Tíminn - 30.05.1968, Qupperneq 14
14
XIMINN
FIMMTUDAGUR 30. maí 1968
at ***
SAGAN — NÚTÍÐIN — FRAMTÍÐIN
í dag kynnir Rannsóknastofnun fiskiSnaðarins starf-
semi sína, og býður sýningargestum fiskpylsur og kex
úr fiskimjöli. Tízkusýning kl. 8,30 í veitingastofunni.
— Sjáið aefintýraheim sjávarútvegsins.
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Leikritið íslandsklukkan, hefur
nú verið sýnd 32 sinnum, við
mjög góða aðsókn. Það vinnst að-
eins tími til að hafa þrjár sýnin-g
ar á íslandsklukkunni í viðbót að
þessu sinni og verður næsta sýn-
ingin annað kvöld, fimmtudaginn
30. m,aí. Þann 3. júní n. k. fara
leikarar Þjóðleikhússins í ieikför
til Norðurlanda, með leikritið
Galdra-Loft, og stendur sú lei'kför
yfir í 8 daga- Þegar leikararnir
koma til baka aftur verða svo hafð
ar tvær síðustu sýningarnar á ís-
landisklukkunni í Þjóðleikhúsinu.
Myndin er af Sigríði Þorvaldisdótt
ur og Erlingi Gíslasyni í hlutverk
um sínum.
LEIÐRÉTTING
Slæm Villa varð í grein um
Kexverksmiðjuna Frón, se,m birt-
ist í blaðinu í gær. Verksmiðji/-
stjórinn Ágúst Jólhannesson er
þar ranglega nefndur Guðmunds
son. Vill Tíminn hér með leið-
rétta þetta og biðja lesendur sína
velvirðingar á þessum mistökum.
S. H.
Framhald af bls. 16
oration, dlótturfyrirtækis S.H. í
Bandaríkjunum, skýrði frá starf
semd fyrirtiækisins, hinni nýju
fiskiðnaðarverksmiðju, sem nú
er að taka til starfa og^markaðs-
og söluhorfum í Bandaríkjunum.
Árni Finnbjörnsson flutíi
úkýrslu um viðskipti S.H. við Aust
ur-Evrópulönd, ennfremur um
sölur á hraðfrystri síld, fryst-
um hrognum o. 01. bæði í Aust-
ur- og Vestur-Evrópu.
Ólafur Guðmunidsson, fram-
kvæmdastjóri söluskrifstofu S.
H. og dótturfyrirtækisins Snax
(Ross) Ltd. í London, skýrði frá
starfseminni í Englandi og sölu
málum á vegum skrifstofunnar
í VesturÆvrópu. Nú starfrækir
S. H. 25 svonefnda fiskbari í
London, og hefur starfsemi þeirra
gefið góða raun.
Einar G. Kvaran, framkvæmda-
stjórd framleiðslumála, flutti
skýrslu um framleiðslu hraðfrysti
húsanna á liðnu starfsári og önn
ur atriði þar að lútandi.
í skýrslu stjórnar S. H. • og
ræðum framkvæmdastjóranna
kom m. a-. fram eftirfarandi:
Heildarframleiðsla hraðfrystra
sjávarafurða hjá hraðfrystihúsum
innan S.1 H.. á árinu 1967 var
53.010 smál. samanborið við
60.848 smál. árið áður. Var það
7.838 smái, minna en árið
1906, og um 20 þús. smál. minna
en framleiðslan árið 1965. Fram
leiðsla frystra fiskflaka, blokka og
heilfrysts físks, annars en flat-
fisks, varð 36.250 smál. eða 4.
865 smál. meiri en árið 1966.
Síldarfrysting var aðeins 8.042
smál. samanborið við 18.161 smál.
árið 1966. Hefur orðið mikil breyt
ing á framleiðslu heilfrystrar sild
ar á aðeins 3 árum, en árið 1965
var framleiðsla S.II. á frystri
síld um 24 þús. smál, en á s. 1.
ári var framleiðslan aðeins %
þessa magns, og hefur því orðið
mikil breyting til hins verra. Auk
þpss var samdráttur í frystingu
flatfisks, hrogna, dýrafóðurs, hum
ars o. fl.
Innan Sölumiðstöðvar hrað-
fi'ystiihúsanna voru árið 1'967
57 hraðfrystiihús. Framleiðslu-
hæstu hraðfrystihúsin árið 1967
voru:
Vinnslustöðin h. f., Vestmannacyj-
um, 3.213 smál.
Fiskiðjan h. f., 2.809 smál.
Hraðfrystihúsið á Kirkjusandi h.
f. Júpiter og h. f. Marz, Reykja-
ví.k, 2.775 smál.
