Alþýðublaðið - 28.04.1990, Qupperneq 9
MÞYÐUBU9IÐ
Umsjón: Jón Danielsson
Sveitarstjórnar-
kosningarnar
26. maí í vor eru umfjöllunarefni þessa aukablaðs
Alþýðublaðsins sem dreift er í hvert hús í þéttbýlis-
stöðum í Vesturlandskjördæmi. I blaðinu er fjallað
sérstaklega um þéttbýlisstaði kjördæmisins, fram-
boðslistar kynntir, greint frá úrslitum sveitarstjórn-
arkosninganna fyrir fjórum árum og sagt frá helstu
kosningabaráttumálum.
Akranes
A Skaganum er nú meirihlutasamstarf Framsóknarflokks
og Alþýðubandalags en Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur skipa minnihlutann. Þessir flokkar bjóða allir fram
í kosningunum í vor en ekki verða neinir aðrir listar í boði.
Talsverðar breytingar urðu á Akranesi í síðustu kosningum
þegar Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur af fjórum full-
trúum sínum.
Borgarnes
í Borgarnesi eru það A-flokkarnir og óháðir sem mynda
meirihluta en hinir hefðbundnu stóru flokkar, Framsókn-
arflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru í minnihluta eftir að
hafa tapað hvor sínum manni í kosningunum fyrir fjórum
árum. Borgnesingar telja sig nú vera á góðri leið með að
vinna sig út úr vandamálum síðustu ára og fólki er nú tekið
að fjölga þar aftur.
Ólafsvík
Það er fremur sjaldgæft að pólitíkin í einstökum sveitarfé-
lögum á landsbyggðinni verði að umfjöllunarefni fjöl-
miðla. Þetta gerist þó einstöku sinnum og stjórnarkreppa
í Olafsvík varð einmitt tilefni slíkrar umfjöllunar. Stjórnar-
kreppan leystist þó og samstarf tókst með fulltrúum allra
aðila í bæjarstjórninni annarra en sjálfstæðismanna.
Stykkishólniur
Sjálfstæðismenn hafa nú farið með meirihlutavald í Stykk-
ishólmi í fjögur kjörtímabil og höfðu á sínum tíma fimm af
sjö fulltrúum í sveitarstjórn. A síðasta kjörtímabili hefur
munurinn þó ekki verið alveg svona mikill. Nú hefur Sjálf-
stæðisflokkur fjóra fulltrúa í bæjarstjórn en Alþýðubanda-
lag, Alþýðuflokkur og Félagshyggjumenn einn fulltrúa
hver. Nú hafa andstæðingar sjálfstæðismanna sameinast
um einn lista og hyggjast fella meirihlutann.
Hellissandur — Rif
í Neshreppi utan Ennis hafa Almennir hreppsbúar haft
fjóra af fimm fulltrúum í hreppsnefnd undanfarið kjörtíma-
bil en Alþýðubandalagið einn. Alþýðubandalagið býður
ekki fram að þessu sinni en í stað þess kemur nýr listi sem
kallast Framboð fyrir betri byggð.
Grundarfjörður
Sjálfstæðismenn hafa hreinan meirihluta í Eyrarsveit eftir
að þeir unnu fulltrúa af Alþýðubandalaginu í síðustu kosn-
ingum. Þá voru fjórir listar í framboði en listi óháðra náði
ekki manni inn. Nú eru listarnir aðeins þrír og því minni
líkur til að atkvæði falli dauð. Þetta gæti orðið til að fella
meirihluta Sjálfstæðisflokksins.
Búðardalur
I Laxárdalshreppi verða tveir listar í framboði að þessu
sinni. Sjálfstæðismenn bjóða fram í eigin nafni og and-
stæðingar þeirra bjóða fram annan lista. Fram að þessu
hefur enginn formlegur meirihluti verið starfandi í Laxár-
dalshreppi.
Sveitahrepparnir
I allmörgum fámennari sveitarfélögum þar sem ekki eru
listakosningar verða sveitarstjórnarkosningarnar hálfum
mánuði síðar en annars gerist. Félagsmálaráðuneytið hef-
ur ákveðið að kosningar í eftirtöldum hreppum á Vestur-
landi verði 9. júní. í öðrum hreppum verður kosið 26. maí
þótt kosning sé óhlutbundin.
