Alþýðublaðið - 12.04.1990, Side 7
Fimmtudagur 12. apríl 1990
7
Kosningadeilur á Breiöabliksfundi:
Harma ai húsið sé orðið
ai kosningamáli
— segir Logi Kristjánsson, formaöur Breiöabliks.
Munu Sjálfstœðismenn rifta samningum um byggingu HM-hallar?
Kynningarfundur Breiða-
bliks um byggingu íþróttahúss
og félagsaðstöðu í tengslum
við Heimsmeistarakeppnina í
handknattleik árið 1995 í Fé-
lagsheimili Kópavogs á mánu-
dagskvöldið var vel sóttur. Þar
sem stutt er til kosninga snér-
ist fundurinn brátt frá almenn-
um kynningarfundi upp í kosn-
ingafund og deildu þar for-
ráðamenn meirihlutaflokka
við sjálfstæðismenn um bygg-
ingu þessa húss.
Páll Gunnlaugsson, arkitekt,
sýndi skyggnur af húsinu og út-
skýrði fjölnotagildi byggingarinn-
ar. Hann lagði áherslu á fjölbreyti-
leika hússins og hvernig hægt
væri að nýta það eftir Heimsmeist-
arakeppnina.
Logi Kristjánsson, formaður
Breiðabliks, ræddi um þörf félags-
ins á íþróttaaðstöðu og skýrði
hvernig Breiðablik hygðist nýta
sér þá aðstöðu sem þarna myndi
skapast. Hann ræddi um rekstrar-
kostnað hússins og taldi það full-
víst að það gæti staðið undir sér
með réttri markaðssetningu.
Næstur tók til máls Guðmundur
Oddsson, forseti bæjarstjórnar
Kópavogs. Hann gagnrýndi sjálf-
stæðismenn harkalega fyrir að
gera bygginguna að kosninga-
máli. Hann sagði að sem bæjar-
stjórnarmaður hefði hann auðvit-
að viljað að hlutur ríkisins í þess-
um framkvæmdum yrði hærri. I
samningaviðræðum yrði hins veg-
ar alltaf að gefa eitthvað eftir en
samt sem áður teldi hann þennan
samning hagstæðan bænum.
Gunnar Birgisson, oddviti sjálf-
stæðismanna í næstu kosningum,
kvaðst leggja ríka áherslu á að
flokkurinn væri í sjálfu sér ekki á
móti byggingu hússins. Það sem
hann taldi hins vegar neikvætt
væri hver óvissuþáttur samnings-
ins væri stór. Þáttur ríkisins væri
föst upphæð þannig að allt sem
færi fram úr kostnaðaráætlun
myndi leggjast á Kópavogsbæ. Af
þessu leiddi að fulltrúar bæjarins
hefðu samið af sér. Ekki svaraði
Gunnar spurningu úr salnum um
hvort sjálfstæðismenn myndu rifta
samningi við ríkið ef þeir kæmust
til áhrifa eftir kosningarnar í vor.
Valþór Hlöðversson, bæjarfull-
trúi Alþýðubandalagsins, gagn-
rýndi sjálfstæðismenn fyrir að
tefla í tvísýnu þessari byggingu
enda hefðu þeir verið eina stjórn-
málaaflið í Kópavogi sem ekki
hefði tekið þátt í þessum samn-
ingi.
Guðni Stefánsson, bæjarfulltrúi
sjálfstæðismanna, kvaðst hafa
heyrt efasemdarraddir um þessa
byggingu frá fólki í öllum stjórn-
málaflokkum. Hann taldi þennan
samning vera of dýru verði keypt-
an fyrir Kópavogsbæ enda væru
mörg önnur verkefni sem biðu úr-
lausnar hjá bænum.
Guðmundur Oddsson kom aftur
í pontu og gagnrýndi Guðna fyrir
að koma með rangar tölur um
skuldastöðu bæjarins. Hann sagði
einnig að það lægi fyrir að bærinn
myndi ekkert greiða í þessa bygg-
ingu næstu 5 árin og síðan færi um
6% af framkvæmdafénu í skólann
og íþróttahúsið. Það væri því verið
að ljúga að bæjarbúum að þessar
framkvæmdir kæmu í veg fyrir að
hægt væri að eyða peningum í t.d.
gatnaframkvæmdir eða byggingu
sundlaugar.
í almennum umræðum tók m.a.
Jón Júlíusson íþróttafulltrúi Kópa-
vogsbæjar til máls og ræddi um þá
möguleika sem þetta nýja íþrótta-
hús veitti almenningi og starfs-
hópum til heilsuræktar, sérstak-
lega í þeim tímum sem skólinn og
íþróttafélögin nýttu það ekki. Aðr-
ir sem til máls tóku í þessum al-
mennu umræðum voru Ólafur
Hjálmarsson, Heiðar Breiðfjörð,
Páll Magnússon, Sigríður Einars-
dóttir og Elisabet Sveinsdóttir.
