Alþýðublaðið - 07.10.1989, Page 9

Alþýðublaðið - 07.10.1989, Page 9
Laugardagur 7. okt. 1989 9 FRETTASKYRING Þaö er einkum fyrir þátt umbóta- stefnunnar í Sovétrikjunum að sambúð austurs og vesturs hefur stórbatnað á undanförnum misser- um og árum. En hinu ber ekki að gleyma, að stór hluti skýringarinn- ar á tilkomu perestrojkunnar er samstaða Vesturlanda í varnar- og öryggismálum og gjaldþrot heims- kommúnismans. Myndirnar sýna George Bush Bandaríkjaforseta og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Bælt samskipti austurs og vesturs Meginástæða breyttrar sambúð- ar austurs og vesturs er hin nýja hugsun Gorbatsjov Sovétleiðtoga eða hin svonefnda perestrojka. Umbótastefnan var fyrst og fremst framkvæmanleg vegna kynslóða- skipta í forystuliði Sovétríkjanna fyrir tæpum fimm árum. Þannig er Gorbatsjov fyrsti Sovétleiðtog- inn sem fæddur er eftir rússnesku byltinguna 1917. Hin nýja forysta er ennfremur fyrstu framámennirnir í Sovétríkj- unum sem viðurkenna til fulls gjaldþrot stalínismans og komm- únismans sem hugmyndafræði. Galdurinn hefur hins vegar verið að umbreyta stjórnarstefnunni í Sovétríkjunum frá einræði öreig- anna (les: einræði forystunnar) í lýðræðislegri stjórnhætti án þess að hlaupa of hratt frá merkjum lenínismans. Gorbatsjov og félag- ar eru því að reyna að koma á lýð- ræðislegum umbótum en undir niðri er kerfi kommúnismans hið sama. Þetta er ein meginþversögn perestrojkunnar. En hvers vegna skyldu nýir valdamenn vilja nýja stjórnar- hætti og því er perestrojkunni þrýst áfram með slíkum hraða? Svarið er einfalt: Perestrojkan er verkfæri Sovétleiðtogans'til að kaupa sér tíma í vopnakapphlaupi og öðrum knýjandi utanríkismál- um til að koma lagi á hlutina heima fyrir og koma Sovétríkjun- um úr stöðnun og framleiðslulöm- un og setja landið almennilega inn í 20. öldina. Með öðrum orðum: Styrkja stöðuna. I utanríkismálum hefur umbóta- stefnan því lagt megináherslu á gagnkvæma afvopnun stórveld- anna. Til að ná árangri á því sviði hefur Gorbatsjov þurft að færa ýmsar fórnir til að vinna sannfær- ingu Vesturlanda. Meira um það síðar. En engu að síður: Perestrojk- an hefur haft mjög jákvæðar af- leiðingar fyrir samskipti stórveld- anna og stórbætt samskipti aust- urs og vesturs. Varnarstefna í stað___________ árásarstefnu__________________ Ef rætt er um öryggis- og varn- armál Sovétríkjanna, vekur það fyrst athygli að hernaðarstefna Gorbatsjovs er allt önnur en for- vera hans. Öryggismál Sovétríkj- anna í dag byggjast mest á varnar- stefnu í stað árásargjarnar ógnun- arstefnu. Þessu til stuðnings má nefna mörg dæmi: ★Gorbatsjov hefur minnkað spennuna í samskiptum landa- mæraríkja Sovétríkjanna, ekki síst Kína. ★ Gorbatsjov hefur skilið, að vopnakapphlaupið við Banda- ríkin er tapað stríð og því gef- ist upp fyrri stefnu forvera sinna að ná yfirburðarhernað- armætti í heiminum. Og Gor- batsjov hefur beitt sér af ótrú- legu afli fyrir afvopnun. ★ Gorbatsjov hefur gjörsam- lega snúið baki við hernaðar- ævintýrum Sovétríkjanna í Þriðja heiminum.