Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 3. janúar 1989 ANNÁLL FRÉTTA ALÞ SÍÐARI HLUTI JÚNÍ í þessum mánuði sigraði Vig- dís Finnbogadóttir mótfram- bjóðanda sinn Sigrúnu Þor- steinsdóttur með yfirburðum í fyrstu forsetakosningunum þar sem boðið er f ram gegn sitjandi forseta. Vigdís hlaut 117.292 atkvæði eða 92,7% en Sigrún hlaut 6.712 atkvæði eða 5,3%. Auðir og ógildir seðlar reyndust 2.531 eða 2% og kjörsókn varð 72,4%, hin dræmasta í almenn- um kosningum frá 1933. Miklar deilur voru innan ríkis- stjórnarinnar, mest þó á milli fjármálaráöherra og landbúnað- arráðherra vegna umfram- greiðslna til landbúnaðarins, einkum i niðurgreiðslur og út- flutningsbætur. Ráðherranefnd var sett í málið og miðaði þá í samkomulagsátt. Jón Baldvin varaði við óheillavænlegri þró- un í ríkisfjármálum, sagði stefna í hálfs milljarðs halla ríkissjóðs og að lánsfjárlög væru komin 3 milljarða fram úr. Byggðastofnun neitaði að verða við tilmælum ríkisstjórnarinnar um 80 milljóna króna lán til loð- dýrafóðurstöðva nema fá tryggt framlag á næsta ári. Þá var áfram ágreiningur um flug- stöðvarreikningana og náðist samkomulag um að starfshópur færi í saumana á þeim. Innan ríkisstjórnarinnar var einnig deilt um lögmæti 8% hækkunar Landsvirkjunar á gjaldskrá sinni. Rlkið og aðilar vinnu- markaðarins deildu um lög- mæti álverssamningsins, sem talinn var fela í sér meiri hækk- un en bráðabirgðalögin heimil- uðu. Rikislögmaður taldi samn- inginn ólögmætan en samn- ingsaðilartöldu hann lögmætan og var deilan sett niöur. Á sama tíma gerðist það í álverinu að Ragnar Halldórsson hætti sem forstjóri er hann var gerður að stjórnarformanni. Gróði bankanna vegna „svarta miðvikudagsins" var enn til umræðu og vildu sumir láta þá skila hagnaðinum í ríkis- sjóð. Hugmyndir um að leggja niður verðjöfnunarsjóð sjávar- útvegsins vöktu upp deilur um 1.600 milljón króna innistæðu í honum. Fiskverð var hækkað að meðaltali um 5% gegn mót- atkvæðum seljenda og búvöru- verð hækkaði um 7-10%. Nýr grundvöllur framfærsluvísitöl- unnartók gildi með minnavægi matvöru en meira vægi hús- næðis, bíla og fatnaðar. Aðal- fundur SÍS var haldinn að Bif- röst, en þótti ekki hreinsa andrúmsloftið. Þuldar voru upp talnaraðir um mesta tap SIS- sögunnar. SÍS-menn hafa þó vafalaust getað fagnað þegar Hæstiréttur kvað upp úrskurð í Kaffibaunamálinu. Erlendur Einarsson var sýknaður sem fyrr, 2ja mánaða dómur Arnórs Valgeirssonar var ógiltur, en staðfestir 12 mánaða dómur Hjalta Pálssonar, 7 mánaða dómur Sigurðar Á. Sigurðarson- ar og 3ja mánaða dómur Gísla Theódórssonar, allt skilorðs- bundnir dómar, en hjá undirrétti átti Hjalti að sitja inni i 3 mán- uði. Skömmu síðar upplýsti Al- þýðublaðið að SÍS og KEA skulduðu Landsbankanum 2,6 milljarða króna, en þá var rætt um að Valur Arnþórsson settist i stól Helga Bergs í bankanum. Jóhanna Sigurðardóttir stað- festi byggingarleyfi ráðhússins í Reykjavík, en átaldi borgaryfir- völd fyrir fljótfærni og vanvirð- ingu við skipulags- og bygging- arlög. Um sama leyti upplýsti Al- þýðublaðið að borgarstjóri hefði gert samning við ísfilm um að festa byggingarsögu ráðhúss- ins á filmu. Deila Reykjavíkurog Kópavogs um Fossvogsdalinn hélt áfram óbeint er samtök um líf i dalnum komu saman og gróðursettu 600 tré í dalnum. Alþýðusambandið sendi kæru til Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar vegna afnáms samningaréttarins í bráða- birgðalögunum. Deilur hófust vegna ráðningar Sjafnar Sigur- björnsdóttur í skólastjórastöðu við Ölduselsskóla. Helgarpóst- urinn hætti útkomu eftirmiklar deilur innan stjórnar Goðgár. Þórarinn Tyrfingsson sigraði Ingimar Ingimarsson i baráttu um formennsku hjá S.