Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. apríl 1968. 15 TÍMINN Á myndinni siást Nabuko Otawa og Jitsuko Yosihumra í hlutverkum kvennanna í Onibaba. Onibaba (Brunnurinn) Leikstjóri: Kaneto Shindo Tónlist: M. Hayakawa Kvikmyndari: K. Koburv Japönsk frá árinu 1965, dansk- ur texti Sýningarstaður: Laugarásbíó. Árið 1952 gerði Shindo kvik- myndina „B'örnm í Hirosihima“ sú mynd hlaut alþjóða lof fyr- ir heiðarleik og raeðferð á efini, en hún fjallar um afleið- ingar kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima. Þessi mynd er líka um tortímingarmátt stríðs en nú er farið nokkrar aldir aftur í tímann og byggt á gamalli sögu. Landslýður berst á barna- spjótum, tveir keisarar berj- ast um völdin, hungurneyð iríkir í Kytoto, enginn á ferli nema herflokkarnir. Langt inni í hávöxnu grasinu, sem bylgjast fagurlega fyrir vind- inum, er lítill kofi. Þar búa tvær konur, sú eldri (Jitsuko Yosihmura) er tengdamóðir yngri konunnar (Niobuko Ot- awa). Þær lifa á því að drepa særða hermenn og selja vopn þeirra og klæði, Þangað kemur Hichi (Kei Sato), sem hefur farið með syni þeirrar eldri og eiginmanni þeirrar yngri í stríðið, þær eru ekkert sér- lega hrifnar af endurkomu hans, þar sem hamn flytur iil tíðindi. Hann sezt nú að í kofa sínum skammt frá og tekur að gera hosur sínar grænar fyr- ir yngri konunmá, hún tekur áleitni hans fjarri, en stenzt ekki mátið til lengdar og hleyp ur til hans eina nóttina. Teihgdamóðir hennar er sjálf ásthrifin af honum, þó að hún velji honum hin háðuglegustu orð og vari tengdadóttur sína eindregið við honum. Hún vill einnig njóta ástar hans, en hann vísar henni á bug með háði og spotti, er þá ekki að sökum að spyrja, þegar stolt hennar hefur verið sært. Bftir áramgurslausar fortölur, berst henni óvænt vopn í hendurn- ar í baráttunni við að halda stúlkunni frá honum. Samurai kemur nótt eima og spyr til vegar, hún leiðir hanm að brunninum, og þar sem hann ber djöf'lagrímu fyrir andlit- inu, fellur hann í brunminn, hún sígur seinna og sækir grím una ásamt vopnum hans og klæðum. Henni tekst að hræða stúlkuma, en að lokum fellur hún á bragði sjálfrar sín og stúlkan grípur í tómt, þegar hún hleypur til elskhúga síns. Þetta er ákaflega mögnuð mynd og afskaplega ólík „Börnin í Hiroshima", en boð- iskapur hennar um tilgangs- ieysi og bölvun styrjalda er ek'ki síðrl en í henni. Sihindo sýnir okkur einangraðar mann eskjur í umróti brjálæðisiins. Þau verða að beita öllum brögð um til að lifa, annað hvort að drepa eða verða drepin. Út- skýringar Hichis á stríðinu, hvernig ekki er hægt að þekkja vin frá óvini, er góð lýsing á, hvernig stríðið verkar á venju legan mann, þeir finna, að þeir berjast ekki fyrir sig eða land sitt, aðeins fyrir valdagiruga menn. Mörgum finnst þetta ef til vill harðneskjuleg mynd, en hvað haldið þið að sé að gerast í Viet-Nam? Fólk sakn- ar ef til vill gyllingarinnar, sem á að vera forsenda styrj alda „Guð vill það“ eða eitt- hvað álíka, við sjáum aðems fólk, sem neytt er til að lifa eins og það gerir meðan eyði- leggingareldurinn gengur yfir. Tengdamóðirin lítur björtum augum til þeirra daga. er þær tvær geta yrkt akurinn eins Og áður, og stúlkan veit, ð á friðartímum væri ekkert eðli legra en að þau Haschi fengju að giftast. Ástaratriðin eru ofsafengin, þau njótast eins og þeirra síð- asti dagur renni upp að morgni enda ér sú raunin, en þr.