Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 2. apríl 1968. TÍMINN Þrúður Aradóttir aldurhniginnar konu, þegar líf hennar var orðið eins og skar. En þegar sæti Þrúðar á Kvískerj- um er autt orðið, vakna hugljúf- ar minningar og hún er kvödd af sveitungum og vinum með al- úðanþakklæti: Með lífemi sínu og ævistarfi reisti hún sjálfri sér veg- legan minnisvarða: Kvískerjum, Öræfum Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur eKKi úr minning. Hhin dæmdi ei faart, hún vildi vei í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það falýja., holla þel, sem faverfur ekki úr minning. I. Ungur má, en gamall skal. Það líður að dagsetri mannsævinmar, þegar æviárin Ipu komin hátt á mfunda áratuginn og faeilsan hil- uð. Fráfall Þrúðar Aradóttur, Kví- skerjum í Öræfum kom því ekki á óvart. Hún andaðist á heimili sínu 5. febrúar s.l., hálf níræð að aldri, fædd 10. mai 1883. Foreldrar Þuríðar voru hjónin Ari Hállfdanarson og Guðrún Sig- urðardóttir á Fagurhólsmýri. Guð rún var uppalin á Kvískerjum og af þeim ættstofni, sem lengi hef- ur átt ætur í sveitinni. Ari flutt ist í Öræfin frá Odda í Mýrahreppi. Heimilið á Fagurhólsmýri var ineðal hinna fremstu í byggðar- laginu og Ari um margt forystu- : ma8ur í sveit sinni. Þrúður óx ! upp í hópi allmargra systkina og eru þau öll góðum hæfileikum og mannkostum húin. í þessu um- faverfi og með handleiðslu mikil- hæfra foreldra hlaut Þrúður holl- an undirihúning að lífsstarfinu. Þegar Þrúður var 22 ára, gift ist hún frænda sínum, Birni Páls- syni. Hann hafði fáum árum fyrr ásamt systkinum sinum sett sam- an bú á Kvískerjum. Þrúður gerð- ist húsfreyja á þessum bæ og helgaði heimiliinu krafta sína æ síðan. En siðustu æviárin hafði ellin lamað starfsþrek hennar. Björn féll frá 1053. Sáðan hafa börn þeirra hjóna búið félagsibúi á Kvískerjum. Björn og Þrúður eignuðust mörg börn. Á lífi eru sex bræður og tvær systur og eiga þau öll heimili á Kvískerjum, nema einn bróðirinn, sem á heima annars staðar í sveitinni. II. Kvískerjaland er á Breiðamerk- ursandi vdfetamverðum frá j'ökli til sævar. Bærinn stendur undir lágu felli. Handan við bæinn eru skjólsælir hvammar en vatnaaur- ar liggja fast að heimatúninu. Austur yfir Sand eru um 30 km. til nœsta hæjar og yfir stórar jökulár að sæk-ja. En vestur á bóg inn eru um 16 km. til næsta byggðarlags í sveitinni. Þeg'ar Björn og Þrúður hófu bú skap á Kvískerjum, var vegagerð efeki hafin, ár óbrúaðar á hestaná eina að treysta til ferðalaga, hvorki sími né útvarp. Við þessa aðstöðu urðu þau að búa mörg ár, en smátt og smátt urðu breyt- ingar til bóta. Starfsvettvangur var oft fjarri bænum. Aðdrætti til heimilisins voru landssóttir. Heyskap varð að sækja á engja-r næstu j’arðar og flytja þann hey- feng lö—20 km. Hlunnindi voru nytjuð við sjó fram. Ennfreinur faafði Björn á hendi það ábyrgðar- mikla starf og tímafreka að veita ferðamönnum aðstoð og leiðsögn um Breiðamerkursand og yfir JökuQsá eða Breðiamerkurjökul. Það var óneitanlega meiri þrek- raun að annast heimili við þessar stæður, heldur en