Alþýðublaðið - 28.04.1990, Side 5

Alþýðublaðið - 28.04.1990, Side 5
5 066í !i ;or, Oi* •uinfíbre^uBJ Laugardagur 28. apríl 1990 UMRÆÐA Fjármagnsmarkaður á tímamótum Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir í eftirfarandi grein, að innlendi fjármagnsmarkaðurinn sé á tímamótum. I því sambandi segir viðskiptaráðherra að breyta þurfi ríkis- bönkunum í hlutafélög, stórauka frelsi á gjaldeyrisviðskipt- um, efla innlendan hlutabréfamarkað, opna fyrir fjármagns- streymi milli íslands og umheimsins og draga úr beinni og óbeinni ríkisábyrgð á erlendum lánum, og heimila erlend- um aðilum aðfjárfesta í auknum mæli í íslensku atvinnulífi, og opna innlenda fjármagnsmarkaðinn fyrir erlendri sam- keppni. Þjóðin býr nú við betra efna- hagsjafnvægi en um árabil. Því er spáð að verðbólga verði þetta ár hin lægsta í tvo áratugi. Allgóður árangur hafi náðst í hagstjórn að undanförnu. Kjarasamningar flestra launþega gilda langt fram á næsta ár, þolanlegt jafnvægi ríkir í peningamálum og viðskiptum landsins við útlönd og góðar horf- ur virðast nú á frekari uppbygg- ingu stóriðju eftir alltof langt hlé. En ég ætla ekki að ræða hér al- mennt um efnahagsmál heldur beina athyglinni að þeim miklu breytingum sem orðið hafa á fjár- magnsmarkaði á þeim tólf mánuð- 'um sem liðnir eru frá síðasta árs- 'fundi Seðlabankans og frekari breytingum sem vænta má. Þessir tólf mánuðir hafa sannarlega ver- ið viðburðaríkir á sviði banka- mála. En fyrst nokkur orð um að- draganda þessara miklu breyt- inga, sem eru sannkölluð stakka- skipti í íslenskum fjármálaheimi. Skipulagsbreytingar á_______ fjármélamarkaði á___________ undanförnum érum____________ Á síðustu árum hafa orðið við- tækar breytingar á innlendum fjármálamarkaði. Þar vil ég fyrst nefna frelsi til vaxtaákvarðana sem var innleitt með gildistöku Seðlabankalaganna hinn 1. nóv- ember 1986. Reynsla hefur sýnt okkur að hér var um framfaraspor að ræða. Auðvitað var aðlögun að gjörbreyttum aðstæðum með já- kvæðum og háum raunvöxtum erfið fyrir marga einstaklinga og fyrirtæki en ekki má lita á það sem sönnun þess að vaxtafrelsið hafi verið af hinu illa. Það er fremur visbending um að breytingin hafi orðið á óheppilegum tíma þegar mikill uppgangur var í þjóðfélag- inu og eftirspurn eftir fjármagni mikil sem kom fram í háum raun- vöxtum, auk þess sem skuldsetn- ing margra einstaklinga og fyrir- tækja var greinilega úr hófi fram og tók mið af þeim tíma þegar raunvextir voru neikvæðir og hag- kvæmt var að skulda sem mest. Háir raunvextir komu því hart nið- ur á mörgum þegar í bakseglin sló. Hinu má ekki gleyma að vaxta- frelsið og háir raunvextir hafa örugglega átt drjúgan þátt í því hversu vel tókst að laga þjóðarút- gjöld að fallandi þjóðartekjum á árunum 1988 og 1989 og koma í veg fyrir mikinn viðskiptahalla, eins og ávallt hefur myndast á fyrri samdráttarskeiðum, og halda þannig erlendri skuldasöfnun i lágmarki á þessum árum. Á síðustu árum hafa ný fyrir- bæri, eins og greiðslukort, hrað- bankar, eignarleigur, verðbréf, verðbréfafyrirtæki og verðbréfa- sjóðir rutt sér til rúms á íslenskum fjármagnsmarkaði og náð mikilli hylli almenning og fyrirtækja. Þetta eru jákvæðar breytingar sem stuðla að aukinni hagkvæmni í greiðslumiðlun og bjóða fleiri valkosti en áður bæði fyrir spari- fjáreigendur og þá sem þurfa á fjármagni að halda. Stjórnvöld hafa átt sinn þátt í að greiða fyrir þessum breytingum með því að setja almennar leikreglur og auka þar með tiltrú almennings á þess- um nýjungum. Nægir í því sam- bandi að minna á lög um við- skiptabanka og um sparisjóði sem tóku gildi í ársbyrjun 1986, lög um Seðlabanka íslands sem tóku gildi 1. nóvember á sama ári, eins og ég hef þegar nefnt, lög um eignar- leigustarfsemi og um verðbréfa- viðskipti og verðbréfasjóði sem sett