Tíminn - 07.04.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.04.1968, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 7. apríl 1968. TÍMINN Ég bið að heilsa fólkinu með þakklæti. — Hvaða bækur telur þú hafa orðið þér mikilsverðastar? — Því er fljótsvarað: Stafrófs- kverið og Ærbókina. — Hvaða verk hafa þér verið geðfelldust? — Ég veit það nú varla sjálfur. Líklega þau, sem maður í mín- um sporum, miá sízt láta eftir sér. — Hvaða ferð hefir pú skemmtilegasta farið, svo þú munir? — Nú ertu að freista mín til að nefna ferð á kunnan skemmti- stað í Hamborg eða „Strikið“ í Kaupmamnahöfn. Nei, í minningu minni er miklu ofar fyrsta ferð mín með fé á afrétt um vorbjarta nótt. Ég man enga ferð dásam- legri. —. Hvemig finnst þér hlut- skip'ti bænda fyirr og nú, og hvern ig heldur þú að bóndinn eigi að haga næstu leikjum sínum á tafl- borði stjórnmálanna? __ Fram undir síðustu tíma taldi bóndinn, að afkoma hans væri Öll bundin við góða sam- vinnu sólar og regns við moður jörð, gjafmildi þeirra, og dugnað sinn og hyggindi í skiptum við uáttúruna. Nú hafa þau viðskipti verið mjög erfið seinustu árin. Þar að auki hafa bændur verið dæmdir af skipulögðu þjóðfélags- valdi til 20% launalækkunar. Til viðbótar bindast svo strandtoúar samtökum, sem leiða það af sér, að bændur verði að hella niður mjólk sinni, er nemur nokkrum milljónum, og hin eftirsótta vísi- tala er þeim sfður en svo trygg- inig Stjórnmálaleikur bóndans á næstu árum, er auðsær, ef þessu heldur áÆram: Hann verður kurteisisieg ósk um bætta vegi, tii þess að léttara verði að aka fjól- skyldunni inn í þéttbýlið á strand lengjunni þangað, sem þjóðfélag- ið er skyldugt til að sjá öllum fyrir hækkandi kaupi samkvæmt vísitölu, þegar versnar í ári.^ — Hivemiig leizt þér á ástand- ið hér í Reykjavik núna, þegar þú komst suður? Mér Mkaði ástandið illa. A!l- lengi hef ég litið svo á, að verk- föll séu óhæf til úrskurðar um kaup og kjör í siðuðum lýðræðis- þjóðfélögum. Þó tel ég ekki rétt að bændur einir stétta taki laun sín samkvæmt dómd, ef aðrar stétt ir taka þau með valdi. En þetta verkfallsstríð er nú liðið hjá í bráð. Máske hafa einhverjir lært eitthvað af því. Morgunvísa miín eftir „nóttina löngu“, þegar loks „samningar“ náðust til úrslita í verkfallinu var svona: Nú sýnir með fannhvítum fjöllum vor fóstra sinn hátíðabrag, því styrjöldin allra gegn öllum er unnin — og töpuð — í dag. — Hverju spáir þú um framtíð fslendinga? — Ef við munum, að hér er ekki hægt að lifa í andvaraleysi, þá er framtíð þjóðarinnar tryggð. E' við gleymum því, þá eru spá- dómar óþarfir. — Ertu bjartsýnn á framtíð mannkynisins? — Ég tek í því efni undir með Þorsteini Erlingssyni. Hann sagði: „Ég treysti því sannleiki, að sigurinn þinn, að síðustu veg- ina jafni“. — Hversvegna hefir þú dregið þig út úr sumum meiriháttar fé- lagsmálastörfum? — Ætli það sé ekki af svipuð- um ástæðum og þú gafst ekki kost á þér til setu á Alþingi áfram. Yngri memn þiggja. að það sé rýmt til fyrir þeim. Og svo er gott að eiga eitthvað eftir af sjálf um sér, til að geta notið aftan skinsins. — Hvað ætlarðu að hafast að á elliárunum, þegar þau koma? — Ég er í dag smábóndi og sóknarnefndarformaður. Þau störf ætla ég að rjjkja þangað til ellin ber að dyrurii hjá mér, — ef hún gerir það, Halló Kópavogur Vantar íbúð frá 14. maí. — 2 herb. og eldhús. Erum þrjár. Algjör reglusemi. Einhver fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 41795. Aldrei hefir kastazí í kekki okk au á milli. Alltaf hefir hann verið mér hinn góði og skemmtilegi fé- lagi. Slíkur samferðamaður verð- Bæði þessi störf eru göfgandi! skuldar mikið þakklæti frá mér. og veita sálubót brothættum j manni og syndugum. — Hvenær byrjaðir þú að yrkja? — Þetta er fæðingargalli á mér. — Viltu lofa mér að heyra nokkr ar vísur? — Aðeins tvær þær nýjustu: Ég lít yfir sjötíu liðin ár sem leikvöll með gleðiibrag, og þó að óg felldi tár og tár, ég trúði á næsta dag. Ég dansa við Elli sem draumfagra snót. Hún skal drifin til gleðibrags. Á meðan ég hreyfi hönd eða fót ég hlakka til komandi dags. Öllum viðlölum verður að ljúka vegna tíma og rúms. Ég þakka Baldri fyrir viðtalið og læt það ekki á mig fá, þótt hann hafi smávegis snúið út úr í sumum svörunum, þannig að ókunnugir menn, sem ég vildi kynna hann, vita ef til vill sumstaðar ekki með vissu hvar þeir hafa hann. For- vi'tnilegustu mennirnir eru að jafnaði þeir, sem ekki láta lesa sig ofan í kjölinn. Börn Baldurs Baldvinssonar eru: Af fyrra hjónabandi: Baldvin toóndi á Rangá (nýbýli á Ófeigs- stöðum) giftur Sigrúnu Jónsdótt- ur Friðrikssonar bónda á Hömr- um í Reykjadal. Af síðara hjónabandi: Svanhildur húsfrú á Ófeigsstöð- um, gift Einari, bónda þar, ICrist jánssyni frá Finnsstöðum í sömu sveit. Ófeigur lögregluþjónn á Ak- ureyri, giftur Þorbjörgu Snorra- dóttur læknis að Kristnesi Ólafs- sonar. Baldur og Sigurbjörg kona hans mega heita jafnaldrar. Hún varð sjötug 12 f.m. Heimili þeirra er á þjóðvegamótum. Segja má, að hús þeirra sé ekki aðeins „yf- n- þjóðbraut þvera“, heldur að í því mætist þrír þjóðvegir. Gest- risni á því heimili virðast helzt engin takmörk sett. Mig hefir oft furðað, hve vel heimilið á Ófeigs- stöðum hefir getað staðizt það efnalega að eyða fjármunum og tíma handa gestum sínum i svo ríkum mæli. Sigurbjörg er húsfreyja stór i stöðu simni. Þau j eru orðin mörg sumardvalar- 5 börnin, sem hún hefir veitt móð- urlega umhyggju og borið fyrir brjósti æ síðan. Hún er vel fær um að grípa í ljóðastrenginn með manmi sínum, — og aldrei mundi hún neita honurn um hár sitt i bogastreng. í miklum félagsmála fjarvistum hans hefir forstaða bú skaparins löngum hlotið að leggj ast á hennar herðar miklu meir ] en ella. Vafalaust á Baldur það ? að verulegu leyti henni að þakka * að hann hlakkar enn sjötugur „til komandi dags“. Við Baldur Baldvinsson höfum átt langa samleið, — stumdum í hríðum, en líka oft í sólskini. En manni eims og Baldri hefir I Ég óska Baldri, frú hans Sig- ekki aðeins einn eða fáir úr sam- urbjörgu, og vandamönnum ferðamannahópnum þakkir að þeirra gleðilegra og hamingju- gjalda, heldur leiðangurimn ariur ríkra komandi daga. í heild. ' Karl Kristjánsson. ~w t • v Vorið er fegursti tími ársins í Evrópu; náttúran vaknar af dvala og allt iðar af lífi og fjöri. Þá hefst tími ferða- laganna og Flugfélag íslands býður yður sérstakan afslátt af flugfargjöld- um til 16 stórbórga í Evrópu. Vorfar- gjöld Flugfélagsins eru 25% lægri en venjuleg fargjöld á sömu flugleiðum og gilda á tímabilinu 15. marz til 15. maí. Flugfélagið og IATA ferðaskrifstofurnar veita allar upplýsingar og fyrirgreiðslu. Með þotu Flugfélagsins fáið þér fljótustu og þægilegustu i j ferðina — hvergi ódýrari far- eiöld AlþjótSasamvinna um flugmál FLUGFÉLAG ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.