Alþýðublaðið - 07.10.1989, Síða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1989, Síða 2
2 Laugardagur 7. okt. 1989 MMMBIMÐ Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö. SIÐLAUS SKOÐANAKÖNNUN wvenju hlutdræg og sidlaus skoðanakönnun var gerð á vegum Stöðvar 2 í síðustu viku. Það var fyrirtækið SKÁÍS sem keypt var til að leggja spurningar fyrir 800 einstak- linga um siðferðisbresti stjórn- málamanna í beinu framhaldi af einhverrri ósvífnustu æsi- fréttamennsku á hendur ein- um stjórnmálamanni sem um getur hingað til í íslenskri sjón- varpsfréttasögu. 1 skoðanakönnuninni var spurt um 1—3 stjórnmálamenn sem hefðu „sýnt alvarlega sið- ferðisbresti í stjórnháttum.“ Og þar fékk utanríkisráðherra hæstu einkunn eftir að hafa verið búinn að berjast fyrir æru sinni í dómgreindarlaus- um og blóðugum fréttaflutn- ingi Stöðvar 2 alla vikuna. Hver átti svo sem niðurstaðan að vera önnur þegar tímaröð- i nni og málunum er stillt upp á þennan hátt? Á hæla utanrík- isráðherra komu forsætisráð- herra og fjármálaráðherra; all- ir merktir kyrfilega bak og fyr- ir sem stjórnmálamenn sem „sýnt hafa alvarlega siðferðis- bresti í stjórnháttum." Frétta- flutningur Stöðvar 2 er orðinn á þann veg að varla er hægt að gera siðferðiskröfur til frétta- deildarinnar lengur. Hins veg- ar verður að gera ákveðnar siðferðiskröfur til þeirra fyrir- tækja sem kalla sig atvinnufyr- irtæki í skoðanakönnunum. Það hlýtur að vera mjög ámæl- isvert að fyrirtæki á borð við SKÁÍS lætur hafa sig út í jafn hlutdrægar og leiðandi spurn- ingar eins og spurningin um siðferðisbresti ber með sér. Eða geta fjölmiðlar keypt allar óþverraspurningar sem hugs- ast getur fyrir peninga? Eru fyrirtæki á borð við SKÁÍS að- eins leigutakar sem taka að sér hvaða pantaða verk sem er? Hafa skoðanakannanafyrir- tæki engar eigin siða- og vinnureglur? Sú spurning vaknar í þessu sambandi, hvort eigi að setja skýrar regl- ur eða lagaramma fyrir starfs- hætti fyrirtækja sem vinna við skoðanakannanir. Skoðanakannanir hljóta al- mennt að vera viðmiðunar- tæki á hug almennings til til- tekinna mála; vísbending um afstöðu þjóðar til einstakra manna eða málaflokka. Á öll- um skoðanakönnunum eru hins vegar frávik og innibyggð skekkjumörk en vel unnin og hlutlaus skoðanakönnun á að gefa vísbendingu um afstöðu aðspurðra. í öðru lagi verða spurningarnar sem bornar eru fram að vera hlutlausar í sjálfu sér og hvorki leiðandi né mis- vísandi. I þriðja lagi skiptir tímasetning miklu máli. Skoð- anakönnun um tiltekna menn eða málefni sem eru í brenn- andi sviðsljósi fjölmiðla þá stundina gefa allt aðrar niður- stöður en ef spurt er um sömu hluti þegar sömu menn eða málefni eru í jafnvægi. Skoð- anakönnun sem tekin er í hita leiksins er ekki hlutlaus vís- bending né staðfesting á hug þjóðar til manna og málefna, heldur hlutdræg mæling á hugaræsingi og tilfinningaróti augnabliksins. Sé spurt um ákveðna hluti við slíkar að- stæður hafa aðspurðir hvorki yfirvegun né heildarsýn á það svið sem spurt er um. hugsanlegum „siðferðisbrest- um" sem er afar ónákvæmt og teygjanlegt hugtak. Fað hlýtur því að vera sómi og starfsheiður hvers fyrirtæk- is sem fæst við skoðanakann- anir og gerir kröfu til þess að vera tekið alvarlega, að fylgja jafn sjálfsögðum vinnu- og siðareglum. SKÁÍS hefur brugðist í öllum atriðum hvað umrædda skoðanakönnun við- víkur. í fyrsta lagi er spurning- in leiðandi; spurt