voru vorið 1989. Þá hefur Al- þingi í vetur fjallað um frumvarp til laga um greiðslukortastarfsemi og nú er verið að undirbúa frum- vörp til laga um neytendalán og um fjárfestingarlánasjóði atvinnu- veganna. Mikil nauðsyn er á að setja sjóðunum almennar leikregl- ur líkt og gert hefur verið við við- skiptabankana. Stuðla þarf að fækkun og eflingu þessara stofn- ana, draga úr ábyrgð ríkisins á þeim og jafna starfskjör á fjár- magnsmarkaði. Þessar breytingar og áform um breytingar sem ég hef nú rakið ganga í þá átt að auka frelsi á fjár- magnsmarkaði samtímis því sem settar eru almennar leikreglur um starfsemi á markaðnum. Með því móti er dregið úr miðstýringu og fleiri leiðir opnar fyrir fjármagn frá sparifjáreigendum til atvinnu- lífsins sem sífellt þarf á fjármagni að halda til reksturs og frekari uppbyggingar. Lykilorðin eru hér leikreglur í stað miðstýringar, reglur sem knýja fram hagræð- ingu og skapa traust. Samtímis ofangreindum breyt- ingum hafa orðið grundvallar- breytingar á ýmsum öðrum þátt- um á fjármagnsmarkaði sem eru ekki jafn áberandi, en mikilvægar engu að síður, og lúta að því að styrkja stjórn Seðlabankans á pen- ingamálum. Nægir í því sambandi að nefna að fjármögnun afurða- lánakerfisins hefur verið flutt frá Seðlabankanum til viðskiptabank- anna, lausafjárhlutfall tekið upp samhliða bindiskyldu til að hafa áhrif á útlán í bankakerfinu, og stóraukna áherslu ríkissjóðs á út- gáfu ríkisvíxla til að fjármagna sveiflubundinn greiðsluhalla ríkis- sjóðs innan ársins í stað þess að yfirdraga viðskiptareikning sinn í Seðlabankanum. Þegar litið er yfir þróunina und- anfarin ár virðist mér að breyting- arnar hafi flestar orðið til þess að efla fjármagnsmarkaðinn en það er forsenda þess að unnt verði að opna hann fyrir erlendri sam- Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra skrifar keppni eins og ég ætla að víkja að á eftir. Endurskipulagning bankakerfisins Þá kem ég beint endurskipu- lagningu bankakerfisins. I ávarpi mínu á ársfundi bankans í fyrra gerði ég endurskipulagningu bankakerfisins að umtalsefni. Eg sagði m.a. að það væri u.þ.b. tutt- ugu ár liðin frá því að menn gerðu gert sér grein fyrir því að banka- stofnanir hér á landi væru of margar og of smáar, samkeppni þeirra á milli væri of lítil, kostnað- ur af bankaþjónustu of hár og nauðsynlegt væri að sameina bankastofnanir. Jafnframt sagði ég að fengi ég einhverju um ráðið myndu ekki líða önnur tuttugu ár án breytinga á bankakerfinu því til einföldunar og hagræðingar. Það liðu reyndar ekki nema tveir mán- uðir frá ársfundinum þar til ég gat sagt frá sölu á hlut ríkisins í Ut- vegsbankanum hf. til þriggja ann- arra hlutafélagsbanka með þvi skilyrði að bankarnir fjórir yrðu sameinaðir. Sameining þeirra í Is- landsbanka hf. varð svo að veru- leika um síðastliðin áramót. Og í dag afhenti ég formanni banka- ráðs Landsbanka íslands heimild til að sameina Landsbankann og Samvinnubanka Islands hf. en Landsbankinn hefur nú eignast ráðandi meiri hluta í Samvinnu- bankanum. Heimildin er við það miðuð að á næstunni verði upp- stokkun í útibúakerfi ríkisbank- anna og dreifingu skulda mikil- vægra viðskiptaaðila á milli þeirra til að auka hagkvæmni og öryggi i bankakerfinu. Þannig hefur við- skiptabönkunum fækkað úr sjö fyrir tæpu ári í aðeins þrjá. Sú nauðsynlega og geysimikilvæga breyting sem menn hafa rætt um í tuttugu ár hefur orðið að veru- leika á tíu mánuðum. Hér er um sannkallaða uppstokkun á banka- kerfinu að ræða og um frekari fækkun banka verður vart að ræða. Hins vegar gæti frekari sam- runi eða enn nánari samvinna sparisjóða vonandi tekist á næstu árum. Sú spurning vaknar eðlilega hvort fækkun viðskiptabanka dragi ekki úr samkeppni sem aftur komi í veg fyrir að hagkvæmnin af stærri og öflugri stofnunum komi