ístojörninn h'.f. Reykjavík,
2.557 sml.
ísfólag Vestmannaeyja h.f.
2.385 sm-ál.
Framleiðsla S. H. frá 1. janúar
til 30. apríl í ár var svipuð og
á sama tím-a í fyrra, eða 18,151
(1967:18.420).
Útflutningur frystra sjávafaf-
ui;ða var árið 1967 að verðmæti
1305 millj. krónur,, en þar af var
útflutnirfgur S. H. 55.529 smál. að
verðmæti 1008 mil'lj. krónur f.o.b.
IV-arð 'það um 9% samdráttu-r mið
að við verðm-æti frá árinu áður.
Allt frá árinu 1961 til ársloka
1966 hafði verið um að ræða jafna
ogstígandi aukningu í útflutning.s !
(verðmæti sjávarafurða á veg-um S. 1
! H. Árið 1961 nam útflutningsverð ;
i mætið 633 millj. króna,' og komst ,
i upp í 1117 millj. kr. árið 1966 sem ;
i var há-mark til þess tíma, en árið :
: 1967 lækikaði bæði útf-lutt magn I
^og verð-mæti. Verðmæti útfluttra I
I sjávarafurða á vegum S. H. s. 1. :
: ár var 78% af heild-arútflutnings- ’
verðmæti frystra sj-ávara-fu-rða.
Helztu markaðslönd voru sem
fyrr, Bandarí'kin og Sovétríkin.
Helztu m-arkaðir fyrir fryst fisk
flök, fiskblokkir og heilfrystan
fisk eru í Bandaríkjunum, Sovét
ríkjunum, Sovétríkjunum og Bret
landi, en fyrir hraðfrysta síld f
Austur-Evrópu.
Helztu markaðir fyrir frystan
humar eru Bandaríkin og fta-lía,
se-m keyptu um 80% útflutnings-
ins. Þá er nokkur markaður fyrir
humar í Bretlandi og Sviss.
Verðlag á hraðfrystum sj-ávaraf
urðum hélst víða óbreytt í því
lágmarki, sem það hefur verið í
undanfarin ár. Á sumum mörkuð
um va-r um örlitla hækkun að
ræða, en á öðrum verðlækkanir á
mörgum helztu afurðategundum.
Sölu- og markaðsútlit fyrir hrað
fry-star sj-á-varafurðir er ekki gott.
Fram kom á fundin-um, að dótt
urfyrirtæki S. H. í Bandaríkjunum
og fiskiðnaðarverks-miðja þess hef
ur átt mjög ríkan þátt í að tryggja
mavkaðsslöðu samtakanna á þess
um mikilvæga markaði fyrir hrað
frystar sjávarafurðir frá íslandi.
A-uk venjul-egra aðalfundarstarfa
mun hann fjalla um almen-n hags
munamál hraðfrystilhúsann-a stöðu
þeirra í dag og framtíðarfþróun.
Aðalfundimlm lýkur væn-tanlega á
morg-un (fimmtudag).
Frá Sölumiðstöð hraðfrystihús
anna.
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegar þakkir færi ég ölluði þeim, er heim-
sóttu mig og sendu mér gjafir, blóm og skeyti, á
áttræöisafmæli mínu 5. maí s.l. og gerðu mér daginn
ógleymanlegan.
Auðbjörg Jónsdóttir, Vestri-Skógtjörn, Álftanesi.
Utför móður okkar
Arndísar Jónsdóttur,
Njálsgötu 9,
fer fram frá Dómklrkjunni föstudaginn 31, mal kl. 2 e. h.
Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum.
Árni Tryggvason,
Ólafur Ttyggvason.
ALFTANES
Framhald af bls. 16
Jónsson, hrl., skýrði sjónarmið
minnihlutans, er mælir mef, að
tekið verði frá á Álftanesi nægi-
lega mikið landrými, til að hægt
yrði að bygg-ja stærri flugvöli
s-amkvæ-mt „L-tilhögun“ fl-ug-
brauia. Sá flugvöllur hefur óu-m-
deilanl-ega marga flugtækniiega
yfirburðr yfir flugvöll með „X-
tilhögun“ flugbrauta. Ræðumaður
gat þess, að ísiendingar hefðu
fengið hina tvo aðalflugvelli lands
ins svo til fyrirhafnarlaust upp
í hendurnar, og væri því ekki
vorkunn að byggja einn myndar-
legan flugvöll fyrir höfuðborgar
svæðið,
Að loknu-m framsöguræðum
tóku eftirfarandi til máls: Örn O.
