Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 1
MPYBUBLMID Miövikudagur 5. apríl 1989 STOFNAÐ 1919 50. tbl. 70. árg. Deila BHMR og ríkisins_________ Sáttasemjari til skjalanna Enn er ekkert útlit fyrir að takist að semja áður en verk- fall BHMR skellur á, á mið- nætti i kvöld. í fyrradag, þegar Alþýðublaðið talaði við Pál Halldórsson, for- mann BHMR höfðu engir fundir verið boðaðir í deil- unni. Ljóst er að til kasta rík- issáttasemjara kemur: „Ég mun halda fund með BHMR og ríkinu í dag", sagði Guð- laugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari í viðtali við Al- þýðublaðið í gær. Enn hefur ekkert verkfall verið boðað hjá BSRB né ASÍ, þessvegna koma þau mál ekki til kasta sáttasemj- ara strax. Guðlaugur Þor- valdsson sagðist hinsvegar myndi fylgjast með þeim við- ræðum sem ASÍ og VSÍ ættu í, þar sem þeir eru haldnir í Karphúsinu. Guðlaugur sagðist fram til þessa aðeins hafa haft afskipti af deilu BHMR og ríkisins gegnum síma. „Ég verð hinsvegar að halda fund áður en verkfallið skellur á og fá að sjá kröfur og fleira. Hvort deiluaðilar ræðast beint við eftir það veltur á óskum þeirra, og þá mun ég stýra viðræðum." BSRB og ríkið Reynt til þrautar að ná samkomulagi Síðla kvölds í gærkvöldi ákváðu nokkur stærstu fé- lögin innan BSRB að halda til næturfundar með samn- inganefnd ríkisins í þeirri von að ná mætti fram samn- ingum. Ogmundur Jónasson formaður BSRB, sagði í sam- tali við Alþýðublaðið, skömmu áður en hann hélt á fundinn, að menn vonuðust til að ná samkomulagi á fundinum. Kröfugerð BSRB miðast við skammtímasamning til haustsins, fasta krónutölu- hækkun, sem rædd verður í samhengi við önnur mál, raunvaxtalækkun og verð- stöðvun. Að sögn Ögmundar er mikil áhersla af hálfu BSRB að það sem um verði samið haldi. Tryggingin á að vera verðstöðvun. Auk þess á að ræða fleiri mál, bæði stór og smá í sambandi við samn- inginn. BSRB ætlast til þess að fram til þess tíma að skammtímasamningi lyki, verði margvíslegir hlutir í samfélaginu skoðaðir með langtímasamning í huga. Ög- mundur sagði að menn gengu til fundarins með óbundnar hendur þó fullur vilji væri fyrir því hjá BSRB að ná samkomulagi. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambandsins:_______________ VSÍ TELUR EKKI NAUÐSYN- LEGT AÐ LÆKKA VEXTI Vinnumálasamband Samvinnufélaga á annarri skoðun. Verðhœkkanir óhjákvœmilegar svo og gengissig, að mati vinnuveitenda „Svarið var að verð- hækkanir væru óhjá kvæmilegar fyrir fjöl- marga þeirra manna. Gengissig hlyti að eiga sér stað og VSÍ gaf lítið fyrir vaxtalækkun, því þetta væru aðallega erlend lán. Vinnumálasambandið lagði hins vegar áherslu á lækkun vaxta," segir Guð- mundur J. Guðmundsson formaður Verkamanna- sambandsins um viðbrögð vinnuveitenda við kröfum ASÍ sem fólust í 40 daga samningi. „Þessi krafa um 40 daga samkomulag var fyrst og fremst hugsuð til þess að tryggja að ekki ætti sér stað kaupmáttarhrap á meðan setið væri hér lon og don," segir Guðmund- ur. „Þetta var spurning um hvort menn vildu semja um einhverja kauptryggingu, einhverja hækkun, verð- stöðvun og vaxtalækkun á þessum 40 dögum. Þetta átti að tryggja að samning- ar tækjust til lengri tíma og kafað dýpra í hlutina." Þessar tillögur komu frá hópi formanna innan Verkamannasambandsins og voru samþykktar innan ASÍ og síðan lagðar fram á samningafundi í fyrradag. Þessum hugmyndum höfn- uðu vinnuveitendur. Um niðurstöðuna segir Guð- mundur J.: „Þeir lýstu yfir að þeir vildu ekki semja til 40 daga. Vildu ekki ræða að tryggja að ekki yrði kaup- máttartap á meðan verið væri að ná lengri samning- um. Þeir harðneituðu verð- stöðvun og sögðust þurfa verðhækkanir og Vinnu- veitendasambandið gaf ekkert fyrir vaxtalækkanir. Vinnumálasamband sam- vinnufélagananna lagði hins vegar mikið upp úr þeim. Svoleiðis að eftir þessar þjáningar, baráttu gegn verðbólgu, sem þeir telja sig heilaga, telja þeir sig þurfa verðhækkun. Vaxtalækkun þurfi þeir ekki og ofan á allt saman telja þeir þörf á gengissigi eða