Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.04.1968, Blaðsíða 7
« MOÐJUDAGUR 2. aprfl 1968. TÍIWIINN 19 GRASRÆKT OG UPPGRÆÐSLA Rætt við dr. Sturlu Friðriksson, erfðafræðing Dr. Sturla Friðriksson, erfða- fræðingur, starfar hjá Rannsókna stotfnun landibúnaðarins. Nýlega Ihittum við hann að máli og báð- um hann að segja okkur af starfi sínu og þeim rannsóknum, sem hann og starfsfólk hans vinna að. í viðtalinu sagði Sturla m.a.: — Starfssvið okkar er fyrst og fremst gróðurrannsóknir yfirleitt, jurtakynbætur, plönturúrval, með- ferð og ræktun á nytjajurtum. Rannsóknastofnun iandbúnaðar- ins hefur tilraunastöð í landi Korpúlfsstaða. Við köllum hana Korpu, eftir samnefndri á, er þama rennur. Á landareigninni er bygging með geymslu- og rannsóknarstofu, húsnæði fyrir meðhöndlun ó útsæði og upp- skeru, ásamt gróðurhúsi. Gróðurtilraunir. — Á landi tilraunastöðvarinn- ar eru skipulagðar ýmsar gróður tilraunir, og annast starfsifólk eftirlit og athuganir á vexti og viðgangi jurtaeinstaklinga og einstakra ræktunaraðferða. Upp- skera af tilraunaliðum er tekin til athugunar; mæld, vegin og reikningslega lagt mat á gildi hennar. Síðan er reynt að koma upp- lýsingum um niðurstöður í fram- bærilegt form og korna þeim á framfæri við ráðunauta, bændur og aðra, sem gagn kunna af þeim að hafa. — Á Korpu er fyrst og fremst fengizt við samanburðartilraunir á grasstofnum og tegundum. Þann j ig veljurn við úr erlendum efni- i við þær tegundir. sem hæfa bezt j íslenZkum aðstæðum. Að fenginni vitneskju um gæði þessara tegunda og stofna, bæði uppskeru og þolgæði, getum við gefuð fræinnflytjendum upplýs- ingar um bvað helzt eigi að kaupa fyrir íslenzba grasræktun, og sagt bændum til um hverju hag- kvæmast sé að sá. Þróun grasræktar á íslandi. — Fram að aldamótum höfum við að mestu nytjað íslenzkan gróður til heyskapar. þar sem hann er fyrir í landinu, hvort sem var á útengjum eða gamal- grónum túnum. En í byrjun aldar innar var tekin upp ný stefna, bændur byrjuðu að plægja land. Þá þurfti fræ til sáningar í flög- in. Var tæpast annað tiltækt en leita til erlendra aðila um fræ- kaup, þvi að við höfum ekki nægi lega góða aðstöðu til þess að afla fræs hér. t.d. er ræktun á vailar- foxgrasfræi útilokuð hér á landi, þar sem vallarfoxgras þroskar fræ siðar en t.d. borntegundir gera. Frá þvi sáning erlends fræs til túnræktar hófst hefur verið leitað til ýmissa landa með kaup á sáðvöru. Nú er fræ einkum feng ið frá Norðurlöndum, og einnig nokkuð frá Bandaríkjunnm, Kana da og Englandi. Innlendar grastegundir standast bezt íslenzka veðráttu. Norskir stofnar. einkum af vall arfoxgrasi, hafa reynzt einna bezt hér á landi erlendra tegunda. Við erum með ti’lraunum okkar sér- staklega að leita að harðgerðis- eiginieikum hjá grastegundum, því að það sem mest hrjáir ís- lenzka grasrækt er kalið, og verða nýræktir oft ila úti af völdum þess. Nauðsynlegt er að finna þær tegundir, sem bezt standa af sér kal. Þær erlendu tegundir, sem ef til vill á þesírum tveim síðustu hörbuvetrum. E'.n undanfarin tvö vor hafa verið mikil brögð að kali, og hafa því þessir tveir börðu vetur leitt það I ljós að ýmislegt er athugavert við íslenzka gras- rækt. fslenzkar grsistegundir eru að sjálfsögðu harðgerðari þeim er- lendu. enda eru þær heimaalning ar, og hafa valizt eftir íslenzku náttúruúrvali. Fræframleiðsla. — Annað vierksvið okkar er því að leita að sáðgrösum til tún- ræktunar úr íslenzkum efnivið; finna tegundir, sem kunna að um við komizt að þeirri niður- stöðu, að íslenzk veðrátta er óhag- stæð slíkri ræktun. Því höfum við leitað til nágrannalandanna um að rækta upp framleiðslufræ- ið, enda þótt við viðhöldum stofn inum hér heima. Norðmeym