Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. janúar 1989 7 ÍÐUBLAÐSINS 1988 stjórn” undir forystu Þorsteins Pálssonar. Rekstrarhalli ríkis- sjóös var í byrjun októberorðinn 2 milljöröum meiri en efni stóöu til og nam þá um 5 milljarða króna. Þá skýröi blaðið frá því aö vel kæmi til greinaaðfjármagna ríkissjóðshallann með beinum erlendum lántökum í stað yfir- dráttar hjá Seðlabanka. Guðrún Helgadóttir þingmaður Alþýðu- bandalags var kjörin forseti sameinaðs þings og er hún fyrst kvenna til að gegna því emb- ætti. Mikill styrr stóð um hvalveið- ar íslendinga í október, og voru græningjar í Þýskalandi þar atkvæðamestir, og hvöttu þeir landa sína til að hætta kauþum á íslenskum fiski. Al.di-fyrirtæk- ið ákvað að halda uppi eðlileg- um viðskiptum við ísland, og var þar með mikillsigurunninn í því máli þarsem það erstærsti við- skiptavinur íslands á þýskum markaði. Stálvík fór fram á270 milljóna ríkisframlag til smíðaá 10 togur- um fyrir Marokkó. Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra sagði það orka mjög tvímælis að fara út í þetta óvissumál og gangast við ríkisábyrgð, enda mjög óvíst um raunverulegan kostnað ríkisins í þessu dæmi, og talið að hann gæti numið allt að 400 milljón- um þegarallt kæmi til alls. í kjöl- far þess að eiturefnið PCB fannst í kræklingi við strendur Austfjarða kom í Ijós að lögum um innflutning á ýmsum eitur- efnum væri ekki framfylgt, og að ekkert eftirlit væri haft með meö því hvaða efni væru flutt inn né hvaða aðilar stæðu að innflutningi. Birgir Þórðarson náttúrufræðingur hjá Hollustu- vernd rikisins sagði að eiturefn- ið PCB væri bannað í öllum þró- uðum ríkjum, og mætti furðu sæta að það væri ekki á bann- lista hér. Þá tók Alþýðublaðið fyrir 1.200 milljón króna holu tann- lækna, en þá fjárhæð virðist vanta upp á að framburður tann- lækna um tekjur og framburður viðskiptavina þeirra um aðsókn til þeirra. Þettavoru niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvís- indastofnunar sem byggð var á tölum Tryggingarstofnunar rík- isins og skattaframtali tann- lækna. Mikil átök voru á her- stöðvum BSRB en 35. þing bandalagsins var haldið í okt- óber. Kristján Thorlacius for- maðurgaf ekki kost ásértil end- urkjörs og hlaut Ögmundur Jón- asson yfirburðakosningu sem næsti formaður BSRB. Vandi SÍS varenn til umræðu, fyrirtækið seldi sinn hlut í Marel og Hval hf. og Guðjón B. Ólafs- spn forstjóri sagði allar eignir SÍS séu til endurskoðunar. Heimsbikarmótið í skák vakti heimsathygli, enda eitt sterk- asta mót sem haldið hefur verið á íslandi og var heimsmeistar- inn Garrí Kasþarov meðal keþþ- enda. Kjötfjall landsmann var að sjálfsögðu til umræðu í lok sláturtíðarinnar, og höfðu birgð- irnar aukist um tæþ 17% frá ár- inu áður. Fjölmargir frystihús- eigendur sögðu upp fastráðn- ingarsamningum með ákvæð- um um mánaðaruppsagnarfrest að sögn Péturs Sigurðssonar forseta Alþýðusambands Vest- fjarða. Haukur Gunnarsson vann til gullverðlauna í 100 metra hlauþi á Ólympíuleikum fatlaðra, og setti ólympíumet í þrígang. NÓVEMBER Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar sagði af sér emb- ætti eftir að birtar voru opinber- lega tölur um áfengismagn það sem hann hafði keypt ákostnað- arverði í ÁTVR sem einn hand- hafi forsetavalds. Magnús hafði keypt 1440 flöskur af sterku víni það sem af var árinu. Hann skil- aði svo 1260 flöskum aftur til Áfengisverslunarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson lagði fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 1989, og sagði það engan gleðiboð- skap heldur alvarlega tilraun til að stöðva útgjaldaþenslu ríkis- ins. Tókust þeir Ólafur Ragnar og Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ á um hver hlutur verka- mannsins væri í þessu frum- varpi. