Tíminn - 07.04.1968, Blaðsíða 3
SUNNtTDAG-UR 7. apríl 1968.
TÍMINN
15
Bifreiðaskoðun er
hafin
Reykjavík
M er bifreið’askoðun hafin í
Reykjavik, og mun þetta vera
með þvi allra fyrsta sem bif-
reiðaskoðun hefst hér. Að
þessu sinni þarf að sjálfsögðu
að gæta þess í sambandi við
skoðuinina, að bifreiðar séu
með ljósabúnað fyrir hægri
umferð, og er því ekki úr vegi
að geta helztu atriða í þviísam
bandi. Það er þá í fyrsta lagi,
að enginn bíll fær fullnaðar-
skoðun í ár, nema hann sé
með ljósum fyrir hægri um-
ferð. Ef bílliinn er ekki með
Ijósum fyrir hægri umferð, en
í fullkomnu lagi að öðru leyti,
verður limdur grænn skoðunar
miði á framúrðuna. í öðru lagi
er að geta þess, að frestur til
að skipta um ijósaibúnað, ef
þá þarf að skipta er til 1.
ágúst. en eftir það geta óku-
menn átt það á hættu að öku-
tæki þeirra verið stöðvuð, og
múmerin tekin af. í þriðja lagi
er að geta þess, að frá og með
1, maá n.k. er akstur með
hægri ljósum leyfður. Þær bif-
reiðar sem eru nú þegar með
yfirlímd Ijós, skulu vera með
yfirlíminguna fram til 26. maí,
en þá á að rífa plastmiðann
af ljóskerunum,.
Oft hefur verið talað um það
bvað jeppaljós blindi mikið
þanm, sem á móti kemur, og
hefur í þvi sambandi verið tal-
að um að jeppaljós séu sterk-
ari en Ijós annarra bifreiða.
Skýringin á þessu er hins veg-
ar sú, að flestir jeppar eru
með svokölluð e nsk-amerísk
um ljósum, en ekki mishveif>
um ljósum, eins og bifreiða-
eftirlitið mælir eindregið með
á jeppa. Þegar einhver hieðsla
er, aftur í jeppanum, *rísa þeir
upp að framan eins og eðlilegt
er, og þá hækka Ijósin að sjálf-
sögðu. Ensk-amerísku ljósri
eru þannig og mjög hætt er
við, að þau blindi, jafnvel á
lága>, geislanum, við slíkar að-
stæður, þegar bílar rísa upp að
framan. Hins vegar er ekíi
eins mikil hætta á þessu með
mishverfu ijósin, því þá bein-
ist aðalljósgeislinn út til hlið-
ar, og þess vegna er ekki eins
hætt við að sá sem á mót>
kemur bliindist af mishverfum
ljósum. Því hefur verið hald-
ið fram, og kannski með réttu
að ensk-amerísku ijósin, eða
samlokurnar svokölluðu, séu
ekki eins endingargóð og mis-
hverfu ljósin. Aftur á móti er
það staðreynd, að ef glóþráð-
ur eyðileggst í samlokumum.
verður að skipta um alla sam-
lokuna, en hægt er að skipta
um þeru í mishverfu ljósunum
sem auðvitað er miklu ódýrari
en heil samloka, auk þess sem
betra er að hafa með sér vara
peru og skipta þá um strax
og peran bilar.
Ég vil eindregið ráðleggja
bifreiðaeigendum, að fara nú
þegar að huga að því að skipta
um ljós vegna umferðarbreyt-
ingariinnar. Á sumum bílum
þarf ekki að skipta um ljosa
búnað, aðeins að færa peruna
til, og á enn öðrum þarf ekki
einu sinni að færa peruna til.
heldur aðeims að fá Ijósastill-
ingavottorð eins og alltaf þarf
fyrir skoðun. Ljósastillinga-
menn um land allt geta gefið
bifreiðaeigendum ráðleggingar
um, hvennig hagkvæmast og
bezt er að skipta um ijós.
Allt og oft hefur það viljað
bremna við, að menn koma
með bíla sína til skoð-
unar, beinlínis til að fá niður-
skrifað af bifreiðaeftirlits-
manninum, h-vað sé nú að bíln-
um. Þetta tefur mjög skoðuin-
ina, þegar svo og svo stór
hluti bifreiðanna þarf að koma
aftur. Bifreiðaeigendur ættu
að leggja metnað sinn í að
hafa bifreiðar sínar í full-
komnu lagi, þegar komið er
n\eð þær til skoðunar, það
er bæði þeirra hagur og ann
arra.
