Alþýðublaðið - 28.04.1990, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 28.04.1990, Qupperneq 8
8 Laugardagur 28. apríl 1990 Hér má sjá þau Ásdísi Magnús- dóttur og Joakim Keusch túlka hlutverk Adams og Evu í sam- nefndu verki Birgit Cullberg á sýningu íslenska dansflokksins, Vorvindar i Borgaleikhúsinu. Hef- ur sýningin fengið góða dóma gagnrýnenda. Auður Bjarnadóttir, listdansstjóri Þjóðleikhússins. - Það er tíska að tala um að færa þurfi listina nær almenn- ingi eða-almenning nær listinni. En hvað með balletinn, list- grein sem í augum flestra eru hvítklæddar, goðumlíkar ver- ur sem svífa um sviðið aö því er virðist í litlum tengslum við lífið fyrir utan. Á ballettinn erindi til fólks? ,,Það þarf að kenna fólki að njóta listar. Þær eins með dansinn og tónlistina, maður lærir ekki að njóta tónlistar nema með því að hlusta á hana. Það er þess vegna sem ég tel nauðsynlegt að kynna dansinn fyrir börnum þannig að þau geti lært að njóta hans sem listgreinar. Það má því segja að það hversu sjaloan danssýningar séu settar upp sé vítahringur bæði fyrir dansarana sem þurfa að þroska sig sem listamenn og áhorfendur sem þurfa að kynnast dansinum." Það er Auður Bjarna- dóttir listdansstjóri Þjóðleikhúss- ins sem varð fyrir svörum þegar blaðamann Alþýðublaðsins bar að garði. Sýningar flokksins hafa til þessa verið strjálar og oft hafa verið uppi raddir sem segja ballettinn hálf- gerða hornreku í íslensku listalífi. Það þarf því ekki að koma á óvart þó ekki hafi fengist fjármagn til að setja upp sýningu hjá dansflokkn- um fyrir jól. Eitt hvað rættist þó úr seinni hluta vetrar og var ballett- inn Vorvindar frumsýndur, sumar- daginn fyrsta í Borgarleikhúsinu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem dansað er á sviði Borgarleikhúss- ins. Palli var einn i heiminum „Við höfum reynt að sinna yngstu kynslóðinni, vetrarstarfið í ár hjá okkur byrjaði til dæmis með skólasýningum. Við fórum í eins marga skóla og við komumst yfir, en það voru yfir 8 þúsund börn sem sáu þessa kynningu á list- greininni. Þetta var mjög skemmtilegt bæði fyrir okkur og börnin sem greinilega kunnu að meta framtakið. Sérstaklega var það ánægjulegt þegar við fórum að finna fyrir meiri aðsókn í ball- ettskólana í kjölfar kynningarinn- ar,“ sagði Auður. ,,Þá verður dansflokkurinn með barnasýningu nú á listahátíð sem byggir á sögunni, Palli var einn í heiminum. Sýningin sem við köll- um Palli og Palli verður heljarinn- ar ævintýri. Vitanlega verður Palli ekki bara einn á sviðinu, heldur fara dansararnir í ýmis hlutverk og í einni senunni margfaldast Palli, þannig í stað þess að vera einn verða Pallarnir 10. Það er von okkar að með því að hafa stöðugar sýningar fyrir börn- in þá verði hægt að ná til þeirra. Draumurinn er síðan að geta verið með Palla og Palla sem skólasýn- ingu strax í haust." Videó og sjónvarpsgláp „Við íslendingar erum nú oft svolítið á eftir öðrum þjóðum og dansinn því miður þar á meðal. Víða í nágrannalöndum okkar er til dæmis farið að setja dans inn í skólakerfið hreinlega af því börn eru svo illa líkamlega samhæfð. Því hefur meðal annars verið hald- ið fram að þetta stafi af miklum kyrrsetum vegna sífellds vídeó og sjónvarpsgláps. Þetta er hrikalega sorglegt en staðreynd engu að síð- ur." „Ég held að óhætt sé að segja að flokkurinn í heild sé vel frambæri- legur. Vitanlega eru verkin mis vel æfð og dansararnir misjafnir. En við erum með sömu klassísku þjálfun og gerist í öllum flokkum og gerum sömu grunnkröfur. Sem stendur starfa til dæmis þrír kven- dansarar úr íslenska dansflokkn- um með þýskum dansflokkum. Katrín Hall í Köln, Sigrún Guð- mundsdóttir í Bonn og Þóra Guð- jónsdóttir í Darmstads. Þá er Mar- ía Gísladóttir starfandi í Bandaríkj- unum. Það liggur í augum uppi að þetta eru allt prýðis dansarar, því aðeins fá þeir þessi störf.“ Meðan aðstaðan er ekki betri hér er vissulega hætta á að við missum alla góðu dansarana, þangað sem betur er búið að dans- inum sem listgrein. Það er augljós- lega allt annað líf að starfa þar sem stöðugt eru sýningar í gangi því draumur allra dansara er að komast á svið,“ sagði Auður að lokum.“ Meölimir dansflokksins á æfingu í nýju húsnæði. „Þaö fylgja því viss átök að fara i nýtt húsnæði eftir að hafa verið 17 ár í Þjóðleikhúsinu, þetta er svo- lítið eins og að fara í nýtt hjónaband," segir Auður Bjarnadóttir. Það að æfa ballett er ekki bara dans á rósum þvi fylgja líka sviti og tár.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.