láta stjórnast af henni. Þeir stjórnmálaflokkar, sem stóðust þessa prófraun, voru Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. A tímabili leit út fyrir að Al- þýðubandalagið gæti ekki slitið sig úr viðjum fortíðar- innar. Á seinustu stundu náðu forystumenn flokksins áttum og naðu að grípa sögulegt tækifæri, loksins þegar það gafst. Þessa sögulegu daga brást Sjálfstæðisflokkurinn sjálf- um sér og þjóðinni meó eftir- minnilegum hætti. Margt bendir til þess að hin sögu- legu mistök forystu Sjálf- stæðisflokksins, í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, eigi eftir að draga langan dilk á eftir sér. Á þessum tima klúðruðu forystumenn Sjálfstæðis- flokksins samskiptum sínum við Alþýðuflokkinn. Þeim tókst ekki að bæta fyrir klofning Sjálfstæöisflokksins fyrir kosningarnar 1987, þótt ytri aðstæður hefðu átt að gera þeim það auðvelt. Sund- urþykkja Sjálfstæðisflokks- ins, verkstjórnarleysi og skortur á pólitísku frum- kvæði eyðilagði vonir um, aö ríkisstjórn Þorsteins Pálsson- ar gæti skilað árangri í verki: Afleiðingin var sú að Sjálf- stæðisflokkurinn glataöi frumkvæði í íslenskum stjórnmálum. Frumkvæðið færðist til Alþýðuflokksins og Framsóknarflokks, sem urðu að víkja til hliðar fyrri ágreiningsmálum og tókst jafnframt að skapa gagn- kvæmt traust milli forystu- manna flokkanna í nýju stjórnarsamstarfi. Ein afleið- ing af gjörðum forystuliðs Sjálfstæðisflokksins var sú, að leiða Alþýðubandalagið afturtil ríkisstjórnarsam- starfs og gefa nýjum for- manni flokksins tækifæri til að leiða flokkinn út úr vonar- snauðri eyðimerkurgöngu. Svo gersamlega hefur for- ysta Sjálfstæðisflokksins klúðrað sínum verkum að meirihluti í þingflokki Borg- araflokksins á meiri málefna- samstöðu með stjórnarflokk- unum en forystuliði Sjálf- stæðisflokksins. Sú undar- lega staða er upp komin að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Kvennalista sitja hlið við hlið á stjórnarandstöðubekkj- um og rétta einatt upp hönd- ina í sömu andrá með og móti málum á Alþingi. Stuðn- ingur þingmanna Borgara- flokksins, þeirra Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur og Óla Þ. Guðbjartssonar, sem riðu á vaðið, hefur með eftirminni- legum hætti styrkt stöðu rík- isstjórnarinnar og skapað for- sendur fyrir endurskipulagn- ingu hennar á næstu vikum. Takist það hefur pólitískri óvissu verið eytt, allt til loka kjörtímabilsins. FRUMKVÆÐI ALÞÝÐUFLOKKSINS Grundvöllurinn að þessari breyttu vígstöðu i innan- landsmálum var lagður með endurreisn Alþýðuflokksins á árunum 1984-87. Eftir að Al- þýðuflokknum mistókst að nýta kosningasigur sinn 1978 til skapandi verka í ríkis- stjórnarsamstarfi hrundi fylg- ið af flokknum. Flest benti til þess að hann ætti sér ekki viöreisnar von á þessum ára- tug. Áframhaldandi hnignun Alþýðuflokksins hefði óhjá- kvæmilega fest samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks í sessi. Þau umskipti á högum Al- þýðuflokksins, sem urðu í stjórnarandstöðu á árunum 1984-1987, breyttu hinu pólit- íska landslagi. Á árinu 1986 bentu flest sólarmerki til þess að Alþýðuflokkurinn gæti vænst fylgis allt að fjórðungs þjóðarinnar í næstu kosningum. Það um- rót, sem brottrekstur Alberts Guðmundssonar úf Sjálf- stæðisflokknum og Stofnun Borgaraflokksins skömmu fyrir kosningar 1987 olli, dró hins vegar verulega úr sigur- likum Alþýðuflokksins, eins og kosningarnar 1987 stað- festu. Engu að síður vann Al- þýðuflokkurinn myndarlega á í þeim kosningum. Það sem á skorti um fylgisaukninguna bættum við upp með mál- efnalegum styrk, sem dugði til frumkvæðis. Alþýðuflokk- urinn hafði lengst af á hendi verkstjórn við myndun ríkis- stjórnar eftir kosningarnar 1987. Hann mótaði starfs- áætlun þeirrar ríkisstjórnar, þótt fornar væringar Fram- sóknar- og Alþýðuflokks þýddu að lokum, að stjórnar- forystan færðist í hendur sjálfstæðismanna. Þess ber að minnast að fast var eftir því leitað af hálfu Alþýðuflokksins, að fá Alþýðubandalag og Kvenna- lista til stjórnarsamstarfs eft- ir kosningarnar 1987. Hvorug- ur flokkurinn reyndist undir það hlutverk búinn. Hinn ungi Kvennalist reyndist of reynslulaus; hið gamla Al- þýðubandalag