Alþýðublaðið - 28.04.1990, Page 7

Alþýðublaðið - 28.04.1990, Page 7
Laugardagur 28. apríl 1990 7 heldur langt. Þær hugmyndir sem menn voru með á þeim tíma var að byggja þarna stjórnarráðshús og það var komið svo langt að það var á teikniborðinu og búið að gera töluvert mikið af uppdrátt- um, búa til módel og annað. Það var búið að rýma húsin í Torfunni þegar vindurinn snérist í þessum málum. Þetta var tíu ára barátta í sambandi við Bernhöftstorfuna og alveg ótrúlega þung á köflum. Mér er það eiginlega óskiljanlegt þegar ég lít til baka hvað menn gátu verið lengi að átta sig á því að spyrna þyrfti við fótum. Með þessu hófust eiginlega afskipti mín af fé- lagsmálum arkitektafélagsins, Ég fór í þessi Torfumál því arkitekta- félagið gerði um það samþykkt að varðveita skyldi gömlu húsaröð- ina austan Lækjargötunnar sem er elsta húsaröð landsins." — Hafa orðið miklar við- horfsbreytingar til friðunar gamalla hús frá þeim tíma? ,,Já, það urðu talsvert miklar viðhorfsbreytingar, sérstaklega upp úr 1970 en við erum nú oft svolítið á eftir í svona málum. Við áttum þá mjög ánægjulegt sam- starf við ýmsa aðila. M.a. pólitísku ungliðahreyfingarnar og ég man eftir því að á þeim tíma fékk ég senda pólitíska skætingsgrein frá Davíð Oddssyni í sambandi við Torfuna, en hann taldi fyrir neðan allar hellur að friða hana. Og ég hafði gaman af því þegar var búið að ganga frá þessu öllu og Korn- hlaðan, síðasti áfangi Torfunnar, var vígð sem fyrir tæplega ári, að þá stóð hann upp og talaði um hvað þetta væri allt saman gott. Ég gladdist mjög yfir því að hann hafði skipt um skoðun. Lítill skilningur á eðli gamla miðbæjarins Viðhorfsbreytingarnar hafa vissulega orðið miklar en þó má segja að þær hafi fyrst og fremst orðið hjá einstaklingum sem voru húseigendur og í stað þess að rífa hús sín fóru menn að reyna að dytta að þeim og margir fóru að sækjast eftir því að búa í þessum húsum, gömlu timburhúsunum okkar. En aftur á móti hefur þetta verið þungur róður í sambandi við opinbera aðila hér í Reykjavík og skilningur á eðli gamla miðbæjar- ins hefur nánast aldrei verið neinn hjá pólitískum aðilum. Þó eru allt- af inn á milli einstaka skilningsrík- ir menn svo það er ekki hægt að segja að þetta sé alveg einhlítt. En t.d. hefur aldrei náðst meirihluti fyrir þvi að koma skipulagsáform- um i Grjótarþorpi í gegnum borg- arstjórn með nógu sannfærandi hætti. Það hefur aldrei verið hægt að vinna almennilega í þessum málum út frá eðli miðbæjarins eins og hann er. Heldur hafa menn alltaf talið að lausnin væri sú að ryðja burtu þessum gömlu kofum og fara að byggja hér ný hús sem eiga að geta eitthvað annað en gömlu húsin. Ég sé ekki að það hafi haft neitt, hvorki gott né nýtt, í för með sér og það liggur við að ýmsar nýbyggingar sem hafa risið hér á undanförnum árum séu til skammar.'' Langar aö sjá hverju ég fæ áorkað — Nú býður þú þig fram á lista Nýs vettvangs. Hefur þú áður tekið virkan þátt í pólitík? ,,Nei, ég hef einungis tekið þátt i starfi míns fagfélags og reynt að berjast fyrir ákveðnum málum þar. Og ég hef verið embættismað- ur borgarinnar í fimm ár og reynt að fara þá leiðina til að hafa áhrif á það sem mig langar til að vekja athygli á. l\' var forstöðumaður Borgarskip Vös frá 1979 til 1984. Með þvi móti gafst mér ákveðið tækfæri til að koma á framfæri ýmsum þeim málefnum og hug- myndum sem mér voru hugleikin. Nú langar mig, þar sem eftir því var sóst, að reyna þessa leið og at- huga hvað hún gefur." — Hver eru þau helstu mál sem þér finnst ábótavant og vert að berjast fyrir? ,,Ég hef fylgst með skipulags- málum Reykjavíkur nokkuð lengi og í þeim efnum finnst mér vera margt sem þarf að huga að. Til að byrja með finnst mér vert að ein- beita sér að gamla miðbænum og að það þurfi að fara aðrar leiðir en farnar hafa verið hingað til af nú- verandi borgaryfirvöldum. Núver- andi skipulag Kvosarinnar tel ég vera gert á röngum forsendum og ég vil gjarnan beita mér fyrir því að það verði endurskoðað. Ég