hafa ræktað upp 324 kg. af íslenzku vallarfoxgrasfræi fyrir okkur. sem verður notað í vor til útsæðis þar í landi. Og lelja þeir, að árið 1969 muni þeir hafa fengið nægi- legt magn af vallarfoxgrasfræi nl að geta annazt fræsölu hingað til lands. Fræræktin á túnvinglinum er örðugri. Og því miður hefur hvorki tekizt að fá nægilega góða við höfum notað hér eru að vísu kynbættar, en ekki endilega til þess að standast jafn harða vetur og hér gefast, heldur til að gefa góða og mikla uppskeru við allt aðrar aðstæður en ísland hefur upp á að bjóða. Meginið af þessari öld hafa ver ið góðæri í íslenzkri grasrækt. og því hefur ekki fengizt full reynsla á þær erlendu grastegundir, sem hér hafa verið ræktaðar, fyrr en Vlð grasræktiartilraunir að Korpu. vera ennþá betri en þær erlendar frætegundir, sem fást á alþjóða- markaði. Einkum hafa vallarfoxgras. tún vinguil og svejifgrös íslenzkrar ætt ar reynzt vel. Vinnum við að þvl að framleiða betri og harðgerðari stofna af þetssum tegundum og erum komnir allvel áleiðis með það val. En eftir talsvert miklar tilraunasáningar hér heima og at- huganir á framleiðslu fræs, höf- fræuppskeru af íslenzkum tún- vingli í Danmörku né Noregi. En við stefnum að þvi að fá þessar beztu Menzku tegundir, sem nota má bæði til túnræktar og jpp- græðslu, ræktaðar til fræs á Norð urlöndum eða jafnvel í Bandaríkj- unum eða Kanada. Kalið er höfuðóvinur íslenzkrar túnræktar. — Ef tún kelur á annað borð er ekki hægt að bæta úr fóður- skortinum þá samsumars með því að sá hægvöxnum. harðgerðum grösum. En sum einær, hraðvaxin grös hafa reynzt okkur vel við slíkar aðstæður, t.d. rýgresi. Þá á bóndinn einnig völ á að sá kái- tegundum, höfrum eða byggi. Þó skal á það bent, að ef kal verður víðtækf og klaki fer seint úr jörðu er ekki von til að kál geti r.áð miklum þroska víða á norðaustan og vestanverðu landinu. í slíkum tilfellum er vænlegra að sá rý- gresi og höfrum. Uppgræðslan — Við höfum unnið talsvert að því að kanna. hvað bezt hentaði til uppgræðslu á söndum og há- lendi. Einnig þar reynast íslenzku grasstofnarnir harðgerðari en þeir erlendu. Túnvingull og snarróí eru langbeztu tegundirnar til upp græðslu, en einnig væri nauðsyn legt að rækta belgjurtir á þessum svæðum. Það hefur kornið í ljós, að hægt. er að græða upp ýmsa hálendis- aura með fræsáningum og áburð- argjöf. Að vísu þarf að bera a þessa reiti í nokkur ár í röð, en þá hefur líka myndazt þéttur svörður. sem getur staðið allmörg ár án áburðargjafar. Við eigum mikið af söndum, bæði f byggð og á hálendinu, sem hægt er að græða. Með því móti getum við aukið við gróðurlendið og vegið upp á móti gróðureyðingunni, sem stöðugt herjar á landið. Það ætti að vera skylda hverrar kynslóðar að skila þeim höfuðstól gróðurlendis. sem hún fékk í hend ur, óskertum eða helzt auknum til eftirkomendanna. Hefjum herferð gegn gróðureyðingunni. — Uppgræðslan er afar brýnt viðfangsefni. Það væri athugandi hvort ekkt væri hægt að beizla vinnukra't til uppgræðslu, sem nú er að nokkru ónýttur. Aðrar þjóðir hafa herskyldu sem að sumu leyti er hollur agi. Við gætum tekið upp þann sið að láta æskufólk þess i stað vinna að því að græða landið einhvern ákveðinn tíma. Trúlegt er ,að þetta yrði akki óvinsælt skyldustarf. Eftirspurn eftir störfum sem þessum er mjög mikii meðal ungs fólks. En a’l: skipulag og aðstöðu vantar enn til að slík starfsemi geti orðið víðtæk. — Sá árstími. sem nauðsynleg- ur er til uppgræðslustarfa, fe’Iur afar vel við skólakerfi okkar. En sáning og áburður á uppblásturs- svæðin fer fram fyrri hluta sum- ars. Verkefni eru nóg hvar sem er. En þetta stórátak þyrfti að vinna Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.