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra gerði Alberti Guðmundssyni tilboð um að geras^sendiherra í París, en allir stjórnarliðar neituðu að tilboðið stæöi í nokkru sam- hengi við stuðmng Borgara- flokksins við ríkisstjórnina. Grænfriðungar í Þýskalandi hlupu upp með átök við verslan- ir Aldi, og sneri fyirtækið sér því til íslenskra stjórnvalda að þau fyndu einhverja lausn á málfnu. Shultz utanríkisráöherra Banda- ríkjanna neitaði að hafa haft nokkra vitneskju um tilraun til viðskiptaþvingana gagnvart ís- landi i gegnum Japani, og harm- aði hann þann misskilning sem þetta mál leiddi af sér. Leiðtogar jafnaðarmanna- flokka í EB og EFTA löndunum samþykktu yfirlýsingu þess efn- isaðekki komi til greinaaðfyrir lönd eins og ísland að hleypa öðrum ríkjum inn í auðlindalög- sögu sína' fyrir mikilvæga við- skipta- og efnahagssamninga. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra var fulltrúi íslands í þessum samningum, en hann hlaut ekki jafnmikið lof fyrir atkvæöagreiðslu íslands hjá Sameinuðu þjóðunum um for- dæmingu ísraels. Harðar utan- dagskrárumræður voru um atkvæðagreiðsluna á Alþingi, og var mikið ritað og rætt um þessa breyttu afstöðu utanrikis- ráðherra íslendinga. Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn héldu báðirflokksþing sín í nóvember, og var mikið rætt um hugsanlegan samruna A- flokkanna um það leyti. Mikla athygli vakti einnig gagnkvæm heimsókn formanna Framsókn- ar og Alþýðuflokks á flokks- þingin þar sem þeir ávörpuðu þingfulltrúa flokkanna. Ás- mundur Stefánsson forseti Al- þýðusambands íslands var end- urkjörinn forseti ASÍ á 36. þingi sambandsina, en Ragna Berg- mann var kjörin varaforseti i stað Karvels Pálmasonar sem gaf ekki kost á sér. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagðist hafa áhuga á að tengja úrvinnslu úr áli inn í við- ræður um stækkun álversins. Tillaga kom fram um 12% sölu- skatt á happdrættismiða, inn- flutningureiturefnisins PCB var bannaður í kjölfar umræðna um notkun þeirra, og 2/3 hlutur Ferðaskrifstofu ríkisins var seldur starfsmönnum á „gjaf- verði”eins og Guðmundur Ag- ústsson komst að orði. Ólymp- íuliðið ( skák hélt utan á Ólymp- iuleikana i skák. Ákærur voru gefnar út í Hafskipsmálinu, og var Jóhann Einvarðsson sviptur þinghelgi svo hægt væri að gefa út ákæru á hendur honum. Fjórburar litu dagsins Ijós þann 1. nóvember, en aðeins einu sinni áður hefur fjórbura- fæðing átt sér stað á íslandi. Kim Larsen heiðraði landann meö komu sinni, og mikill sam- dráttur fyrirtækja var áberandi í nóvember; og var jafnvel talað um gjaldþrot sem jólagjöfina í ár. Þá gat að líta nokkur einka- viðtöl Alþýðublaðsins um stjórnmálaástandið í Eistlandi þar sem rætt var við nokkra leið- toga Þjóðfylkingarinnar. DESEMBER Fram kom, aö handhafar for- setavalds hefðu keypt alls tæp- lega 4.800 flöskur af áfengi á 6 árum, að mestu sterkt vín. Magnús Thoroddsen keypti 1.440 