(Sem Krúsjeff var einna djarfastur í.) Hann gerir sér ennfremur grein fyr- ir því að alheimsstaða komm- únismans er alls staðar á und- anhaldi. Kommúnisminn er ekki einu sinni lengur hug- myndafræðileg uppspretta, ekki heldur ■ Þriðja heiminum. Stuðningurinn við Angólu fer minnkandi og sömu sögu er að segja í Eþiópíu. Hröð þróun í A-Evrópu En síðast en ekki síst hefur hin nýja varnarmálastefna Sovétríkj- anna birst í nýjum viðhorfum Sov- étríkjanna til ríkja Austur-Evrópu. Hvér hefði getað ímyndað sér fyr- ir nokkrum árum, að í Póllandi tæki við ríkisstjórn þar sem kommúnistar væru ekki í meiri- hluta? Hver hefði séð fyrir frelsis- þróunina í Ungverjalandi? Eða þjóðflutningana frá A-Þýskalandi vesturyfir? Og hver hefði ímyndað sér hugmyndir sem nú eru ræddar í fullri alvöru um aukin samskipti A- og V-Evrópu, eins og aðild vest- rænna banka að bankakerfi Pól- lands og hugsanlega aðildarum- sókn ríkja í A-Evrópu að Evrópu- bandalaginu? Umbreytingarnar í A-Evrópu í skjóli perestrojku Gorbatsjovs eru svo viðamiklar og hraðar að eng- inn getur almennilega gert sér grein fyrir hvert þróunin stefnir né hvaða þjóðfélagskerfi verði end- anlega úr þeirri þróun. Sömu sögu er að sjálfsögðu að segja um sjálf Sovétríkin. Tvíeggjuð___________________ umbótastefna________________ Víkjum aðeins að þversögn perestrojkunnar sem drepið var á fyrr í greininni: Lýðræðisþróun sem bundin er af neðanjarðarkerfi kommúnismans. Gorbatsjov er leiðtogi kommúnistaríkis. Hug- myndafræði þess ríkis er lenínism- inn. Gorbatsjov getur ekki sturtað þessum hugtökum niður á einni svipstundu. Hann verður því að réttlæta hina bráðnauðsynlegu ( vegna efnahags landsins, hernað- armáttar, almenningskrafna o.s.frv.) lýðræðisþróun innan len- ínískra hugtaka. Nú vill svo vel til að eftir Lenín (og reyndar Marx) liggja svo mörg rit, að auðveldlega má finna hugtök og setningar sem réttlæta allt milli himins og jarðar. Það er líkt og predíkerar ólíkra trúarhópa sem nota sömu Biblí- una með glans. Gorbatsjov mun því sennilega sleppa frá þvi að vera gagnrýndur eða hugsanlega felldur á því að hafa brotið gegn lenínismanum. Annað er, hvort Sovétleiðtoganum takist að leika alla sína leiki í réttri tímaröð og að halda lýðræðisþróuninni í skefj- um, bæði innan Sovétríkjanna, og í A-Evrópu, án þess að allt fari úr böndunum. Perestrojkan er því á margan hátt víðsjárverð og þótt hún virð- ist jákvæð og lýðræðisleg við fyrstu sýn og sé áhrifamikið skref í átt til bættra samskipta austurs og vestur og tryggi frið í heimin- um, þarf afar lítið út af að bera til að umbótastefnan snúist upp í andhverfu sína. Mikilvægur árangur En eins og málin standa í dag hefur umbótastefna Gorbatsjov sannarlega staðið fyrir sínu hvað varðar bætta sambúð austurs og vesturs. ímynd Sovétríkjanna gagnvart Vesturlöndum er mun mýkri og friðsamlegri en áður. Grunnur stöðugleika og samvinnu milli austurs og vesturs hefur styrkst til muna. I samskiptum austurs og vesturs eru fimm þættir mikilvægastir: 1) Jafnvægi vopna og herstyrkja, 2) Afvopnunarviðræður, 3) Samkeppni um heimssvæði, 4) Önnur tvíhliða málefni, 5) Mannréttindi. Mikilvægur árangur hefur náðst í öllum þáttum undanfarin miss- eri. Dæmi: ★ Samkomulag um fækkun og útrýmingu skammdrægra og meðaldrægra kjarnaflauga. (INF) ★ Mikilvægur árangur í við- ræðum um bann við langdræg- um eldflaugum (START) ★ Nýjar samningaviðræður stórveldanna sem standa yfir í Vínarborg um fækkun hefð- bundins herafla og vopna í Evr- ópu. ★ Auknar viðræður austurs og vesturs um minnkandi ltkur á árekstrum stuðningsríkja stórveldanna í öðrum heims- hlutum eins og í Þriðja heimin- um. Slíkar viðræður formlegar jafnt sem óformlegar tóku mik- inn kipp eftir að Sovétríkin fluttu herafla sinn frá Afganist- an. ★ Aukin samvinna stórveid- anna á sviði viðskipta, menn- ingarmála, tæknimála, flutn- inga og fjarsamskipta. ★ Aukin mannréttindi, eink- um í Sovétríkjunum. Sovét- menn hafa sleppt hundruðum pólitískra fanga úr prísund og stóraukið leyfi sovéskra borg- ara að flytja úr landi. Pólitískir andófsmenn hafa hlotið mun mildari meðhöndlun og meira frelsi