Tíminn - 07.04.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.04.1968, Blaðsíða 2
14 TÍMINN SUNNUDAGUR 7. apríl 1968. GULLKAUP bundið Mutverk fjármagns markaðarins í London. Þetta var það sem reið baggamun- inn og þröngvaði Englands banka til að hverfa aftur frá gullinnlausn. (Grundivallarerf- iðleikarniir lágu þó í of hárri skráningu £ gagnvart $). Af leiðingin varð alda gengislækk ana, almennt vantraust og ring ulreið í milliríkjaviðskipt- um, eins O'g fyrr var getið. Þeir sem gagnrýna notkun gjaldeyris einstakra þjóða, sem alþj óðagjaldeyrisvarasj óða, benda einmitt á þetta sem rök fyrir því að erlendur gjaldeyr- ir hafi ekki þann óumdeilan- lega styrk, sem krefjast verði af gjaldeyristryggingasj óðnum. 1031 geti endurtekið sig, og þá verði auðvitað dollarinn í fararbroddi. New York og Lon don eru enn í dag miðstöðvar erlendra gjaldeyrisvarasjóða. Af þeim 24 milljörðum dollara sem þjóðbankar heimsins áitu í varasjóðium í gjaldeyri á árs- lok 1006, voru 15 milljarðar i New York og 6 í Loindon. Það er því ekki alveg út í bláinn, þegar sagt er, að öll viðleitni til þess að auka greiðsluþol 1 alþjóðaviðskiptum gangi í þá átt, að viðlhalda almennri trú á það að dollarinn haldi gull- genigi sínu um ófyrirsjáanlega framtíð, og að gengi pundsins verði sem stöðugast í hlutfalli við dollar. Þessar bollaleggingar leiða okkur svo að Alþjóða gjald- eyrissjóðnum. Fyrst og fremst að þvi hvernig hann vinnur sitt hlutverk nú, í höfuðdrátt- um, og síðan hvers má af hon- um vænta í framtíðinni. Við skulum halda okkur eingöngu að sjóðnum, því að enda þótt ýmsar tillögur hafi komið fram um lausn þessa alþjóða vandamáls utan Sjóðsins, v’rð ist Mtill vafi á því, sérstaklega eftir síðasta aðalfund Sjóðsins í Rio de Janeiro s.l. haust, að það verðu? á vegum hans, sem unnið verður að varanlegri lausn. Löngu áður en heimsstyrj- öldinni síðari lauk, voru menn farnir að gera sér grein fyrir því að sagan frá 1030—40 mátti ekki endurtaka sig án þess að einhver alþjóðleg sam vinna um betrf skipan væri reynd. Er skémmst frá að segja að bandamen.n komu saman til fundar í Bretton Woods í New Hampshire árið 1043 til þess að ráða framtíð- arskipan alþjóða peninga- mála. Árangur þessara fundar halda var stof.nui) Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (The Inter national Monetary Fund), og reyndar Alþjóða bankans, sem er okkur óviðkomandi í þessu sambandi. Hlutverk sjóðsins hefir eink um verið með þrennum hætti: í fyrsta lagi að vinna að því að gengi einstakra gjaldmiðla væri skráð og vaka yfir því að gengisbreytingar væru ekki gerðar nema til leiðréttinga á grundvallar misræmi í greiðslu jöfnuði („fundamental disequi liibrium"). í öðru lagi að veita ríkis- stjórnum og þjóðbönkum að ildarríkjanna tæknilega að- stoð. í þriðja lagi að veita aðild- arríkjunum aðgang að erlend- um gjaldeyri, umfram það sem þau annars ættu, til þess að brúa tímabundinn halla á greiðslujöfnuði við útlönd. Afskipti Sjóðsins af gengis- skráningarmálum, og tæknileg aðstoð, hafa vafalaust verið miklu þýðingarmeiri en menn al mennt gera sér grein fyrir, Það eru þó ekki þessi viðfangs efni sem okkur varðar í þessu sambandi, heldur þriðja við- fangsefnið: Gjaldeyrissalan. Tengiliður einstakra aðildar rikja við Sjóðinn er hinn svo- nefndi „kvóti“ hvers ríkis hjá Sjóðnum, og eru öll v'ðskipti hvers ríkis við Sjóðin.n ná- tengd kvótanum. Stærð kvót- anna er ákveðin eftir flóknum reglum