Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 12
fimiiiiíiniiii Þriðjudagur 3. janúar 1989 UMRÆÐA Jón Sigurösson viðskipta- og iðnaðarráðherra skrifar SJÓRINN TEKUR EKKI LENGUR VIÐ „Okkur er tamara að hugsa um það sem við tökum úr sjónum en hitt sem í hann er látið, “ skrifar Jón Sigurðsson ráðherra m.a. í umrœðugrein sinni um umhverfismál. Um fátt er nú rætt af meiri alvöruþunga í heiminum en spjöll á náttúrulegu umhverfi mannsins. Umhverfisvernd hefur á síðustu árum stöðugt færst ofar á dagskrá stjórn- málanna og ekki að ástæðu- lausu. Alvarleg umhverfis- slys, eins og í Shernobyl- kjarnorkuverinu og eitur- þörungaplágan við strendur Noregs i fyrra hafa minnt okkur óþyrmilega á hætturn- ar á þessu sviði. Auk stað- bundinna umhverfisvanda- mála af þessu tagi eru önnur sem snerta heila heimshluta eða jafnvel alla jarðarbúa. Her má til dæmis nefna hættuna á eyðingu ósonlags- ins í lofthjúp jarðar sem stefnt gæti öllu lífi í hættu og upphleðslu kolefnistvíild- is í andrúmsloftinu með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum fyrir veðurfar á jörðunni. Þá er mengun sjávar alþjóðlegur vandi sem þó snertir sérstak- lega þjóð eins og íslendinga sem byggir afkomu sína að miklu leyti á sjávarútvegi. Kristján Eldjárn, forseti, lýsti einu sinni íslandi svo að það væri girt tveimur' lífbeltum, gróðurbeltinu upp frá strönd- um og sjóbeltinu með ströndum fram. Lífið í land- inu hvílir á þessum tveimur beltum., Þau mega ekki slitna. Á nýju ári ættum við að setja okkur það markmið að styrkja lífbeltin tvö. STEFNA ALÞÝÐUFLOKKSINS í UMHVERFISMÁLUM Stjórnmálahreyfingar verða að marka sér stefnu í um- hverfismálum. Þau veröa fyr- irsjáanlega eitt brýnasta við- fangsefni allra þjóða á jarðar- kringlunni á næstu árum. Á flokksþinginu í nóvember- mánuði sl. markaði Alþýðu- flokkurinn sér mjög ákveðna stefnu varðandi umhverfis- vernd. Þar er lögð höfuð- áhersla á að íslendingar hristi af sér andvaraleysi í umhverfismálum og að ráðist verði gegn staðbundnum um- hverfisvandamálum hvort sem þau stafa af ofbeit bú- penings, sorpi og frárennsli frá þéttbýli eða almennum sóðaskap i umgengni við náttúruna. Þessi vandamál verður að leysa meðal annars með því að takmarka stór- lega lausagöngu búfjár og með öflugri landgræðslu, með breytingum á löggjöf um hollustuvernd og með því að setja reglur um skilagjald af einnota umbúðum og um eyöingarskyldu eigenda að ónýtum tækjum og mann- virkjum. FRUMKVÆDi ÍSLENDINGA í‘ UMHVERFISMÁLUM En þetta átak er aðeins fyrsta skrefið. Það er eðlilegt hlutverk þjóðar sem byggir lífsafkomu sína á auðæfum ómengaðs sjávar að hafa frumkvæði meðal þjóða heims í umhverfisverndarmál- um. Á alþjóðlegum vettvangi hafatalsmenn Alþýðuflokks- ins lagt mikla áherslu á varn- ir gegn mengun hafsins og á aðgerðir gegn eyðingu óson- lagsins og upphitun gufu- hvolfsins vegna uppsöfnunar kolefnistvíildis og annarra lofttegunda í andrúmsloftinu. Við fengum þvi til leiðar komið á fundi evrópskra jafn- aðarmannaleiðtoga í Berlín í byrjun nóvember að í álykt- unum fundarins var tekin mjög ákveðin afstaða í um- hverfisvernd, þar var lýst yfir stuðningi við harðar aðgerðir gegn mengun sjávar. Auk þess var lýst skilningi á sér- stöðu þeirra þjóða sem hafa lífsframfæri sitt fyrst og fremst af nýtingu lifandi auð- linda. Slíkar ályktanir eiga eftir að koma Islendingum að góðu haldi í flóknum samn- ingaviðræðum, sem framund- an eru milli þjóða EFTA og Evrópubandalagsins. UMHVERFISÞING NORDURLANDARÁÐS Á sérstökum aukafundi Norðurlandaráðs, sem hald- inn var um miðjan nóvember sl. í Helsingör í Danmörku, var fyrst og fremst fjallað um umhverfisvernd og sérstak- legaverndun sjávar. Norður- landaráð samþykkti á þess- um fundi tvær umhverfis- verndaráætlanir, aðra um al- menna umhverfisvernd, hina um varnir gegn mengun sjáv- ar. Þetta eru áætlanir sem leggja okkur íslendingum nokkrar skyldur á herðar, en þar er um að ræða verkefni, sem við þurfum, hvort eð er að leysa sjálfra okkar vegna. Af íslands hálfu var í Helsingör lögð sérstök áhersla á varnir gegn meng- un hafsins, án þess þó að Is- lendingar dragi i efa að brýnt sé að grípa til skjótra við- bragða gegn annars konar mengun. Þar var líka lögð áhersla á