Alþýðublaðið - 03.02.1990, Side 2

Alþýðublaðið - 03.02.1990, Side 2
2 Laugardagur 3. febr. 1990 MMÐUBIMD Ármúli 36 Sími 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 KJARASAMNINGARNIR OPNA LEIÐ TIL NÝRRA TÍMA Nýir kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins, ríkisstjórn- arinnar og Stéttarsambands bænda eru sannkallaðir tíma- mótasamningar. Það er afar at- hyglisvert og mikið fagnaðar- efni hve gildistími samnning- anna er langur eða fram í miðj- an september 1991. Endurmat á samningunum fer fram í nóv- embermánuði í ár með inni- byggðu uppsagnarákvæði. Laun hækka á samningatím- anum um 9.5 %. I samningun- um eru ákvæði um sérstakar láglaunabætur, orlof er innifal- ið í launauppbótunum og gert er ráð fyrir að greiddar verði 10 þúsund krónur í sérstaka desemberuppbót. Skipuð hef- ur verið launanefnd til að fylgj- ast með þróun kaupmáttar. Til að greiða fyrir kjarasamning- unum ákvað ríkisstjórnin eftir- farandi: Ráðstafanir til að koma í veg fyrir hækkun á bú- vörum, hækkun á frítekju- marki tekjutryggingaþega gagnvart greiðslum úr lífeyris- sjóðum, greiðsluábyrgð ríkis- sjóðs gagnvart lífeyrissjóðum við gjaldþrot fyrirtækja, lækk- un framfærsluvísitölu, endur- skoðun á meðalnýtingu tekju- stofna sveitarfélaga, auknar at- vinnuleysistryggingabætur, af- greiðslu frumvarps til laga um lífeyrismál, athugun á rétti far- manna til bóta almannatrygg- inga, endurbætur á félagsiegu húsnæði, samræmingu á skatt- lagningu fyrirtækja, ákvörðun um að koma á fót aflamiðlun og setja á laggirnar sérstaka nefnd til að tryggja árangur og markmið samninganna. ressir samningar eru ekki síst tímamótasamningar vegna þess að þeir opna leið til nýrra og bjartari tíma og tæki- færa að skapa gjörbreytt efna- hagsumhverfi. Verði samning- arnir samþykktir í einstökum félögum og gangi eftir, er það í fyrsta skipti sem verðbólga veröur keyrð niður á svipað stig og í nágrannalöndunum. Samningsaðilar hafa allir sýnt vit og ábyrgð við gerð þessara kjarasamninga og hugsað jafnt um kjör launþega, fyrirtækja og þjóðarheildarinnar sem slíkrar. Pað er einmitt á þeim nótum sem góðir kjarasamn- ingar takast. að er ennfremur ljóst, að þessir kjarasamningar hefðu aldrei tekist nema vegna þess að forsendur núverandi ríkis- stjórnar á þrengingartímabil- inu hafa staðist. Niðurfærslu- leiðin sem er að mörgu leyti upphafið að lausn núverandi kjarasamninga, sprakk í hönd- um ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar á haustmánuðum 1988. Það var vilja- og getuleysi sjálf- stæðismanna um að kenna að ekki tókst að takast á við þá- verandi efnahagsvanda með tímabundnum aðgerðum eins og gengisaðlögun í áföngum, verðstöðvun og millifærsluað- gerðum uns efnahags- og at- vinnulífið gat á nýjan leik rétt úr kútnum. Sjálfstæðismenn æptu í ráðaleysi sínu hins veg- ar einum munni á kollsteypu- leiðina með tilheyrandi stór- felldri gengisfellingu sem hefði endað í óðaverðbólgu og hleypt vinnumarkaðinum í bál og brand. Þær björgunarað- gerðir sem ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar greip til eftir að sjálfstæðismenn höfðu hrökklast úr ríkisstjórn, og voru hæddar og níddar af ný- skapaðri stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins, reyndust hins vegar heilladrjúgar þegar til lengri tíma var litið. Það eru einmitt þær forsendur sem brutu leiðina að þeim kjara- samningum sem nú hafa verið undirritaðir og greiða fyrir friði á vinnumarkaðinum og hagvexti í efnahagslífi. IVieð nýgerðum kjarasamn- ingum hefur ríkisstjórnin feng- ið mikil tækifæri og aukið svig- rúm til að skapa réttar aðstæð- ur fyrir þróttmiklu atvinnulífi og auknum hagvexti. Vandi ríkisstjórnarinnar og ábyrgð er engu að síður mikil í framhaldi ur vaxtabyrði ríkissjóðs, spennir upp vexti og eykur samkeppni ríkis og banka- og verðbréfakerfis. Síðari leiðin er því vænlegri og því ber að fagna að ríkisstjórnin hyggst fara hana með 1000 milljón króna niðurskurði í því skyni af gerðum kjarasamningum. Við minnumst kjarasamning- anna 1986 sem gerðir voru á hófsömu nótunum en sem óá- byrgð stefna í ríkisfjármálum rústaði, meðal annars í van- hugsuðum vísitöluleik. Ný- gerðir kjarasamningar kosta ríkisstjórnina 1200—1300 millj- ónir króna. Til að koma í veg fyrir þennan halla frá fjárlög- um getur ríkisstjórnin í raun gert tvennt: samið við lífeyris- sjóðina um kaup á sparisjóðs- skírteinum ríkissjóðs eða lækkað ríkisútgjöld sem hall- anum nemur. Fyrri leiðin eyk- að keyra niður verðbólgu og vexti. Það má ekki henda þessa ríkisstjórn eins og ríkis- stjórnina 1986 að grafa undan nýgerðum kjarasamningum með óráðsíu í fjármálum ríkis- ins. Þess vegna verða ráðu- neytin að taka á sig rögg, sýna ábyrgð i verki og tryggja ár- angur með lækkun útgjalda í samræmi við ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar um niðurskurð. Takist ríkisstjórninni að mæta hallanum með auknum niðurskurði í ríkisútgjöldum og tryggja þannig árangur samninganna, er tímabundn- um björgunaraðgerðum lokið, og ríkið getur farið að takast á við stóru verkefnin. Brýnustu verkefnin eru uppstokkun á kvótakerfinu og takmörkuð sala á veiðileyfum, endur- skipulagning landbúnaðarins (það eru reyndar vonbrigði að ekki tókst um það samstaða að leyfa takmarkaðan innflutning á landbúnaðarvörum til lækk- unar á matvöru almennings), nýbreytni í byggðarmálum með fækkun og stækkun sveit- arfélaga, opnun landsins og riftun efnahagslegrar einangr- unar með víðtæku samstarfi við erlend ríki og aðila í at- vinnu- og efnahagslífi. erði nýgerðir kjarasamn- ingar samþykktir í aðildarfé- lögunum, sem er vonandi, gengur í hönd langt tímabil og mikil tækifæri fyrir atvinnulíf og ríkisvald til að hefja veru- Iega endurskipulagninu og ný- sköpun í atvinnulífi og efna- hagsmálum íslendinga. Friður á vinnumarkaði samfara skyn- semi í ríkisrekstri þýðir þjóð- hagslegan stöðugleika og tíma til að vinna af skynsemi og fyr- irhyggju. Þessir kjarasamning- ar eru ekki síst tímamótasamn- ingar vegna þess að samnings- aðilar, ekki síst oddvitar Vinnuveitendasambandsins og Verkamannasambandsins, skildu hina þjóðhagslegu þýð- ingu samninganna án þess að bregðast sínum félögum eða láta flokkspólitíska hagsmuni ráða ferðinni. Fyrir það eiga samningsaðilar mikla þökk skilið. Þar með hefur verið opnuð leið til nýrra tíma á Is- landi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.