Tíminn - 07.05.1968, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 7. maí 1968.
TIMINN
Einar Jóhannesson, JarðSangsstöðum:
HVER ER RÉTTU
Orðið er frjálst
ANDANS A KJORDEGI?
Þessi spurndng hefur leitað á
mig síðan almennar Alþingis-
kosningar fóru fram þapn 11.
júní s.l.t en þann dag meinaði
meirihluti kjörstj órnarinnar að
Brennistöðum í Borgarhreppi í
Mýrarsýslu, þeir Sigþór Þórarins
son, hreppstjóri í Einarsnesi, og
Kristján Fjeld.sted, bóndi í Ferju
koti, mér og konu minni, Sigríði
Bárðardóttur, að neyta atkvæðis-
réttar okkar á áður greindum
kjörstað í heimasveit okkar. Skulu
nú málsatvik nokkuð rakin.
Klukkan ca. 7,30 umræddan
kjördag hringdi oddviti Borgar-
hrepps, Sveinn Bjarnason, bóndi
að Brennistöðum, til mín og sagði
að kjörstjórnin væri farin að taila
um að ljúka kosningu kl. 9. Ég
sagði honum að við hjónin mynd-
um koma fyrir þann tíma, en
við töifðumst hins vegar nokkuð,
umfram það er ég reiknaði með,
vegna gestakomu. Á leiðinn* frá
Jarðlangsstöðum, heimili cv'car
hjóna, mættum við bifreið Magn-
úsar Guðmundssonar frá Stóra-
Fjalli hjá Borgarlæk, en þaðan
að Brennistöðum eru ca. 5—6 km.
Er á kjörstað kom gengum við
rakleitt í kjörstjórnarstofu, enda
var húsið opið og engin sérstök
dyravarzla. Kjörstjórnin sat
öll við borð sitt, svo sem venja
er, einn umboðsmaður frá D-lista
var þá í stofunni og einn kjós-
andi. Kjörkassi stóð á borðinu
óinnsiglaður, og kjörstjórn sat
þannig að ástæða var til að ætla,
að hún væri að bíða eftir fleiri
kjósendum, enda var henni kunn
ugt um, að olckar hjóna var von.
Ég tel að klukkan hafi verið
9,01—9,02, Við ávörpuðum við-
stadda með kveðju, og gerðum að
sjálfsögðu ráð fyrir því að okkur
yrði réttur atkvæðaseðill, eins og
venja er, en í stað þess ávarpaði
Kristján Fjeldsted oikkur og segir:
„Eruð þið komin til að kjósa.“
Ekki man ég hvort við svöruðum
þessu nokkru, enda fannst okkur
spurningin það fráleit, að ef svarið
hefur eitthvert verið, hefur það
verið játandi. Kristján Fjeldsted
hélt þá áfram og sagði: „Það er
of seint, við erupn búnir að loka.“
Nokkurt orðaákak varð á milli
okkar Kristjáns, er ég tel ekki
ástæðu til að orðlengja frekar
um hér. Kjörstjórnarmaður Jó-
hannes Guðmundsson sagði þá:
„Við látum þau kjósa“, og sneri
þessu máli sínu til kjörstjórnar-
innar. Kristján Fjeldsted svarar
þá: „Nei, síðasti kjósandinn kaus
kl. hálf níu og nú er kl. 9,04“.
Ég leit á klukkuna. Hreppstjór-
inn Sigþór Þórarinsson var þá
farinn að lesa í sérprentun af
kosningalögunum. Ég spurði hann
þá, hvort við ættum að fá að
kjósa eða ekki. Hreppstjóri svar
aði þá: „Þið fáið ekki að kjósa“.
Við hjónin gengum þá á braut
af kjörstað, þar sem við töldum
erindi okkar lokið, og mættum
við þá Birni Jónssyni, bónda á
Ölvaldsstöðium, öðrum embættis
manni B-listans, er var að ljoma
í kjörstofu ,og heyrðum við að
hann rengdi tímasetningar þær,
er Kristján Fjeldsted hafði hald
ið fram. Heyrðum við þá að
Kristján svaxaði: „Við notum
: ekki skeiðklukku héx“.