vil sem sagt beita mér fyrir nýjum viðhorfum til gamla borgarhlut- ans. Ég vil beita mér fyrir breyt- ingum á hverfi eins og t.d. Breið- holti sem er orðið töluvert gamalt hverfi en hefur engan veginn yfir- bragð hlýlegs gróins hverfis. Það eru mörg af hverfum borgarinnar sem þurfa verulegrar aðhlynning- ar við. Útivistarsvæði og almenningssamgöngur Ég vil í samvinnu við skipulags- stjórn ríkisins beita mér fyrir því að ekki komi til að Fossvogsbraut- in verði lögð og dalurinn þannig eyðilagður sem útivistarsvæði. Nú er það mál a.m.k. komið það langt að það er ekki lengur talað um Fossvogsbraut í Fossvogsdal, þ.e.a.s opna braut. Þá vil ég gjarn- an losna við brautina sem er verið að tala um að leggja milli Öskju- hlíðarinnar og Nauthólsvíkur. Ég vil losna við þessi umferðarmann- virki og leggja áherslu á útivistar- gildi svæðanna. Það er okkur í þessu streituþjóðfélagi mjög nauð- synlegt að þessi opnu svæði séu sem víðast og við verðum að virkja þau til andlegs og líkamlegs heilbrigðis og góðs mannlífs. Þá vil ég leggja áherslu á að þau hverfi sem í framtíðinni verða byggð verði blönduð byggð. Það verði ekki einlit íbúðarhverfi. Það þarf jafnvægi í skipulag, blanda byggðinni og auka þar hlut fjölbýl- is. Ég vil jafnframt að í hverfunum verði komið upp hverfishúsum og að hverfasamtök verði efld. Það er svo margt sem ég vildi breyta í þessari borg að ég get ekki talið það allt upp hér. Mengunin er t.d. eitt vandamál- ið og menn verða að huga að því hvernig sporna á gegn þeirri mengun sem fylgir bílaumferð- inni. Borgin er mjög menguð orð- in og efling almenningssam- gangna er eitt þess sem gera þarf. Einnig þarf að huga að því að bæta göngu- og hjólaleiðir þannig að fólk geti frekar gengið og hjólað um borgina. Það er mjög erfitt að ganga í Reykjavík því það er mjög illa búið að gangandi fólki. Menn þurfa sífellt að vera að keyra á milli borgarhluta eins og t.d. þeir foreldrar sem eiga börn á barna- heimilum." — Nú höfum við mikið rætt skipulagsmál og mál þeim tengd. Hvaða önnur mál eru þér hugleikin? ,,Mér eru mjög hugleikin at- vinnumál í þessum bæ. Eitt af því sem mér finnst verða sífellt meira áberandi eru þessi skýru skil sem eru að verða á milli hinna stóru og sterku annars vegar og hinna smáu hins vegar. Sjálf rek ég lítið fyrirtæki svo ég veit alveg hvað er í raun flókið að halda sér á floti með lítið fyrirtæki. Ég mundi gjarnan vilja gera meira til að styðja við bakið á þessum minni fyrirtækjum, ýmsum grasrótarfyr- irtækjum og grasrótarhreyfingu í sambandi við fyrirtækjarekstur. Ég hef mikinn áhuga á að setja mig betur inn i atvinnumálin. Svo hef ég auðvitað átt bæði börn og unglinga og aldraða for- eldra í þessari borg og ég tel að mikil efling heimilisþjónustu sé nauðsynleg. Einhverjar úrlausnir sem taka mið af þeim breytingum sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Nú eru allarkonur farnar að vinna úti en það er eins og þjóðfélagið hafi ekki áttað sig á því. Hér verður að finna lausnir sem skilja ekki ald- urshópana meira að en gert er, það verður að horfa á málið í heild og koma sér síðan niður á leiðir til úrbóta." Staðsetning ráðhússins ekkert minna en slys — Einstaka byggingar í borg- inni eru mjög umdeildar, bæði út frá fagurfræðilegum og pól- itískum hliðum. Hver er þín skoðun á mannvirkjum eins og t.d. ráðhúsi og veitingahúsinu í Öskjuhlíð? ,,Eg lít á staðsetningu ráðhúss- ins sem stórslys. Umferðarlega er það mjög illa staðsett. Af því er sjónmengun og búið bókstaflega að eyðileggja ásýnd miðbæjarins frá ýmsum sjónarhornum. Húsið sjálft snýr svo rassinum í miðbæ- inn þannig að ég veit ekki hvað er jákvætt við þetta hús. Eiginlega hef ég ekki svör við því hvað á að gera í þessu máli með þetta bákn út í Tjörninni. Undirbúningstím- inn fyrir framkvæmdir var of stutt- ur, það hefði þurft að vanda miklu meira allan undirbúning og ræða miklu meira. Varðandi kúluna í Öskjuhlíð þá má segja það að tankarnir hafa alltaf verið tákn fyrir borgina og