Alþýðublaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 3. febr. 1990 Hneyksli á hneyksli ofanl! Ljósmyndir: Auöunn J. Kúld yngri FÆÐINGARHEIMILI TIL EINKALÆKNA: Borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæöisflokksins hefur ákveðið að afhenda einkalæknum Fæð- ingarheimilið til afnota. Hér sjást tveir einkalæknar útskýra fyrir þungaðri konu í anddyri Fæðingarheimilisins að hún hafi farið húsa- villt og verði að fæða annað hvort á Akureyri eða í Færeyjum. Tekið skal fram að læknarnir buðu konunni brjóstalyftingu og táréttingar fyrir vægan pening. ÆSIFREGNASÍÐAN GESTAGANGUR: Þættir Ólínu Þorvarðardóttur Gestagangur þykja hafa tekist óvenju- vel að því leyti að sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að sjá nýja hlið á þekktum mönnum. Hér sýnir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins á sér nýja hlið sem fiðluleik- ari. KOSNINGASKJÁLFTI: Talsverður skjálfti er kominn í minnihlutaflokkana vegna kom- andi borgarstjórnarkosninga. Erfiðlega hefur gengið að fá sameiginlegt framboð gegn Sjálfstæðisflokknum og sérstaklega hefur Kvennalistinn neitað að ræða við fulltrúa hinna flokkanna. Hér sést einn fulltrúi minnihlutaflokkanna reyna að sannfæra Kvenna- listakonu um að áframhaldandi þreifingar um samvinnu sé af hinu góða. SAMNINGARNIR í HÖFN: Kjarasamningarnir hafa verið undirritaðir. Talsverðrar spennu og þreytu gætti í lokin. Hér sjást viðbrögð eins fulltrúa atvinnurekenda er blaða- kona spurði hann um gang samningaviðræðnanna nóttina áður en ritað var undir. BLAÐAPRENT GJALDÞROTA?: Talsverðar kviksögur hafa verið í gangi að Blaðaprent, prentsmiöja Alþýðublaðsins, Þjóðviljans og Tmans rambi á barmi gjaldþrots. Þessi mynd var tekin á síðasta hluthafafundi Blaðaprents þegar gjaldkeri félagsins útskýrði fjárhagsstöðu fyrirtækisins fyrir fundarmönnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.