Tíminn - 07.04.1968, Síða 12

Tíminn - 07.04.1968, Síða 12
HIN ALMENNA FÆÐA ER ORÐIN AÐ ÞORRAMAT SJ-Reykjavík, laugardag. — Margra ára gamlar mör- töflur og gráskjöldóttir smjör belgir áttu þar aðsetur í geysi mikilli kistu um þveran gafl. Fyrir annarri hliðinni stóð afar stór kornbyrða, en hinum meg in var þrísett röð af tunnum með spað og saltaða magála; þaðan féllu straumar miklir af Paekli, er kvísluðust um skemmuloftið og hurfu Ioks undir fjallháan fiskhlaða, sem girti skemm'uloftið að framan verðu. Eftir endilöngu húsinu lágu rær, hlaðnar enda á milli með hörðu hangikjöti; það voru föll af sauðum og ám, og enginn mundi þar upprétt ur ganga mega sakir hinna langleggjuðu skammrifjabógna. Annars var, eins og lög gjöra ráð fyrir, það kjötið, sem reykja skyldi haft í eldhúsi, og aldrei reis hin rósfingraða morgungyðja svo úr rúmi Títonar, að Bárður bóndi kannaði það ekki innvirðulega; \ og ekki „hné dagstjarna nokk- ur svo í djúpan mar“, að hann ekki áður skemmti sér við sjón hinna bráðfeitu sauðarfalla, teldi þau og klipi í þau, áður hann færi að sofa. Ekki verður glögglega skýrt frá öllu því, sem í þessu lofti var fódgið, því fáum auðnaðist það eftir læti að koma lengra en upp í stigann og þó svo aðeins, að þeir hefðu sýnt Bárði áður nýja spesíu eður gamla krónu, sem hann langaði að komast í kunn ingsskap við. Niðri í skemm- unni voru margir eigulegir hlut ir, þó hér séu ekki taldir; en flest var það óætt. Þó var þar einn hlutur, er vér hljótum að geta að nokkru, en það var sár einn mikill og merkilegur, fullur lundabagga og súrsaðra hrútssviða, blóðmörs og annars ágætis, er svam þar í hálfþykku súrmjólkurauki.-------- Þannig var umhorfs í skemm unni hjá Bárði á Búrfelli í sögunni Pilti og stúiku, og má af þessari lýsingu ráða ýmislegt um mataræði for- ferðra okkar á öldinni, sem leið, þótt oft hafi sjálfsagt ver ið þrengra í búi á mörgum heimilum íslenzkum en hjá Bárði karlinum. Hann fór enda spart með og hefur líklega verið einn af þeim, sem horfði heldur á matarbirgðirnar skemmast frekar en að ofhalda vinnufólkið í mat. Margt er nú orðið ólíkt um búskaparhætti og mataræði frá því Jón Thoroddsen skrifaði þessa lýsingu sína. Fæstar íslenzkar húsmæður hefðu víst húsrými fyrir súrmatssáinn hans Bárðar, en láta sér nægja ísskápinn, sem gæti víst seint rúmað allar dásemdir skemmu loftsins. Og þótt okkur þyki ís- lenzki maturinn hnossgæti, þá er hann nú aðeins hluti af læirri fæðu, sem við neytum. Heildarmyndin af þeim mat- föngum, sem við berum á þorð okkar nú er öll önnur en áður fyrr. Já, matara^ði okkar íslend- inga nú eftir miðja tuttugustu öld er býsna frábrugðið því sem gerðist með forfeðrum okk ar á 18. og 19. öld og raunar þarf ekki að fara lengra aftur en til fyrri hluta þ'essarar ald ar til að finna mikinn mismun. Við bjuggum lengi við verzl unaránauð og lærðum því af nauðsyn frumlögmál næringar fræðinnar, sem sé að lifa á landinn sjálfu, bjargast við þann mat, er gerður var úr innlendum efnum. Hverjir voru þá helztu réttir íslendinga í fyrri