Tíminn - 10.05.1968, Qupperneq 12

Tíminn - 10.05.1968, Qupperneq 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 10. maí 1968. FRÉTTIR ★ A- C. Milan sigraði Bayern Miinchen í fyrrakvöld í síðari leik liðanna í borgakeppni Evr- ópu með 2:0 og er þar með kom ið í úrslit keppninnar. Leikur Milan til úrslita gegn Hamburg SW og fer úrslitaleikurinn fram í Rotterdam síðar í mánuð inum. ★ Marielle Goitsehel, hin fraega franska skíðakona, marg- faldur sigurvegari á undanforn um Olympíuleikum og heims meisitarakeppni, lýsti því vfir í fyrrakvöld, að hún myndi senn hætta allri keppni. Segja má, að hún standi á hátisidi frægðar sinnar um þessar mundir. tindi frægðarinnar. Námskeið í sjálfsvörn og Judo Judodeild Ármanns hefur ákveð ið að hafa í sumar námskeið í judo og sjálfsvörn bæði . fyrir kvenfólk og karlmenn á öllum aldri. Þessi námskeið standa yfir í mánaðartíma hvert fyrir sig, en æfingar í judónámskeiðunum verða 2svar í viku en í sjálfsvarar námskeiðunum einu sinni í viku. Það má segja, að þessi námskeið séu tilvalin fyrir fólk sem hyggur á ferðaiög hér heima eða erlendis að vera búið að mýkja upp vöðva og auka á þol siitt og auka þek:k ingu sína, sem yrði til gagns ef á þyrfti að halda. Þessi námskeið verða haldin að Ármúla 14 í hinum nýju húsa- kynnum judodeildarinnar. Inritun hefst kl. 2 _e. h. laugar daginn 11. þ. m. að Ármúla 14, sími 83395. Skíðamóf í Bláfjöllum Á sunnudaginn kemur ætlar Skíðadeild Ármanns að halda sitt árlega stórsvigsmót. Verður mótið háð í Bláfjöllum vestanverðum, sem er einn af 3 stöðum, er skíða félögin í Reykjavík hafa áhuga á sem framtíðar skíðalandi Reykja víkur. Þar sem skíðasnjór er víð ast hvar horfinn af hinurn venju legu skíðastöðum, gefur það auga leið, hve hentugt svæði þetta get ur orðið, þar sem hægt er að halda 9tórsvigskeppni á þessum árstíma. Mótið á að hefjast kl. 15, en skráning fer fram á mótsstað kl. 13. Islandsmeisturum Vals tókst ekki aö sigra 2. deildar liðið Alf. — Reykjavík. — Það var enginn munur á liði íslandsmeist aranna og 2. deildar liði Víkings, þegar þau mættust í Reykjavíkur mótinu í gærkvöldi. Enn eitt dæmi um það, hve íslenzk knatt spyrna er óútreiknanleg. Hvorugu liðinu tókst að skora mark og voru marktækifæri afar fá í þess um leik, sem einkenndist af miðju þófi af beggja hálfu. Segja má, að Víkingsvörninni hafj algerlega tekizt að haida hin um annars hættulegu sóknarmönn um Vals, Hermanni Gunnarssyni og Reyni Jónssyni, niðri. Var það ekki sízt að þakka góðum leik miðvarða Víkings. Arnar Guðmundssonar og Jóns Ólafsson ar, en einnig voru báðir bakverð irnir, Magnús og Óskar, sterkir. Annars átti Hermann eitt sinn hættulegan skallabolta, sem Daði markvörður Víkings, sló i horn. Víkings-liðið. sem sannarlega hefur komið á óvart í þessu Reykjavíkurimóti, lék ágætlega fram að. miðju, en vegna „takt- iskra“ galla, tekst liðinu ekki að nýta oft yfirburði, sem það nær á miðjunni. Stafar það af tregðu tengiliðanna að fylgja sókninni eftir. Þannig verða mið- herjarnir, Hafliði Pétursson og Jón Karlsson, oft að glíma tveir við fjóra til fimm varnarmenn. Þennan galla má laga auðveld- lega, en það krefst góðrar út- haldsþjálfunar. Vals-liðið var ekki eins virkt í Valsmonnum tókst ekki að sýna eins góðan leik gegn Víkingi í gærkvöldi og gegn KR á dögunum. Myndin að ofan er frá þeim leik og sést Sigurður Dagsson verja meistaralega. (Tímamynd Gurmar) þessum leik og hinum tveimur fyrri leikjum liðsins í mótinu. Einkum voru tengiliðirnir, Sigurð ur Jónsson og Bergsvenn Alfons son, daufir, en það er segin saga. að tengiliðirnir ráða oftast jnest um ganginn. Séu þeir góðir, verka þeir örfandi bæði á sókn og vörn. En séu þeir lélegir, slitn ar santhándið á milli varnar og sóknar. Valur hefur nú tekið forystu í Reykjavíkurimótinu, hefur hlotið 5 stig og á einn leik eftir, gegn Fram. Fer sá leikur fram á sunnu daginn og takist Val að sigra í þeim leik, verður liðið Reykjá víkurmeistari. Staðan í mótinu eftir leifciím í gærkvöldi er þessi: Valur 3 2 1 0 ftfl. 5 Fram 2 2 0 0 6.