Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 5
MUÐJUDAGUR 2. apríl 1968. TÍMINN 17 MINNING GUÐMIINDUR JÓHANNESSON Trygginga - skrifstofa f Bankastræti ^ Til að baefa þjónusluna við viðskipfamenn í mið- og vesturbae var opnuð umboðs- skrifstofa í Samvinnubanka íslands, Bankastraeti 7, sem annasf um hvers konar nýjar tryggingar, nema bifreiðatryggingar. Það er sérlega hentugfífyrir viðskipfa- menn ó þessu svæði að snúa sér til hennar með hækkanir og breytingar á trygg- tngum sínum svo og iðgjaldagreiðslur. VIÐ VILJUM HVETJA VIÐSKIPTAMENN TIL AÐ NOTA SÉR ÞESSA ÞJÖNUSTU. SAMVirvrVUTRYGGirVGAR. LÍFTRSOGINGAFÉLAGII) ANDVAKA BANKASTRÆTI 7, SÍMAR 20700 OG 38500 ÚTSÆÐISKAI RTÚFLUR Fastir viðskiptavinir okkar og aðrir, sem kaupa ætla útsæðis- kartöflur hjá okkur á komandi vori, sem allra fyrst. hafi samband við okkur KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR Sími (96)21338 Kalli dauðans verða allir að hlýða, þegar það ber að, stíindum óvænt og skyndilega, þó að enn séu kraftar og heilsa til starfa. Eihn af þeim er skjótt mátti búast til ferðar, var Guðmundur Jóhannesson, bóndi að Arnarhóli f Gaulwr j abæj arhreppi. Hann lézt að heimiK smu hinn 20. febrú ar s. 1. Útför hans var gerð frá Gaulvterjabæj arkirkju 24. s. m. að viðstöddu fjölmenni. Guðtaundur var fæddur 9. sept ember árið 1900, sonur hjónanna Jóhannesar Eggertssomar, vefara að Ásum í Gniúpverjatoeppi og Maxgrétar Jónsdóttur frá Álfs- stöðum. Fjögwr af átta systikinum Guðmundar eru enn á lífL Þau ent: Ejartan, hinn vinsæli söng kennari og organleikari, til heim- iKs að Stóra-Népi, Þorgeir, bóndi á Túnsbergi, Soiffía Magnea, hús frú, Reykjavik og Eiríkur, starfs maður við St Jósefs hosp. Hafn arfirði. Ungum var Guðmundi komið í TRÚLOFUNARHRINGAR — afgrelddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÓR SkólavörSustfg 2 Kona á aldrinum 38—45 ára ósk- ast til að veita heimili á suðausturlandi forstöðu. Þrír karlmenn í heimili. Má hafa með sér börn. Til boð merkt: „38—45“ send ist blaðinu fyrir 5. þ.m. fóstur að Útverkum á Skeiðum til hjónanna Bjarnþóru og Jóns Guð mundssonar, er þar bjuggu. Skömmu síðar missti Bjarnþóra mann sinn og tók þá Bjarni sonur þeirra við búsforráðum. Hjá þeim maut Guðmundur góðs uppeldis og minntist hann þeirra ávallf með virðingu og þakklæti. Kona Bjarna var Guðrún Þórðardóttir frá Grafarbakkia. í æsku vandist Guðmundur venjulegum sveitaistörfum, þótíi snemma atgervismaður hinn mesti þreikmikill og vel íþróttum búinn miðað við þá aðstöðu til þjálfun ar, sem unglingar bjuggu við á þeim tímum. Árið 1925 kvæntist Guðmundur heitkonu sinni, Ingibjörgu Árna dóttur, ættaðri úr Rangárþingi. Þá ráðstöfun forsjónarinnar mun hann hafa talið sina mestu gæfu í lífinu. Hjónaband þeirra var ástríkt og einkenndist af gagn- kvæmri virðingu og umihyggju- semi. Ingibjörg er enn á lffi, mikil hæf mannkostakona, sem valdið hefur með sóma hlutverki sínu í lífinu. Þau hjón hófu fyrst búskap