skemmtilegir. Ég hef að vísu ekki skoðað kúluna að innan en býst við að þegar þeir tveir tankar sem enn standa í hlíð- inni eru farnir, þá standi hún nokk- uð skemmtilega þessi kúla. Aftur á móti er það mikið spurningar- merki hvort það var rétt að byggja þessa byggingu án þess að ljóst sé hvort nokkur tilgangur sé með henni. Fyrst menn voru að byggja þetta á annað borð mætti spyrja t.d. hvort ekki hefði verið eðlilegra að hún hefði t.d. verið í þágu vís- indanna, a.m.k. kann ég ekki við það að byggja veitingahús fyrir hitaveitupeningana," sagði Guð- rún Jónsdóttir, fjórði maður á lista Nýs vettvangs, við Alþýðublaðið. Úr Bernhöftstorfu — Davíð skrifaði skætingsgrein, — en skipti svo um sköun. Fréffir í stuttu náii 1. maí í Borgarnesi Hátíðahöld stéttarfélaganna í Borgarfirði hefjast kl 13.30 á 1. maí í Hótel Borgarnesi. Samkomuna setur Sigrún D. Einarsdóttir for- maður LÍV, ávörp flytja Jón A. Eggertsson og Garðar Halldórsson. Á samkomunni verða skemmtiatriði í höndum Rósu Ingólfsdóttur og Jón Hjartarsonar leikara, börn úr Andakílsskóla sýna dans og Þorkell Guðbrandsson syngur gamanvísur. -k Nordex — Norræna viðskiptasímaskráin Út er komin norræna viðskiptasímaskráin Nordex 1990. Er hún sameiginlegt verkefni símstjórna Norðurlanda og hefur Ágúst Geirsson símstjóri starfað í vinnunefnd skrárinnar og er ritstjóri ís- lensku útgáfunnar.. Gott rit til að fletta upp á ýmsum fyrirtækjum Norðurlanda, enda er það hlutverk hennar að greiða fyrir viðskipt- um milli landanna. -k Mál og menning kaupir Forlagið Jóhann Páll Valdimarsson hefur um nokkurra ára skeið rek- ið Forlagið af miklum metnaðiog dugnaði og gefið út þetta 25 bækur á ári. Nú verður sú breyt- ing á hjá Forlaginu að eigendur 9/10 fyrirtækisins eru nú Mál og menning, eitt staérsta bókafor- lag landsins. Forlagið verður eftir sem áður sjálfstætt fyrirtæki — undir stjórn Jóhanns Páls og sama starfsfólks og fyrr. Hins- vegar mun Forlagið nú njóta dreifingar — og sölukerfis M&M. -k Jólabækur á skaplegu verði í fréttatilkynningu vegna samruna Forlagsins við Mál og Menn- ingu segir: „Ljóst er að miklar breytingar eiga sér nú stað á íslensk- um bókamarkaði. Útgefendur hljóta að stefna að aukinni hagræð- ingu og samstarfi þar sem við á til að koma til móts við kröfur les- enda um lægra bókaverð. Stærri einingar á sviði útgáfu eru líklegri til að geta uppfyllt þær kröfur, um leið og það er ætlun þeirra tveggja forlaga sem hér um ræöir að efla með þessum hætti útgáfu íslenskra bókmennta og góðra bóka á íslensku. Þetta skref er ekki hvað síst stigið með hliðsjón af þeim miklu tímamótum sem verða i bókaútgáfunni í haust, þegar ísland bætist i hóp þeirra menning- arþjóða sem hafa aflagt skattheimtu á bókmenningu." ★ Aðveitustöð við Meistaravelli Davíð Oddsson er víða með skærin á lofti og klippir á borða. í gær var það ný aðveitustöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Meistara- velli í vesturborg Reykjavíkur. Með þessari stöð eykst mjög allt ör- yggi og afhendingargeta dreifikerfisins í vesturbæ og á Seltjarnar- nesi. Byggingin er 537 fermetrar á stærð, 4626 rúmmetrar, og kost- ar byggingin 82 milljónir króna en rafbúnaður 130 milljónir. Við þetta bætist kostnaður við streng frá aðveitustöð við Barónsstíg vestur á Meistaravelli 76 milljónir þannig að mannvirkið kostar alls 289 milljónir króna. Arkitektar hússins eru Ferdinand Alfreðsson og Guðmundur Kr. Kristinsson. ★ Nýir skógar á 75 stöðum Framundan er stórátak í landgræðslu og skógrækt, eitt hið mesta frá upphafi vegar hérlensis. Vigdís Finnbogadóttir, verndari átaks- ins Langræðsluskógar — átak 1990 sendi í gær kveðju til lands- manna og segir m.a. að ætlunin sé að rækta upp nýja skóga á 75 stöðum um land allt. „Þessa viðleitni ættu allir landsmenn að styðja, og klæða þannig gróðursnauð svæði í grænan búning grós- kunnar. Biður forseti landsmenn að sýna hug sinn í verki og styðja Landgræðsluátakið með ráðum og dáð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.