Tíminn - 11.06.1968, Blaðsíða 1
tfá-ýy.
mm ■ ■ ■ •
gv.
réttarsal við Bowstreet í London.
Ray kom fyrir réttinn í dag, en
sagði ekki eitt einasta orð þær
tvær mínútur. sem hann stó'ð
frammi fyrir dómaranum. Þegar
dómarinn spurði Ray. hvort hann
hefði eitthvað við handtökuna eða
málsmeðferð réttarins að athuga,
hristi Ray aðeins höfuðið
Thomas Butler, liigreglufor-
ingi, gaf stutta skýrslu fyrir rétt
inum um ■ handtöku Rays. Sam-
kvæmt henni á Ray að hafa kom-
ið frá Kanada til London og hafa
dvalizt í Lundúnum í nokkrar
vikur. Hann hafi siðan verið hand
tekinn á Lundúnafjugvelli á laug-
ardaginn. þegar hann ætlaði að
stíga um horð í áætlunarflugvél,
sem var á leið til Brússel. Við
handtökuna var honum gefið að
sök að t>era á sér 38 kaliber
skammbyssu af Liberty-Khief
gerð og einnig að ferðast á föls-
uðu kanadísku vegahréfi. útgefnu
á nafn Ramon George Sneyds.
Dómarinn kvað upp þann úr-
skurð, að Ray skyldi hafður í
varðlialdi til 18. þessa mánaðar.
en þá færu fram vfirheyrslur að
nýju.
Mikil] mannfjöldi safnaðist sam
an í réttarsalnum við Bowstreet
Framhald á bls. 14.
NTB-London. mánudag.
Mjög náin samvinna kanadisku
i'íkislögregluniiar, FBl. ríkislög-
regliinnar bandarísku ng Scotland
Yard við ieitina að morðingja
bandaríska blökkumannaleiðtog-
ans Martiii Luther King, leiddi ti)
þess á laugardaginn, að James
Earl Ray, sem talinn er hafa
framkvæmt verknaðinn, var hand-
tckinn i flugliöf ninni i London,
sakaður um að hafa hlaðna skamni
byssu í fórum sinum og fcrðast
I á fölsku vegabréfi.
Réttur hefur nú verið settur
yfir Ramon George Sneyd. en
I undir þvi nafni ferðaðist Ray, í
117. tbl. — Þriðjudagur 11. júní 1968. — 52. árg.
um felldur?
Búpeningur
á Moldhaug-
IGÞ-Reykjavík, mánudag.
Bændur eru eðlilega mjög
uggandi út af þeim tíðindum
að hringskyrfið, bttfjársjúkdóm-
urjnn, sem herjað hefur frammi
í Eyjafirði, skuli nú Hafa borizt
út í Moldhauga. Þykir þeim ein
sýnt, að nú verði að bregðast
hart við til að hefta útbreiðslu
sýkinnar um næsta nágrenni
Moldhauga, Aðgerðir í þvi máli
megi ekki dragast deginum
lengur. Er þetta skiljanleg af-
staða, sem ráðamenn þessara
mála hljóta að taka tillit tfl hið
bráðasta.
Hringskyrfis mun hafa orðið
vart á Moldhaugum í febrúar í
vetur. Er ekki vitað með neinni
vissu, hvernig búfjársýking hef
ur borizt þangað. og er það
sízt til að draga úr áhyggjum
bænda. ef veikin getur stungið
sér niður hér og þar án þess
að vitað ,sé um tilefnið. Þó
mun vera álitið að i þessu til-
felli hafi sýkin borjzt til Mold-
hauga í gegnum sláturhús.
Reynist sú tilgáta á rökum
reist, sýnir hún hversu varlega
verður að fara, ef á að takast
að takmarka sýkina við gömul
svæði hennar í Eyjafirði.
Tíminn sannfrétti í dag, að
þei>. sem með ákvarðanir í
þe-' -u máli hafa að gera, hafi
nú fyrir helgina rætt mn að
niðurskurður á búpeningi á
Moldhaugum væri eina lausnin
á þessu máli. Hlýtur ákvörðun
um þetta að verða tekin alveg
næstu daga, enda ekki eftir
neinu að biða, ef ráðamenn eru
sammála um þessa lausn. NÍSur
skurður verður auðvitað ekki
framkvæmdur nema fullar bæt
ur komi fyrir þær skepnur,
sem verður að fella.
Með ákvörðun um niður-
skurð á Moldhaugum mumdi
verða mörkuð sú stefna, að
Framhald á bls. 16.
KJ-Reykjavik, mánudag.
f dag eru tuttugu dagar þangað
til íslendingar ganga að kjörborð
inu og kjósa sér forseta. Stuðn-
ingsmenn beggja forsetaefnanna,
þeirra dr. Kristjáns Eldjárns og
dr. Gunnars Thoroddscn vinna nú
ötullega að undirbúningi kosuing-
Eddom á
ísafirði
GS-ísafirði, mánudag.
