Alþýðublaðið - 16.03.1990, Síða 8

Alþýðublaðið - 16.03.1990, Síða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ PRESSAN FAX 81019 MHIIIIIHMIIII Föstudagur 16. mars 1990 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRN Q 681866-83320 Jón Baldvin Hannibalsson á fundi meö Nelson Mandela og utanríkisráöherrum Nordurlandanna í Stokkhólmi segir ALÞÝÐUBLAÐINU frá fundinum: , „Áhrifamikil persóna— virðulegur ættarhöfðingi" Nelson Mandela er með miklu liði í opin- berri heimsókn í Svíþjóð þessa vikuna. Jón Bald- vin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, var í hópi fyrstu erlendu stjórn- málamannanna, sem hitti Mandela að máli. Þetta er fyrsta heimsókn Mandela utan . heima- landsins, eftir að 27 ára fangavist hans lauk. Á fréttamannafundi sem hann efndi til í Stokk- hólmi sagði hann, að hann væri í Svíþjóð til þess að láta í Ijós þakk- læti og viðurkenningu fyrir stuðning Norður- landaþjóða við mann- réttindabaráttu þel- dökkra í Suður-Afríku allan þennan tíma. Það sem vakti mesta at- hygli á fundinum var að hann setti þar fram óskir um að í stað þess að draga úr viðskiptabanni eða öðr- um þvingunaraðgerðum i garð suður-afriskra stjórn- valda lagði hann það til að stjórnmálasambandi yrði með öllu slitið við Suð- ur-Afríkustjórn. Jafnframt kom fram ný umsögn for- sætisráðherra Svíþjóðar Ingvars Karlssonar að hann teldi það ekki ráðlegt og hafnaði þeirri hugmynd. Mandela mun hafa óskað sérstaklega eftir því að fá að hitta utanríkisráðherra Norðurlanda, reyndar stóð það til strax þegar utanrík- isráðherrafundurinn var í Turku í Finnlandi, en breyt- ing varð á ferðaáætlun þannig að af því gat ekki orðið. Um klukkustund eftir fundinn var matarboð þar sem saman voru komnir ýmsir forystumenn úr sænskum og norrænum stjórnmálum og í þeim hópi var Jón Baldvin. Hvernig kom Mandela honum fyrir sjónir? „Mandela kom mér fyrir sjónir sem áhrifamikil per- sóna, virðulegur ættar- höfðingi sem hann reyndar er. Það er mikil kyrrð yfir persónu hans, yfirbragðið er virðulegt, hann er fámáll og beinskeyttur er spurn- ingum er beint til hans. Við- ræðurnar voru mest í því formi að okkur gafst kostur á að spyrja hann rækilega um ástand og framtíðar- horfur í Suður-Afríku. í máli mínu lagði ég aðal áherslu að fá viðhorf hans við fyrstu aðgerð De Klerk og mat hans á því hvenær unnt væri að setjast að samningaborði og einnig spurði ég um mat hans á því hvort De Klerk nyti nægilegs stuðnings innan stjórnarflokksins til þess að fullnægja þessum skilyrð- um. Það sem De Klerk hefur nú þegar gert er reyndar aöeins tvennt, hann hefur leyst Mandela úr fangelsi eftir allan þennan tíma og hann hefur afnumið bannið við starfsemi ANC," sagði Jón Baldvin í viðtalinu við Alþýðublaðið. Mandela sagði að að- gerðir De Klerk væru virð- ingaverðar og hann endur- tók viöurkenningarorð um hann og nánustu samstarfs- menn hans, sem hann kall- aði heiðvirða menn sem unnt væri að semja við. Fn jafnframt sagði hann að þeir þyrftu að gera meira áður en hann og samstarfs- menn hans gætu sest að samningaborði, sem jafn- ingar til þess að semja um að koma á lýðræði og binda endi á kúgunar- stjórnina. „Þetta tvennt sem hann hefur sett að skilyrði er að allir pólitískir fangar verði látnir lausir, þeir nema vist að hans sögn nokkrum tug- um þúsunda og þar með talið að þeir sem eru í út- legð fái að koma heim, að herlög verði afnumin en í skjóli þeirra geta hermenn og lögregla beitt harð- neskjulegum aðgerðum án dóms og laga. Einnig að öll gildandi löggjöf sem kyn- þáttaaðskilnaðarstefnan byggir á verði afnumin. Þeirri spurningu hvort líkur væru á að De Klerk ætti í vök að verjast innan síns flokks og að hann hefði ekki nægan styrk til þess að stíga næstu skref og að öfgaöflin til hægri styrktust nú þegar hvítir Suður-Afr- íkumenn stæðu loksins fyr- ir horfum á breytingum. Þá svaraði hann því til að það væri De Klerks að meta það ekki sitt, en það væri hans mat að 75% þjóðar- innar í Suður-Afríku væri að baki kröfunum um kosn- ingar skv. almennum kosn- ingarétti og De Klerk væri í sterkri stöðu því hann þyrfti ekki að