tíð? Algengt var að borða á morgnana súrt skyr, eða hræring úr grasagraut og súru skyri með mjólk út á. Harðfiskurinn var um aldir aðalfæða landsmanna, og var hann yfirleitt alls staðar önn- ur aðalmáltíð dagsins. Eyddust fádæma ósköp af honum á stórum heimilum. Enda var það svo, að víða þurfti mann, sem ekki gegndi öðrum verk um en að berja fisk og sækja vatn. Harðfiskurinn var skorinn 1 nokkuð stóra bita þvert yfir og borðaður með miklu smjöri eða tólg. Enginn borðar víst harðfisk í heila máltíð nú á dögum, enda þætti hann víst dýr til slíks brúiks. Flestir hafa hann nú með öðrum mat eða sem hnossgæti í ferðalög uim. í sjávarplássum var oft fisk æti í öll mál og þá eitthvað reynf að breyta til t. d. grá sleppa á vorin, kútmagar, haus ar með lifur o. fl. Annar algengur matur var kjötsúpa eða spaðsúpa, mjólk urgrautar ýmiss konar og mjólk ursúpur, baunir og kjöt, og fiskur bæði blautur og siginn. Flatbrauð þótti hnossgæti. En mjölvara var lengi sjaldséður varningur og einkum notuð í grauta, en brauð aðeins á borðum á tyllidögum. Þar sem fé var margt var Þorramatur horinn fram í trogum { Nausti. súrt slátur mikið haft tii mat ar með þunnum m.jóikurgrautn um, einnig kjöt ýmist hangið, vindþurrkað, saltað eða reykt. Hákarl þótti all a tíð herra mannsmatur á íslandi, þótt hann yrði stundum erlendum ferðamönnum hneykslunar- hella. Sel og hvai notuðu menn éins og auðið var, enda voru hvalrekar tíðir. Ef menn fundu hval rekinn, sem enginn þekkti, gat verið hættulegt að nota sér hann, því að sú var trú að sumir hvalir væru „megnasta forgift". Var þá kjötið reynt þannig, að sjóða bita af og gefa hundi eða einhverjum niðursetningi. Ef þeim varð gott af, var talið óhætt að hirða hvalinn. Fjal'lagrös var snemma farið að nota á íslandi til búsílags- Þau voru mest höfð í grauta, sem síðan var blandað saman við skyr, og voru grautarnir ýmist úr grösum og mjöti eða bankabyggi, eða grösum ein- göngu. Stundum voru grös not uð í stað mjöls í slátur og brauð. Heil voru þau soðin í mjólikurblandi og hét þá grasa mjólk. Ýmsar fleiri jurtir, grös, ber sveppir, söl o. fl. voru notuð til matar sumt ein'kum þegar hart var i ári. Gamall málsihátt ur segir: AHt er matur, sem í magann kemst, nema harðsægj ur og holtarætur. Þó mun hafa komið fyrir, að þær hafi verið elnar, en þóttu harðinda matur. Allan.mat var reynt að nýta til hins ýtrasta. Bein, uggar, hausbein og roð úr fiskum var sett í súr og notað til matar. Stundum var einnig gerður bruðningUT úr fiskbeinum og uggum. Var þetta annaðhvort soðið afarlcngi, þangað til bein in voru orðin meyr, eða þá sett i tunnu með botnum í báðum endum, en annar botn inn með götum á. Þeim botni var hvolft ofan á pott með vatni í og þéttað svo vel sem mátti og soðið síðan lengi; lin- uðust þá beinin upp í gufunni. Varla hefur þessi réttur verið sérstakt lostæti. Hross mátti ekiki eta sam- kvæmt gömlum kaiþólskum sið og ad.lt fram á þennan tíma var algengt að fólk gat ekki hugs að sér að leggja hrossakjöt sér til munns. Það var eins um fleira