Alþýðublaðið - 28.12.1989, Page 7

Alþýðublaðið - 28.12.1989, Page 7
Fimmtudagur 28. des. 1989 7 UTLflND Sérstakur heimur Flestum er okkur kunnugt um að kengúrur og önnur poka dýr eru upprunnin í Ástralíu og hafa verið þar um þúsundir ára. Þetta var áður en evrópubúar tóku að f lykkjast til lands- ins og höfðu kanínur í farteskinu, en þær báru með sér pestir og plágu. Náttúra Ástralíu er einstök vegna þess að hún var einangruð eyja fyrir mörgum milljónum ára. Upphaflega lá landið um 3000 kilómetra lengra í suður og var fast við m.a. Suður-Ameríku. Pokadýr, nefdýr, mauraætur og margar fuglategundir voru sér- kenni landsins, sem á þeim tíma var vaxið regnskógi. Talið er að fyrstu mennirnir hafi sest að í Ástralíu fyrir um 5000 árum og þá líklega frá Asíu. Þessir frumbyggj- ar (aborginiar) unnu ekki eins mörg spellvirki á náttúrunni á 5000 árum og evrópumönnum tókst á síðustu öld einni saman. Til þess að halda villidýrum í fjarlægð Ástralía er stórt land og náttúrufar og dýralíf er sérstakt — en nú á tuttugustu öldinni er mann- skepnan farin aö vera ógnvaldur. notuðu menn eldinn og hann olli skemmdum á gróðri. Evrópumenn komu til landsins til þess að nýta það. Þeir höfðu ekki næga þekkingu til að sjá, að það hentaði ekki dýralífi landsins að flytja inn hin ýmsu dýr svo sem Zebrahesta, dromedara, kanínur og jafnvel mýs og rottur, en þessar tvær síðastnefndu tegundir urðu ofan á i lifsafkomu möguleikum dýranna og eru hreinasta plága ásamt kanínunum. Eyðing regn- skóganna er nú svo mikil að þrír fjórðu hlutar Ástralíu eru ófrjó- samar auðnir. Á síðari árum eru ástralir farnir að gefa náttúrunni meiri gaum eins og reyndar víðast hvar í ver- öldinni og þá er bara að komast að því hvort mönnum tekst að bæta það sem þeir hafa eyðilagt. (Þýtt og endursagt.) Kengúran er það dýr sem flestir setja i sam- band við Ástralíu, en þau eru fleiri dýrin sem gera Astraliu svo sérstaka. SJÓNVARP Sjónvarpið kl. 18.55 HVER Á AÐ RÁÐA (Who's the Boss) Bandarískur gamanmy ndaflokkur sem fjallar um samband tveggja full- orðinna manneskja sem ekki geta ákveðið hvort þær eigi að vera ást- fangnar hvor af annarri eða ekki. Pessi óákveðni hefur reyndar staðið afar lengi og nú er kominn tími til að láta til skarar skríða svo um muni. En vafalítið verður lopinn enn teygður eitthvað. Stöð 2 kl. 20.30 í SLAGT0GI Jón Óttar Ragnarsson ræðir við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra um lífs- ins gagn og nauðsynjar. Stöð 2 kl. 21.40 AKURELDAR (Fields of Fire) Bresk/Aströlsk sjórwarpsmynd í tueimur hlutum, leikstjóri Rob Mar- chand, adalhlutuerk Todd Boyce, Melissa Docker, Anna Hruby, Kris McQuade. Hér segir af ungum Breta sem fer til Norður-Ástralíu til að tína sykur- reyr. Myndin gerist fyrir tíma reyr- tínsluvélanna en ökrunum stafar oft mikil hætta af sníkjudýrum og elds- voðum. Þarna kynnist Bretinn harðri lífsbaráttu en jafnframt hin- um órannsakanlegum vegum ástar- innar, eins og segir í kynningu. Reyndar hefur hingað til aðeins ver- ið talað um að vegir Guðs séu órann- sakanlegir en nú eru það sem sagt vegir ástarinnar sem þannig verða. Sjónvarp kl. 21.40 KONTRAPUNKTUR Spurningakeppni ríkisútvarpsins þar sem tónglöggir menn keppa í því að þekkja tóndæmi úr hinum klassíska heimi tónlistarinnar, reyndar frá ýmsum skeiðum. Þessir þættir hafa verið á dagskrá Ríkisút- varpsins — Hljóðvarps um nokkurn tíma og nú hefur dregið til tiðinda, aðeins tveir keppendur standa eftir, þeir Valdemar Pálsson og Rikharður Örn Pálsson. Þeir hafa reyndar reynt með sér tvisvar sinnum áður, Valde- mar hefur hlotið 4,5 stig en Ríkharð- ur 3,5 þegar hér er komið sögu. Fjögur stig standa til boða i úrslita- þættinum þannig að enn getur brugðið til beggja vona með úrslitin sem sýnd verða í beinni útsendingu, þó ekki úr sjónvarpssal, heldur frá Norræna húsinu. Kynnir er Bergljót Haraldsdóttir, spyrill Guðmundur Emilsson en dómari, og þá sennileg- ast höfundur spurninga, er Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld. Þeir Valdi- mar og Ríkharður Örn verða svo fulltrúar íslands, ásamt Gylfa Bald- urssyni, í hinni samnorrænu spurn- ingakeppni um tónlist sem hefst í Osló með nýju ári. Þeir munu fara utan í stranga tíu daga lotu fljótlega í janúar en úrslitin verða svo aftur i apríl á næsta ári og þá munu þeir þremenningar enn leggja land und- ir fót til Osló og etja kappi við tón- glögga og — vissa norræna menn aðra. 0 ^jjjjísTöoa 17.50 Jólatundin okk- ar 15.35 Meó Afa 17.05 Santa Barbara 17.50 Höfrungavik 1800 18.50 Táknmálsfrettir 18.55 Hver á að ráða? 18.45 Steini og Olli 1900 19.25 Benny Hill 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veður 20.35 Fuglar landsins 9. þáttur — Sandloan 20.45 Anna 4. þáttur 21.40 Kontrapunktur Spurningakeppni Rik- isútvarpsins. Urslit i bemni útsendingu. 22.40 Samherjar 1919 1919 20.30 I slagtogi 21.10 Kynin kljast 21.40 Akureldar 2300 23.30 Útvarpsfréttir i dagskrarlok 23.15 Mannaveiðar Bönnuð börnum 00.50 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.