Alþýðublaðið - 12.04.1990, Side 11
Fimmtudagur 12. apríl 1990
11
UTIOND
Salmon Rushdie sendir
frá sér varnarskrif
„I góöri trú" fjallar aö sjálfsögðu meöal annars um tján-
ingarfrelsi, bókmenntir sem riðla landamærum og viröingu
fyrir einstaklingnum. Hann skrifar:
Rushdie hefur
rofid þögnina,
sem hefur verid í
kringum persónu
hans aö undan-
förnu. Ritiö er
7000 orö og þar
mótmælir hann
gagnrýni á bók
sem aö hans dómi
er ekki til.
,,Eg vona innilega aö ,,The Sat-
ans verse“, sé verk sem fær fólk til
að hugsa og jafnvel efast um ýmis-
legt. Bókin er alls ekki eins og
margir hafa lýst henni. Hún er
ekki bók sem er full af hæðni,
grófum lýsingum og móðgunum.
Þessi bók sem hefur komið mönn-
um til að safnast saman á götum
og strætum um víða veröld er
hreint ekki til. Að vera hótað lífláti
verið svívirtur af í rauninni þjóð
sinni er mikið áfall og tilfinninga-
sár upplifun fyrir hvaða rithöfund
sem er. Ég viðurkenni það að sjálf-
sagt hafa margir muslimar fundið
til sársauka en gæti þetta ekki orð-
ið til að þess að við mennirnir við-
urkennum sársauka hvors annars.
Eigum við ekki að reyna að trúa á
hina góðu trú hvors annars. Ef
frelsi til að hneyksla og eða særa
er ekki fyrir hendi þá er haldur
ekki tjáningarfrelsi fyrir hendi. Ef
ekki er frjálst val rithöfunda við að
skrifa jafnvel í hæðnislegum tón
um t.d. trúarbrögð og önnur við-
kvæm mál er ekki táningarfrelsi.
Ef hlekkja á tungumál og ímynd-
unarafl í hlekki verður skapandi
list ekki lengur til og þar með
verður það sem gerir okkur að
mönnum ekki heldur."
Rushdie segir að það sem hon-
um finnist vera sterkar lýsingar á
sálarkvölum eða ljótum kvalafull-
um draumum sé túlkað sem af-
skræming og útötun á Islamskri
trú. Hann segist hafa verið að
reyna að stilla hinu góða upp
gagnvart hinu illa, hið hreina
gagnvart hinu óhreina og hið sið-
vanda gegn hinu grófa.
„Stundum finnst mér hinn upp-
runalegi tilgangur minn með bók-
inni „Satansvers" hafa verið mis-
skilin svo hrapallega að hann sé
tapaður að eilífu."
Lokaorð Rushdie í vörninni eru:
„Ég er fullur sorgar yfir því að
vera einangraður frá umhverfi
mínu, frá Indlandi, frá daglega líf-
inu og frá umheiminum. en það
skuluð þið vita að ég kvarta ekki.
Ég er rithöfundur og sætti mig
ekki við óbreytt ástand. Ég mun
vinna að því að breyta og bæta. Líf
okkar kennir okkur að vita hver
við erum."
Rushdie með umdeildu bokina. Til varnar henni hefur hann ritað „í góðri
trú".
SJÓNVARP
Sjónvarpiö kl. 20.40
SPUNI
Heimildamynd um tónskáldið Atla
Heimi Sveinsson en á föstudaginn
langa er á dagskrá sjónvarpsópera
við tónlist Atla, Vikivaki sem hann
samdi við samnefnda bók Gunnars
Gunnarssonar. Ohætt er að segja að
Atli hafi staðið í framvarðasveit,
jafnvel fremstur í flokki, íslenskra
nútímatónskálda i meira en tuttugu
ár. Atli stundaði nám í Köln um 1960
og hann var fyrstur íslendinga til að
fá tónskáldaverðlaun Norðurlanda-
ráðs, en það var 1976. í þættinum
verða leikin fjölmörg tóndæmi úr
verkum Atla og tónlist annarra
kemur einnig við sögu. Umsjón hef-
ur Guðmundur Emilsson, annar
góðkunnur tónlistarmaður.
Sjónvarpið kl. 22.20
ENGLARADDIR
(Angel Voices)
Bresk sjónuarpsmynd, leikstjóri Mi-
chael Dartoiv, adalhlutverk Michael
Wiltiams.
Þetta er ný mynd, fjallar um ferða-
lag bresks drengjakórs til sumarleyf-
isbæjar í Englandi sumarið 1963.