þörfina fyrir aukna kennslu í skólum um sam- hengið milli hinna ýmsu þátta í umhverfi okkar og jafnframt að raunhæfri fræðslu um umhverfismál verði komið á framfæri við al- menning með ýmsu móti. HLUTVERK NORÐURLANDANNA Á Vesturlöndum hefur á síðustu árum náðst nokkur árangur í því að fjarlægja sýnilega mengun frá iðnaði og þéttbýli með reykhreinsi- tækjum og frárennslissium. Það sem nú ógnar umhverfi mannsins er hins vegar ekki sist ósýnileg mengun, meng- un af völdum brennisteins-, köfnunarefnis- og klórflúor- efnasambanda í andrúmsloft- inu, mengun frá áburðarefn- um og skordýraeitri í sjó og vötnum og mengun af völd- um geislavirkra efna og ýmiss konar eiturefna í jarð- vegi. Þessi mengun skapar mikla hættu fyrir allt lífríki jarðar, ekki síst fyrir lífríkið í sjónum. Þótt íbúar Norðurlanda séu aðeins 23 milljónir þá hafa þeir umráðarétt yfir og bera ábyrgð á geysivíðáttumiklum land- og hafsvæðum með við- kvæmu lífríki. Þetta lífríki verður að verja með öllum til- tækum ráðum. Samþykkt Norðurlandaráðs i Helsingör veröur fylgt eftir með frekari framkvæmdaáætlunum á sviði umhverfismála, en við verðum jafnframt að hafa það hugfast að á mörgum sviðum umhverfismála þarf samvinnu allra þjóða til þess að mann- kyni megi forða frá miklum hörmungum. Það áetti að vera íslending- um hvatning til góðra verka að á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík vorið 1990 verður lögð fram fyrsta endurskoð- aða áætlunin um varnir gegn mengun sjávar. UMVHERFISVERND ER LANGTÍMAVERKEFNI Umhverfisvemd er ekki dægurmál heldur langtíma- verkefni sem á að vera hafið yfir þras líðandi stundar. í málefnasamningi ríkisstjórn- arinnar er mörkuð ákveðin stefna í umhverfismálum. Þar segir meðal annars að ríkis- stjórnin muni felaeinu ráðu- neyti að samræma starfsemi hins opinbera að umhverfis- málum. Meðal brýnna verk- efna þar eru nefnd: • Átak í gróðuvernd með svæðaskipulagi landnýt- ingar sem miðar að endur- heimt landgæða. • Aðgerðir gegn umhverfis- spjöllum af umferð ferða- manna um viðkvæm svæði. • Efling skógræktar og landgræðslu ( samvinnu hins opinbera, einstakl- inga og frjálsra samtaka. • Hert eftirlit með losun hættulegra úrgangsefna í náttúruna. • Átak til hreinsunar úr- gangs af strandsvæðum. • Skilagjald á einnota um- búðir og endurvinnsla og nýting úrgangsefna. • Aukið fræðslu- og rann- sóknastarf á sviði um- hverfismála. Ríkisstjórnin vinnur að framkvæmd þessarar stefnu. Það er fyrir löngu orðið tíma- bært að sameina í einu ráðu- neyti yfirumsjón með um- hverfismálum hérá landi. Vel fer á því að félagsmálaráðu- neytinu, sem fer með skipu- lags- og sveitarstjórnarmál, verði falið þetta verkefni. En þótt ekki sé komið æskilegt skipulag á yfirstjórn um- hverfismála má það ekki tefja nauðsynlegar aðgerðir. Nú fyrir jólin samþykkti ríkis- stjórnin að minni tillögu að ísland skuli gerast aðili að al- þjóðasamningum um varnir gegn eyðingu ósonlagsins. Einnig var samþykkt fram- kvæmdaáætlun um aðgerðir til að draga úr notkun óson- eyðandi efna. Þetta er dæmi um framkvæmd umhverfis- verndarstefnu. Annað slikt dæmi eru frumvörp sem nú eru til meðferðar hjá þing- flokkum stjórnarflokkanna um vörsluskyldu búfjár á Reykjanesi og um heimildir til að takmarka beitarálag á viðkvæmum svæðum. ÞJÓÐARHEIÐUR 0G ÞJÓDARHAGSMUNIR Fyrir fiskveiðiþjóð eru öflugar varnir gegn mengun sjávar í senn heiðursmál og lífsspursmál. Okkur er tam- ara að hugsa um það sem við tökum úr sjónum en hitt sem í hann er látió. Auðvitað er það mikilvægt að draga ekki meira en drottinn gefur en hitt er ekki síður mikilvægt að komið verði í veg fyrir að mannkynið breyti höfunum í sorptunnu heimsins. íslend- ingar verða nú að taka sér tak og herða reglur um losun hættulegra efna í hafió. Einn- ig þarf að koma í veg fyrir að sorpi sé hömlulítið hent í sjó- inn bæði frá skipum og landi. Á þessu sviði þarf bæði strangari reglur og breytt hugarfar. Það ætti að vera metnaðarmál allra þeirra sem eru á sjó, búa við sjó og lifa af því sem sjórinn gefur að ganga vel um þessa auðs- uppsprettu. Orðtakið gamla að Iengi taki sjórinn við á ekki lengurvið. Sjórinn tekur nefnilega ekki lengur við. Á nýársdag 1989.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.