-3 4 KR 2 1 0 1 3r3 2 Víkingur 3 0 1 2 4:6 1 Þróttur 2 0 0 2 <k6 0 Afmæli Vals 6 ÉSLANDSMET! Hvorki meira né minna en sex Islandsmet voru sett á sundmóti ÍR, sem lauk í Sundhöllinni í gær kvöldi. Glæsilegast var met Leikn is Jónssonar, Ármanni, sem setti nýtt met í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:35,5 mínútum og bætti met Harðar B. Finnssonar, sem þá var jafnframt Norðurlanda met, um eina sekúndu. Hefur Leiknir sýnt miklar framfarir og má búast við enn betri árangri af hans hálfu. Þá setti Hrafnhildur Guðmunds dóttir, ÍR. tvö íslandsmet. Hún bætti metið í 100 metra skrið- sundi um sekúndubrot, synti á 1:03,9 mínútum, en sjálf átti hún eldra metið. Þá setti hún met í 200 metra fjórsundi, synti á 2:38,3 mínútum, en eldra metið var 2:40,4 mínútur. Ármannssveit, skipuð þeim Sig rúnu Siggeirsdóttur, Ellen Ingva dóttur og Hrafnhildi Kristjánsdótt ur, sett nýtt met í 3x50 metra þrí sundi kvenna. Synti sveitin á 1: 45,1 mínútum. Þá setti karlasveit Ármanns gott met í 3x100 metra þrísundi, synti á 3:18,7 mínútum og bætti eldra metið um hvorki meira né minna en 10 sekúndur, en það átti ÍR og var 3:28,6 minút ur. f sveit Ármanns voru. Guð- mundur Gíslason, Leiknir Jóns- son og Gunnar Kristjánsson. í undanrásum í mótinu, sem fram fóru í fyrrakvöld, setti Sig I rún Siggeirsdóttir nýtt íslandsmet j í 100 metra baksundi, synti á 1: 116.0 mínútum, en sjálf átti hún i eldra metið, sem var sekúnduibroti ! lakara. ! Árangur á þessu ÍR-móti var sem sé frábær. Auk þess, sem 6 íslandsmet vóru sett, var eitt drengjamet sett og annað jafnað. í báðum tiTvikum var um pilta frá : Akranesi að ræða. Guðjón Guð | mundsson setti drengjamet í 100 ; m. bringusundi, synti á 1:16,3 m. j Og Finnur Garðarsson jafnaði met | ið í 100 metra skriðsundi, synti i á 58,7 sek. Eyjamenn æfa vel og eru stað- ráðnir í að halda sæti í 1. deild Knattspyrnumennirnir í Vest mannaeyjum æfa vel um þess ar mundir, að sögn fréttaritara okkar í Eyjum, og þeir eru staðráðnir í að halda sæti sínu í 1. deild. Lítið hefur verið um eftirvinnu í Vestmannaeyj um og því meiri timi gefizt til æfinga. Malarvöllurinn í Eyjum er í góðu ásigkomulagi og horf ur eru á því, að hægt verði að taka grasvöllinn í notkun, þeg ar íslandsmótið hefst, en Vest- mannaeyingar eiga leik fyrsta dag mótsins. Þá mæta þeir Vals mönnum og fer sá leikur fram í Evjum. # Það hefur löngum verið kvartað undan þvi, að erfið- lega gangi að heimta inn að- gangseyri að knattspyrhuleikj um í Vestmannaeyjum. Skki munu Vestmannaeyingar gera neinar breytingar á áhorfenda stæðinu í sumar, en munu ganga þannig frá hnútunum, að strangari gæzla verði við völl inn. —alf. a morgun Á morgun, laugardag, er af- mælisdagur Knattspyrnufélagsins Vals. Þá verður félagið 57 ára, en Valur var stofnaður 11. maí 1911. f tilefni afmælisins er, svo sem verið hefur undanfarin ár, opið hús að Hlíðarenda frá kl. 3—5 e. h. og er þess vænzt, að Valsfélagar, velunnarar og vinir félagsins líti inn. Sumarbúðir KR Sumarbúðir fyrir pilta og telp ur verða í KR-skálianum í Skála- ! felli eins og undanfarin ár. j Drengjabúðir verða frá 19. júní til 5. júlí, eða 16 daga. Telpnabúð |ir verða frá 8. júlí til 24. júlí, einnig 16 daga. Dvalizt verður við íþróttir, gönguférðir, leiki og létta vinnu. Innri-tun fer ekki fram í sirna, en nánari upplýsngar verða gefn ar í sima 24523. Sumarfagnað- ur FH-inga FH-ingar! Sumarfagnaður verð- ur í Sjálfstæðishúsinu í Hafnar firði annað kvöld, laugardaginn 11. maí, og hefst kl. 9. Skemmtiatriði og dans. FH-ing ar fjölmennið!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.