Enda þótt orðasenna yrði ekki
löng að þessu sinni við meiri-
hluta kjörstjórnarmanna, Kristján
Fjeldsted og Sigþór hreppstjóra,
ákvað ég strax að leita réttar
míns í þessu máli, þar sem ég
taldi að á mér væri brotinn rétt-
ur, er ég skal skýra frekar. Enn-
fremur að kjörstjórn hafi ekki
verið svo nákvæm né formföst í
framkvæmd kosninganna að meiri
hluti hennar hafi getað í þessu
eina atriði fylgt fast eftir sam-
þyikkt sinni um lokun. Skulu þau
atriði nú nánar tilgerind. í fyrsta
lagi: Kjörstjórnin vanrækti að
skipa dyravörð, sem henni bar
þó skylda til, en málsbót er það
engin, þó að því sé haldið fram,
að enginn hafi fengist til þess
starfs. Kjörstjórnin gat skipað
menn, einn eða fleiri, til þess.
í öðru lagi: Ef kjörstjórnin ætl
aði sér að halda fast við lokunar
tíma og styðjast þar við ákvæði
93. gr. kosningalaga, að kosninga
fundi yrði slitið % klst. eftir að
síðasti kjósandi kaus, þó ekki fyrr
en kl. 9 síðdegis, bar henni hik-
lauist skylda til að staðfesta þann
tíma með samlþykki allra kjör-
stjórnarmanna og umboðsmanna
listanna klukkan kvað síðasti kjós
andi kaus. Þetta vanrækti kjör-
stjórnin og þess vegna er um það
! deilt, eins og fram bom í réttar-
höldum síðar og enginn kjörstjórn
armaður getur nákvæmlega stað-
fest klukkan hvað Magnús á Stóra-
Fjalli kaus, en hann kaus næstur
á eftir kjörstjórninni. Að mínum
dómi er tímasetning Magnúsar á
Stóra-Fjalli nákvæmust, þar sem
hún er rökstudd með öðrum at-
burði, er tímasetningu varðaði.
Ég tel það atriði um tímasetn-
ingu, hvenær síðasti kjósendi kaus,
svo afgerandi í þessu máli, að
rökin fyrir synjun til okkar hjóna
um að neyta kosningaréttar séu
gjörsamlega brostin, þótt önnur
atriði hefðu verið í fullkomnu lagi,
sem ekki var. Það sýnir rangsleitni
og brot meirihluta kjörstjórnar á
rétti okkar hjón til að neyta at-
kvæðisréttar. Vegna þessa atriðis
eru síðari tíma tímatabmörk á
engri vissu byggð, heldur ágizk-
anir einar, að mípum dómi.
í þriðja lagi: Kjörstjórnin bar
skylda til að loka húsinu, ef kosn
ingu var lokið, enda er það venja
þeirra kjörstjórna, er vilja hafa
reglu á hlutunum, og leysa sitt
hlutverk af hendi með samvizku-
semi og vandvirkni, að hafa ekki
aðra viðstadda, er gengið er frá
bókun o.fl. í lok kjörfundar, en
þá er þar eiga að vera. Þetta var
einnig vanrækt, ef kosningu hef-
ur verið lokið er við hjónin kom-
um, og nánast hlægilegt að tala
um að stóll hafi verið dreginn
fyrir hurð á kjörfundarstofu, eins
og hreppstjóri gerir, sem ég dreg
í efa að gert hafi verið í húsi,
sem venjulega cr lokað með snekk
lás.
Ég ákvað að leita réttar míns
í þessu máli og sneri mér til
Egils Sigurgeirssonar, hrl. þann
26. júlí s.l. Kærði hann til sak-
sóknara ríkisins athæfi meirihluta
kjörstjórnar fyrir verknað þann,
sem ég hafi skýrt frá hér að
framan. Setudómari í málinu var
Hermann G. Jónsson, ful’ltrúi bæj
arfógetans á Akranesi.
Réttarhöld hóf hann í máli
þessu 24. okt. s.l. Meðal þeirra
atriða, er fram bomu í réttarhöld
um, vil ég benda á eftirfarandi:
Sigþór hreppstjóri segir þetta um
hvenær Magnús kaus: ,,að Magnús
Guðmundsson, Stóra-Fjalli, hafi
bosið um kl. hálf níu og hafi hann
komið inn í kjörstofuna fyrir þann
tíma, en lokið kosningu klukkan
háilf níu“.