sem óþarfi er að rekja hér, en þess má geta að ei.nk- um er miðað við þjóðartekju? og hlutfallið milli utanríkisvið skipta og þjóðartekjur og aiut fallið milli utanríkisviðskipta og þjóðartekna. Aðildarrík- in greiða kvóta sína til Sjoðs- ins í gulli og eigin gjaldeyri. Aðalreglan er sú, að gullhlut- inn er 25% af kvótanum. Hver aðili, sem greitt hefir sinn kvóta, hefir svo rétt á að kaupa erlendan gjaldeyri af Sjóðn- um í skiptum fyrir eigin gjaldeyri fyrir fjárhæð, sem nemur eigin gullfram- lagi. Þessi réttur er ótvíræðu- og skilyrðislaus. Þessi skilyrð- islausi réttur til að kaupa er- lendan gjaldeyri af Sjóðnum nær rey.ndar svolítið lengra, eins og við munum sjá síðar, og er því réttara að se.gja' áð hann nái að því marki að heild arframlag 'aðila, í eigin gjald- eyri fari ekki fram úr 100% af kvóta. Þetta er hinn svo- kallaði „gold tranche“ hjá Sjóðnum. Fyrsti „yfirdráttur" þ.e.a.s. gjaldeyriskaup fyrir allt að 2'5% umfram kvóta, svo nefndur íyrsti „kredit tranc- he“ er veittur hömlulítið, e\ viðkomandi aðili virðist vio lauslega athugun gera viðhlít- andi váðstaffnir til að vinna bug á greiðsluerfiðleikunum. Ef meiri kaup eiga a'ð gerast, ætlast sjóðurinn til mjög róc- rækra ráðstafana heimafyrir i fjármálum og peningamálum. Dæmi eru um það að „yf'r- dráttur", eða umframkaup hafi numið kvótaupþhæðinni allri eða jafnvel þar fram yfir. Möguleiki hvers aðila til gjald eyriskaupa innan „kredit- tranoh-anna“! telst ekki til hinna eiginlegu gjaldeyris trygginga hans, þar sem þessi möguleiki er ekki skilyrðis- laus. Rétturinn til gjaldeyris kaupa í „gull-tranct-anum“ er hins vegar tvímælalaus hluti af gjaldeyristryggingum hvers að ila vegna þess að hann er án skilyrða. Hverju ríki, sem kaupir gjaldeyri af Sjóðnum, er lögð sú skylda á herðar, að endur- kaupa sinn eiginn gjaldeyri af Sjóðnum innan ákveðins líma, og ekki seinna en innan þriggja til fimm ára, og þá fyr ir þann gjaldeyri, sem Sjóður- inn tekur gildan. Þetta á- kveðst á hverjum tíma af stöðu annarra ríkja gagnvart Sjóðnum. Summa „gull-tranc- ha“ aðildarríkjanna, sem er söm aðild Sjóðsins að heildar gjaldeyrisvarasjóðum heims ins, er breytileg, þar sem hún er háð gjaldeyriskaupum ein- takra landa. Þessu til skýring- ar skulum við hugsa okkur að öll framlög hafi verið greidd í gulli og gjaldeyri aðila eins og til stéð, en sjóðurinn engan gjaldeyri selt. Þá hafa eng- ar breytingar orðið á heildar gjaldeyristryggingum heims- ins. Það hafa aðeins orðið tii- færslur á gulleign. En nú kaupir aðili A erlendan gjald- eyri B hjá Sjóðnum. Á meðan kaupin eru bundin við „gullramman" (gold-tranche), verða engar breytingar á heild argjaldeyrisvarasj óðum. Óskil- orðsbundinn réttur B til kaupa á erlendum gjaldeyri hefir að- eins aukizt að sama skapi sem réttur A hefur eyðzt. Ef A -kaupir hins vegar gjaldeyri B umfram , „gull-tranche“, þá eykst réttur B án þess að rétt ur A geti akerzt frekar. Þarna hefir orðið sú raunverulega aukning á gjaldeyrisvarasjóð- um og greiðsluþoli í milliríkja viðskiptum, sem til getur orð-, ið fyrir atbeina Sjóðsins, eftir gildandi reglum. í þessu ligg- ur bæði styrkur Sjóðsins og takmarkanir hans: Sjóðurinn veldur raunverulegfi aukningu á gjaldeyrisvarasjóðum, en sú aubning er algjörlega háð gjaldeyriskaupum aðila hjá Sjóðnum, sem aftur eru háðar tilviljunum. Þegar A endur- kaupir gjaldeyri sinn hjá Sjóðnum í „kredit-trance" (þ. e. umfram gull-tranche) hverf- ur sú