flöskur áyfirstandandi ári, en 720 árið áður. Magnús Þ. Torfason keypti 390 flöskur á tveimur árum, Þór Vilhjálmsson 834 flöskurátveimurárum, Logi Einarsson 180 flöskur á einu ári og Þorvaldur Garðar Kristjáns- son keypti sem forseti Samein- aðs Alþingis 1.230 flöskur á ár- unum 1984-1987. Útlagður kostnaður nam um tíunda hluta af söluverði ÁTVR. Nokkrar erjur ríktu á stjórnar- heimilinu, sérstaklega um hús- næðismál, gengismál og um tekjuskattinn. Á þinginu stefndi í óefni með fjárlögin og viðkom- andi tekjufrumvörp og voru hafnar formlegar viðræður við stjórnarandstöðuna um að koma nauðsynlegum málum í gegn. Óþarfi er að rifja upp gang mála í þinginu á jólaföstunni í löngu máli: Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir og Óli Þ. Guðbjarts- son greiddu stjórnarfrumvörp- um götuna í gegnum þingiö og kom þessi staða upp nánast um leið og Ijóst varð að Albert Guð- mundsson færi til Parísar og hafði afhent Júlíusi Sólnes for- mannsembættið. Borgaraflokk- urinn virðist nú klofinn, Albert og Ingi Björn Albertsson horfa upp á að afgangurinn af þing- flokknum gangi inn í núverandi stjórnarmynstur með 2 ráðherra ef viðræður ganga að óskum. Snemma í mánuðinum var til- kynnt um uppstokkun hjá Stöð 2, er Jón Sigurðarson forstjóri Miklagarðs var ráðinn fram- kvæmdastjóri og Ómar Valdi- marsson sagði upp. Siðar hófst rannsókn skattstjóra á skatta- málum stöðvarinnar. Tvær kolsvartar skýrslur voru birtar í desember. Fyrst kom alvarleg skýrsla Lögreglufélags Reykjavíkur um löggæsluna í borginni semfól í séráfellisdóm mikinn. Talin voru upp í skýrsl- unni mýmörg dæmi um vanda- mál er lutu að mannahaldi, vinnuaðstöðu og tækjakosti. Hin skýrslan fól í sér athuga- semdir Rikisendurskoðunar við rikisreikning 1987. Þar kom meðal annars fram dæmi um 1.600 yfirvinnutíma einstakra starfsmanna og 3,7 milljón króna viðhaldskostnað vegna 3ja bifreiða hjá embætti Lög- reglustjórans á Keflavíkurflug- SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR velli. Fram kom í byrjun mánaðar- ins að á þriðja hundrað fyrir- tækjum hefði verið lokað vegna vangoldins söluskatts. Hofsós- hreppur var sviptur fjárforræði vegna gríðarlegra skulda og óreiðu í rekstri. Um miðjan mán- uðinn aflétti ríkisstjórnin banni bráðabirgðalaganna gegn verk- föllum — á sama tíma og Jón FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Baldvin heimsótti Pólland. Hús- næðislánanefnd skilaði af sér og helsta trompið gegn 8 þús- und manna biðlista felst í út: færslu svo kallaðra húsbréfa. í árslok var ákveðið að f resta gild- istöku boðaðrar lánskjaravisi- tölu með launavísitölu með hálft vægi. Sýnt þótti að ríkis- sjóðuryrði gerðuruppþettaárið með 6,5 milljarða króna halla. pxe XV88St3- faldur laugardag Vinningstölurnar 30. desember 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.016.941,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var, færis 1. vinningur sem var kr. 5.740.695.- yfir á 1. vinning ! laugardaginn kemur. BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 595.194,- skiptast á ( vinningshafa, kr. 99.199,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 1.026.571,- skiptast á 203 vinningshafa kr. 5.057,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.395.176,- skiptast á 6.456 vinningshafa kr. 371,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.