Hafnfirðingar vilja halda áfram að vera sjálfstæðir Gaflarar.
Kópavogsbúar:
Vilja i faðm Daviðs
— Hafnfirdingar vilja hins vegar vera einir á báti
Í skoðanakönnun Skáis fyrir bæjarbúa í Kópavogi og Hafnar-
Pressuna var kannaður hugur firði til sameiningar sveitarfé-
Skoðanakönnun Skáís í Hafnarfirdi:
Tveggja flokka kerfí
í skoðanakönnun Skáis fyrir
Pressuna komu fram skýrar lín-
ur í Hafnarfirði; Alþýðuflokkur-
inn gegn Sjáifstæðisflokki. Aðr-
ir flokkar eða framboð koma
ekki að manni samkvæmt þess-
um tölum. Alþýðuflokkurinn
fær um 50% fylgi, 6 bæjarfull-
trúa og hreinan meirihluta en
Sjálfstæðisflokkurinn um 40%
fylgi, 5 bæjarfulltrúa. Báðir
flokkar bæta við sig töluverðu
fylgi frá síðustu kosningum.
Jóhann Bergþórsson, oddviti sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði, var
ánægður með þessar tölur. ,,Við er-
um með gott fólk á lista og höfum
staðið málefnalega að allri gagnrýni
á meirihlutann á þessu kjörtímabili.
Þetta skilar sér nú í þessum kosning-
um,“ sagði Jóhann. Hann vildi þó
taka það fram að enn væri langt til
kosninga og þessar tölur gætu auð-
veldlega breyst sjálfstæðismönnum
í hag.
Fylgissveifla til Alþýðuflokksins
og sjálfstæðismanna virðist ekki
koma mönnum mjög á óvart í Hafn-
arfirði.
„Alþýðubandalagið líður fyrir að
vera í stjórn með Alþýðuflokknum
því þeirra maður hefur alveg fallið í
skuggann af bæjarstjóranum," sagði
Jóhann Bergþórsson.
Alþýðublaðinu tókst ekki að ná
tali af bæjarstjóranum í Hafnarfirði,
Guðmundi Árna Stefánssyni, í gær-
dag. Án efa hefur hann og hans
menn verið ánægðir með útkom-
una og þá vísbendingu sem skoð-
anakönnunin gefur.
laga á Stór-Rey kjavíkursvæðinu.
Það vakti athygli að sex af hverj-
um tíu Kópavogsbúum, sem af-
stöðu tóku, voru hugmyndinni
hlynntir. Hins vegar hlaut tillag-
an einungis hljómgrunn hjá
rúmlega þremur af hverjum tíu
Hafnfirðingum.
Spurt var hvort bæjarbúar væru
fylgjandi eða andvígir sameiningu
sveitarfélaga á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Svar Kópavogsbúa kom
nokkuð á óvart. Af þeim 307 sem
spurðir voru reyndust 136 vera hug-
myndinni hlynntir en 96 andvígir.
Óákveðnir voru 64 en 11 neituðu að
svara. Ef aðeins er miðað við þá sem
afstöðu tóku þá voru 58,6% Kópa-
vogsbúa hugmyndinni fylgjandi en
41,4% prósent andvígir.
Annað var upp á teningum í
þriðja stærsta bæ landsins. Hafnfirð-
ingar tóku sumir hverjir þessa
spurningu óstinnt upp því þar í bæ
er lenska að tala um Stór-Hafnar-
fjarðarsvæðið en ekki Stór-Reykja-
víkursvæðið! Af 540 aðspurðum
voru 243 andvígir en 143 hlynntir
sameiningu. Óákveðnir voru 129 en
25 neituðu að svara. Ef aðeins er
miðað við hrein svör þá voru 63% á
móti sameiningu en 37% hlynntir.
Aðalfundur Rauða
kross íslands
Aðalfundur Rauða kross íslands verður hald-
inn á Hvolsvelli 12.-13. maí nk.
Fundurinn verður settur í félagsheimilinu
Hvoli kl. 10.00 f.h. laugardagjnn 12. maí.
Dagskrá samkvæmt 16. gr. laga RKÍ.
Stjórn Rauða kross íslands.
AÐALFIJNDLJR
Aðalfundur Verslunarbanka íslands hf. verður haldinn
í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 28. apríl 1990
og hefst kl. 13.30.
Dagskrá:
lu
2„
3.
4.
Aðalfundarstörf samkvæmt 33. grein
samþykkta félagsins.
Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Tillaga að nýjum samþykktum fyrir félagið.
Önnur mál löglega fram borin.
Reykjavík, 3- apríl 1990.
Verslunarbanki íslands hf.
VÉRSIUNARBANKINN