Þeirra erindi er að syngja drottni til
dýrðar í kirkju staðarins en það er
tími breytinga, Bítlarnir eru komnir
fram á sjónarsviðið og sálmarnir
falla þegar í skuggann. Stúlkurnar
heilla og kórdrengina og lengi vel
lítur út fyrir að tónleikahaldið verði
að engu. En öll él birtir upp um síðir.
Stöö 2 kl. 23.55
GATSBY
HINN MIKLI***
(The Great Gatsby)
Bandarísk bíómynd, gerö 1974, leik-
stjóri Jack Clayton, adalhlutuerk
Robert Redford, Mia Farrow, Bruce
Dern.
Myndin er gerð eftir frægri bók F.
, Scotts Fitzgeralds og er henni ákaf-
lega trú. Francis Ford Coppola skrif-
aði handritið og búningahönnuður-
inn hlaut óskarsverðlaunin fyrir sitt
framlag. En það er eitt og annað
sem skortir, þá einkanlega dýpt og
kraft, svo myndin megi njóta sín til
fullnustu. Gatsby hinn mikli segir af
ungum manni sem kemst í kynni
við hinn dularfulla Gatsby, sem er
milljónamæringur, heldur stans-
lausar veislur og á vingott við konur
ýmsar. En líkt og á uppgangstimum
í samfélaginu, sem og hjá nýríkum,
þá er oftast nær ekkert að baki
glæsilegri framhliðinni. Þannig er
þessu farið með Gatsby að mörgu
leyti. Athygliverð saga sem gerist á
fyrri helmingi aldarinnar.
Stöö 2 kl. 02.15
MANHATTAN***,/2
Bandarísk bíómynd, gerd 1979, leik-
stjóri Woody Allen, aöalhlutuerk
Woody Allen, Diane Keaton, Micha-
el Murphy Mariel Hemingway, Mer-
yl Streep.
Ein af perlum 8da áratugarins í
kvikmyndalistinni. Woody fer á
kostum sem gamanþáttahöfundur í
þessari mynd sem segir af honum
og vinum hans sem ræða allskyns
hluti, jafnt háalvarlega sem grát-
broslega eða þá hreinlega kómíska.
Myndin lýsir lífi þess tíma Banda-
ríkjamanns af slíku innsæi og mark-
vissu að annað eins hefur vart sést,
hún er verðugt framahald af Annie
Hall og þurfti þó töluvert til að fylgja
þeirri mynd eftir. Absólútt topp-
mynd.
0 fjhS7ÓB2 W
15.00 Heimsmeistara- mót i samkvæmis- dönsum 15.50 Vatn lífsins 17.25 Páskar i Seppabæ 17.50 Stundin okkar 09.00 Tao Tao 09.25 Geimálfarnir 09.55 Barbie Teikni- mynd i tveimur hlutum 10.25 Brakúla greifi 10.50 Hlauptu Rebekka, hlauptu! (Run Rebecca Run!) Þessi mynd var út- nefnd sem besta barnakvikmyndin áriö 1981 12.10 Dagbók Önnu Frank 14.55 Bílatröllin (Bigfoot) Þáttur fyrir áhugamenn um bíla- ferlíki 15.35 Með Afa 17.05 Santa Barbara 17.50 Draumalandið
1800 1&20 Sögur uxans 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær (87) Brasilískur framhalds- myndaflokkur
1900 19.20 Benny Hill (1) Ný þáttaröd 19.50 Bleiki pardusinn 20.00 Fréttir og veður 20.30 Fuglar landsins (24) Straumöndin Umsjón Magnús Magnússon 20.40 Spuni Heimilda- mynd um tónskáldið Atla Heimi Sveinsson 21.10 Matlock 22.00 Skuggsjá 22.20 Englaraddir (Angel Voices) Bresk sjónvarpsmynd í léttum dúr um ferð drengjakórs til sumar- leyfisbæjar 19.1919.19 20.30 Á grænni grein — Þá var bjartsýnis- maöurinn of svart- sýnn Þáttur um ævi og störf Héöins Valdi- marssonar 20.50 Það kemur i Ijós Umsjón Helgi Pétursson 21.40 Akureldar (2) Áströlsk spennumynd
2300 23.35 Lystigarðar (1) Paradís á jörð Þáttaröð um helstu lystigarða heims 23.40 Gatsby hinn mikli (The Great Gatsby) Sjá umfjöllun 02.00 Myndrokk 03.00 Dagskrárlok