Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. janúar 1989 9 SJONVARP Ingólfur Margeirsson skrifar • Leitin að Laxness m STÖÐ 2: Halldór Laxness Síðari hluti heimildarmyndar um skáldið frá Gljúfrasteini. Leikstjóri og stjórnandi upp- töku: Þorgeir Gunnarsson. Handrit: Pétur Gunnarsson. Síðari hluti myndarinnar um Halldór Laxness var sýndur í Stöð 2 á nýársdag. Fyrri hlutinn heillaði áhorf- endur með leiknum atriðum og endursköpun á andblæ liðinna tlma; sér Magi upp- tökur í S-Evrópu. I síðari hluta heimildarsögunnar af Halldóri Laxness var öllu slíku sleppt og þess í stað stuðst við gamla kvikmynda- búta af Halldóri og rætt við ýmsa fræðinga og samferðar- menn hans, þó einkum fræð- inga. Þess á milli las Arnar Jónsson leikari samantekt á ferli Halldórs; flatan texta í hetjustíl. Myndlausnir voru fáar og eiginlega var síðari þátturinn fremur útvarpsefni en sjónvarpsefni. Hafi fyrri hluti verið feröa- lag í ytra umhverfi, var sá síð- ari sundurlaus ferð á yfir- borðinu. Áhorfendur, sem eitthvaö hafa lesið eftir Lax- ness eða kynnt sér feril skáldsins, höfðu heyrt flest allt sem fyrri þátturinn bauð upp á og gjörsamlega allt sem sá síðari greindi frá. Ekkert nýtt kom þar fram og illa eða stundum ranglega sagt frá. Það er til að mynda ekki rétt staðhæfing að Hall- dór Laxness sé fyrsti íslenski atvinnurithöfundurinn. Og ýmsar aðrar staðhæfingar voru veiklulegar og líkt að að- standendur myndarinnar væru á hlaupum undan hinu og þessu I skáldatíma Hall- dórs og reyndu að breiða yfir sem kalla má „óþægilegar staðreyndir" með einhverjum væmnum glassúr. Halldór Laxness á miklu betra og meira skilið en slík vinnu- brögð. Vera má, að erfitt sé að gera heimildarmynd um lif- andi goðsögn. Skáld sem komið er í guðatölu og er I raun ósnertanlegt í vitund þjóðarinnar. Kannski varð Halldór Laxness það þegar á sjötta áratugnum er hann hlaut Nóbelsverðlaunin. Maður sem hlýtur Nóbels- verðlaun í bókmenntum er ekki lengur umdeildur eða umdeilanlegur. En einhvern veginn hvíslar einhver púki því að mér, að fyrst verið er að leggja í heimildarmynd um Halldór Laxness, þá sé það skylda þeirra heimildargerðarmanna að færa okkur nær skáldinu og sannleikanum í lífi þess en feta ekki blindir einstigi lofgjörðarrullnanna sem vissulega eiga rétt á sér á hátíðarstundum en eru meira og minna marklausar í alvar- legri rannsóknarvinnu eins og heimildargeró. Tökum dæmi: Halldór ger- ist ungur kaþólikki. Hvers vegna? Hann yfirgefur síðar hina kaþólsku trú og leggur frá dýrlinganafnið Kiljan. Hvers vegna og af hverju? Hann er yfirlýstur kommún- isti en leitar samt hófanna sem handritahöfundur í Hollywood, gljáborg kapítal- ismans. Hvers vegna? Hann ferðast um Sovétríkin á fjórða áratugnum þegar skelf- ingar Stalínismans eru sem verstar og kjör sovéskar al- þýðu ólýsanleg. Halldór er þá ungur maður og næmur. Samt kýs hann að þegja og skrifa einhverja lygi í hetju- stíl um bóndann frá Kreml og þjóð hans. Hvers vegna? Halldór opnar síðan skjóð- una í Skáldatíma og segir sannleikann. Hann er þá orö- inn Nóbelskáld og ósnertan- legur. Hvers vegna snýr hann þá baki við sósíalismanum og skilur gamla félaga sína orðlausa eftir? Halldór Lax- ness býr yfir yfirnáttúrulegri breidd í skáldskap sínum. Hann skrifar skáldsögur, Ijóð, leikrit, ritgerðir, smásögur, bregður fyrir sig stíl forn- sagna, miðaldaog nútlma- máls. Skapar eigin ritstíl og stafsetningu. Hver er þessi maður sem bregður sér úr einu hlutverki í annað? Sem allt nemur og allt sér temur? Spurningarnar eru endalaus- ar. Við fengum ekki svör við þessum spurningum I heim- ildarmyndinni — né öðrum sem leita á hugann þegar hugsað er til hins mikla lífs- starfs Halldórs Laxness. Leit- in að Halldóri Laxness hófst aldrei. Við fáum ekki heldur svör við þessum spurningum með því að stilla upp kvik- myndatökuvélum fyrir framan hjörð af virðulegum já- mönnum Laxness, sem velt- ast hver um annan þveran í lofgjörð og óttablöndnum ástarjátningum. Eftir bolta kemur barn. Eftir miklu skáldi kemur alltaf bókmenntafræðingur. Og fleiri en einn. En heimild- argerðamenn verða að vara sig á því að styðjast einungis við fræðinga og aðdáendur „Halldór Laxness er maöur og