Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 4
16 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 2. aprfl 1968. MINNING Victoría Margrét Helgadóttir „Vertu lj'ós á vegum hinna vafin hrósi mærin svinn indiæl rós sem allir hlynna að og kjósa í garðinn sinn.“ Victoria M. Jónsdóttir húsfrú og frv. kennslukona á Selfossi airdaðist 8. jan. s.l., 63 ára að aldri. „Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir“. Því er þannig varið, að ég get ékki áttað mig á því, að bún hafi ekki dáið ung, Victoria útskrifaðist úr Kenn- araskóla fslands vorið 1026 rúml. tvitug að aldri í blóma lífsins í þéss orðs fyllstu merkingu. Lífið brosti sannarlega við hinni ungu stúlku. Guð hafði gefið henni flest ef ekki allt það, sem unga konu mátti prýða. Óvenjulegan fríðleik og höfðinglegt fas. góðar gáfur og eindæma samvizkusemi ásamt fágaðri sk’apgerð. Haustið 1926 réðist Victoria sem heimiliskennari að Holti til frændfólks míns og tók þar að séi kennslu bæði barna og ung- linga um veturinn Við tveir yngstu bræðurnir í Laxárdal vorum svo heppnir að fá að njóta kennslu hennar í þrjá tíma á dag alkan veturinn, ásamt fimm öðrum ungmennum. Það tel ég beztu og árangursríkustu skóla vist, sem ég hefi notið. Mér er það mjög , minnisstætt, hvað kennslukonan lagði sig fram til að búa sig sem bezt undir tím ana og þó að sjálf kennslan tæki aldrei minna en sjö tínva á dag, var oftast tími afgangs til að deila kjörum með okkur í námi eða leik. Ég sagði áðan, að ég gæti ekki sætt mig við annað en að Victoría hefði dáið ung. Það mun stafa JÖRD Jörðin Garpsdalur í Geiradalshreppi fæst til ábúðar í næstu fardögum. Þeir sem hafa áhuga á að sinna þessu, snúi sér til undirritaðs fyrir lok aprílmánaðar n.k. Vélar og bú fæst keypt eða leigt eftir samkomu- lagi. Kaup gætu komið til greina. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er og hafna öllum. Garpsdal 27. marz 1968. JÚLÍUS BJÖRNSSON í SAMKEPPNI Frestur til að skila tillögum í samkeppni um merki fyrir BSRB, rennur út föstudaginn 5. apríl. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Frá Byggingarsam vinnufélagi atvinnubifreiðastjöra Áformað er að stofna 5. byggingarflokk félagsins um byggingu fjölbýlishúss í Breiðholtshverfi Þeir félagsmeijn sem óska að komast í þennan byggingarflokk. leggi umsóknir sínar inn á skrif- stofu byggingarsamvinnufélagsins, Fellsmúla 22, fyrir kl. 18,00, laugardaginn 20. apríl n.k. at því að ég kynntisf henni að- eins á meðan hún var ung og yfir þeirri kynningu hvílir enn morguntoirta æskunnar. Mér finnst svo stutt sáðan að hún lék sér með okkur á skautum og skíð- um, fór með okkur ríðandi á skemmtanir eðá las með okkur uppi á bæjarþaki í útmánaðar- blíðunni. Ég átti þess kost að hitta þessa vinkonu mína nokkrum sinnum eftir það að hún var horfin suður, bæði á. heimili hennar á Selfossi og á sjúkrahúsum. Victoria fór ek'ki varhluta af Mfsins and- streymi, þó að hún væri ávallt ljós á vegum sinna. Með byltu af hestbaki hófst hennar sjúk- dómsferill, þó ekki samfelldur svo að húin gat þess á milli notið heim ilisihamingju með manni sínum og dóttur. Þrátt fyrir margar og erfiðar sjúkdómslegur, hélzt henni enn vel á sínum dæmafáa glæsileik. Að endingu vil ég þakka þér Victoría, fyrir ógleymanleg kynni og þá fyrir hönd okkar allra, sem þú kallaðir „fyrstu og minnis- stæðustu nemendurna þína“. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég til nánustu ástvina þinna, sem mest hafa misst við fráfall iþitt. Eggert Ólafsson. HÚSEIGNIR til sölu 2ja herb. íbúðir við Ásbraut, Baldurgötu, Kárastág, Hraun teig, Kleppsveg, Langholts- veg, Lyngbrekku. / 3ja herb. ibúðir við Básenda, Fögrubrekku, Grettisgötu, — Hofteig, Hrauntoæ, Kapla- skjól, Víðimel (bílskúr), — Njálsgötu, Kleppsveg, Nýbýla veg (bílskúr), Leifsgötu (bíl skúr), Þinghólstoraut og víðar. 4ra herb. endaíbúðir við Álf- heima, Eskihlíð, Ljósheima. (Sér hæð), Háteigsveg (bíl skúr). 