Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 1
Erlendar fréttir JOHNSON: GEF EKKI KOST Á MÉR TIL ENDURKJÖRS! New York Times: Þetta getur verið kænskubragð hjá forsetanum Þessi mynd var tekin af Lyndon Johnson. Bandaríkjaforseta, fyrir nokkrum dögum, er hann hélt rœöu í Minneapolis um efnahags- mál og Vietnam-styrjöldina. Loftárásir á Norður-Víetnam stöðvaðar að mestu: Talið af flestum stórt skref í átt til friðar l NTB-Washington, London og Moskva. Ákvörðun Johnsons um að hætta loftárásunum á Norður- Vietnam að vcrulegu leyti, og gefa ekki kost á sér til endur kjörs, hefur vakið gífurlega athygli um allan heim. Margar ríkisstjórnir hafa fagnað fregn inni um stöðvun loftárásanna, og talið það stórt skref í frið arátt. Brezka stjórnin hafði samband við Sovétstjórnina í morgun, og sendiherra Sovét- ríkjanna í London, til þess að kanna hvernig stjórnir ríkj- anna tveggja gætu orðið við beiðni Bandaríkjastjórnar um að stuðla að friði í Vietnam. Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta, sendi Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, bréf í dag, en Kosygin er nú í opinberri heimsókn f íran. Michael Stcwart, utanrík isráðherra Breta ræddi við Smirnovsky. sendiherra Sovét- ríkjanna í morgun, og tjáði honum að brezka stjórnin myndi leita samstarfs við Sovét stjórnina um friðarumleitanir. en utanríkisráðherrar Bret- lands og Sovétríkjanna voru formenn Genfaráðstefnunnar sem fjallaði um Indó-Kína 1954. Síðar í dag ítrckaði Stewart þetta í þingræðu Japanska stjórnin ákvað í kvöld, að fara þess á leit við stjórnir Sovétríkjanna og Bretlands, að þær beiti sér fyrir friðarumleitunum, á þeim forsendum að þær höfðu forsæti á Genfarráðstefnunni um Indo-Kína: Ákvörðun þessi var tekin á fundi æðstu manttv japanska utanríkisráðuneytis- ins. Sovézka fréttastofan Tass, sakaði Johnson í dag um að láta enti samningsskilyrði Harn oistjórnarinnar seni vind um eyrun þjóta, með því að stöðva ekki loftárásirnar með öllu, heldur aðeins beina þeim frá þéttbýlum svæðum. Tass kall- aði yfirlýsiingu Johnsons „John son beitir brögðum". Hvað á- kvörðun forsetans um að bjóða sig ekki fram á ný snertir, sagði fréttastofan, að enn væri of snemmt að spá nokkru um það, hvort þetta væri herbragð til að ná endurkjöri, eða skip- brot Vietnamstefnunnar. Það hefði oftar en einu sinni gerzt fyrr í bandariskum stjórnmál- um, að forseti þættist ekki ætla að gefa fcost á sér, aðeiins til að safna kröftum og kasta sér inn í kosningabaráttuna á Framhald á bls. 22. NTB-Washington, mánudag. ★ Yfirlýsing Lyndon John- sons, Bandaríkjaforseta, nm að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs í haust, kom Bandaríkjamönnum gersam- lega á óvart, og hún varpar nýju ljósi á fjölmörg mál, bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Mikill fögnuður ríkir í herbúð um frjálslyndra Demokrata, og þeir gera sér góðar vonir um að annar hvor þeirra Robert Kennedys eða Eugene McCart- hys muni vinna forsetakosning arnar í nóvember. f ræðu sinni snerist Johnson algerlega á sveif með þeim tvímenningun um, hvað stefnuna í Vietnam áhrærir, með því að hann fyrir skipaði að loftárásunum á Norð ur-Vietnam skyldi hætt að mestu leyti. í ræðu sinni í nótt sagði forsetinn, að hann myndi einbeita sér að friðar- umleitunum í Vietnam i þá níu mánuði, sem eftir eru af kjörtímabilinu. ★ Áhangendur Johnsons halda þvf fram, að hann sé staðráð- inn í að ávinna sér sess í sög- unni fyrir að hafa komið friði á i þeirri styyjöld, sem hefur eyðilagt draum hans ’*ti „The Great Society" — eða „Hið mikla þjóðfélag" í Báhdaríkjun um. ★ Aðrir eru efins um tilgang hans, og telja þetta aðeins her bragð hans til að sitja áfram í forsetastólnum. Þannig segir stórblaðið „The New York Times" að hugsanlegt sé a® Johnson hafi skipulaet þetta á þann veg, að þegar flokír*tó»g Demokrata kemur saman í Chicago þann 2G. ágúst, til að útnefna forsetaefni flokksins. þá muni Johnson standa frammi fyrir þinginu sem sá er hafi komið á friði, og geta þannig þvingað það i gegn, að hann verði tilnefndur. Sem forseti er Johnson óneitanlega í mjög sterkri aðstöðu á þing- inu. Athygli manna beinist nú að þeim Robert Kennedy og Eue- ene McCarthy, sem nú standa einir á sviðinu. með bókstaf- lega nákvæmlega eims stefnu- skrár um frið í Vietnam og réttlæti í félagsmálum heima fyrir. Það gefur auga leið, að nú stendur ekkert f vegi fyrir þvi að Kennedy bjóði sia fram til forseta og McCart.hy til vara forseta, svo fremi Johnson grípi ekki inn í gang mála, með því að berjast fyrir að Hubert Humphrey, núverandi varaforseti. verði tilnefndur for setaefni. Stjórnmálafréttaritar ar telja ekki ósennilegt að svo Framhald á bls. 22. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.