reyndist of viðjað í hlekkjum fortíðar. Niðurstaðan varð því sú að ekki var annarra kosta völ um stjórnarmyndun. VONBRIGÐI Starfsáætlun ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar var vönd- uð. Þær hugmyndir, sem skráðar voru í stjórnarsátt- mála, um umbætur í hag- stjórn, breytingar í atvinnu- háttum og stjórnsýslu, voru róttækar og framfarasinnað- ar. Það sem á skorti eins og tíminn seinna leiddi í Ijós var atfylgi Sjálfstæðisflokksins við þessar hugmyndir. Hann reyndist ekki vera framfara- sinnaður umbótaflokkur held- ur kerfisflokkur, sem viðjaður var á klafa sérhagsmuna, þar sem eitt rak sig á annars horn. Á þetta reyndi strax í lupphafi stjórnarsamstarfsins þegar tækifæri gafst til end- urskipulagningar bankakerf- isins, eftir hrun Útvegsbank- ans. Eftir það átti Sjálfstæð- isflokkurinn eftir að valda okkur vonbrigðum í hverju málinu á fætur öðru: í ríkis- fjármálum, gagnvart hug- myndum um lækkun ríkis- útgjalda, um að breyta rikis- stofnunum i sjálfstæðar stofnanir, um uppstokkun sjóðakerfisins, um breytingar á landbúnaðarkerfinu og þannig mætti lengi telja. Þegar við bættist að forystu- menn flokksins voru verklitlir og dauðyflislegir í málsvörn fyrir helstu umbótamálum ríkisstjórnarinnar í ríkisfjár- málum, seig smám saman á ógæfuhlið. Þau vandamál sem ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar þurfti að leysa á fyrsta starfs- ári sínu voru einkum af tvennum toga: Annars vegar mikil umskipti til hins verra í ytri skilyrðum þjóðarbúsins. Hins vegar arfur fyrri ríkis- stjórnar, sem var svo slæmur, að hann torveldaði mjög að- lögun þjóðarbúsins að versn- andi ytri skilyrðum. GÓDÆRINU GLUTRAÐ NIÐUR Á árunum 1984-87 upplifði ís- lenska þjóðin góðæri sem er einstakt I sögunni. Það er nú óvefengjanleg söguleg stað- reynd að hagstjórn þáverandi rikisstjómarj á þessu ein- staka góðærisskeiði, mis- tókst. Góðærið átti uppruna sinn í sjávarútveginum. Þá átti að tryggja, að sjávar- útvegurinn safnaði í sjóði til mögru áranna, enda var verð- jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins til þess ætlaður. Það brást. Þá átti að reka ríkisbúskap- inn með hagnaði, til þess að draga úr þenslu. Það brást. Þá átti að nota hluta af stór- auknum tekjum þjóðarbúsins til að greiða niður erlendar skuldir. Það brást. Þvert á móti var allt látið vaða á súð- um; ríkisbúskapurinn rekinn með halla og kynnt uhdir þenslunni með erlendri skuldasöfnun í miðju góðær- inu. Við þessi skilyrði gerði þá- verandi ríkisstjórn tilraun til þess að taka upp „vaxta- frelsi“ að hætti þeirra iðn- ríkja, sem á löngum tíma hafa byggt upp skipulagðan fjármagnsmarkað. Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn bera sameiginlega ábyrgð á því. Á árinu 1988, þegar samdráttarskeiðiö hófst, var sýnt að þessi til- raun hafði mistekist. Tilraun- in var gerð án þess að þeirrar fyrirhyggju hefði gætt að setja vandaða rammalöggjöf um réttindi og skyldur þeirra, sem störfuðu á slíkum fjár- magnsmarkaði. Hér var ekki um raunverulegan samkeppn- ismarkað að ræða. Bankarnir sammæltust um háa raun- vexti, til viðbótar verðtrygg- ingu, og fjármagnsfyrirtækin buðu enn betur. Fjármögnun- ar-leigufyrirtækjum var hleypt af stað, með ótakmörkuðu erlendu lánsfé, sem varð til þess að brjóta niður seinust hömlurnar á lánsfjármarkaði. Enginn skilningur virtist vera á sérstöðu íslensk fjár- magnsmarkaðar. Niöurstaðan var sú fjarstæða, að íslenska krónan var skráð sem einhver sterkasti gjaldmiðill í heimi og ávöxtunarkröfur áhættu- lauss fjármagns, vegna verð- tryggingar, voru orðnar hinar hæstu sem þekktust. Meðan allt lék í lyndi létu öll fyrir- tæki þetta yfir sig ganga. En um leið og syrti í álinn, við upphaf ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar, kom á dag- inn að framleiðslustarfsemin í landinu fékk ekki undir þessu risið. Fjármagnsmark- aðurinn á íslandi reyndist ekki vera samkeppnismarkað- ur, sem lýtur lögmálum fram- boðs og eftirspurnar og leitar jafnvægis. Hann var lokaður, verndaður og ófullkominn. Ella hefði erlent fjármagn átt að streyma til landsins þar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.