gengislækkun." Eftir samningafund sem lauk um kvöldmatarleytið í gær sagði Guðmundur að svo virtist sem vinnuveit- endur hefðu fengið ein- hvers konar timburmenni. „Málið horfir eitthvað vænlegra við. Þetta hefur þá væntanlega orðið til þess, að mál komust úr kyrrstöðu. Þá er bara að hespa af samningum í þess- ari viku, þótt maður geti aldrei sagt neitt fyrir um það," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Fundir samninganefnda halda áfram eftir hádegi í dag, en í gærkvöldi var bú- ist við að gengið yrði á fund ríkisstjórnar fyrir hádegi. Karl Steinar Guðnason nýtur góðs af tóbaki hans Guð- mundar J. Guðmundur segirað nú hafi samningamál kom- ist úr kyrrstöðu. A-mynd/E.OI. Ólafur Ragnar um gagnrýni samflokksmanna Erum varla á móti jöínuöi „Það er mjög eðlilegt að það séu skiptar skoðanir inn- an flokksins um mína launa- stefnu. Það er varla til sú launastefna sem allir eru ánægðir með, hinsvegar er það kjarninn í þessari launa- stefnu að þeir lægstlaunuðu fái mest. Eg á erfitt með að skilja hvernig Alþýðubanda- lagið getur verið á móti því", sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, fjármálaráðherra í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Ólafur sagði ennfremur að sér litist vel á fyrirhugaðan miðstjórnarfund flokksins í kvöld. Talaði um eðlilegan lýðræðislegan veruleika í þessu sambandi. Sem kunnugt er hafa um þrjátíu miðstjórnarmeðlimir í Alþýðubandalaginu farið fram á miðstjórnarfund þann sem halda á í kvöld. Ástæðan er óánægja með launastefnu fjármálaráð- herra og formanns Alþýðu- bandalagsins. Einkum hefur það vakið óánægju að ákveðið skuli hafa verið að greiða ekki laun til þeirra starfsmanna innan BHMR sem fara í verkfall á miðnætti í nótt. í lögum varðandi þetta eru vafaatriði og sumum inn- an Alþýðubandalagsins þyk- ir rétt að flokkurinn túlki þau launamönnum í hag. Ólafur Ragnar svarar: „Auðvitað er það alveg rétt en ég minni hinsvegar á það sem ég hef minnt á áður að ég fór með þetta inn á samn- inganefnd BHMR og HÍK. Þar komu engin viðbrögð og því var sú ákvörðun tekin að greiða ekki laun. Það er eðli- legt að menn hafi á þessu mismunandi skoðanir, ég hef orðið var við mikinn stuðn- ing launafólks við þessar að- gerðir og Iíka andstöðu." — Hefði ekki verið eðli- legra að ríkið hefði greitt laun og þar með greitt fyrir samningum, frekar en að greiða ekki laun og torvelda samninga? „Það hefði sjálfsagt verið rétt að taka mið af því en þegar þessi ákvörðun var tek- in þá var kröfugerð með þeim hætti að ekki voru líkur á samkomulagi." Ólafur Ragnar sagðist ekkert vilja segja um hvor.t verkföll væru óumflýjanleg. Sagði aðeins að því miður væru lögin um verkföll það gölluð að ekki væri hægt að stöðva þau né fresta þegar undirbúningur væri kominn í gang. „Við skulum sjá hvað nýr dagur ber í skauti sínu." Ólafur sagði tilboð ríkisins um 1- 2.000 króna hækkun tvisvar á samningstíma skammtímasamnings fram á haust ekki vera endanlegt. Sagði að ríkið hefði reifað ýmsar útgáfur af þessu, bæði í formlegum og óformlegum viðræðum við fulltrúa BSRB og annarra samtaka. Olafur var að lokum spurður að því hvort til greina kæmi að setja Iög á verkfall opinberra starfs- manna og svaraði hann því stutt: „Nei". Jón Baldvin um herœfinguna: Kynnt haustiö 1986 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lýsti yfir í sameinuðu þingi í fyrrinótt, að formleg tilkynning um fyrirhugaða æfingu varnar- liðsins í sumar hefði fyrst verið bókuð á fundi varnar- liðsnefndar í tíð síðustu ríkisstjórnar, þann 30. ágúst árið 1988. Utanríkisráðherra segir að fyrstu upplýsingar um æfinguna hafi verið lagð- ar fram á viðræðufundi í október 1988. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra, fyrrverandi, lýsti yfir í ljósvakamiðlum í gær, að hann hafi ekki séð skriflegar heimildir um þessar æfingar og fengið fullvissu Þorsteins Ingólfssonar skrifstofu- stjóra varnarmálaskrifstofu, að umdeildar tilkynningar liggi ekki fyrir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.