aukning gjaideyrisvara sjóða, sem B hafði áskotnazt fyrir hin upphaflegu kaup A á B-gjaldeyri. Allt frá styrjaldarlokum og fram undir 1060, var tiltölu- lega gott jafnvægi í heimsvið- skiptum. Þetta kom m.a. fram í því að tollar voru stöðugt lækkaðir nokkuð allt tímab’lið og öðrum hömium i milliríkja- viðskiptum var rutt úr vegi, Þeim gjaldmiðlum, sepi ekki Gullið skiptir fljótt um eigend ur. voru gjaldgengir í milliríkja- viðskiptum, fækkaði óðum. En upp úr 1057 fer að draga ský á gjaldeyrishimininn, sem verða til þess, að 1060 eiu kvótar í Sjóðnum aukni: um 50% og aftur 1066 um 25%. En þessar aukningar hafa kom ið fyrir ekki. Það hefir orðið æ ljósara síð ustu árin, og þó sérstaklega síðustu mánuðina, að með Ai- þjóða gjaldeyrissjóðnum í nú verandi mynd, sé ekki nóg að gert til þess að tryggja stöðug- leika helztu gjaldmiðla heima- ins. Sú skýrgreining á vanda- málinu, sem Eeynes setti fram á sínum tfma, á við enn í dag, hann sagði: „Við þörfnumst „Quantums" af alþjóðlegum gjaldeyri, sem ákveðst ekki af tilviljunum eða ófyrirsjáan- legum atburðum, eins og t.d. tæknilegum framförum í gull- iðnaðinum, eða gjaldeyristrygg inga pólitík einstakra ríkja, heldur stjórnast af raunveru- legum þörfum í milliríkjaverzl un heimsins, eins og þær eru á hverjum tíma, og sem hægt er að þenja eða draga saman af j'firlögðu ráði, til þess að vinna á móti samdrætti eða ofþenslu í raunverulegri eft- irspurn eftir vörum á heims- markaðnum". Samþykkt sú, sem gerð var á aðalfundi Alþjóðagjaldeyris sjóðsins í Ríó s.l. haust, um auknar fyrirgreiðslur Sjóðsins, ar árangur af margra ára bolla leggingum in-nan Sjóðsins, og víðtækum fundarhöldum þjoð bankastjóra og f jármálaráð herra helztu aðildarríkjanna. Samþykktin var ekki um ný lán eða yfirdráttarheimildir, heldur um nýja-n rétt til að kau-pa harðan gjaldejri fjrrir annan harðan gjaldeyri. Grundvöllur og helztu ein- kenni þessa nj'ja réttar, yrðu eitthvað á þessa þeið. 1) Þessum nýju gjaldejris- kauparétti skal úthlutað í á- kveðnum kvótum milli að'ldar ríkjanna, í því umfangþ sem þörf er talin krefjast. Ákeðið er að kvótaúthlutunin þurfi samþykki a.m.k. 85% af at- kvæðamag.ni í Sjóðnum, og er þetta háa atkvæðahlutfall tal- ið tryggjia það, að ákveðnir hagsmunahópar, svo sem kred it-löndin annars vegar og deb- et-löndin hins vegar, nái ekx: óhæfilegum áhrifum á kvó;- aua. 2) Þangað til á síðustu stig- um umræðna, var gert ráð fyr ir því, að hvert aðildarríki greiddi eigin gjaldeyri í sjóð, til þess að tryggja skuld'bind- ingar sínar, eitthvað í líkingu við það sem nú er gert i sam- bandi við kvóta í Sjóðnum. Siðar var frá þessu horfið, og það almennt viðurkennt, að slíkir sjóðir væru sukaatriði, en það sem máli skipti væri traustið á vilja. aðilanna til þess að virða skuldbindingar sínar. Þessar nýju gjaldeyris „eignir", sem við gætum kall- að svo, fengju því gildi á lik- an hát.t og pappírspeningar fá það af því að vera lögfestur gjaldmiðill. 