Á.Á. Ómar Ragnarsson sagði upp hjá R.Ú.V. og ákvað að ganga til liðs við Stöð 2. Leonard Cohen lék og söng fyrirframan húsfylli í Höll- inni. Gunnar Björnsson fékk reisupassann frá stjórn Frí- kirkjusafnaðarins og upphófust þámiklardeilursemenn standa yfir. JÚLÍ Pólitiskar embættisveitingar voru ofarlega á dagskrá í júlí. Um mánaðamótin var tilkynnt að menntamálaráðherra hefði skipað Hannes Hólmstein Giss- urarson lektor í stjórnmálafræði við háskólann, gegn mótmæl- um nánastallraaðilaskólansog fjölmargra utan hans, enda Hannes talinn hæfur aðeins að hlutaog gengiðframhjátveimur fullhæfum umsækjendum. Önnur ráðning þótti ekki síður pólitísk og umdeild. Bankaráð Landsbankans ákvað að það yrði Valur Arnþórsson sem myndi leysa af Helga Bergs sem bankastjóri, um áramótin næstu. Valur hlaut 4 atkvæði en Lúðvik Jósepsson sat hjá. Skömmu áður höfðu bankarnir skilað inn tillögum vegna fyrir- hugaðrar heimildar ríkisstjórn- arinnar um milljarð króna erlenda lántöku og vildi Lands- bankinn að mál SIS yrðu með- höndluð sérstaklega fyrir utan téðan milljarð, enda lánþörf SÍS talin um 500 milljónir. Samband bankamanna mótmælti ráðn- ingunni og ýmsum þótti ráðn- ingin ótæk vegna mikilla skulda fyrirtækja samvinnuhreyfingar- innar við bankann. Samband bankamanna mótmælti einnig ráðningu sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Norðfjarðar, þar sem karlmaður var tekinn framyfir hæfari konu. Landakotsspltalinn var mikið ( fréttum mánaðarins. „Bik- svört“ skýrsla Rikisendurskoð- unar þótti sýna fram á aðhalds- leysi í rekstri og fjárlög höfðu verið hundsuð gróflega. Rekst- urinn hljóðaði upp á 300 milljón króna hallarekstur og Ríkisend- urskoðun sagði launagreiðslur til lækna óhemju miklar, sá launahæsti þeirra, yfirlæknir rannsóknarstofu, hefði haft 18,1 milljónirí árstekjur. Viðkomandi ráðherrar ákváðu að skipa eftir- litssveit yfirspítalann. Flugstöð Leifs Eiríkssonar var einnig í fréttum þegar flugstöðvar- nefndin svo nefnda skilaði af sér tillögum um úrlausn deil- unnar um verktakareikningana. Lagði nefndin til að 56 af 121 milljónum verði greiddaráárinu og heimilaöar 30 milljón króna brýnarframkvæmdir, þaraf rúm- lega 5 milljónir á árinu. Deilur héldu áfram innan rík- isstjórnarinnar um aðgerðir i efnahags- og atvinnumálum og um einstök mál um leið og stjórnin hélt upp á 1 árs afmæli sitt. Ný þjóðhagsspá olli tauga- titringi, meðal annars taldi fjár- málaráðherra spána fela í sér rangfærslur að yfirlögðu ráði um fjárlagahallann og fleira. Skýrslur sýndu 10-15% halla frystingar, deilur hófust um varaflugvallarmálið og vísitölu- nefnd lagði til að varlega yrði farið út i afnám verðtryggingar og þá aðeins sem hluti af víð- tækari efnahagsaðgerðum. Skoðanakönnun sýndi ríkis- stjórnina með aðeins 35% fylgi og 53% töldu að hún myndi springa bráðlega eða um haust- ið. Tilkynnt var um að stefnt yrði að helmingsstækkun álversins um leið og slitið var hlutafélag- inu um kisilmálmvinnslu við Reyðarfjörð. Utanríkisráðuneyt- ið ákvað að setja hömlur á gámaútflutning með leyfisveit- ingum. Brimborg yfirtók rekstur Veltis. 