Það er ekki vist að allir
átti sig á hvað átt er við, þeg-
ar talað er um mishverf ljós.
samhverf ljós, og ensk-
ameríska gerð ljósa. Til giöggv
unar fylgja hér með myndir
af þrem ljóskerum, sem sýna
glögglega þessar þrjár gerðir
ljósa. Auðvelt er fyrir bifreiða
eigendur að ganga úr skugga
um, hvaða gerð ljósa er á bif-
reið þeirra. Skal þá kveikja á
ljósunum, hafa lága geislann
á, og síðan er hvítu blaði
brugðið fyrir ljóskerið. Kemur
þá gerð ljóssims vel í Ijós.
kr. 3,67
Bifreiðaeigendur eru lítr
hrifnir af hinum nýju álögum
sem nú er rætt um að leggja
á þá. Það vita allir, og þá
ekki sízt bifreiðaeigendur, rð
þörf er á nýjum vegum. En
bifreiðaeigendur vita líka, að
þeir eru um árabil búnir að
greiða til nýrra vega, sem þó
•ekki bólar á ennþá. Á ég
^ILLLLJJ
Ensk-amerísk gerð ljósa.
hér við að bifreiðaeigendur
hafa greitt benzín-gjald, þungs
skatt og gúmmígjald, sem átt
hefur að renna til vegagerðar
en af því hefur því miður sára-
lítið runnið til veganna. Árið
1067 var þannig áætlað að
bifreiðaeigendur greiddu am
372 milljónir til vega með
þessum gjöldum. Veggjald ai
benzíni er nú krónur 3.67 af
hverjum benzí'nlítra, en auk
þess eru að s.iálfsögðu greiddir
tollar og söluskattur af
benzíni. Tollar af benzíninu
eru -nú 50 af hundraði, og
reiknast tollurinin eftir cif.
verðinu. Það er allt í lagi að
greiða veggjald af benzíni, ef
það fer í vegina, en þegar fara
á að leggja veggjald á veggjald
ofan, hljóta bifreiðaeigendur
að mótmæla. Ef veggjaldið af
benzíini hefði farið í það sem
það átti að fara. þyrftum við
ekki að hristast á holóttum
vegum í dag, austur í sveitir,
og norður i land, þá væru
komnir vegir með varanlegu
slitlagi. og bifreiðaeigendur
þyrftu ekki að mótmæla nýj-
um álögum.
Tveirvjiýir frá Bret-
landi
Fyrir skömmu eru komnir á
markaðimn í Bretlandi tveir
nýir bílar, annar frá Ford-
verksmiðjunum, en hinn frá
Vauxhall.
Ford-bíllinn nefinist Escort.
lítill bíll, arftaki Ford Angiia.
Bíllinn frá Vauxhall er Ven
tora, eins konar 1 „lúxus“ út-
gáfa af Victornum, sem sagt
var frá í þættiinum hér fyrir
sköminu. Kári Jónasson.
H
Ki
Ki
fni
Ki
H
H
M
M
H-
H
fni
Inl
fni
fni
fnl
fni
fnl
fnl
fni
fni
H
Ini
Ki
fni
fni
fni
Ini
fni
fni
fni
fnl
fni
Ini
fni
fni
fni
fni
fni
fni
Fni
Bifreiðaljós
umferð
Allar bifreiðir skulu vera
komnar með ljós fyrir hægri
umferð 1. ágúst 1968.
Bifreiðir fá ekki fullnaðarskoðun
við aðalskoðun 1968, nema þær séu
búnar ljósum fyrir hægri umferð.
Notkun hægri ljósa er heimil
frá 1. maí.
SKIPTIÐ UM TIMANLEGA!
Mishverf Ijós
Beztu akstursljósin,
og sérstaklega heppileg fyrir
jeppa og aðrar bifreiðir,
sem rísa mikið upp að framan
við eðlilega hleðslu.
Samhverf ljós
Ensk-amerísk
gerð ljósa
FRAMKVÆMDANEFND HÆGRI UMFERÐAR
mFREIDAEKHRI.lT RlKISINS
fni
KJ(
fni
ffíi
H
KJ
H
fni
Fni
-M
IH
*H
KJ
fni
fni
fni
fnJ
fni
fni
fnJ
(ni
KJ
KJ
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH
:-i 'r
HLAÐ
RUM
HlaXríim henla allslaðar: I bamahev
bcrgið, unglingaherbergiB, hjónaher-
bergið, rumarbústatinn, vaiðihúsið,
bamaheimili, heimavistarskóla, hótel.
Helztu kostir hlaðrúmanna eru:
■ Rúmin mi nota eitt og eitt sír eða
hlaða þeim upp 1 tvær eða þrjár
hxðir.
■ Hægt er að tá aultalega: Nittborð,
stiga eða hliðarborð.
■ Innanmál rúmanna er 73x184 tm.
Hxgt cr að fi rúmin með baðmull-
ar og gúmmidýnum eða án dýna.
■ Rúmin hafa þrefalt notagildi þ. e.
kojur,'eimtakling5rúmog'hjácarúm.
■ Rúmin eru úr tekki eða úr brami
(brennirtimin eru minni ogódýrari).
■ Rúmin era öll í pörtum og tekur
aðeins um trra mlnútur að setja
þau saman eða taka i sundur.
HÚSGAGNAVERZLUN
REYKJAVlKtfR
BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI11940
1