Alþýðublaðið - 12.04.1990, Page 3

Alþýðublaðið - 12.04.1990, Page 3
Fimmtudagur 12. apríl 1990 3 FRÉTTASKÝRING Fall risans Bandaríkin ekki lengur efnahagslegur risi Fregnir af þróun bandarísks efnahagslífs eru ekkert til aö hrópa húrra fyrir þótt tölur sem sýndu minnkandi viö- skiptahalla árið 1989 virtust benda til þess að eitthvað væri aö rofa til. í Ijós kom að viðskiptahallinn var ekki „nema" 133 milljarðar dollara þetta árið eða 14 milljörðum minni en árið áður og þarf að leita 5 ár aftur í tímann, til ársins 1984, til að finna jafn lítinn viðskiptahalla. EFTIR LAUFEYJU ELÍSABETU LÖVE En Adam var ekki lengi í para- dís. Skýrsla bandaríska viðskipta- ráðuneytisins sýnir að í janúar- mánuði 1990 var eftirspurn eftir bandarískum vörum mun minni en gert hafði verið ráð fyrir. Því er nokkuð ljóst að viðskiptahallinn á eftir að aukast á ný komi ekki eitt- hvað óvænt til sögunnar. Bandaríkin ekki lengur efnahagslegur risi Staðreyndin er sú að Bandaríkin eru ekki lengur það efnahagsveldi sem þau voru. Fyrir 30 árum áttu Bandaríkjamenn t.d. 9 af 10 stærstu bönkum heims, en eiga nú aðeins einn af tuttugu stærstu bönkunum. Hlutur Bandaríkja- manna í viðskiptum á heimsmark- aði hefur hrapað úr 70% í 20% og verg þjóðarframleiðsla er þar orð- in minni en í ríkjum EB-landanna. Þá eru og þjóðartekjur á mann í Bandaríkjunum orðnar lægri en í Japan. Þess má einnig geta að Bandaríkjamenn sem áður voru stærstu lánadrottnar heims eru nú orðnir helstu skuldunautarnir en Japanir tekið heiðurssæti Banda- ríkjamanna. Margt leggst á eitt. Bandaríkja- dollar hefur lengi verið notaður sem gjaldeyrisvarasjóður ríkja heims. Þessi sérstaka staða dollar- ans hefur valdið því að misgengi hefur skapast milli skráðs gengis og raungengis. Þetta er vandi sem Bandaríkjamenn hafa þurft að glíma við allan níunda áratuginn. Hátt gengi bandaríkjadollars veld- ur því að verð á bandarískum vör- um á erlendum mörkuðum verður hátt og þær því síður samkeppnis- færar. Framleiðslan hrugast upp í vöruskemmum Af einstökum framleiðsluþátt- um er helst framleiðsla á sviði samgönguiðnaðar sem hefur orð- ið illa úti. Sala á flugvélum og bíl- um framleiddum í Bandaríkjunum hefur verið dræm. Fullar vöru- skemmur og stöðugt minnkandi sala hafa orðið þess valdandi að verulega hefur þurft að draga úr framleiðslunni. Sveiflur eins og þessar draga alltaf dilk á eftir sér og. hafa keðjuverkandi áhrif á allt efnahagslífið. Á sviði vopnaframleiðslu hefur einnig verulega þrengt að. Banda- ríkjamenn eiga orðið í mikilli sam- keppni við EB-ríkin um markað- inn á þessu sviði. Þíða í samskipt- um austurs og vestur hefur leitt til minni sölu á Vesturlöndum og í kjölfarið hafa bæði Bandaríkin og EB-löndin leitað í auknum mæli á nýja markaði, sérstaklega til aust- urlanda fjær, þangað sem þíðan hefur enn ekki náð að teygja anga sína. Það er orðið nokkuð Ijóst að Bandaríkin, sem hafa verið leið- andi sem efnahagslegt veldi á tutt- ugustu öldinni, verði það ekki á þeirri tuttugustu og fyrstu. Þessar breytingar verða á sama tíma og efnahagslegur styrkur ríkja vegur æ þyngra í alþjóðakerfinu vegna aukinnar samvinnu ríkja á efna- hagssviðinu og þíðu í pólitískum Miðstöð heimsviöskipt- anna, World Trade Center, í New York hef- ur lengi verið talið tákn blómlegs efnahagslífs Bandaríkjanna en svo virðist sem Bandaríkja- menn hafi sífellt minna til að hreykja sér af. samskiptum. Það er því eðiilegt að bandarískir stjórnmálamenn vilji grípa í taumana áður en í meira óefni er komið. Hvað er til bragðs að taka Öldungardeildarþingmaður Demókrata, David Boren, svaraðl þessu í ræðu sem hann flutti ný- lega. Hann sagði tíma til kominn að breyta tii og hverfa frá efna- hagsstefnu sem grundvallast á hernaðarlegum sjónarmiðum og taka þess í stað upp stefnu sem gengi út frá hagsmunum banda- rísks almennings. Boren benti á að taka þyrfti upp alþjóðlega sam- vinnu sem miðaði að því að deila kostnaði við umhverfisvernd. Þá sagði hann nauðsynlegt að sníða bandarísk skattalög að skattalög- um samkeppnisþjóðanna, þannig að þau ýttu á sama hátt undir inn- lendan sparnað og fjárfestingu. Boren lagði einnig áherslu á að fjármagnskosnaði yrði að halda niðri til að tryggja samkeppnis- hæfni. Að lokum bendir Boren á að taka þurfi skólakerfið til gaum- gæfilegrar endurskoðunar. ,,Við getum ekki verið i forystu meðal þjóða heims þegar 29% banda- rískra ungmenna falla úr skóla meðan þetta hlutfall er aðeins 2% í japönskum skólum." Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, segir gamalt máltæki og verður fróðlegt að sjá hvort bandarískt samfélag er þess um komið að laga sig að nýrri og breyttri heims- ' mynd í tíma. I litum regnbogans A viðtali við Ríkisútvarpið um daginn, sagði ung kona af kyn- þáttafordómum, sem skipti- nemar yrðu fyrir, einkum þeir sem væru frá Afríku. Fordómar hér, spyrja menn og setja upp undrunarsvip, í þessu heilaga landi? Fyrir nokkrum árum fékk ég mér snöggmáltíð á veitingastað í Reykjavík, þar sem maður sest við borð þar sem er pláss, hvort sem maður þekkir þann er kannski sit- ur þar fyrir. í þetta sinn sat ég einn enda ekki mikið að gera þá stund- ina, nema allt í einu stendur skuggi við borðið og spyr hvort hann megi setjast. Eg sagði þaö velkomið og blökkumaður settist. Við snæddum þegjandi um stund en gátum ekki stillt okkur um að byrja að rabba saman yfir fiskinum, tveir menn, annar hvít- ur, hinn ógurlega svartur. Þegar ég les þessa setningu aftur hlýt ég að laga lýsinguna á mér; ég hlýt að hafa verið ógurlega hvítur. Ungi blökkumaðurinn var skiptinemi frá Afríku og átti í tölu- verðum erfiðleikum með að sam- lagast hér og hafði fundið fyrir for- dómum okkar, því hann var svart- ur á meðal hvítra. Eg varð hryggur við að heyra þetta og sagði honum að sjálfur ætti ég kunningja á meðai svartra og þekkti þá af góðu einu, gáfaðir og vel menntaðir menn. Borðnautur minn, svartur eins ogsyndin, hrósaði fiskinum okkar, hann væri stinnur vel og hvítur fal- lega. Við vorum samferða út í hvíta veröldina og ég bauðst til að aka honum þangað sem hann ætlaði, bauð honum að koma og skoða út- varpið okkar allra, hvenær sem hann hefði tíma. Hann þakkaði og virtist glaður