ð er enginn grófleiki, þegar þau hlaupa allsnakin um skóginn, sem bergmálar hlátur þeirra og gleði yfir að vera á lífi og eiga hvort annað. Kvikmynd- arinn Kotoura hefur næmt auga 1 fyrir myndbyggingu og sýnir fegurð Otawa vel, t.d. þegar hún þvær við ána og ber deigið, og ekki sízt þar sem hún flýg- ur gegnum "grasið til fundar við ástmann sinn. Ef myndin hefði verið rúin öllum þeim atriðum, sem fólk ýmist hnieykslast á eða oflbýð- ur, væri myndin ekki eins sönn, en einmitt græðgislegt átið og drápin, sýna viðbjóð stríðsins í réttu Ijósi. Shindo er ákaflega fjöl'hæfur ieikstjóri. hann hefur gert mjög góða mynd, þar sem ekki er sagt eitt einasta orð: „Eyjan“, og aðra um allt annað efni: „Móð- ir“ 1964, og áður er minnzt á „Börn Hiroshima“, þar sem allt öðrrm tökum er tekið á sama efni og fjallað er um hér. Það eru aðeins tvö atriði, sem ég er alls ekki dús við í myndinni, annað er það, að sýna greinilega silfurfyllingar í tönnum Kei Sato, og tungl- ið er l'ampi, sem annað hvort er kveikt á eða slökkt. Svona atriði ættu ekki að sjást í neinmi mynd og alls ekki eftir Kaneto Shindo. Á næstunm er von á tveim- ur afburða myndum í Laugar- ásbíó, Un home et une femme, Maður og kona, eftir Claude Lelouoh, sem fékk. verðlaun í Biandaríkjunum, sem bezta útlenda myndin og önnur kvik imynd Pier Paolo Pasolini, Mamma Roma frá árinu 1962. Það er sannarlega gleðilegt að eiga von á syo góðum mynd- um og vonandi fer ekki eins með þær og fyrstu litkvikmynd Antonionis II Deserto rosso, en búizt var við henini í þetta bíó í fyrra, en síðan hefur ekki bólað á henni. ,L. Sjötugur 5. marz s.l. Elísberg Pétursson bryti (Eins og greinin ber með sér hefur hún beðið birtingar nokkurn tíma. Ritstj.) Hjónunum Pétri Hafliðasyni beyki og Vilborgu Sigurðardótt- ur á Kjalarnesi fæddust tvítour- ar 5. marz 1098. Voru það þeir Sigurður og Elísberg. Sigurður lézt úr spönsku veikinni 1918, þá tvítugur að aldri, en Eíísberg heldur í d’ag upp á sjötugsafmæli sitt. Hann er á þeim degi stadd- ur fjarri æskustöðvum sínum. Hann er nú bryti á m.s. Fjall- fossi, sem í dag er staddur í Bandaríkjunum. EÍísberg ólst upp í hópi margra systkina, 3 systkini hans voru dá- in, er EMsberg fæddist. Tvítoura- bróðir hans dó, eins og fyrr seg- ir, á tvítugsaldri, en átta voru systkinin, er komust til fullorð- insára. Nú eru fjögur systkina hans á lífi, þau Kjartan vélstjóri, Jóhannes bílstjóri og Guðfinna. Elísberg kvæntist 18. okt. 1927 Sesselju Björnsdóttur, Benedikts- sonar sjómanns úr Reykjavík, og er heimili þeirra að Hæðargerði H). Á fermingaraldri, árið 1912, byrjaði Elísberg að vinna til sjós, þá sem aðstoðarmatsveinn á tog- aranum Baldri. Síðar vann hann á tveimur öðrum togurum, unz Ihann byrjaði setn aðstoðarmat- sveinn, þegar e.s. Gullfoss hinn eldri kom til landsins 1915, en þá var J.C. Klein, núverandi kjöt- kaupmaður, bryti á Gullfossi. í desember . 1916 fór EMsberg til Danmerkur og sigldi á dönskum skipum í nokkur ár. En aftur kom EMstoerg í þjónustu Eimskipafé- lagsins á árinu 1919, pg hefur hann því nær ætíð síðan verið á skipum þess útgerðarfélags, sem matreiðslumaður eða bryti. Hin síðari ár hefur Elísberg þó ekki veríð fastur bryti, þar sem hann hætti fyrir nokkrum árum, vegna aldurs. Samt fer hann af og til nokkrar ferðir á skipum Eim- skipafélagsins, í forföllum stéttar bræðra sinna. Og nú, á þessum merkisdegi, getur hann ekki fagn að með fjölskyldu sinni, vegna veikindaforfalla stéttarbróður síns á m/s Fjellfossi. Ekki efa ég, að heldur hefði hann kosið að vera hér nær á þessum