Tíminn - 11.06.1968, Síða 9

Tíminn - 11.06.1968, Síða 9
9 * MUÐJUDAGUR 11. júní 1968. '" ~ 1 ----- TIMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framicvæmdastjóri: Kristján Benedtktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Lndriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, s£mi 18300 Áskriftargjald kr. 120.00 á mán Innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. harla kostnaðarsama og ósvífna skollablindu til þess að fela fyrir þjóðinni, hvernig komið var, og töldu henni síðan trú um, að allir erfiðleikar væru að baki. Með þessum brögðum tókst stjórnarflokkunum að varpa sandi í augu manna og halda velli. Harla athyglisverð eru t.d. orð Jóhanns Hafsteins, dómsmálaráðherra, varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði m.a. svo í landsfundarræðu sinni, þar sem kosningastefnuskráin var samþykkt: „Sú ríkisstjórn, sem með völd fer að alþingiskosning- um loknum í júní í sumar, getur ekki haft það verkefni að reisa við fjárhag og efnahagslíf eða almenna þjóð- félagsþróun. Verkefnið verður að byggja á þeim grund- veli, sem með viðreisnarstefnunni hefur verið lagður“. Nú er ár liðið, og því réttmætt að spyrja: Hefur sú ríkisstjórn, sem við tók eftir kosningarnar, ekki þurft „að reisa við fjárhag og efnahagslíf“ á því ári? Hefur hún engar ráðstafanir þurft að gera? Hvað var gengis- lækkunin? Hvað var hjálpin við útveginn? Hvernig fór um fjárlögin, sem entust rétt fram yfir áramótin? Þannig mætti halda áfram að telja lengi dags. Orð Jóhanns um að stjórnin, sem sæti eftir kosningarnar „gæti ekki haft það verkefni að reisa við fjárhag og efnahagslíf“, hafa reynzt slík öfugmæli, að glæsilegra afrek hefur varla verið unnið í þeirri listgrein fyrr eða síðar í stjórnmálum landsmanna. Verkefni stjórnarinnar hefur eins og öllum er kunnugt verið það daginn út og inn allt guðslangt árið að lappa upp á garminn sinn, stagla og bæta með bráðabirgðabótum hverja ofan á aðra, og er svo enn. Fyrir nokkrum vikum skýrði Morgunblaðið frá því sem önnur blöð, að Powell hinn brezki hefði vikið úr „skuggaráðuneyti“ brezka íhaldsflokksins vegna ágrein- ings. Morgunblaðið lagði föðurlega út af þessu og sagði m.a. að það komi oft fyrir, að brezkir ráðherrar víki úr ríkisstjórn, því að þeir „láti málefnin ráða en ekki per- sónulegar vegsemdir“ og Mbl. bætti því síðan við, að „þeir þættu meiri menn á eftir. Og síðan spurði Mbl.: „Gæti þetta gerzt hér?" Þegar minnzt er orða Jóhahns Hafsteins og dóms reynslunnar um þau, kemur þeási spurning óhjákvæmi- lega í hugann: „Gæti þetta gerzt hér?“ Gæti það gerzt hér, að maður í ráðherrastóli, er orðið hefur svona hrapallega ómerkur orða sinna fyrir dómi reynslunnar, segði af sér? Hvarflar það ekki að honum að gera það til þess að „verða maður að meiri á eftir“, eins og Mbl. ráðleggur. Finnst Jóhanni það ekki æskilegt að aukast ofurlítið enn að vegi og virðingu með þjóðinni? Eða ætlar Jóhann að aðrir íhaldsráðherrar að láta „persónu- legar vegsemdir“ ráða meiru en málefni. Annars hafa ráðherrar stjórnarflokkanna fyrir löngu fellt á sig þann dóm, að þeim sé það fyrir öllu að njóta stólanna, og þar munu þeir sitja og safna í fjórðu gengisfellinguna. Engínn áratugúí nefur fram til þessa fært þjóðinni þrjár gengisfellingar, annar en sjöundi tugur tuttugustu aldar — viðreisnartíminn