Kristján Fjeldsted segir um
þetta atriði í réttinum: „Mjög fáir
kusu eftir klukkan 6 e.h. og síð-
asti maður sem kaus var Magnús
Guðmundsson, Stóra-Fjalli, og
þegar hann hafði kosið var rætt
um það í kjörstjórninni, að loka
kjörfundi ef enginn kæmi í ákveð
inn tíma og kom .þeim saman um,
að það skyldi gert kl. 9 um kvöld
ið. Var það gert og kusu því næst
kjörstjórnarmenn, en síðan var
farið að opna utankjörfundar-at-
kvæðabréf. Þegar þau voru að
því korrm inn í kjörfundarstofuna
hjónin Einar og Sigríður frá Jarð
j langsstöðum“.
| í sambandi við þennan fram-
: burð Kristjáns er rétt að vekja
athygli á bókun þeirra Jóhannesar
á Ánabrekku og Kristjáns sjálfs
í lok fundargerðar, en þar segir
svo Jóhannes: „Er ósamþykkur lok
un kjörfundar kl. 9,04 e.h.“ Krist-
jján segir: „Ég tel, að kjörstjórn
beri ekki að halda kjörfund ti'l
kl. 11 að kveldi þar sem kjör-
stjórn var sammála um lokun
Garðar Garðarsson, að tala um, að
hann væri að verða of seinn til
Borgarness, en þar ætlaði hann
í kvikmyndahús. Leit þá vitnið á
klukku sína, armbandsúr, og vant
aði hana þá tuttugu mínútur í
níu“.........
kjörfundar þegar honum var
slitið.“
Ég vi'l benda á, að tímasetning
Jóhannesar, sem Kristján mótmæl
ir ekki, er tímasetning Kristjóns
við mig eftir nokkurt orðaskak
í kjörfundarstofu.
Ennfremur vil ég tilgreina fram
burð Jóhannesar um hvenær kosn
ing Magnúsar átti sér stað, og
skilning hans á ákvörðun kjör-
stjórnar og einnig framburð
Magnúsar.
Jóhannes segir m.a. þetta:
„Mættur tekur sérstaklega fram,
að hann hafi talið mikinn vafa
á því, að tilskilinn t;mi, hálf
klukkustund, hafi verið liðinn fró
því að IVfagnús Guðmundsson kaus
og þar til hjónin komu inn í kjör-
fundarstofuna, og einnig tekur
hann fram, að mín skoðun hafi
í verið sú, að rétt hefði verið sam-
kvæmt kosningalögum, að leyfa
hjónunum að kjósa, þó að tilskil-
inn tími hefði verið liðinn. —
Jóhannes segir að hann hafi ekki
verið ósammála hinum kjörstjórn
armönnunum um, að slíta kjör-
fundi á tilsikyldum tíma eftir a,
Magnús kaus, en segir að þeir
hafi eigi borið nógu vel saman
tíma, þegar Magnús lauk kosn-
ingu, og var það skoðun mættra,
að tími yrði hafður rúmur, svo að
eigi yrði gengið á rétt kjósenda,
sem kynnu að koma“.
Þetta kemur og fram í fram-
burði Magnúsar um tímasetningu
þegar hann kaus:
„Þegar vitnið kom aftur út í
bílinn fór uppeldissonur vitnisins,
„Vitnið segist aðspurður hafa
gengið rakleitt frá því að kjósa
út í bíl sinn.“
Ég tel að þær tilvitnanir í rétt
arhöldum, er ég hefi hér greint,
staðfesti eftirfarandi:
Engin nákvæm vissa er fyrir
því, hvenær Magnús á Stóra-Fjalli
kaus.
Eg tel ennfremur, að ástæðan
til þess að ekki var gerð nákvæm
tímasetning hafi verið sú, er kem
ur fram hjá Jólhannesi á Ána-
brekku, að ekki yrði þar viðhöfð
sérstök nákvæmni, og kjósendum
yrði ekki meinað að neyta at-
kvæðaréttar síns.
Ég tel því að ferklegt brot hafi
verið framkvæmt gagnvart okkur
hjónum, er okkur var neitað um
að kjósa.
En mestu vonbrigði min í þessu
máli eru þó þau, að saíksóknari
ríkisins skyldi ekki láta fram fara
málshöfðun ,er gengi tii dóm°.
Ég treysti því, að þar sæti sá á
stóli, er léti hinn almenna borg-
ara njóta réttar síns. Frá mínum
bæjardyrum V:ð skiptir það engu
máli, þó að tvö atkvæði réðu ek'ki
úrslitum um kosningu I kjördæm
inu, eins og t.d. í Mýrarsýsiu 1956-
Verknaðurinn gagnvart okkur
hjónunum var sá sami, ef á okk-
ur var brotinn réttur, sem ég tel,
þó var það mín skoðun að sak-
sóknari ríkisins væri sá, er bæri
að sjá um að við fengjum að neyta
réttar okkar fyrir dómstólum.
Þessar línur eru skritfaðar til að
vörunar síðar meir. Ég tel að það
eigi ekki að vera á valdi lítt starfs
hæfs kjörstjómarmeirihluta, að
ákveða kjósendum rétt á kjördegi.