skáld þversagna. Ein heimildar- kvikmynd mun aldrei geta< lýst töframanninum frá Gljúfrasteini til hlitar. En slik mynd gæti vakið spurningar — oröiö hvatning til þess að bækur hans verði lesnar áfram eða aö saga hans veröi könnuð nánar. Heimildarmynd Stöövar 2 er því miður ekki slik hvatning," segir ingólfur Mar- geirsson m.a. i umfjöllun sinni um siðari hluta heimildarmyndar Stöðvar 2 um Halldór Laxness. þegar mynd af skáldi er dreg- in upp. Fyrir utan verk skáldsins er sannleikann að finna I samferðarmönnum, bréfum, blaðagreinum, já, í hverju bréfsnifsi sem tekst að grafa upp, hverju orði sem fellur af vörum þeirra sem til skáldsins þekkja. Þettaer mikiö pússluspil og ekki öll- um gefið að stunda slíka rannsóknarblaðamennsku kannski árum saman. Og fáist myndin heil að lokum, þarf stundum kjark til að birta hana. Halldór Laxness er maður og skáld þversagna. Ein heimildarkvikmynd mun aldrei getað lýst töframannin- um frá Gljúfrasteini til hlítar. En slík mynd gæti vakið spurningar — orðið hvatning til þess að bækur hans verði lesnar áfram eða að saga hans verði könnuð nánar. Heimildarmynd Stöðvar 2 er því miður ekki slík hvatning. íslendingar eru stoltir af Halldóri Laxness. En við megum aldrei láta það stolt blinda okkur sýn; við megum aldrei einfalda Halldór Lax- ness í skurógoö. Halldór Lax- ness er umdeilanlegur. Hann var og á að vera umdeildur. Slíkar eru bækur hans og skrif og slík hefur ævi hans verið. Mikil skáld halda áfram að vekja tilfinningar, vekja viðbrögð, vekja hugsanir og deilur. Halldór Laxness er slíkt skáld. Islenska þjóðin má aldrei gera einhverja sykurhúðaða goðsögn úr Halldóri Laxness. Heimildarmynd Stöðvar 2 teygði sig einum of langt á þá átt. Iðnaðarráðuneytið Tæknifræðingafélag íslands Auglýsing um mat á umsóknum um leyfi til aö kalla sig tæknifræöing. í lögum um rétt manna til aö kalla sig verk- fræðinga, húsameistara, tæknifræðinga eöa byggingarfræðinga frá 5. september 1986 segir svo í 5. og 6. grein: 5. gr. Rétt til aö kallasig tæknifræöing eðaheiti, sem felur í séroröiö tæknifræðingur, hafaþeirmenn einir hér á landi, sem fengiö hafa til þess leyfi ráóherra. 6. gr. Engum má veita leyfi þaö er um ræöir í 5. gr. nema hann hafi lokið fullnaðarprófi í tækni- fræði frá teknískum æöri skóla sem T.F.Í. viður- kennir sem fullgildan skóla í þeirri grein. Þeir menn sem fullnægja skilyrðum þeim, sem sett eru í 1. mgr. þessarar greinar eiga rétt á, að þeim sé veitt leyfi til aö kalla sig tæknifræð- inga. Iðnaöarráöuneytiö og Tæknifræöingafélag íslands (T.F.I.) hafa komið sér saman um aö miða viö eftirfarandi reglur viö mat á um- sóknum um leyfi til aö kalla sig tæknifræöing: 1. Umsækjandi er hlotið hefur grunn- menntun í tæknifræði og eina eöa fleiri þrófgráður því til staöfestingar skal öðlast leyfi til aö kalla sig tæknifræöing ef öllum eftírfarandi atriöum er fullnægt: a) b) c) Námiö skal vera heilsteypt tæknifræöi- nám, sem T.F.Í. viðurkennir. Próf sé frá skóla eöa skólum, sem T.F.Í telur færa um aö veita fullnægjandi tæknifræðimenntun. Námslengd sé minnst 107 einingar þar sem hver námseining (c) svarar til einnar viku í fullu námi (próftími ekki meó- talinn). Samsetning námsins uppfylli þar að auki eftirfarandi skilyröi (lágmörk): Stæröfræöi Eölisfræöi Aörar undirstööugreinar Tæknilegar undirstööugreinar Rekstrargreinar Tæknigreinar Valgreinar ______ 10 einingar 6 einingar 5 einingar 20 einingar 7 einingar 41 eining 18 einingar Samtals: 107 einingar Skilyröi þau sem Tækniskóli íslands setur hverju sinni um verklega þjálfun og verkskólun skulu vera uppfyllt. Miöaö er viö aö þessar kröfur samsvari 35 ein- ingum. Reglur þessartaka gildi 1. janúar 1989 og skulu auglýstar í Lögbirtingablaöi, dagblöðum og sér- staklega kynntar nemendum í tæknifræöi. Reglurþessargildaþartil annað verðurákveðið og auglýst meö sama hætti. Ákvæöi til bráðabirgða Umsóknirmanna sem hafa byrjað samfellt nám í tæknifræði fyrir 1. janúar 1987 og ekki geta aólagað nám sitt ofangreindum reglum skulu metnar eftir þeim reglum sem notaðar hafa verið aö undanförnu. Reykjavík, 19. desember 1988 Iðnaðarráðuneytið Tæknifræðingafélag íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.