svonefndi. — Þegar sagan greinir frá honum, verður það höfuðein- kenni á þessu stjórnartímabili. En hvernig „viðreisn“ fjárhags og efnahagslífs þjóðarinnar er í því fólgin, verður eftir sem áður hulin ráðgáta. Það orð mun aðeins geymast sem hrikalegt öfugmæli, og háðsmerki við «Afoj.w cem skreyttu ráðherralista þessa áratugar. I Málefni og „Viðreisn“ Hér í blaðinu nýlega var það r^kið með skýrum dæmum, teknum úr málgögnum rikisstjórnarinnar og úr ræðum og greinum oddvita stjórnarflokkanna, hvern- ig þeir blekktu þjóðipa fyrir kosningarnar, settu á svið JAMES RESTON: Humphrey berst hyggilega - of hyggilega segja sumir Hann er fengsæll á fylgi og líklegur til sigurs, en segir fátt um af- stöðu sína til styrjaldarinnar og hefur glatað traustii sumra fyrri fylgis- manna sinna. Stúdentarnir og negrarnir tortryggja hann. HUBERT Humphrey heyr mjög hyggilega kosningabar- áttu sem forsetaefni Bandaríkj anna, en þar fer einmitt á ann an veg en vera ætti. Honum gengur ekki aðeins vel, heldur til muna betur en hann á skil ið, þar sem hann er ekki ein- lœgur og hreinskilinn í við- Hann lætur undir höfuð leggj ast að segja bandarísku þjóð inni, hver afstaða hans er í raun og veru til mikilvægasta málsins í kosningunum og . að því leyti villir hann um fyrir kjósendum, bæði fylgismönn- um styrjaldarinnar og andstæð injnm hennar. Úlfakreppan, sem Humphrey var í áður en hann gaf kost á sér sem forsetaefni, var ákaf lega auðskilin. Hann var á valdi tveggja afla, sem toguð ust á. Annars vegar var holl usta hans við Johnson forseta, en hins vegar efi hans sjálfs um viturleika þeirrar stefnu, sem forsetinu fylgdi fram í Víetnam. Og hann leysti þenn an vanda á þann hátt, að hann lét hollustuna mega sín meira. ÞEGAR Humphrey var búinn að taka þessa afstöðu lét hann sér ekki nægía að flytja vörn Víetnam-stefnunnar við gamla vini sína til vinstri, heldur fylgdi afstöðunni fram með þeim hætti, að Johnson forseti virtist verða að hógværri og hikandi dúfu. En þetta var vita skuld öldungis eins og vera bar. Hubert er æ og ævinlega „125% maður“, hvað sem sem hann tekur sér fyrir hendur. En þegar Hubert Humphrey tilkynnti um framboð sitt sem forsetaefni tók hann á sig nýja ábyrgð. Hann var ekki íramar skuldbundinn flofcknum eða ríkisstjórninni fyrst og fremst. Æðsta skyldan er við þjóðina sjiálfa. Hún á rétt á að fá að vita, hver hugur hans er. Þjóð in hefir áhuga á áliti hans, eða svo ætti að minnsta kosti að vera. Og Mn á kröfu á að fá að vita, hver afstaða hans var og er til göngunnar um þessa löngu og blóði drifnu slóð inn í myrkviði Víetnam. Gild ástæða er til að ætla, að Hubert Humphrey hafi ver- ið andvígur útfærslu styrjaldar innar við tvenn eða þrenn mik ilvæg gatnamót í hinni gengnu braut. Hanm lét efasemdir í Ijós við vini sína og jafnvel fréttamenn á sínum tíma. En hitt vitum við ekki, hvort hann lýsti andstöðu sinni fyrir for setanum, og nú lætur hann spurningum um málið með öllu ósvarað. , EKKI þarf að fara í neinar grafgötur um, að þarna er að finna ástæðu þess, að hann neitaði að rökræða við Robert Kennedy og McCarthy í sjón- varpinu. Ástæðan var ekki sú, að hann sé linur baráttumaður í rökræðum. Hann er þvert á Hubert Humphrey móti bezti ræðumaður, sem nú fæst við bandarísk stjórnmál. Og ástæðan er samnarlega ekki sú, að hann sé deigur við að flytja mál sitt