fram í ódýrari þjónustu og minni mun á vöxtum af inn- og útlánum en áður. Vissulega er þessi hætta fyrir hendi en ég minni á að bank- arnir búa við samkeppni um inn- lán frá sparisjóðum, verðbréfa- sjóðum og ríkissjóði. Árangursrík- asta aðferðin til að veita enn frek- ara aðhald á þessu sviði og fulla samkeppni á öðrum sviðum er að opna innlendan fjármagnsmarkað fyrir erlendri samkeppni. Bank- arnir eru nú færri og stærri en áður og því betur í stakk búnir að mæta samkeppni frá erlendum bönkum. Að þessu hlýtur að vera stefnt á næstu árum. I þessu sambandi vil ég minnast á starfshóp sem ég skipaði í lok janúar til þess að gera athugun á mögulegum aðgerðum banka- kerfisins og ríkisstjórnar í því skyni að tryggja að vaxtalækkun til samræmis við átak til þess að ná fram ört hjaðnandi verðbólgu fái staðist til frambúðar. Starfshópur- inn hefur skilað áfangaskýrslu þar sem fjallað er um umfang þess vanda sem við er að glíma. Þar eru nefndir ýmsir möguleikar á að- gerðum þar sem hið opinbera kæmi til móts við innlánsstofnanir með breytingum á skattlagningu og með öðrum aðgerðum sem myndu lækka kostnað þeirra. Hugmyndir starfshópsins eru nú til athugunar í Seðlabankanum og viðskiptaráðuneytinu auk þess sem fjármálaráðuneytið hefur lýst því yfir að það muni fyrir sitt leyti stuðla að því að starfsskilyrði ís- lenskra innlánsstofnana verði ekki lakari en starfsskilyrði sams konar stofnana í ríkjum Evrópu- bandalagsins og EFTA. Fyrsta að- gerðin í samræmi við hugmyndir starfshópsins er lækkun á bindi- skyldu inniánsstofnana úr 11% í 7% og hefur hún þegar verið ákveðin ásamt hliðarráðstöfunum sem miða að því að bæta hag inn- lánsstofnana án þess að raska jafn- vægi á peningamarkaði. En ég vil þó undirstrika að það eru fyrst og fremst innlánsstofnanirnar sjálfar sem þurfa að iaga sig að breyttum aðstæðum með margvislegum hagræðingaraðgerðum. Þrátt fyrir að ríkið hafi dregið úr hlutdeild sinni í bankakerfinu með sölu á hlutabréfum sínum í Útvegs- bankanum hf. er hlutur þess engu að síður mjög stór og tveir af þremur viðskiptabönkum hér á landi eru ríkisbankar. Þessu þarf að breyta vegna þess aö engin haldbær rök mæla með því að rík- ið gegni yfirgnæfandi hlutverki á þessu sviði atvinnulífins. Þá er ekki síður mikilvægt að fljótlega þurfa að taka gildi hér á landi al- þjóðlegar reglur um eigið fé banka og þær kunna að leiða til þess að ríkið verði stöðugt að veita auknu fé til bankanna verði þeir í hefð- bundinni ríkiseign. Ég tel farsæl- ast að næstu skref í þróun banka- kerfisins verði að breyta ríkis- bönkunum í hlutafélög, sem fyrst um sinn yrðu alfarið í eigu ríkisins. Síðan væri bönkunum gefinn kostur á að styrkja eiginfjárstöðu sina með útgáfu hlutabréfa, sem ég tel að hljóti að vera fýsilegri kostur en ríkisframlög, a.m.k. fyr- ir skattgreiðendur. Þessar breyt- ingar þarf að undirbúa vandlega, sem óhjákvæmilega tekur nokk- urn tíma, og hef ég falið Seðla- bankanum að semja álitsgerð um þetta efni. Breytingar í gjaldeyrismálum ' '"‘i’... ................... A liðnu ári voru reglur um er- lendar lántökur og reglur um inn- flutning með greiðslufresti tvíveg- is rýmkaðar. Nú er svo komið að innflytjendur geta nýtt sér allt að eins árs greiðslufrest frá seljanda, ef ekki kemur til ábyrgð eða end- urlán innlendrar fjármálastofnun- ar. Fyrir aðeins rúmu ári var aðal- reglan sú að óheimilt var að taka Framh. á bls. 23 „Er ekki oröið tímabært aö gera sparnaöi i erlendum eignum jafn hátt undir höfði og gjaldeyriseyöslu? Þurfum viö ekki á auknu samstarfi viö erlenda aðila að halda um uppbyggingu íslensks atvinnulífs í Ijósi sí- stækkandi markaöa og vaxandi verkskiptingar þjóða heimsins?" spyr Jón Sigurðsson viðskiptaráöherra m.a. í umræöugrein sinni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.