en hrossakjötið, að fólk kaus heldur að svelta heilu hungri en þvi dytti í hug að leggja sér til munns mat, sem það kunni ekki átið á. Krækl ingar og kuðungakrabbar voru t. d. varfa notaðir til matar hér á landi nema á Vestfjörðum en þar voru þeir mikið borðað- ir. Tíndu menn krækling inn á fjörðum með nýju og Mlu tungli og annaðhvort steiktu hann á glæðum eða suðu hann í þeim vökva, er hann gaf frá sér þegar hann hitnaði. Kuð- ungar voru veiddir á þorskroð. Matur var borðaður nýr eft- ir þvi sem við var komið, en annars saltaður, súrsaður, lát inn hanga reyktur o. s. frv. Fiskur var lengst af hertur, en salt var oft af skornum skammti, og komst söltun ekki á í stórum stíl fyrr en á 19. öld. Þá er o'/afnd sú tegund mat- ar, sem var aðalfæðutegundin auk fisksins, mjólk og mjólk urafurðir. Skyr, smjör, ábryst ir, áfir, undanrenna, drafli, mysa, sýra var helzti mjólkur maturinn. Ostagerð var al- menn í fornöld en hvarf síðan nema á Austurlandi, þar mun Framhald á bls. 22. Klukk- unni flýtt í nótt, aðfaranótt sunnu- dags, verður klukkunni flýtt um eina klukkustund. Að öll- um líkindum er þetta í síðasta skipti, sem klukkunni verður breytt, þar sem felld hefur verið úr gildi reglugerð frá 1947 um sumartíma á íslandi. Samkvæmt því mun sumar- tími gilda héðan í frá, og er það sami tími og Greenwich- tímL ÞRJAR SÖNG- SKEMMTANIR FÚSTBRÆÐRA Karlakórinn Fóstbræður efnir til þriggja sköngskemmtana í Aúst urbæjarbíói f Reykjavík fyrir styrktarfélaga kórsins. Verða samsöngvar þessir á mánndag 8., þriðjudag 9. og miðvikudag 10. apríl og hefjast M. 7,15 atHa dag ana. Samsöngviamir höfðu uppruna- lega verið áformaðir háftfri anm- arri viku fyrr og aðgönguskSrtemi dagsett samkvæmt því. Skal þees vegna vakin sérstök afhyigli i þvi, að aðgonigumiðar með deg- setninguuni 27. marz gfflda né 8. aprffl, 28. man breyöst I 9. april og 30. roars wi9a Ml apríl. Þjóðlög frá ýmswm KVmkwn ent á söngskrá Fóstbrœðra. Er þar syrpa af islenzkum rimnalögum, er söngstjórinn, Ragnar Björnsson hefur fært í búning fyrir karla kór, og nú verður flutt í fyreta sánn. Þá eru sýnishorn af norrsen um kórlögum, sungin verða ung verks þjóðlög í kórbúningi eftir Béla Bartók, svo og fjögur brezk lög. Efnisskránni lýkur með fjór um ástarljóðum úr flokkuum „Lieíbeslieder" op. 52 eftir J Braihims. Stjórnandi Fóstbræðra er Ragn ar Björnsson. Einsöngvari Margrét Eggertsdóttir, en nokkrir kórfélag ar koma einnig fram í einsöngs hlutverkum. Pianóleikarra eru Guðrúij Kristinsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson. FYRIRLESTUR: DURUM OG DYNGJUM í dag, sunnudag, klukkan 13.30 heldur Þórhallur Vilmundarson próPessor fyrirlestur um náttúru nafnakenninguna í Háskólabíói. Nefnist þessi fyrirlestur Durum og dyngjum. Akranes Framsóknarfélag Akraness held ur skemmtisamkomu í félagsheim- ili sínu að Sunnubraut 21, sunnu- dagskvöldið 7. aprfl kl. 8,30. Til skemmtunar er framsóknarvist cg kvikmyndasýning. Öllum heimill aðgangur mcðan húsrúm leyfir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.