í gær kom hingað til ísafjarð-
ar Harry Eddom, sem frægur varð
fyrr í vetur. Er hann nú um borð
í togaranum Ross Antartic. Guð-
mundur Karlsson, umboðsmaður
brézkra útgerðarmanna, tjáði blað
inu í dag, að Harry hefðj verið
hinn ánægðasti, en þetta væri önn
ur ’ferð hans á íslanflsmið eftir
hrakfarirnar í vetur.
Togarinn þurfti að koma hér
inn í gær vegna smávægilegrar
radarbilunar. Var Han-y Eddom
því í landi aðeins í um tvær
klukkustundir.
anna. Hafa bæði forsetaefnin opn
að um 30 kosningaskrifstofur víða
um landið. I)r. Gunnar óg frú
Vala eru á yfirreið um landið og
dr. Kristján og fni Halldóra
byrja fundaferðalag sitt á morg-
un þriðjudag, með fundi á fsa-
firði. Tíminn hafði í dag tal af
starfsniönnum á skrifstofum
beggja forsetaefnanna, og var
mikill kosningahugur á báðuni
stöðuni.
Á kosningaskrifstofu stuðnings-
manna dr Gunnars Thoroddsen
varð fyrir svörum Valur Valsson.
Hann sagði, að dr. Gunnar og frú
Vala væru búin að vera á al-
mennum fundum í Stykkishólmi,
á Hellissandi, í Vestmannaeyjum.
á Patreksfirði, Blönduósi, Ólafs-
firði, Si.glufirði og Húsavík. Sagði
Valur, að aðsókn að fundum hefði
hvarvetna verið góð og þeim hjón
um verið ve! tekið. >á sagði Val-
ur, að í kvöld, mánudag, yrði
fundur á Akureyri, þar sem hjón-
in myndu mæta. Á morgun yrði
fundur á Egilsstöðum og Höfn á
miðvikudaginn. Fleiri fundir eru
á döfinni, og þá hér suðvestan
lands ag verða þeir auglýstir síð-
ar. Um blaðaútgáfuna sagði Val-
ur, að út væm komin fjögur tölu-
blöð af Þjóðkjöri og tvö tölublöð
af Ungu fólki. Ráðgert er að
Þjóðkjör komi út vikulega fram
að kosningum, en eitt til tvö
tolublöð af Ungu fólki munu
koma út í viðbót. Þjóðkjör er
selt í Reykjavík en dreift ókeypis
úti á landi.
Valur sagði, að stuðningskonur
dr. Gunnars hefðu opnað sérstaka
kosningaskrifstofu. og væri verk-
efni hennar að hafa samband við
konur á höfúðborgarsvæðinu, en
alls væru kosningaskrifstofur 12
—15. Að lokum sagði Valur, að
50 króna áskorendaveltan gengi
nijög vel, en sú starfsemi er tak
mörkuð við höfuðborgarsvæðið.
Á skrifstofu stuðningsmanna dr.
Kristjáns Eldjárns í Bankastræti
6, varð fyrjr svörum frú Þórunn
Thors. Hún sagði, að dr. Kriátján
Eldjórn og kona hans, frú Hall-
dóra Ingólfsdóttir, myindu hefja
fundaferðalag sitt á morgun,
þriðjudag, og yrði fyrsti fundur
stuðningsmanna dr. Kristjáns, þar
sem þau hjón mæta, á ísafirði
annað kvöld. Síðan halda þau
á fund í Varma'hlíð í Skagafirði
á laugardaginn næst komandi,
föstudaginn 21. júní verður fund
ur á Egilsstöðum og á Akureyri
laugardaginn 22. júní. Aðrir fund
ir verða tilkynntir sdðar, sagði
Þórunn, en á morgun kemur út
þriðja tölublað af „30. júní“. blaði
stuðningsmanna dr. Kristjáns, og
ennfremur kemur nú bráðlega út
annað tölublað af blaðinu Ungt
fólk. „30. júní“ kemur út viku-
lega til kjördags og er þvi dreift
ókeypis í Reykjavik og annars stað
ar á landinu.
Stuðningsmenn dr. Kristjáns
hafa opnað fjórtán kosningaskrif-
stofur hér í Reykjavik og úti á
landi, sagði Þórunn og ennfrem-
ur hefur verið opnuð sérstök skrif
stofa vegna utankjörstaðaatkvæða
greiðslu í Garðastræti 17. Pen-
ingaframlög í kosningasjóðinn
Framhald á bls. 16.
Meintur morðingi Kings
þagði fyrir rétti
Fru Halldora Ingolfsdotrir
Dr. Gunnar Thoroddsen
Dr. Kristján Eldjárn
Frú Vala Thoroddsen
20 DAGAR TIL KJ0RS
Dr. Gunnar var á Akureyri í gærkveldi, dr. Kristján á ísafirði í kvöld.
Aðalskrifstofa v
stuðningsmanna
Kristjáns Eldjárns ;
er í Bankastræti 6.
Sími 83800-
Aðaiskrifstofa
stuðningsmanna
Kristjáns Eldjárns
er í Bankastræti 6.
Sími 83800-