Og ég taldi að ef með þyrfti,
ætti það að vera í verkahring sak
sóknara rtíkisins að aðstoða kjós-
endur við að verja þessi heígu
mannréttindi, sem kosningaréttur
inn er, en því miður hefi ég þar
orðið fyrir vonbrigðum.
Einar Jóhannesson,
Jarðlangsstöðum.
MINNING
Eiríkur Guðnason
Fæddur 23. 7. 1901.
Dáinn 26. 4. 1968.
Sliðastlið'inn laugardag var
Eiríkur mágur minn kvaddur
hinztu kveðju. Mér er ljúft og
skylt að staldra við og líta um
farin veg á þessari kveðjustund.
Ég var uing að árum og lífs-
reyinsil'U þegar ég giiiftist Stefáni
bróður hans, og við hófum búskap
á Karlsskáia, þar sem þeir eru
fæddir og uppviaxmir í stórusn
systkina- oig frændsystlkiiniahóip,
sem öil be.ra síns heimaiiandsmót
á einhvern hátt. Karlsskálaheimil-
ið var þá þekkt að atorku og
myndarbrag sem jafnan skilar
fmá sér góöuim pj'oðféiagsþe'ginium.
Eirílkur var elstuir simnia systkina
og mun eikfci hafa verið hár í
lofti begar hanin fói að leggja
sinn sberf til heimilisverka. Hann
ólst uipp við hin fjölbreytilegu
störf, sem skapast, þar sem jiöfn
um höndum er stuindaður iandbún
aður og siósólkn.
Það er gæfa að alast upp í
tfögru og stórbrotnu uimbveríi, því
vfet mótar náttúran sín börn á
einhvern hátt, ,þótt þau geri sér
þeS'S ekki grein sjálf. Og Eicíkor
frá Karlsskála
var svo sanm.arlega í ætt við Auist
fjiarðarfjiölliin bæði í sjón og raum.
Banin var glæsimenini á sínum
y.mgri áruim og ailt til hins síð
asta. Dremgur góður, traustur og
viinfastur, enda muinu þeir miairgdr
fcuninirugjiaTnir, sem hugsa hlýtt
til hans á þessari kveðj'ustund.
Ég var um 30 ár húsmóðir á Karls
skáia, þar sem synir míiniir sex
ólu.st upp. Allan þamn tíma var
Eiríkur heimilismaður hjá okk-
ur og það er einmitt í sambandi
vdð dremigina míma, sem ég stemd
í óendamlegri þaikkarskuild við
miág minm. Hanin var þeim öllum
svo góðuir og elskuleg'ur frændi,
a® miliM hans og þeirra allira urðu
giaginikvæm vináttu-t'en'gsl, þó
mumu nákunmugir vita að ailveg
sérstafct ástfóstur batt hanin við
Guðna, sem heitir föðumiafni
hans, og forsjóniin var svo náð
ug að einmitt þessi frændd hamis
hafði aðstöðu til að gleðja hainm
með regluliegum heimsóknum og
hlýhug síðasta áfamga Iífis hams.
Allir þessir bróðursyinir Eiríks,
sem ólust upp í félagsskap hams
bæðd í starfi og á gleðistumdum,
kveðja hanm nú með virðingu og
þakiklæti fyrir allt, sem bamn var
þeim litlum drengjum og ætíð síð-
am. Það kom oft í þeirra hiut
að gæta fjár með fræmdia sánum,
við erfiðar aðstæður oft á tiðum
og gekk það samstarf ailtaf með
ágætum. Er þeim bræðrum það
ó'þrjiótandi án,ægjuie'finii a<5 rífja
upp ýmsa atburði frá þeim döig
u.m.
Nú þegar ég kiveð þig mágur
minm og þafclka þér aiit, gem þú
viaminst og varst okkar heimúli,
óska ég þér íarartheila yfir hafið
miklia. Megi strömdin óþekkta
brosa við þér svo fögur og heiM
andi, sem þú svo ótal sinmum
befur litið Reyðarfjörð hiun fagra
og hiaifflötimn víðáttumikla merl
andi við sólarupprás og sólar
lag a þínum mörgu ferðum á
þeim slóðum. Ég veit að einlægar
kveðjur og hlýhugur vima þimima
gefur þér góðan hyr í seglin.
Sigríður Guðinundsdótl.U'.
Þegar étg kveð mimm ágæta
frænda frá Karlsskála, kemur mér
svo margt í hug að vamdi er að
velja hvað hugstæðast er. Eitt
Framhald á bls. 15.