standa frammi fyrir kosningum fyrr en 1994. Hann hefði þess vegna valdið til að koma þessum breytingum á og þyrfti ekki að óttast það, að meirihluti þjóðar- innar myndi ekki styðja slikar aðgerðir". Talsvert var spurt við hvaða skilyrði ANC treysti sér til þess að lýsa því yfir að þeir myndu ekki beita valdi. Mandela svaraði því af miklum þunga að sögn Jóns Baldvins og sagði sem svo, að ANC væri sú hreyf- ing sem að síst hefði áhuga á eða hagsmuni af að valdi sé beitt. Valdið væri í hönd- um stjórnvalda og reyndar ekki aðeins stjórnvalda lög- reglu og hers, heldur í höndum ofurvopnaðra of- beldissveita öfgamanna. Mandela sagði að þeir kyn- bræður hans hefðu verið sviptir mannréttindum og beittir purkunarlausu of- beldi allan þennan tíma. Þess vegna ætti ANC ekki annan kost þegar aðrar leiðir til lýðræðislegs starfs væru lokaðar, heldur en að verja hendur sínar þegar þeir væru beittir ofbeldi og þeirri stefnu yrði ekki breytt fyrr en væri búið að semja um það að lýðræði yrði komið á. Það var talsvert rætt um sundurlyndi og flokka- drætti í röðum blökku- manna. Sérstaklega var spurt um samskipti ANC og flokks Buksolesi súlúhöfð- ingja. Það hefur komið á daginn að ofbeldi hefur far- ið vaxandi í innbyrðisátök- um t.d. eru vegnir um 50 manns vikulega í slíkum átökum. Mandela staðfesti einnig að hann hafi lagt sig fram við að eyða slíkum ágreiningsefnum og ná samstöðu meðal þeirra og leggja sig fram um það að hvetja til að leggja niður of- beldisverk í slíkum innan- byrðisátökum. Hann talaöi af miklum myndugleik og sannfæringu um það að dagar Aparthaid væru tald- ir. Mandela lagði áherslu á það að viðskiptabannið á Suður-Afríku hefði skilað árangri og vísaði á bug rök- semdum manna eins og breska forsætisráðherrans, sem hefur haldið því fram að núna væri skynsamleg- ast að opna frekar á sam- skipti við S-Afríkustjórn til þess að stuðningsmenn De Klerks fengju áþreifanlegar sannanir fyrir því að hann fái umbun aðstöðu sinnar er hann leggur út á þá braut að leita sátta og samstarfs. Það sagði hann alveg af- dráttarlaust að það væri ekki tímabært, það væri áhættusamt, það yrði mis- skilið og þegar hér væri komið sögu væri ekki hægt annað en aö standa við þá kröfu með ófrávíkjanlegum hætti. Til þess að De Klerk stígi skrefið til fulls og af- næmi skilnaðarstefnuna áður en þeir teldu sig geta sest að samingaborði. Þetta voru aðalatriðin. Mandela þakkaði fyrir veittan stuðning og vonaði að honum yrði haldið áfram og þá fyrst og fremst í því formi að viðhalda við- skiptabanninu og tryggja framkvæmd þess. Einhverj- ir urðu til þess að spyrja hvað hann legði áherslu á eða hvað það væri sem rík- isstjórnir á Norðurlöndum gætu gert til stuðnings þeim núna á næstu misser- um. Þá svaraði hann því til að það væri ekki hvað síst að gefa kost á því að mennta og þjálfa svona for- ingjaefni á vegum ANC til þess að búa þá undir stjórn- un og stjórnsýslustörf. „Það kom reyndar fram á fundinum sem ég hafði ekki vitað áður a.m.k. ríkis- stjórnir Svíþjóðar og Finn- lands hafa beinlínis veitt all verulegum fjármunum til styrktar ANC i upplýsinga- fræðslu í sambandi við áróðursstarf og útgáfu- starf. Mandela lagði mikla áherslu að það fé hefði komið að mjög góðum not- um og myndi gera það í vaxandi mæli. Við munum halda viðskipabanninu áfram um sinn ásamt hin- um þjóðunum, en ég mun ekki leggja fram frekari til- lögur til stuðnings málinu á þessu stigi. Ég mun skýra frá þessum samtölum við ríkisstjórn og svona meta það í ljósi þeirrar umræðu sem þar verður. Það vek- ur nokkra athygli hversu af- dráttarlaus stuðningur Norðurlanda bæði ríkis- stjórna og flokka hefur ver- ið við mannréttindabaráttu Suður-Afríkumanna sem er búin að standa yfir í tuttugu ár. Utanríkisráöherrar Noröurlanda ásamt Nelson Uffe Ellemann Jensen, Danmörku, og Knut Vollback, Mandela í sænska utanríkisráöuneytinu í fyrrakvöld: ráðuneytisstjóri norska utanríkisráðuneytisins. Jón Baldvin Hannibalsson, íslandi, Pertti Paasio, (Mynd: PRESSENS BILD) Finnlandi, Sven Anderson, Svíþjóö, Nelson Mandela,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.