Skorradalshreppur
Lundarreykjadalshreppur
Norðurárdalshreppur
Hvítársíðuhreppur
Stafholtstungnahreppur
Miklaholtshreppur
Skógarstrandarhreppur
Hörðudalshreppur
Haukadalshreppur
Hvammshreppur
Fellsstrandarhreppur
Skarðshreppur
Saurbæjarhreppur
Þjóðvegur á sjó
Með tilkomu nýja Bald-
urs er brotið blað í sam-
göngum yfir Breiðafjörð
og menn vonast til að nýja
ferjan muni stórauka
ferðamannastrauminn um
þetta svæði. Ekið verður
að og frá borði og mun
siglingatíminn yfir í
Breiðafjörð styttast veru-
lega, eða úr 3 Vi tíma í 2 '/2
tíma. I sumar er áætlað að
tvær ferðir verði á dag á
milli Stykkishólms og
Brjánslækjar, með við-
komu í Flatey. Þetta auð-
veldar Flateyjarferðir auð-
vitað að stórum mun.
Nýja ferjan er tæplega 500
tonn og mun leysa nafna sinn
Baldur, sem siglt hefur á þess-
ari leið síðastliðin 22 ár, af
hólmi. Nýi Baldur mun geta
flutt 200 farþega, allt að 25
fólksbíla og 3 vöruflutninga-
bíla eða rútur í ferð. Smíði
skipsins tók nokkru lengri
tíma en áætlað var en upp-
haflega átti að afhenda það í
ágúst 1988. Stefán Skarphéð-
insson sýslumaður í Barða-
strandasýslu og stjórnarfor-
maður Baldurs hf. sagði við
afhendingu skipsins fyrr í
mánuðinum, að þrátt fyrir
þessa bið væri aðalatriðið að
ferjan sé komin og væri þetta
bylting í ferðamálum í lands-
fjórðungnum.
Eiður Guðnason þingmað-
ur var viðstaddur afhending-
una og sagði hann að ferjan
sýndi það að íslenskur skipa-
iðnaður væri fyililega sam-
keppnisfær við þann erlenda.
„Þetta er hinn nýi þjóðvegur
yfir Breiðafjörð og er ég þess
fullviss að ferjan á eftir að
stórauka ferðamannastraum-
inn á svæðinu yfir sumartím-
ann.“
Á sínum tíma ákvað stjórn
Baldurs hf að láta smíða nýja
Baldur innan fjórðungsins og
var samið við skipasmíða-
stöðina Þorgeir og Ellert hf. á
Akranesi sem smíðaði skipið,
sem gert verður út frá Stykk-
ishólmi. Að sjálfsögðu var
mikið um dýrðir við afhend-
inguna og voru m.a. flestir
þingmenn Vesturlands og
Vestfjarða, samgönguráð-
herra Steingrímur J. Sigfús-
son og forráðamenn Baldurs
hf. mættir til að taka á móti
ferjunni.
Jón Dalbú skipstjóri og
Guðmundur Lárusson fram-
kvæmdastjóri Baldurs hf.
voru að sjálfsögðu ánægðir.
„Þetta virðist vera gott sjó-
skip og verður gaman stjórna
því á Breiðafirðinum," sagði
Jón.
Vegirnir batna i sumar
Talsverðar vegafram-
kvæmdir verða á Veslur-
landi í sumar og má
væntanlega gera ráð fyr-
ir að vegirnir verða all-
víða orðnir nokkru betri
þegar haustar á ný. M.a.
verða ófrágengnu kafl-
arinir við Hvalstöðina í
Hvalfirði lagðir bundnu
slitlagi.
Vegaframkvæmdir verða
víðar á Vesturlandsvegi og
talsverðar umbætur eru
fyrirhugaðar á þó nokkrum
stöðum á Ólafsvíkurvegi,
Vestfjarðavegi og Borgar-
fjarðarbraut svo nokkuð sé
nefnt.
Eiður Guðnason alþingis-
maður gerir grein fyrir
þeim vegaframkvæmdum
sem fyrirhugaðar eru í
Vesturlandskjördæmi í
sumar á bls. 14—15.