á Bfra-Vtelli í Gaulvcrj abæjarhreppi og bjuiggu þar í nokkur ár. Síð- ar bjuggu þau á Útverkum á Skeiðúm og Brú í Stokkseyrar- hreppi, en fluttu að Arnarhóli árið 1944 og bjuggu þar enn er Guðmundur lézt, þó hin síðari ár í féiagi við son sirm og tengda dóttur. Var jörðin stór-bætt í búskapartíð þeirra, bæði að rækt un og húsakosti. Guðmundur var í hópi hinna myndarlegustu bsenda. Skylduræk inn og góður heimiilisfaðir. Um- hyggjuLsamur og nærgætinn við menn og mélleysingja- Hann skildi sálarlíf dýranna flestum bet ur og gerði þau að vinum sínum, ekki sázt hestana. Hann fylgdist með og gladdist af vexti og þroska þess lífs, sem greri og hrærðist í návist hans. Hann haflöi yndi af hömum og undi sér sjald an hetur en í þeirra hópi, hvort heldur var í leik eða starfi. Lífs gleði, ábyr^ðartilfinning og trú- hneigð voru sterkir þætti-r í eðli hans. Hann bar lotningu fyrir líf- inu og höfundi þess. Flesí störf Guðmundar voru á einn eða_ annan hátt tengd eigin heimili. Árvekni sýnd við nauðsyn leg bústörf og athafnasemi við endurbætur og framkvæmdir. VerkJaginn var hann og smiður góður og nutn þess margir. Hann var að eðlisfaii hlédrægur : og hafði sig lítt í frammi. En gott var til hans að leita, ef einhvers þurfti við, því að hann var greið vfkinn og skilningsrfkur á annarra kjör. Drengskaparmaður mikill, friðsamur og góður nágranni, svo að orð var á gert Störf, sem honum voru falin vegna samfélags ins, þóttu jafnan vel af hendi leyst enda var hann tillögugóður og trúr í starfi. Þau hjón, Guðmundur og Ingi bjiörg, eignuðust fjögur börn, eina dóttur og þrjá syni. Dóttur inni var áskapað aðeins örstutt æviskeið, en synirnir uxu u>pp og þroskuðust veL En þeir eru: Jóhannes, bóndi á Arnarhóli, kvæntur Borghildi Þorgrimsdóttur, Ánni, skrifstofumaður á Selfossi, kvæntur Guðrúnu Bárðardóttur, og Bjarni, rafvinkjameistari í Reykjavík. Eru þeir bræður miki ir manndómsmenn, fjölhæfir og drengir góðir. Heimilið á Araarhóli bar jafn an svipmót einingar og ánægju. Sambúð foreldra og barna var mjög til fyrirmyndar. Tónlistar hæfileikar og sönghneigð bjó með allri fjölskyldunni og vakti oft þann gleðigjafa, sem fólginn er í söngvum og tónum. Var Guð- mundur ævinlega góður liðsmað ur í skemmtan og mannfagnaði, glettinn og gamansamur með nærnt auga fyrir broslegum atvik um, þegar honum þótti við eiga. Hin létta lund hans og þægilegt viðmót brást aldrei, þegar komið var á fund hans. Guðmundur var á margan hátt mikill gæfumaður. Hann hlaut góð ar erfðir í vöggugjöf, bjó jafnan við góða heilsu og fékk að sinna hugþekkum verkefnutn, þegar stærstu átök voru gerð í framfara málum íslenzkra sveita á tækni- öld. Hann fékk góða konu og eign aðist mannvænleg börn. Hann sá ættargarðinn vaxa og margar af hugsjónum æskuáranna verða að veruleika. Og við leiðarlok fylgja honum yfir landamærin hlýjar kveðjur og þakkir samferðamann- anna. Þórður Gíslason. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.