250 gervihnattardiskar höfðu verið seldir hér á landi en leyfi aðeins gefin út fyrir 40. Meitillinn sendi 190 starfs- mönnum sínum uppsagnarbréf. Félagsmálaráðherra staðfesti aðalskipulag borgarinnar, en ( Fossvogsdal aðeins að mörkum lögsagnarumdæmisins. ÁGÚST Fyrirbæri ágústmánaðar var án efa „forstjóranefndin" svo kallaða, ráðgjafarnefnd sem sett var á laggirnar undir forystu Einars Odds Kristjánssonar til að gefa ríkisstjórninni álit um hvernig bæta mætti rekstrar- skilyrði útflutnings- og sam- keppnisgreina og treysta eigin- fjárstöðu atvinnufyrirtækja. Ás- mundi Stefánssyni þótti skipan- in endurspegla tillitsleysi gagn- vart verkalýðshreyfingunni. Fljótlega beindist hugur manna frá gengisfellingarleið til niður- færsluleiðar á launum, vöxtum og verðlagi og ríkisstjórnin und- irbjó efnahagsmálapakka. Upp úr miðjum mánuði lagði for- stjóranefndin tillögur sínar fram. Niðurfærsluleiðin skyldi farin. Rikisstarfsmönnum skyldi fækkað um 1.000, hömlur lagðar á erlendar lántökur, lagt í erlend skuldbreytingalán upp á 2 milljarða króna, ríkissjóður rekinn með afgangi 1989, sér- stakur 10% skattur lagður á há- tekjumenn, vextir húsnæðis- lána skyldu hækkaðir, laun og launatengd gjöld skyldu lækk- uð um 9% og sömuleiðis verð vöru og þjónustu og nafnvextir lækkaðir um 25% í tveimur áföngum. Stjórnarflokkarnir tóku að deila um útfærsluna og nálguðust sjónarmið Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks. 26. ágúst ákvað rikisstjórnin að fresta gildistöku hækkunar launa og búvöruverðs 1. sept- ember og grípa til almennrar verðstöövunar með hörðum við- urlögum. í Landakostsmálinu náðust sættir eftir nokkrar væringar um skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. Sættirnar náðust þegar sam- komulag tókst um að sérstök eftirlitsstjórn fjármála- og heil- brigðisráðherra skyldi heita samstarfsnefnd! Annar spítali var í kröggum: Kleppsspítalinn neyddist til að loka endurhæf- ingardeild vegna rekstrarerfið- leika. Stjórn KRON ákvað að hella sér út í allsherjar hagræð- ingu og að sameina rekstur þess Miklagarði. Skipaútgerð ríkisins var undir smásjánni vegna rekstrartaps, sem á árun- um 1981-1987 varð 260 milljónir króna þegar fjárlög gerðu á sama tima ráð fyrir 125 milljóna króna afgangi. Heildarskuldir fyrirtækisins voru taldar 113 milljónir króna umfram eignir. Viðskiptaráðherra tilkynnti um frumvarp til laga um „gráa mark- aðinn“ um sama leyti og Ólafur Ragnar Grímsson hafði uppi yf- irlýsingar um að tvö fyrirtæki markaðarins stæðu tæpt og gætu ekki staðið við skuldbreyt- ingar sínar. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir vildi Ólafur ekki upplýsa um hvaða fyrirtæki væri átt við. Stærstu tiðindin á sviði sjávar- útvegsins voru tvímælalaust ákvörðun borgarinnar um að selja Sjóvá, Hampiðjunni, Hval og Venusi 78% eignarhlut sinn i Granda á 500 milljónir króna með 20% útborgun. Upp komu deilur um bygging- arleyfi vegna lóðarinnar Aðal- stræti 8, hið fyrirhugaða hús þótti í hróplegu ósamræmi við deiliskipulagið hvað varðar nýt- ingahlutfall og landnotkun. Al- þýðublaðið sagði frá geigvæn- legu smáfiskadrápi á miðunum og að um það ríkti þegjandi samkomulag. Þrír útlendingar fórust er ferjuflugvél hrapaði um 50 metra frá Hringbraut. Hundruð íslenskra kvenna flykktust á Nordisk forum í Osló. Þorsteinn Pálsson hélt í áður frestaða opinbera heim- sókn til Reagans í Bandaríkjun- um. Fjármálaráðuneytið til- kynnti um reglugerð þar sem boðið yrði upp á 30% vaxta- afslátt fyrir 6-8 þúsund manns með vangoldna tekju- og eigna- skatta. A Ólafsfirði varð tug- milljón krónatjón í aurskriðum. SEPTEMBER Mál málanna i september var fall ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar og valdataka ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Mikið var deilt um frekari efna- hagsaðgerðir og hvernig fylla ætti upp í 3,5 milljarða fjárlaga- gatið sem við blasti að óbreyttu. Snemma tilkynnti Þorsteinn að niðurfærsluleiðin væri úr sög- unni og boðaði hann þá e.k. millifærsluleið. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur lögðu fram gagntillögur og augljóst var að þessir flokkar áttu sam- leið í andstöðu gegn leið sjálf- stæðismanna. Blikur voru á lofti en búist var við málamiðlun, en á hinn bóginn bárust fréttir frá Pressunni um óformlegar þreif- ingar um nýtt stjórnarmynstur með þátttöku Stefáns Valgeirs- sonar á bak við tjöldin. 16. sept- ember lagöi Þorsteinn Pálsson síðan fram tillögursem agndofa Jón Baldvin Hannibalsson kall- aði hnffsstungu í bakið. í þeim fólst meðal annars lækkun mat- arskattsins svo kallaða niður í 10%, 6% gengisfellingog tekju- skattshækkun. Ríkisstjórnin flosnaði upp í beinni útsend- ingu Stöðvar 2. Steingrími Hermannssyni var falið stjórnarmyndunarumboð. Alþýöubandalagið kom fljót- lega inn í viðræður við Fram- sókn og Alþýðuflokk, en Kvennalistinn heltist fljótlega úr lestinni og Borgaraflokkurinn síðar. Bakslag kom í viðræðurn- ar vegna deilna innan Alþýðu- bandalagsins, sérstaklega vegna fyrirvara Skúla Alexand- erssonar og Geirs Gunnarsson- ar. Þau mál leystust hins vegar og Stefán Valgeirsson lofaði stuðningi í báöum deildum þingsins. Stefán afþakkaði ráð- herradóm er honum bauðst að ráðstafa formennskustóli í nýj- um Atvinnutryggingarsjóði og eftir talsvert japl, jaml og fuður var mynduð ríkisstjórn skipuð 3 ráðherrum frá hverjum flokki. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnar- innarfólu meðal annarsísér3% gengisfellingu, óbreytt laun til 28. febrúar, með óbreytt fiskverð og búvöruverð á sama tíma auk veröstöðvunar, stofnun Atvinnutryggingasjóðs með 2 milljarða á 2 árum, 800 milljónir lagðar í Verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaðarins, hækkun tekjutrygg- ingar elli- og örorkulífeyrisþega og heimilisuppbótar um 3%, hækkun persónuafsláttar og barnabóta, vaxtalækkanir og boðuð breyting á lánskjaravísi- tölunni með helmings vægi launavísitölu. Önnur stór bomba sprakk þegar forráðamenn Ávöxtunar bað Bankaeftirlitið að loka hjá sér vegna gíf urlegrar innlausnar útistandandi verðbréfa. Ákveðið var að hefja opinbera rannsókn á meintum lögbrotum fyrirtæk- isins og var Pétur Björnsson sviptur leyfi til verðbréfamiðlun- ar. Landssamtök sauðfjár- bænda héldu aðalfund og köll- uðu á uppstokkun og einföldun félagskerfis landbúnaðarins. Ólafur Noregskonungur heim- sótti landið og færði góðar gjaf- ir. Byggingaleyfi vegna Aðal- strætis 8 var afturkallað. Deilur komu upp um ráðningu for- stjóra Útgerðarfélags Akureyr- inga. Gegn mótatkvæðum fram- sóknarmanna var ákveðið að ráða Gunnar Ragnars í stólinn. Aðalfundur Verndar leystist upp í deilur og var slitið vegna ágreinings um atkvæðabærni fundarmanna. í Karlvelsmálinu svo kallaða náðist samkomulag um að Borgarspítalinn greiddi Karvel 3ja milljón króna skaða- bætur. Olympíuleikar hófust í S Kóreu, en árangur okkar manna þótti slakur. í þessum mánuði kom út fyrsta tölublað Press- unnar. OKTOBER Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að úrslita- kostir Þorsteins Pálssonar í efnahagsmálum hafi sprengt síöustu ríkisstjórn. í Reykjavík- urblaði Alþýðublaðsins síðar í mánuðinum gerir formaður Al- þýðuflokksins upp sakirnar við síðustu rikisstjórn og ráðherr- ana „sem aldrei urðu að ríkis-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.