en áður og yfirvöld hafa sýnt trúarbrögðum aukið um- burðarlyndi. Bætt sambúö — breytt bandalög? Bætt samskipti austurs og vest- urs hafa hins vegar vakið nýjar spurningar sem áður voru óþekkt- ar. Hætt er við að hin hraða tíðni afvopunar geti haft mikil áhrif á hernaðarbandalögin í austri og vestri. Hvaða áhrif hefur algjört bann við kjarnorkuvopnum og veruleg fækkun hefðbundinna vopna og herafla í Evrópu á stöðu Atlantshafsbandalagsins? Hvaða áhrif hafa umskiptin i A-Evrópu á stöðu Varsjárbanda- lagsins? Tökum dæmi um NATÖ: Við- ræðurnar í Vín um verulega minnkun á herafla hefðbundinna vopna í Mið-Evröpu gætu hæg- lega leitt til aukinnar hervæðingar í Norðurhöfum. Mun slík stefnu- breyting verða til þess að vekja deilur innan Atlantshafsbanda- lagsins? Munu hin minni ríki NATO; Noregur, Danmörk og ís- land verða undir í hagsmunabar- áttu hinna stærri aðildarríkja? Einn af meginþáttunum í hug- myndum og tillögum Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráð- herra íslands og Johan Jörgen Holsts varnarmálaráðherra Nor- egs um afvopnun í höfunum, byggir einmitt á hættunni á stór- auknum herumsvifum í og á Norð- urhöfum í Ijósi hugsanlegrar af- vopnunar í Mið-Evrópu. Til að tryggja slíkan árekstur NATO-ríkja þurfa að vera í gangi samhliða við- ræður um afvopnun hafanna. Fleiri spurningar Aðra þætti mætti nefna varð- andi þróun varnarmála í Evrópu í Ijósi bættrar sambúðar austurs og vesturs. Ekki aðeins i A-Evrópu eiga sér stað stórfelldar breyting- ar. í V-Evrópu eiga sér einnig stór- kostlegar breytingar stað með til- komu innri markaðar EB 1992. Sterkt Evrópubandalag gæti hæg- lega fætt af sér sterkt varnar- bandalag sem tæki við hernaðar- hlutverki NATO sem jafnframt fengi aukið pólitískt hlutverk. Annar þáttur eru hugmyndirnar um endursameiningu Þýskalands. Lykillinn að þróun varnarmála jafnframt sem stjórnmála og sam- búðar stórveldanna snýst um Þýskaland. Ef til sameiningar A- og V-Þýskalands kæmi í framtíð- inni, breyttist ekki aðeins mynd Evrópu, heldur jafnframt heims- myndin öll. Einnig má leiða hugann að A-Evrópu sem heild. Er hugsan- legt að Gorbatsjov Sovétleiðtogi muni sleppa takinu af A-Evrópu? Það virðist Ijóst, að heimsmynd Gorbatsjov er allt önnur en heims- mynd stalínistanna. Heimsmynd Stalíns var að byggja heimsveldi og slá um það múrum. Stefna Gor- batsjovs virðist vera að rífa niður þessa landamæramúra stalínism- ans. Þess er einnig vert að gæta að þegar rætt er um sambúð Evrópu- ríkja við stórveldin, þá er þar stór- munur á. Bandalag V-Evrópu við Bandaríkin er heilbrigt; byggt á gagnkvæmum hagsmunum í varnar- og öryggismálum jafnt sem verslunar-, viðskipta og menningarsamböndum. Bandalag A-Evrópu við stór- veldið Sovét er hins vegar fársjúkt. Þar er nánast sama samband og sambúð heimsveldis og nýlendu- ríkja þess. Bætt sambúð austurs og vesturs í heild gæti því haft afgerandi af- leiðingar fyrir sambúð A-Evrópu og Sovétríkjanna og gert hana heilbrigðari og frjálsari. Hvað sem þessum málum líður, þá er ljóst að umbótastefna Gor- batsjovs hefur haft jákvæð áhrif á sambúð austurs og vesturs og fært Vesturlöndum í hendur einstakt tækifæri að efla tengslin við Sovét- ríkin. Hins vegar er það einnig ljóst að umbótastefnan hefur á sér margar þróunarhliðar sem gætu leitt til upplausnar og átaka innan sovéska heimsveldisins. Hin bætta sambúð austurs og vesturs í augnablikinu er því alls ekki trygging fyrir jákvæðu and- rúmslofti milli stórveldanna til frambúðar. En vonum öll að svo sé. Ingólfur Margeirsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.