þar sem marg- háttuð nútímaþægindi eru fyrir hendi. Þeir, sem fljóta með straumi þéttbýiisins, verða fyrir áhrif- um víða að, svo að erfitt er að greipa, hvað er heima fengið. Einibýli og einangrun fylgja nokkr ir annmarkar, en ‘jafnframt þeir kostir, að heimilið verður eins og sjálfstæð stofnun áhrifarík um uppeldi og athafnir heimilis- manna. Kvískerjasystkinin hafa lítillar skólagöngu notið — nema á heimilinu. Það er ekki háttur þeirra að ryðjá sér braut í fjöl- menni eða að vera í kapphlaupi við aðra um að komast hátt í stiga þjóðfélagisins. En Kvískerjabræð- ur eru samt þjóðkunnir menn. Þegar efnt er til keppni um það í áheyrn alþjóðar að veita svör við ýmsum spurningum, þar sem reynir á fróðleik manna og þekk- ingu, þá er af hálfu opinberra aðila leitað til Kvískerjabræðra og þeir beðnir um að koma að hljóðnema • rMjútvarpsins. Og þess eru dœmi, að i vígindaritum háskólagenginna manna sé vitn- að til Kvískerjabræðra um nátt- úrufræðilegar athuganir, sem verða að grundvallast á traustri þekkingu. Þetta er glöggur vitnis burður um Kvískerjaheimilið, upp eldi þar og erfðir. III. Eitt hið fegursta, sem fornís- lenzk fræði geyma, er ljóðið, sem lýsir valkyrjunni, er blessar fyrst daginn, sem ljómar og vekur til starfa, blessar nóttina, sem veitir hvíld og frið, óska'r körlum og konum heilla og lofarí með þakk- • láteemi hina fjölnýtu fold. Ber j síðan fram þá bæn til æðri mátt- j •arvalda, að sér veitist mál, mann- vit og læknishendur. Aldir líða, trú og siðir breyt- ast. en ýmsir þættir í eðli manna og viðhorfum eru svo sterkir, að þeir vara með kynslóðum. Áreiðanlega var Þrúði á Kví- skerjúm oft hið sama í hug og hið forna l’jóð lýsir. Hún gat heilsað jafnt d-egi sem nóttu með blessunaróskum tií heimilis og fjölskyldu. Mál hennar og mann- vit miðlaði samvistarmönnum og gestum af gnægð hjartans. Með handbragði sínu vildi hún ávallt búa ferðamenn sem bezt frá heim ilinu og bað þess, að þeim fylgdi fararheill á viðsjálum vegi Breiða merkursands. Á langri ævi ber margt að SKOLPHREINSUN ÚTI OG INNI Sótthreinsun að verki loknu. Vakt allan sólarhringinn. Niðursetning á brunn- um og smá viðgerðir Góð tæki og þjónusta. RÖRVERK, — Sími 81617. \ höndum. Fyrir rúmum þrjátíu ár- um var Sigurður sonur Þrúðar ásamt öðrum manni í fjárleit í Breiðamerkurfjalli. Fyrr en varði brast sundur fönn í fjallshlíðinni og hraðfleyg snjóskriða hreif Sig- urð með sér niður snarbratta, grýtta hlíðina og inn undir brún jijkulsins, þar sem snjódyngja hlóðst upp. Ilinn göngumaðurinn stóð í jaðri snjóflóðsins, slapp frá því með naumindum og gekk síð- an til bæjar. Sigurður lá undir snjó og jökli rúman sólárhring, en var þá bjargað. Hann var þá óslasaður, líkamlega þrekaður, en andlega hress og styrkur. Biskup- inn yfir íslandi gerði þennan at- burð að umræðuefni í merkri rit- gerð. Hann komst þar að orði m. a. þannig: „Geigvæplegt farg grúfði yfir þessum unga manni, „köld yfir- sæng“ eins og hann komst að orði, ef til vill dauðinn sjálfur, kviksetning undir klaka og snjó. En hann þvarr hvorki stilling né ■hugprýði, jafnvel ekki þegar dimmdi að nótt . . .Hann minnt- ist sérstaklega móður sinnar, sem hafði séð svo vel um heimanbún- að hans, látið hann hafa tvo trefla, svo að honum kólngði ekki á hÖfði . . . Trú hans barnsleg og kreddulaus var voldug og sterk þessa löngu örlagastund á landa- mærum tífs og dauða. Trúin var afltaugin, sem hélt uppi kjarki hans. Henni var það að þakka, að hann komst heill á sál og lik- ama úr þessari ægilegu þrek- raun.