degi, við slíku er ekki neitt að gera, sjó- menn þekkja slíkt. í störfum sínum, bæði við mat- reiðslu, sem og brytastörf, hefur EMsberg á löngum starfsferli kynnzt mörgum, og margir munu vera þeii starfsmennirnir. sem bæði hafa haft hann sem yfir- mann sem og undirmann en báð Þ þessir hópar hafa ætíð kunnað að meta starf hans, og ekki síð- ur notið kunningsskapar við hann, enda er Elísberg léttur í lumd og glaður á fagnaðarstund- um. Það eru sumir menn, og það ótrúlega margir menn, sem ekki vilja láta mikið á sér bera, og er lítt um að láta rita mikið um sig, ekki einu sinni á tyllistund- um. Mér er Ijóst, að í þeim hópi pr Elísberg Pétursson bryti, sem í dag fyllir sjö tugi ára af ævi- skeiði sínu. En Elístoerg kemst samt ekki hjá því, að hinir mörgu sámferðamenn hans og vinir vilji á slíkum degi mega staldra við Oí, minnast hans, helzt að taka í hönd hans, sem þó verður ekki kostur á að gera á sjálfan af- mælisdaginn, en bíður komu hans yfir Atlantshafið að vestan. En samferðamennirnir og vinir vilja samt á þessflm degi þakka hon- um svo raargt á liðnum tímum. Eg er þessar línur rita. kyrnt.ist Elfoberg fyrst árið 1940, þegar hann kom sem i matsveinn á e/s Lagarfoss, hinn eldri. En þá var ég nýbúinn að hefja minn matreiðsluferil, og var 2. at- sveinn á því skipi. En samstarf okkar þar um borð varð ekki langt, en upp frá þvi skapaðist okkar á milli vinátta er aldrei hefur siitnað. — Þeir eru margir sem slíkar sögur geta sagt um Elístoerg, enda er maðurinn sér- Stakt prúðmenni, vinafastur, og eftir því framúrskarandi vinsæll af ölluon er honum hafa kynnzt. Þegar hann var fimmtugur, var hann 'aldursforseti matreiðslu- deildar Matsveina og veitinga- þjónafélags fslands, og nú á sjöt- ugsafmæli sínu er hann aldursfor seti Félags bryta Elísberg gerð- ist meðiimur Matsveina- og veit- ingaþjónafélagsins 1. januar 1931 innan bess skoraðisi hann aldrei undan störfum, þegar til hans var leitað. en miklar f.iarvistir á sjón um urðu þess valda-ndi, að krafta hans naut ekki' sem skyldi við fé- lagsstörf þá. En þegar Félag bryta var stofnað árið 1955, varð Elisberg einn af stofnendum þess. Enda mun hann hafa manna bezt ~að öðrum ólöstuðum, skilið nauð syn traustra stéttarsamtaka. — Innan Félags bryta hefur hann jgegnt mörgum trúnaðarstörf- um, og hin síðustu ar hefur hann verið varaformaður þess, og er það enn. Eitt kjörtímabil var hann í varastjórn Farmanma- og fiskimannasambands íslands, og í mörg ár hefur hann átt sæti í Fulltrúaráði Sjómanmadagsins. Öll þessi störf hefur hann leyst af hendi með samvizkusemi og lofsverðum áhuga. EMsberg Pétursson var árið 1964 sæmdur heiðursmerki Sjó- mannadagsins, á sjötugsafmæli htns, verður hanm gerðui að heið ursfélaga Félags, bryta, sá fyrsti og eini, er þann heiður hefur hlot ið. og er Elísberg vel að þeim heiðri kominn. Fyrir hönd stétt'arbræðra hans, stéttafélags og Fulltrúaráðs sjó- mamnadagsins, sem og hinna mörgu vina hans og samferða- manna, vil ég færa þeim hjónuin EMsbergi og Sesselju, sem og öðr- um ástvinum, beztu heillaóskir á þessum merkisdegi, og allir von- um við að hann megi emm um mörg ár njóta góðrar heilsu og ánægjulegra stunda. Sjálfur vil ég þakka EMsberg Péturssyni ánægjulega samvinnn við matreiðslustörf á árunum áð- ur, svo og gott samstarf að sam- eiginlegum áhugamálum, sem enn er ekki lokið. með ósk um, að enn eigi eftir að standa sem lengst. Böðvai' Steinþórsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.