3) Kauparétturinn er skil- yrðislaus, á sama hátt og „gull tranohe" rétturinn í Sjóðnum nú. Munuriniri er hins vegar sá að hinn nýi réttur er tilbú- inn |í því umfangi, sem álitið er nauðsynlegt, en „goldtranr- he“ rétturinn hefir orðið til fyrir framlög einstakra ríkja í gulli, og svo afleiðing, eða „bi- produkt" af gjaldeyriskaupum í „kredit-tranches“ en sá h-lut- inn hverfur aftur þegar endur- greiðsla fer fram. Síðan aðalfundur Sjóðsms var haldinn/ í september s.l. hafa alvarlegir hlutir gerzt. Sterlingspundið var fellt í nöV ember, og margir aðrir gja'd- miðlar hrösuðu í kjölfar þess. London, annað höfuðvígi gjald- ejrriskerfisins hafði misst til- trú. Síðan hefir verið spurt. Úr þvi að pundið féll í nóv- ember, getur það ekki alveg eins fallið bráðum aftur? Og hvað um dollarann? Verða Bandaríkjamenn ekki neyddir til að hækka gullverð. þ.e.a.s. lækka gengi dollarsins gagn- vart gulli, til þess að vega á móti sífelldum og stórkostleg- um greiðsluihalla? Það er and- rúmslotft þessara spurninga sem leitt hefir til hinn gífur- legu gullkaupa er átt hafa sér stað u.r.danfarið og veikt svo mjög helztu gjaldmiðla heims- ins. Hin beinu áhrif gullkaup- anna eru fyrst og fremst þau, að veikja dollarann, vegna þess að Bandaríkjamenn eru eina ríkið í heiminum, sem sdt hefir gull fjTÍr eigin gjaldeyri svo að nokkru nemi, og það eru þeir sem fyrst og fremst hafa lagt til gull á hinn frjálsa gullstangamarkað í London (50%). í öðru lagi veikist pundið, en það er ekki bein afleiðing af gullkaupunum, heldur afleiðing af því hversu pundið er nátengt dollaranum vegna mikilla og mjög við- kvæmra viðskiptatengsla við Bandaríkin. Ef dollarinn kemst í hættu er pundinu stefnt í voða. í þriðja lagi veikjast svo gjaldmiðlar hinna aðildarríkjanna að Gullsjóðn um. (The Gold Pool). Það þarf ekki að fara mörg- um orðum um hvað mundi ger ast ef dollarinn léti und'an þrýstingnum. Þá væri brostið síðasta haldreipi trausts á gjaldeyriskerfi heimsins um ó- fyrirsjáanlega framtíð. Við þyrftum vafalaust ekki að ótt- ast heimskreppu á borð við þá, sem skall á 1929, en við verð- um að gera ráð fyrir að milii- ríkjaviðskipti myndu, a.m.k. um margra ára bil dragast stör lega saman. Þjóðir heims mundu keppast við að gera einhliða ráðstafanir til að vernda eigin greiðslujöfnuð með tollum, innflútnihgshöft- u.m o.s. frv. Ástandið, ’sem ríkti milli 1930 og 1940 mundi end- urtaka sig a.m.k. að einhyerju marki, í einhverri mynd. Bandaríkin hafa átt um þrjá höfuð kosti að velja til þess að styrkja dollarann: 1) Þau gætu .einbeitt sér að því að leiðrétta greiðsluhall- ann við útlönd, með róttækum fjármálalegum og peningaleg um aðgerðum. 2) Þau gætu hækkað gull- verð, þ.e. lækkað gengi doll- arsins. Ráðgjafar Bandaríkja stjórnar hafa svarið og sárt við lagt að til þessa muni ekki koma. Sumir hafa þó látið að því liggja, að ef til pessa kæmi yrðu fyrst slitin öll tengsl milli dollars og gulls. 3) Þau gætu ákveðið að hætta að selja gull. Allar þess- ar ráðstafanir væru neyðarúr- ræði, ef þær væru teknar em hliða og án hliðarráðstafana vegna þess að peningakerfi Evr ópuþjóðanna, og þá fyTSt og fremst Englands. mundu ekk'. standast áfallið sem aí þeim ieiddi. Þetta er vel ljóst, og einmitt þess vegna var þjóð bankastjóra 'fundurinn í Wahn ington kallaður saman. Washíngtonfundurinn valdi síðustu leiðina, en með þýð- ingarmiklum hliðarráðstöfun- um, sem sé þeim helztum að þau ríkin sem sterkastan greiðslujöfnuð hafa. í þessan andrá, láta England, sem e: veikasti hlekkurinn í keðjunni fá til ráðstöfunar allt að 'jór- urn milljörðum dollara til styrktar pundinu. Sú :eið, sem samþykkt var í Rio septem ber, var ekki tilbúin til þess að rnæta þessu vandamáli. En Washingtonsamþykktin var út af fyrir 'sig storkostleg aðgerð í alþjóðlegri fjármálastjóm og er næsta óhugsandi að slíkr hefði get’að gerzt svo fyrirvara Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.