“ Hvar hafði pilturin.n lfl ára öðl- azt hina' barnslegu kreddudausu, sterku og voldugu trú? Hún var vakin og vermd við arin heimiljs- ins frá því barnið biður fyrsta sinn blítt og rótt við sinnar móð- ur kin-n. Meðan Sigurðar var leitað og menn bjuggust við, að dagar hans væru taldir, komu ferða- menn vestur yfir Breiðamerkur sand. Þeir höfðu frétt af slysinu, og þeim þótti i þetta sinn erfið sporin heim að Kviskerjum og bjuggust við að hitta húsfreyjuna þar bugaða af harmi. En þeir komust að raun um, að sú kona var gædd trú, sem menn gerir sterka. Þann dag fórusf Þuríði orð á þessa leið: Fyrst þetta bar að höndum, fór það betur, að sonúr minn varð fyrir slysin-u. Móðir man.nsins, sem bjargaðist frá snjóflóðinu, hefur ekki orðið heima fajá sér nema þennan eina son sinn, en ég hef marga pilta mína hjá mér. Hvar og hvenær rís hæst mannleg göfgi? Hver kemst nær þvi að breyta eftir æðsta boðorð- inu: Þú skalt elska náunga þinn ein-s og sjálfan þig? Svipist hver um hjá sér. IV. Á íslenzku máli er gróinn blett ur í eyðimörk nefndur vin. Það má til sanns vegar færa. að Kví- skerjaheimilið og umhverfi þess sé vin á Breiðamerkursandi. Lífi einstaklingsins er oft líkt við gróður íarðar. sem vex. þroskast, en fölnar síðan og visnar Þegar ikin fellur vekur hún með fall- inu bergmál. En þegar , fíó:ar hnígur að foldu, þá er það ilmur hofinn, sem innir fyrst urta- byggðin hvers hefur misst. Það vekur ekki hátt bergmál fráfall P.Þ. t fæd'd 11. maí 1883 dáin 5. febrúar 1088 Nýlega lézt að heimili sín-u, Kvískerjum í Öræfum, húsfreyj- an þar, Þrúður Aradóttir, ekkja eftir Björn Pálsson bónda á Kví- skerju.m. Ég ætla ekki að skrifa hér ítar- Iega minningargrein, aðeins að þakka í örfáum orðum fyrir þann tíma, sem ég naut umömmunar á heimii-i hennar og votta um leið börnum hennar og ættingjum samúð. Þrúður Aradóttir var fædd á Fagurhólsmýri 1,1. maí 1883. Þar ólst hún upip á landsþekktu meinn ingiarheimili í stórum systkina- hópi, þar til hún giftist Birni Páts syni frá Svinafelli og fluttist með honum austur að Kvískerjum, aust asta , og afskekktasta bænum í Öræfunum og einum afskekktasta bæ landsins. Þar hófu þau bú- skap skömmu eftir aldamótin, og má geta nærri, hvílík viðbrigði það haf-a verið fyrir unga, glað- lynda stúlku að flytjast af fjöl- mennu heknili að þessum bæ, sem ei'namgraðist frá allri manna- byggð mánuðum saman. Að norð- an ginæfir Vatnajökull, að sunnain er Breiðamerkursandur að sjó fram og jökuilár girða sandinn á báða vegu. Búsýsla og annir beindu hugan- um fljótlega • frá leiðindum og einmanakennd. Börn|n urðu ekki færri en 