Johnson, forstj. F.Í., G-unnar Sig-
urðsson, flug-vallarstjóri Reykja-
víkurflugvallar, Skúli Steiniþórs-
son, formaður Félags ísl. atvinnu
flugmanna, Sigurður Jónsson,
framkvæmdastjóri Loftferðaeftir-
litsins, Gústav Pálsson, l>orgar-
verkfræðingur, Bergur G. Gísla-
son, forstjóri, Jón Sigurðsson,
ráðuneyti-sstjóri, Sigurður Helga-
son, forstjóri Loftleiða Inc. í New
York, Björn Pálsson, flugstjóri,
Arnór Hjálmarsson, yfirflugum-
ferðarstjóri í Reykjavík, Sigurður
Jóhannssion, vegamálastjóri, Geir
Hallgrímsson, borgarstjóri, Hann-
es Davíðsson, arkitekt, Ómar
Ragnarsson, lögfræðinemi og
Jónas Haralz, forstöðumaður Efna
hagssiofnunarinnar.
í tok fundarins var borin upp
eftlrfarandi tiliaga- frá Erni O.
Johnson og liún samþykkt með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða
fundarmanna:
„Almennur fund-ur haldinn að
tilihl-utnn Flugnválafélags ísland-s
liinn 28. mui 1968, um flugvall-
armál, beinir’ þejrri askorun til
hæstvirtrar ríkisstjórnar íslands,
að nú þegar v-erði gerðar ráðstaf
ayir til að tryggja. landrými á
Álftanesi fyrir framtíðarflugvöll
höfuðborgarsvæðisin-s, er nægi
fyrir svokallaða „L-tilhögun“ fltig
bra-uta, sbr. álit flugt’allarnefndar
1965—1967, og ráðstafanir gerðar
til að athugun fari fram á til-
kostnaði við byggingu slíks fl-ug
vallar, og þá sérstaklega gerður
endanlegur samantourður á kostn
aði við gerð flúgvalla eftir „X“
-og „L“-leiðum.
HRAÐI
Framhald af bls. 16
síðan hægri umferð var tek
in upp, sem barn verður
fyrir bíl. í öllum tilfellum
má þakka, hve hægt öku-
mennirnir óku, að alvarleg
slys hafa ekki hlotizt af.
Sama er að segja um þá bif
reiðaáreks-tra sem orðið
hafa. Bílarnir sem í þeim
lentu voru á svo hægum
hraða að verulegt tjón hef
ur ekki hlotizt af.
Lögreglan, hvar sem er
á landinu, tekur enguin
1 vettlingatökum á ökuníðing
um. Þeir eru umsvifalaust kærðir
og sektaðir fyrir brot sín. Sum
ir þeirra ökiumanna sem færðir
eru til yfirheyrzlu virðast halda
að þeir séu orðnir svo öruggir j í
hægri umferð að engin ástæÖa
sé fyrir þá að halda sér við 35
km hámarkshraða í þéttbýli-. En
þær staðhæfingar eiga ekki við
rök að styðjast, því að raunin er
sú að umferðarbrot, önn-ur en of
hráður ákstur, eru svo algeng
þessa daganá að sýnt er að öku
menn eru hvergi nærri búnir að
átta sig á breyttum umferðarregl
um. Og það er á-lit sé'ríræðinga að
fyrstu fjóra niánuði hægri um-ferð
ar sé ávallt hætta á að ökumenn,
hversu góðir sem þeir kunna
aíj vera, gleymi sér og fari að
aka eftir þeim reglum sem þeir
eru vanastir. Ekki þarf ne-ma
augnabliksgleymsku og aðgæzlu-
íbysi til jð vald-a slysi í umferð-
inni.
Þá er mjög á-berandi í hægri
umferð hve margir bílstjórar aka
á vinstri akrein, þar sem tvær
eða fleiri akreinar liggja samsíða.
Þetta er mjög hættulegt því að
bílar sem far-a fram úr vanaföstu
ök-u-mönnunum v-erða að fara
hægra megin við þá, en í hægri
akstri á að sjálfsögðu að taka
fram úr bílum vinstra megin.
ALFELAGIÐ
Framihald aif bls. 1.
marga mánuði hefði Illíf og
Framsókn staðið í. sainningavið
ræðum við Álfélagið um vinnu
vaktmanna sem starfa hjá ÍS-AL
og verkakvenna, er starfa þar í
m-ötuneyti. N-ú fyr-ir nokkrum dög
um hefðu félögin ákveðið að boða
til vinnustöðvunar, en dagurinn
ekki verið ákveðinn þegar þefla
gerðist. Aftur á móti var ákveðið
í gær að boða verkfall þessara
starfsm-anna frá 6. júní n. k.