er um 1—3 Umrædd skoðanakönnun Stöðvar 2 hefur vakið mikla andúð almennings og sjálfur stöðvarstjóri Stöðvar 2 fann sig knúinn að bóka á fram- kvæmdastjórafundi sjónvarps- stöðvarinnar síðastliðinn þriðjudag að fréttaflutningur- inn af skoðanakönnuninni væri bæði neikvæður og hlut- drægur. Lægri einkunn getur stjórnmálamenn „sem sýnt hafa alvarlega siðferðisbresti í stjórnháttum." Ekki er spurt al- mennt um stjórnmálamenn heldur tilgreind tala þeirra. Ekki er spurt um siðferðis- bresti heldur ‘alvarlega'* sið- ferðisbresti sem í sjálfu sér breytir ekki svörunum en gef- ur þeim litað gildi. í öðru lagi er skoðanakönnunin tekin í beinu framhaldi af makalausri æsingafréttamennsku Stöðvar 2 og þegar ákveðinn hugaræs- ingur ríkir meðal fólks gagn- vart mönnum og málefnum. í þriðja lagi er spurningin og svörin vart marktæk því spurningin gefur kost á því að aðspurðir tjái sig almennt á neikvæðan hátt gagnvart 1—3 stjórnmálamönnum en ekki yfirmaður Stöðvar 2 varla gef- ið SKÁÍS og fréttadeild Stöðvar 2 sem endursagði niðurstöður þessarar dæmalausu skoðana- könnunar á sinn sérstæða hátt með rómverskum súlum á hverjum hvíldu höfuð „saka- mannanna" ýmist teygð, toguð eða samþjöppuð. Alþýðublaðið tekur undir þá skoðun Jóns Óttars Ragnars- sonar stöðvarstjóra Stöðvar 2 að skoðanakönnunin og frétta- flutningur af henni er bæði neikvæður og hlutdrægur. SKÁÍS hefur með þessari skoð- anakönnun dæmt sig úr leik sem hlutlaust og marktækt fyr- irtæki sem fæst við skoðana- kannanir um langa framtíð. Ferlegur föstudagur Mikill ótti hefur nú gripið um sig í tölvuheiminum við föstudaginn 13. október næstkomandi og greinilega ekki að ástæðulausu. Undanfarið hafa borist af því íregnir hvaðanæva úr heiminum að tölvukerfi hinna virtustu stofn- ana væru smituð af illkynjuðum tölvuvírus sem væri ætlað að eyði- leggja öll forrit tövlukerfanna þennan ákveðna dag. í Morgunblaðinu 29. september síðastliðinn segir frá tölvuvírus sem hefur herjað á tölvukerfi dönsku póstgíróstofunnar. Þar er m.a. hægt að lesa þetta: „Um tuttugu tölvusérfræðingar þurftu að rannsaka um 200.000 disklinga sem geyma forrit og gögn og notuðu bandarískt forrit til að finna vírusinn og eyða hon- um. Ekki er vitað hvernig hann komst í tölvukerfið". í síðasta pistli lét ég í Ijós þá skoðun að tölvurnar væru ef til vill ekki eins mikið þarfaþing til rit- vinnslu og almennt var talið. Einkum efaðist ég um að þær væru heppilegar til skapandi rit- starfa. En tölvur eru auðvitað nytsam- legar til ýmissa annarra hluta. Um það efast enginn. Þó hefur nú ný- lega komið á daginn að það er galli á gjöf Njarðar. Svo hentugar sem tölvurnar höfðu annars virst til þess að geyma ómælt magn upplýsinga um alla skapaða hluti, var farið að bera á smávegis ókostum í þessu sambandi. Einhverjir bölvaðir fantar höfðu sem sé tekið upp á því að brjótast inn í hinar göfug- ustu tölvusamstæður, án þess þó að hreyfa hönd né fót, heldur með því að nota eitthvert töfra-lykilorð sem þeir höfðu komist að með óskiljanlegum hætti. Ekki var þó öll sagan sögð — því það var ekki nóg með að þessir þorparar gætu þannig komist að öllum dýpstu leyndarmálum viðkomandi fyrir- tækis, sem var svo sem nógu slæmt í sjálfu sér, heldur þökkuðu þessir herramenn þannig fyrir sig að skilnaði að þeir þurrkuðu út gjörvallt forritið. Frekar finnst manni það nú taf- samt verk að þurfa að forrita tölvusamstæðurnar í