13, 9 náðu fuliorðinsár um, en 4 dóu á unga aldri. Efrír að Björn lézt, bjó Þrúður ásamt börnum sínum, Flosa, Ara, Sig- urði, Páld (sem nú e,r búsettur á Fagurhólsmýri), Guðrúnu eldri og Guðrúnu yngri, Helga Hálfdáni og Ingimundi, sem lézt fyrir nokKr um árum. Systkinin á Kvfskeri- um þarf efcki að kynna, bræðum- ir eru löngu landsþekktir fyrir vísindastörf og fræðimenns'ku og systurnar hafa haldið þetta stóra heimili m-eð móður sinni af ein stakri reisn og myndarskaip. Þe-ir eru ófáir ferðalangar.i ír, sem hafa gist Kvísker, ísienzkir og erlendir. Og það segir kann- ski ekki svo lítið um húsmóður- ina á þessu heimili, að iafnvei langskólamenn-taðir menn urðu forviða á þekkingu systkinanna a Kvískerjum á sviði náttúrufræði sagnfræði, jöklarannsókna jafnvel tuingumálaku'nnátta þeirra er ein- stæð meðal sjálfmenntaðra manna. Kunnáttu ^ína hafa bau systkinim fe-ngið í heimahúsum, at lestri bóka, af því að hl-usta á útvarp og fylgjast með þvi se-n er að gerast nær og fjær. Þessu stóra heimiili hefur Þrúður nali- ið saman, tekið á móti fjö,da ferðamanna, vísindamanna, jök-a- fara og skipbrotsmanna, við bær aðstæður, sem eru erfiðari en flest nútímafólk getur ímyndað sér. Við börnin, sem fengum að dveljast nokkur sumuir á Kvískeri um vitum hvílíkt vegarnesti bar er að hafa. kynnzi Þrúði og notið umhyg.gju hennar sem náði langt út vfir henmar eigin börn og heimili. Eitt dæmið um fórnfýsi hennar og hjartagæzku, er þegar hún tók telpu úr Reykj'avík, sem vegna veifclunar gat ekki umgeng- Egill V. Egilsson F. 6.3. 1902 D. 8.1. 1968. Kveðja frá barnabörnum. Margt er hugsað, margs í trega i spurt. Mlá sjá tár á litlum hvörmum glitra. Því er okkar afi horfinn burt? Svo ung við megum kanna reynslu bitra. Hann kvaddi mitt í dagsins ys og önn, iþví iðjuleysi féll ekki hans geði. Með honum kvaddi hetja traust og sönn. Til hinztu stundar sanmur. 'Allra gleði. Alltaf var svo örugg höndin hans, svo hlý og traust sem öllum vildi ' gefa. Nú kveðju sendum við til sólar- lands. Svo oft við spyrjum, finnum þá til efá. Því tókst þú afa, góði guð, til þín? Við getum ekki skilið þíní vegi. Hann var okkur birta og sólarsýn, við söknum mest er halla tekur • . degi. Hann átt’ göfugt hjarta, hlýtt og milt. Svo hjálpfús jafnan, engan mátti græta. Hanm átti glaðlegt viðmót, gleði ‘ etillt og gjarnan viidi allra vanda bæta Margt er þungbært, mín er tun-ga treg. Til sín Jesús leiðina þér vísar. Vertu sæll. Og greiði guð þinn veg. Góða ferð til himna-paradísar. G.J. izt önnur börm, og ól hana upp sem sína eigin dóttur. Við börn- in héðan að sunnan, munum bezt eftdr Þrúði, þegar hún sat með okkur tiil fóta í rúminu sínu og sagði okkur gömui ævintýri, eins og hún hafði áðnr gert við sín eigin börn á diiminum vetrarkvöld um þegar ekki sást tál tnamma- ferða svo mánuðum skipti. Megi minming bessara góðu og göfugu íslenzku konu lifa sem íengst i hugum allra, sem kyn:r„- ust hemni og heimili hennar. Ég votta bömum hennar inni- lega samúð Þórunn Sigurðardóttir. r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.