í viðtali við blað-ið í dag
rakti Hermann þróun málsins
síðustu d-agana, og sagði þá eftir
farand-i:
Það va-r á mánudagin-n, að
framkvæmdastjórinn — Ragnar
Halldórsson — boðaði starfsfólk
ið hjá ÍSAL til fundar. Fólkið
var nokkuð spennt, serstakleg-a
okkar menn, að sj'á hvað þar yrði
til uniræðu. Á þessum fundi
sagði i'ramkvæ-mdasljórinn, að
hug-myndin væri að láta stofna
starf-smannafélag hjá ÍSAL. Ekk
ert væri auðvitað við það að
a-thuga, ef um væri að ræða
starfs-mannafélag eins og við skilj
um þau. En svo kom það í 1-jós, að
ekkert venjulegt st’arfsmannafé
lag var þarna á ferðinni, heldur
hreint stéttarfélag.
Lagði han-n síðan fra-m á fund
inum uppkast að lögum fyrir
þetta félag, og í 1. grein þess
u-ppkasts kemur í Ij-ós hvert verk
svið félags-ins á að vera. Þar segir,
að tjlgang-ur félagsins sé að
koma fram sem einus-tu viðsemj
endur við ÍS'AL, að gæta hags-
muna starfsmánna gagnvart vinnu
veitenda, sérstaklega er snert-ir
lau-nakjdr, ráðningarkjör, vinnu
sjdlyrði o. s. frv. Og síðar í u-pp
kastinu segir: „Hins vegar er það
tiiskilið að stjórn ÍSAL viður
-kennii stariSsmannafél-agið sem
einustu viðsemjendur sína.“ Og
síðar kemur, að félagið eigi að
stuðla að friðsamlegum samskipt
um milli vinnu-veitenda og starfs
manna innan félagsins, og að
leitast við að útkljá d-eilur án
þess að til vald-beitingar komi.
Fólkið hlustaði á boðskap manns
ins og sagði ekkert. Svo leystist
fund-urinn upp án þess nokkuð
væri ákveðið, og vi'ð fréttum um
þetta.
Það ligg-u-r í augum up-pi, að
v-ið litum á þetta mjög alvarlegum
au-gum. Þetta er alveg einstæður
atburður í sögu verkalýðshreyfing
ari-nnar. Ekki það, að atpipnurek
endu-r beiti sér fyrir stofnun klofn
-ingsfélags, það hafa þeir oft
gert áður fyrr, en það sem gerir
atburð-inn einstæðan er það,
að þeir beita sér fyrir stofnun
síns eigim stéttarfólags í kringum
sin-n atvinnurekstur eingöngu.
Við samþykkt-u-m á fundi stjórn
_ar og trúnaðarmannaráðs Hlífar
í gær að skrifa Alþýðusambandinu
út af þessu og se-gjum þaÞ, eftir að
við höfum lýst aðdraganda máls-
ins og laga-uppkasti félagsins:
„Við teljum þetta svo alvaríegan
atburð, a'ð verkalýðshreyfingin
verði að kæf-a þá tilraun, sem
hér er gerð af hálfu atvin-nurek-
en-da ti-1 að stofna sitt e-igið verka
lýðsfélag, og þar me'ð kljúfa þau
verkalýðsfél'ög sem- fyrir eru á
svæðinu. Við munum gera allt
sem við getum til að hind-ra myrid
un stét-tarféla-gs atvinnurekenda,
og óskum eftir því að þið
veitið okkur allan tiltækan stuðn
ing.“ Framsókn samþykkti ei-nn
ig a'ð senda samhljóða bréf til
ASÍ, sem hefur ákveðið að halda
miðstjómarfiuind á morgun,
fimmtudag.
Á fundum stjórna og trún-aðar
imanna-ráða beg-gj-a félaganna í
g-ær var einnig samiþykkt að boða
vin-nustöðvun frá og með 6. júní
hjá ÍSAL, en eins og ég sa-gði
áðan þá var þessi vinnustöðvun
eiginlega ákveðin áður en þetta
mál k-om upp. En hins vegar verð
ur eðli þessarar vinnustöðvunar
allt an-nað, eftir að þetta hefur
gerzt. Þá Verður þetta barátta
fyrir v-iðurkenningu.
Við hljótum að líta á þetta
sem mjög alvarlegan atburð, því
að hérna er verjð að gera ó-
tvíræð’a 'tilraun til þess að
kljúfa þau verkalýðsfélög, sem
eru fyrir á þessu svæði, og —
það sem er ef til vill alvarl-egast
af þessu öllu sanian — atvinnurek
endur er-u að reyna að stofna
þarna sitt eigið stéttarféla-g, sem
er alveg ernstæður atburður í
allri sögu \rerkalýðshreyfingarinn
ar á íslandi, og verður engan
veginn þolaður. Þetta verður
stöðvað hvað sem það kostar, —
sagði Hermann að lokum.
I
i