hvert skipti sem einhverjum utanaðkomandi grínistum þóknast að leika þenn- an leik. Og ekki nóg með það. Það kom nefnilega í ljós, til óendan- legrar hrellingar eigenda þessara fyrirtækja, að ýmiss konar upplýs- ingar sem þurrkast hófðu út í þess- um skrípaieik, var bara ekki ann- ars staðar að finna. T.d. miklar inn- eignir hjá öðru fyrirtæki, númer á næstum því leynilegum banka- reikningum og sitthvað fieira, og var þá komin nokkur skýring á þessum innbrotum. Og nú er ég að hugsa um að vitna aftur í Morgunblaðið. Það er nefnilega margt gott í Morgun- blaðinu þó við á litlu blöðunum sé- um stundum svolítið „jaloux". Fyrir rúmu ári, nánar tiltekið 15. október, las ég eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögn- inni: Afdrifarík tölvuvilla. „Belfast. Reuter. Ein einasta tölvuvilla hefur vald- ið því að menn hafa fengið heldur dapra mynd af efnahagslífinu á Norður-írlandi síðustu fimm árin og stórlega vanmetið þjóðarfram- leiðsluna. Talsmaður norður-írska efnahagsráðsins skýrði frá þessu í gær. Mistökin áttu sér stað á norð- ur-írsku hagstofunni og ollu því að verg þjóðarframleiðsla hefur verið talin aukast um 1% á ári, þegar aukningin hefur í raun verið á bil- inu 3,4% til 4,6%. „Þessi villa hefur meira eða minna mótað efnahagsmálaum- ræðurnar hér á síðustu árum og ég ætla ekki að geta mér til um all- ar afleiðingar hennar" sagði tals- maður efnahagsráðsins. „Við vit- um öll hvað það skiptir miklu máli fyrir vöxt og viðgang efnahagslífs- ins, að menn beri til þess gott traust og trúi á framtíðina". (Til- vitnun lýkur). Það væri ef til vill vel þess virði að athuga hvort einhverjar slíkar tölvuvillur hafi ekki slæðst inn í ís- lenskt efnahagslíf og væri þar kannski komin skýring á hinum mikla efnahagsvanda þjóðarinn- ar, sem talað er um af miklum fjálgleik en hvergi sér stað í raun- veruleikanum, þar sem allir virð- ast hafa fullar hendur fjár og geta keypt nánast hvað sem er. Kunningi minn einn sagði farir sínar ekki sléttar þegar ég tók hann tali um daginn. Hann hafði fyrir skömmu keypt sér tölvu af nýjustu og bestu gerð og hugði gott til glóðarinnar að geta nú far- ið að leysa öll stærstu vandamál heimilisbókhaldsins með þessum dásemdar grip. En þegar til átti að taka þá var skaðinn skeður. Þessi fullkomna tölva af nýjustu og dýr- ustu gerð hafði á einhvern dular- fullan hátt smitast af hinum ill- ræmda „boltavírus" og gerði nú ekkert annað en að hnerra upp úr sér endalausum boltum í stað þess að leysa hin aðkallandi vandamál heimilisins. Ég vottaði honum að sjálfsögðu samúð mína og spurði í sakleysi. — Af hverju færðu ekki ein- hverja tölvusérfræðinga til þess að laga þetta fyrir þig? „Það er víst svo svakalega dýrt, sagði hann og leit flóttalega í kringum sig. Ég þurfti að taka lán til þess að borga tölvuna og ræð ekki við meira í bili. Já, og vel á minnst. Einhver sagði mér nýlega frá könnun sem gerð hafði verið á því hvernig svo- kailaðar „heimlistölvur" hefðu nýst landanum fram að þessu. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en niðurstaðan varð sú að um 70% af þessum tölvum stæðu ónotaðar uppi í skáp og hefðu reyndar gert það flestar síðan þær komu á heimilið. Það skyldi þó aldrei vera dálítið til í því sem Bernard gamli Shaw sagði; „Tæknin leysir ekkert vandamál nema með því að skapa tíu önnur í staðinn." Eysteinn Bjömsson

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.