5 herb. endaíbúð við Bogá’hlíð, 3 svefnherb. og sér herb. í kjallara. 5—6 herb. sér hæðir við Holta gerði, Hraunbraut. Þinghóls- braut, Nýbýlaveg, Reyni- hvamrn. Raðhús og einbýlishús, í smíð- um og fullgerð i Fossvog). Smáítoúðahverfi og víðaT í borginni, .Kópavogi og Garða hreppi. FASTE IGNASALAN HÚS&EIGNIR BANKAtTR/FTI A Símar 16637 - 18828 — 40863 — 40396. Pétur Jónsson, læknir Þeim fækkar nokkuð ört, sem svip sinn áettu á bæinn ok'kar, Akureyri. Fyrir skömmu síðan lézt hér hinn mesti ágætismaður og skólafrömuður, Þórarinn Bjöfnsson, skólameistari, og nú fyrir fáum dögum lézt hér hinn rómaði ágætis læknir Pétur Jóns- son. Já, sannarlega eru stór skörð höggvin í þennan bæ. Ég er ekki manneskja til að skrifa eins og skyldi um minn elskulega vin og lækni Pétur Jónsson, eflaust verða mér meiri menn, sem gera það 'betur. Mig langar með þessum linum að votta honum mitt hjart ans þakklæti fyrir alla hans hjólp- fýsi og vináttu um margra ára skeið. Og hvað hjálpfýsina snert- ir, ‘þó veit ég, að ég mæli fyrir munn allra sjúklinga hams um ágæti hans sem læknis, félaga og vinar. Ég ætlá mér ekki þá dul að fara út í æviatriði Péturs lækn is, en ekki getur okkur öllum dul- izt, að hann var saninur maður, köllun sinni trúr til hinztu stund- ar. Við, sjú'klingar hans, urðum hressari, þegar við vorum komin inn til hans á lækningastofuna. Hinn hressandi blær, sem streymdi frá honum, hafði slík óhrif. Þá var lika hinn sami hressandi andi á heimili þeirra hjóna, Ástu, yinkonu miinnar, og hans. Þar hefi ég oft verið og við hjónin farið þaðan með bros á vör og yl í hjarta. — Glæsi- menni er horfið úr okkar hópi, skilur eftir ógleymanlegar endur- mininingar.: Ásta rnin, kæra vinkon-a, ég bið Guð að blessa þig og styrkja í þínum mikla missi. Ágætasta lián menn öðlast þar, sem ættleg snilli og gáfnafar, menntun og þekking mœta. Þú virtir þá köllun og valdir þér það vandastarfið, sem göfgast er, meðþræðra mein að toæta. Þú rannst þér hjiá öllum traust og trú, því trega þig margir vinir nú, sem áttu þér gott að gjalda. Því trúlega varstu verði á vágestum þeim að tojarga frá, sem meinum og mæðu valda. Helga Jónsdóttir, frá Öxl. Sigurjðn Sigurðsson Sigurjón Si'gurðsson frá Strýtu í Bamarsfirði eystra, andaðist 10. jan. s. 1. sextíu og sjö ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Sig urður Sigurðs'son O'g Viltoorg Gísla dóttir, og ólst Sigurjón upp hjá jþeim ásamt níu systkinum sínum. j Ég kynntist Sigurjóni fyrst, er ég var unglingur en þá unnum við saman hjá sömu útgerð á Seyðisfirði og Bornafirði. Síðan áttum við margra ára sams'tarf við fiskveiðar á sama toát. Sigurjón Sigurðss'on var fyrir i margra hluta sakir eftirminnileg I ur maður. Hann var í meðallagi ! hár og grannvaxinn. Glaðlegur var hann og hýr í bragði, eygður vel og nefið stórt og svipmikið. í framgöngu al'lri var hann mikill ljúflingur. Störf sín vann Sig-ur jón af samvizkusemi og snyrti- mennska hans var einstök, enda bar bátur okkar merki þess í hreinlætí og góðri umgengni. og eru slí'kir kóstir sjómanna mjög mikilsverðir. Við öll veður og erf- iðar aðstæður var Sigurjón allra manna traustastur, úthaldsgóður og attougull. Sigurjón var maður hlédrægur og yfirlætislaus, en sjálfstæður í hugsun allri og voru skoðanir hans einlægar og sanngjarnar. Eftir að Sigurjón hætti sjó- mennsku sat hann að toúi sínu á Strýtu, með bræðrum sínum, Guð mundi, Gísla og Stefáni. Mér hafa sagt kunnugir menn. að af- urðir frá búi þeirra bræðra hafi verið með afbrigðum góðar og bor ið vott uim hreinlæti og snyrti mennsku. Menn eins og Sigurjón eru holl- ir þegnar vegna starfs og hegðun ar, sem er til upptoyggingar og styrks landi og þjóð- Trygglyndi, iðjusemi, heiðar- leiki og ljúf umgengni við menn og málleysingja fannst mér ein- kenna Sigurjón Sigurðsson. Ég sakna þessa gamla vinar míns og bátsfélaga og sendi sam úðarkveðju fólki hans öllu. VÚhjálmur Árnason, hrl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.