og dálítið hissa samt á þessum hvíta manni sem bauð svörtum að sitja frammí hjá sér. Ég ók honum þangað sem hann ósk- aði og við kvöddumst með handa- bandi. Hann kom aldrei. ✓ g byrjaði að muna þennan mann þegar ég heyrði kon- una segja frá í útvarpinu. Ég er að reyna að vera ekki gram- ur en veit að það tekst ekki. Hvað ætli þessi þjóð sjái, þegar hún skoðar sig í spegli? Fallegt rjótt þroskað andlit sveitamanns í marga ættliði, er kominn á mölina til þess að taka betur þátt í íslandi öllu? Fallegt alþjóðlegt andlit, með ferðaþroska í svipnum, sem segir af mörgum ferðum til margra landa og ólíkra, þar sem hægt er að anda að sér menningu og sögu- köflum heimsins? Andlit átvagls og nautna sem fer til annarra landa til að fá sér steik og fara saddur á söfn til að sjá snöggvast list heimsins sem hang- ir þar úti, því miður, eða er falin á bak við vatnssúlur gosbrunna Rómar? Hvað sér hún í speglinum? Hugsanlega timbrað andlit á miðjum aldri þjóðar. Fýlulegt og frekt, blekkingarandlit trúðsins sem er flón, þreytt vökuandlit skammtarans sem grætur, fúl- mennskudrættir við munn, sposk- ur hæðnissvipur bak við óöryggið. Andlitið er ekki sérlega íslenskt enda hvað er það nú, að vera ís- lenskt? Vera kominn í beinan karl- legg frá Agli Skallagrímssyni og enn lengra frá norskum kóngum? Er til hreinræktaður íslending- ur? Við erum allra þjóða kvikindi, annað hvort norskir eða írskir nema hvorttveggja sé. Við höfum verið lauslát þjóð og dregið í rekkju okkar franska fiskimenn, norska hvalfangara og hollenska duggara, Spánverja af strönduðum skipum sem þökkuðu rekkjudvöl með því að stela lömbum en skilja eftir börn og voru höggnir fyrir, spyrtir saman á kvið og varpað í íslandshafið hreina, til að seðja marfló. Svo erum við danskir í þokkabót. Heimurinn er alltaf að minnka og blandast í lit- um regnbogans og þarna stöndum við fyrir framan spegil- inn góða og höldum að við séum fegursta þjóð í heimi, hvítust, minnst spillt og víðsýnust. Tókum við ekki á móti þýskum vinnukon- um og þóttumst góðir? Tókum við ekki á móti fólki frá Asíu, hvar sem hún nú er, og þóttumst enn betri? Verið velkomnir þjökuðu þegn- ar annarra þjóða! Komið í íslands- faðminn mjúka og grátið úr ykkur hrollinn. Þeir hafa nokkrir komið að gráta úr sér hrollinn, en eru af- skiptir og einangraðir í lit sínum. Þeir hafa uppgötvað að fullur ís- lendingur er durtur og hávaða- samur ruddi, alveg laus við blíðu og kærleik. Guð hjálpi dökkum ef hann álpast inn á dansstað á Is- landi! Hinir kristnu kærleikspostular, sem fara reglulega í kirkju til að láta Guð sjá sig, hreyta ónotum i skiptinema í Hallgrímskirkju, kominn að hitta Guð, sem gæti allt eins verið svertingi eins og kona. Kynþáttafordómar eru bara í út- löndum, er það ekki? Við höldum áfram að skoða okkur í þjóðarspeglinum og sjáum þar fyrirmyndarfólk sem stolt heldur maganum inni en þenur brjóst, scm er fullt af elsku til allra, nema þeirra sem eru öðruvísi á lit- inn. „Spegill, spegill, herm þú mér. ..“ Gleðilega páska. . Jónas Jónasson i skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.