Alþýðublaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 1
Krakkarnir á myndinni eru nemendur við leikskóla vestur á Seltjarnarnesi,
kátir krakkar og fróðir um ýmsar staðreyndir lífsins, komumst við að í gær-
dag, þegar ALÞÝÐUBLAÐIÐ hitti þau að máli. Nánar um heimsóknina þang-
að á bls. 9 í dag.
Alþýðubladið óskar lesendum gleðilegrar páskahátíðar
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands,
60 ára á páskadag
Rikisstjórnin býður
almenningi til veislu
Vigdís Finnbogadóttir á
60 ára afmæli á páskadag-
inn. Verður að sjálfsögðu
mikið um að vera í tilefni
stórafmælis þjóðhöfðingja
okkar.
Hótel Sögu á laugardaginn
kemur milli 16 og 17.30 í til-
efni af afmæli forsetans.
Þangað er öllum þeim sem
vilja, boðið að mæta, þar
að efna til síðdegisboðs að wr
Kópavogsbúar vilja sameinast ödru sveitarfélagi: Vilja þeir i fang Daviðs? — sjó bls. 7 Vilja menn innflutt egg og kjúklinga? SKÁÍS-könnun Alþýðublaösins og Pressunnar segir að svo sé ekki — sjá bls. 6
Tölvuklúörið hjá SKÝRR:
Bent á mistök i október
leiðrétt hálfu ári seinna
Mistök í tölvurekstri
Skýrr, Skýrsluvéla ríkis-
ins og Reykjavíkurborgar,
urðu til þess, eins og Al-
þýðublaðið skýrði frá
fyrst blaða, að sveitarfélög
víða á landsbyggðinni
fengu of hátt hlutfall af
staðgreiðslufé, stóru sveit-
arfélögin á höfuðborgar-
svæðinu hinsvegar minna
en þeim bar.
Jón Þór Þórhallsson hjá
Skýrr sagði í gær: „Á árinu
1989 urðu þau mistök í
vinnslu hjá Skýrr sem leiddu
til þess að forsendur á skipt-
ingu staðgreiðslu til sveitarfé-
laga urðu rangar. í október-
mánuði 1989 vakti embætti
ríkisskattstjóra athygii Skýrr
á þessum mistökum, eftir að
gjaidendur höfðu fengið send
yfirlit um þá staðgreiðslu sem
færð var í vinnslukerfi stað-
greiðslu. í framhaldi af því
var unnið að leiðréttingu er
varðar úrvinnslu álagningar-
kerfisins en þær leiðréttingar
komust ekki til skila í upp-
gjörskerfi við sveitarfélög
fyrr en í marsmánuði þessa
árs."
Árið 1989 voru innheimtir í
staðgreiðslu 26 milljarðar
króna, — þar af var hlutur
sveitarfélaganna 11,5 millj-
arðar. Ríkissjóður hefur skií-
að of mikilli staðgreiðslu til
sveitarfélaga utan Reykjavík-
ur, tæplega 200 milljónum
króna eða innan við 1%
heildarinnheimtunnar, bend-
ir Jón Þór Þórhallsson á.
Engu að síður eru sveitar-
stjórnarmenn víða um land
argir og kvarta sáran yfir
þessum mistökum og heimta
skýr svör um það hvernig
staðið verður að endur-
greiðslum. „Ákvörðun um
hvernig staðið verður að end-
urgreiðslu ríkissjóðs til sveit-
arfélaga er ekki á verkefna-
sviði Skýrr," sagði Jón Þór
Þórhallson í gær.