opinberlega eða hikandi við að þiggja ókeypis tækifæri til þess að koma fram í. sjónvarpd. Hann getur talað og talað, bunað eins og bilað- ur krani, og hann kemur fram í sjónvarpi nálega eins oft og Walter Cronkite. En það, sem Humphrey vill fyrir alla muni boma sér und an að gera á þessu stigi kosn ingabaráttunnar, er að útmála og gylla opinberan stuðning stuðning sinn við styrjöld, sem hann var sjálfur andvígur í hjarta sínu. Hann vill halda því sem haldið verður til beggja handa. Hann vill að fylgjendur styrjaldarinnar trúi því, að hann sé í sama báti og þeir um efasemdirnar. ÞETTA er auðvitað mjög hyggileg og vænleg aðferð í stjórnmálum. Hún hefir aflað Humphrey fylgis forsetams og leiðtoga verkalýðshreyfingar- innar, svo og samtaka fylkis- stjóra suður-fýlkjanna og ann arra áhrifamikilla afla innan Demðkratafl okksins, sem einn- . ig fylgja forsetanum að mál- um. Humphrey hefir einnig sannfært fjölmarga leiðtoga fésýslu- og athafnamanna um, að hann sé þó alltaf hættu- minni en Robert Kennedy, hvað sem líði illum bifur þeirra á róttækni hans á liðinni tíð. Hubert Humphrey hefir einn ig tekizt að sannfæra fjölmarga fornvini sína um, að enda þótt hann hafi verið styrjaldar- stefnuna dyggilega, þá hafi honurn ef til vill ekki verið al- vara, og hann léti sig áreiðan lega ekki henda sams konar glappaskot og gerð hafa verið ef hann færi sjálfur með for- setavald. Vegna þessa, sem rakið er hér að framan, lítur út fyrir að Humphrey hafi tekizt að tryggia sér samstöðu næailega margra og sterkra afla til þess að bera' sigur úr býtum við útnefninguna á flokksjþinginu og ef til vill einnig í fcosn- ingunum sjálfum. En hitt er svo önnur spurning og allt annars eðlis, hvort honum tak ist að tryggja sér í viðbót þau öfl, sem nauðsynleg eru til þess að geta stjórnað ríkinu. HUBERT Humphrey hefir opinberlega og hástöfum stutt bæði styrjöldina í Víetnam og áformin um hið mikla þjóð félag. Með þessu hefir hann fyrirgert fylgi og jafnvel virð ingu margra sinna fyrri félaga til vinstri. Negrarnr og samtök menntamanna töldu hann fyrr um sainjherja sinn en svo er nú að sjá sem þeim virðist opin skátt og eindregið fylgi hans bæði við styrjöldina og áform in um hið miikla þjóðfélag benda til svika. Hinir skýru en herskáu stúdentar við háskól ana telja stuðning Johnsons for seta, verkalýðshreyfingarinnar, iðjuþöldana og flokksvélarinn- ar við Humphrey benda ein- dregið til hinar gömlu skipun- ar, sem þeir eru að reyna að bylta. Hubert Humphrey hefir með öðrum orðum glatað fylgi margra sinna fyrri vina, en það var einmitt þetta, sem kom Jöhnson forseta í fcoll. Humphr ey þurfti ekki að þjóta út á toijg og gatnamót sem fulltrúi forseta og ríkisstjórnar til þess að ávinna sér að nýju það álit, að hann sé einlægur mað ur og göfuglyndur. Allir skyldu þá erfiðu aðstöðu, sem hann var í undir handarjaðri ógnandi og tortryggins for- seta. En Humphrey hætti að vera hátalari í höndum stjórnend- anna í Hvíta húsinu þegar hann bauð sig fram til forsetakjörs. Þá fór hann fram á, að fólk snérist til fylgis við hann sjálf an, en að undanförnu hefir ver ið svo breitt bilið milli opin berra yfirlýsinga hans og um- mœla í einkasamtölum, að erfitt er að átta sig á þvi til fulls, „hvor Humphreyinn“ sé í raun og veru í framboði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.