Alþýðublaðið - 28.04.1990, Side 3
Laugardagur 28. apríl 1990
3
Frambodslisti Nýs vettvangs kynntur í gœr:
Eini raunverulegi
valkosturinn
— segir oddviti H-listans og boöar Hátíö í vor
Nýr vettvangur er eini raun-
verulegi valkosturinn á móti
Sjálfstæðisflokknum. I vor
verður aðeins kosið á milli
H-Iistans og D-listans. „Og það
verður Hátíð í vor.“ Þetta var
boðskapur Ólínu Þorvarðar-
dóttur oddvita lista Nýs vett-
vangs til borgarstjórnarkosn-
ingar, þegar hún opnaði blaða-
mannafund sem efnt var til í
gær til að kynna endanlega
niðurröðun á iistanum. Ólína
sagði jafnframt að hún ætti von
á því að til sín væri leitað ef list-
inn kæmist í þá stöðu að til-
nefna borgarstjóra. Hún sagði
þó að það þýddi ekki endilega
að hún yrði borgarstjóri.
Á fundinum tóku margir fulltrú-
ar Nýs vettvangs til máls og
kynntu helstu stefnumál listans
sem eru fjölmörg. Frambjóðend-
urnir gagnrýndu meirihlutastjórn
Sjálfstæðisflokksins og boðuðu
aðrar áherslur. Vildu auka félags-
lega þjónustu, nefndu t.d. að bæta
þyrfti verulega hag aldraðra í
borginr.i og þá fullyrtu talsmenn
listans aö Nýr vettvangur myndi
a.m.k., ef hann fengi umboð til,
hreinsa upp biðlistann eftir dag-
vistarrýmum á kjörtímabilinu. Á
listanum eru um 1800 börn. Þegar
spurt var um hugsanlegan sparn-
að á móti þeim framkvæmdum
sem listinn boðaði voru talsmenn
hans hinsvegar eins og lokuð bók.
Af öðrum málum sem talsmenn
Nýs vettvangs kynntu að tekið
yrði á má nefna hreinsun strand-
lengjunnar við Reykjavík. Því
verki vill listinn láta hraða en sam-
kvæmt áætlun núverandi meiri-
hluta á verkið að taka 10 ár. Nýr
vettvangur vill láta gera átak í
mengunarmálum, bæta almenn-
ingssamgöngur svo koma megi í
veg fyrir aukna bílaumferð og
draga úr þeirri sem fyrir er. Listinn
aftekur með öllu lagningu Foss-
vogsbrautar, vill láta endurbæta
það gatnakerfi sem fyrir er.
Hinn 30 manna framboðslisti
Nýs vettvangs mun mynda borgar-
málaráð listans fyrir næstu fjögur
árin. Það ráð mun síðan velja
borgarstjóra komist listinn í að-
stöðu til þess, eftir því sem næst
varð komist á fundinum.
Álafoss kynitir
nýja værðarvoðalínu
Nýjung frá Alafossi, — værðarvoöalína Guðrúnar Gunnarsdóttur.
Slofna Styrktarfélag
Jónasar frá Hriflu
Alafoss hefur sent á markað-
inn nýja værðarvoðalínu. Það er
textillistamaðurinn Guðrún
Gunnarsdóttir sem hefur unnið
við hönnun og vöruþróun á nýju
línunni. Línan, sem er úr 100%
ull, er kölluð Art Line-Listalína.
Álafoss mun kynna þessa nýju
línu í húsnæði Epals, Faxafeni 7,
dagana 26. apríl til 17. mai næst-
komandi.
Voðii nar eru sex talsins og notað-
ir hafa verið sex mismunandi litir.
Nýju voðirnar eru gjörólíkar þeim
voðum sem Álafoss hefur áður haft
á boðstólum. Þær eru þunnar, þétt
ofnar og léttar. Hægt er að nota þær
sem ábreiður og sjöl. Álafoss hefur
látið hanna sérstakar gjafapakkn-
ingar fyrir línuna, svartan sex-
hyrndan kassa.
Álafoss hefur fengið myndlistar-
manninn Bergljótu Kjartansdóttur
til að mála málverk af værðarvoð-
unum, sem nota á til kynningar á
línunni, og eru þau til sýnis í Epal.
Unnið hefur verið við vöruþróun
á listalínunni í eitt ár og er þetta að-
eins ein af þeim línum í værðarvoð-
um sem Álafoss hefur verið að þróa
á undanförnum árium. Benda má á
bómullarlínu og nýja íslenska ullar-
línu úr tvinnuðu bandi.
Stofnfundur Styrktarfélags
Jónasar Jónssonar frá Hriflu
verður haldinn 1. maí kl. 16.30 í
Ársal Hótel Sögu á 2. hæð hótels-
ins, gengið inn að norðanverðu.
Fyrr um daginn er velunnurum
boðið til kaffidrykkju í Hamra-
görðum, fyrrum heimili Jónasar
frá Hriflu.
Markmiðið með styrktarfélaginu
er m.a. að koma á fót Stofnun Jónas-
ar Jónssonar, sjálfseignarstofnun,
sem væntanlega mun taka til starfa
í haust. Eru margar hugmyndir á
lofti um starfsvettvang stofnunar-
innar. I hugmynd að skipuriti fyrir
Atlaga gegn
menningunni
Félag íslenskra leikara hefur sent
frá sér ályktun sem samþykkt var
samhljóða á aðalfundi félagsins. Eru
þar hörmuð þau „mistök sem fjár-
veitingarvaldinu hefur orðið á, með
því að skerða fjárframlög til leiklist-
ar í landinu. Má undrum sæta að slík
atlaga að listum skuli gerð hjá þjóð
sem er það kappsmál að skipa sér á
bekk með menningarþjóðum. Er
hér um óheillaskref að ræða fyrir
þjóðina og henni engan veginn
sæmandi, vilji hún halda reisn
sinni", segir í álytkun leikara. For-
maður félagsins er Guðrún Alfreðs-
dóttir.
Alvinnu-
miðlun
námsmanna
i 13. sinn
Þrettánda starfsár Atvinnumiðl-
unar námsmanna hófst núna eftir
páskana og eru fyrirtæki þegar far-
in að láta skrá sig. Miðlunin stendur
fram í júlí. í fyrra leituðu um 1000
námsmenn til miðlunarinnar og bú-
ist við svipaðri aðsókn í ár. I fyrra
voru hinsvegar blikur á lofti og lítið
um vinnu, 550 störf í boði. Atvinnu-
miðlunin er til húsa hjá Stúdenta-
ráði Háskóla Islands og er Elsa B.
Valsdóttir framkvæmdastjóri. Skrif-
stofan hefur nú upp á að bjóða tölv-
ur með sérhönnuðu leitarforriti.
Það ætti því ekki að vefjast fyrir
starfsfólki að finna rétta starfsmann-
inn.
stofnunina sem þegar liggur fyrir
eru tilgreind þrjú svið, þróunarsvið,
fræðastofnun og félagsheimili.
Þann 1. maí næstkomandi eru lið-
in 105 ár frá fæðingu Jónasar frá
Hriflu. Eitt af viðfangsefnum Jónas-
ar í árdaga þessarar aldar var stofn-
un heildarsamtaka launafólks.