Alþýðublaðið - 28.04.1990, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 28.04.1990, Qupperneq 10
10 Laugardagur 28. apríl 1990 Akranes: Þriqgjca flokka stjórn eftir kosningarnar? A-listi Alþýduflokkur 1. Gísli S. Einarsson 2. Ingvar Ingvarsson 3. Hervar Gunnarsson 4. Droplaug Róbertsdóttir 5. Ingibjörg J. Ingólfsdóttir 6. Hafsteinn Baldursson B-listi Framsóknarflokkur 1. Ingibjörg Pálmadóttir 2. Steinunn Sigurðardóttir 3. Jón Hálfdánarson 4. Gissur Ágústsson 5. Oddný Valgeirsdóttir 6. Soffía Magnúsdóttir D-listi Sjálfstæðisflokkur 1. Benedikt Jónmundsson 2. Sigurbjörg Ragnarsdóttir 3. Gunnar Valur Gíslason 4. Herdís Þórðardóttir 5. Guðmundur Guðjónsson 6. Ellert Ingvarsson G-listi Alþýðubandalag 1. Guðbjartur Hannesson 2. Sveinn Kristinsson 3. Georg Janusson 4. Bryndís Tryggvadóttir 5. Guðný Ársælsdóttir 6. Ágústa Friðriksdóttir Úrslit 1986 A-Alþýðuflokkur 595 atkv. 20,9% 2 fulltr. B-Framsóknarflokkur 843 atkv. 29,6% 3 fulltr. D-Sjálfstæðisflokkur 795 atkv 27,9% 2 fulltr. G-Alþýðubandalag 570 atkv. 20,0% 2 fulltr. M-FIokkur mannsins 42 atkv. 1,5% 0 fulltr. Kjörnir bæjarfulltrúar 1986 Af A-lista: Gísli S Einars- son og Ingvar Ingvarsson. Af B-lista: Ingibjörg Pálmadóttir, Steinunn Sig- urðardóttir og Andrés 01- afsson. Af D-lista: Guðjón Guð- mundsson og Benedikt Jónmundsson. Af G-lista: Guðbjartur Hannesson og Jóhann Ár- sælsson. í kosningunum 1986 urðu þær breytingar að Sjálfstæðisflokkurinn tap- aði tveim fulltrúum en Al- þýðuflokkur og Alþýðu- bandalag bættu við sig sínum manninum hvor flokkur. Meirihlutasamstarf er milli Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. Á Akranesi hefur tals- vert verið framkvæmt á því kjörtímabili sem nú er á enda. Nefna má dvalar- heimili fyrir aldraða sem er í byggingu og vel á veg komið. Skólabyggingar hafa einnig komist vel áleiðis og umtalsvert hef- ur bæst við af malbikuðum götum ■ kaupstaðnum. Þá hefur verið unnið verulegt átak við höfnina. Nú standa yfir framkvæmdir við nýjan leikskóla og ýmsir bæjarstjórnarmenn gæla við hugmyndina um nýja sundlaug á næsta kjörtímabili. Samkvæmt heimildum okkar munu ekkistór ágrein- ingsmál milli þeirra flokka sem eiga aðild að bæjar- stjórninni, en á Akranesi eru það hinir hefðbundnu stjórn- málaflokkar sem ráða ferð- inni eins og raunar í flestum stærri bæjarfélögum. Það sem kannski vekur helst at- hygli í þessu sambandi er að víglínan í bæjarstjórn liggur ekki milli hins formlega meirihluta og minnihlutans, heldur öllu fremur innan minnihlutans. Það eru hinir gömlu og hefðbundnu fjórftokkar sem eiga aðild að bæjarstjórninni á Akranesi og meirihlutasam- starf er milli þriggja bæjar- fulltrúa Framsóknarflokks og tveggja fulltrúa Alþýðu- bandalagsins. í minnihlutan- um eru fuiltrúar Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks en alþýðuflokksmennirnir virð- ast á liðnu kjörtímabili í flest- um málum fremur hafa átt samleið með meirihlutanum en sjálfstæðismönnunum. Þetta er þeim mun athygli- verðara fyrir þá sök að fram til 1986 var meirihluti í bæjar- stjórninni skipaður fulltrúum Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks eftir svokölluðu Við- reisnarmynstri. Afstaða AI- þýðuflokksis á þessu kjör- tímabili kynni að benda til þess að ef hlutföll breyttust í kosningunum í maí mundu Alþýðuflokksmenn fremur horfa til vinstri en hægri í samstarfsviðræðum. Bæjarstjórnmál eru vissu- lega um margt ólík pólitík- inni á landsvísu og úrslit bæj- arstjórnarkosninga geta því sem hægast verið ólík því sem gerist þegar kosnir eru þingmenn. Engu að síður hafa landsmálin áhrif á fylgi flokkanna í bæjarstjórnar- kosningum og móta úrslit þeirra að nokkru. Ef tekið er mið af skoðanakönnunum á landsvísu að undanförnu, virðist mega gera ráð fyrir að núverandi ríkisstjórnarflokk- ar tapi einhverju fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig að sama skapi. Kvennalistinn sem átt hef- ur fylgi að fagna í skoðana- könnunum býður ekki fram og ómögulegt er að segja til um hvernig það fylgi kemur til með að skiptast sem kosið hefði Kvennalistann. Þó verður að teljast ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta, þannig að e.t.v. fáum við að sjá sam- stjórn A-flokkanna og Fram- sóknarflokks á Akranesi eftir kosningar. Úrslit 1986 A-Alþýðuflokkur 229 atkv. 24,2% 2 fulltr. B-Framsóknarflokkur 237 atkv. 25,0% 2 fulltr. D-Sjálfstæðisflokkur 196 atkv. 20,7% 1 fulitr. G-Alþýðubandalag 123 atkv. 13,0% 1 fulltr. H-Oháðir kjósendur 162 atkv. 17,1% 1 fulltr. Kjörnir bæjarfulltrúar 1986 Af A-lista: Eyjólfur Torfi Geirsson og Eva Eðvarðs- dóttir. Af B-lista: Indriði Al- bertsson og Ragnheiður Jóhannsdóttir. Af D-lista: Gísli Kjartans- son. Af G-lista: Margrét Tryggvadóttir. Af H-lista: Jakob Þór Skúlason. f kosningunum 1986 urðu þær breytingar að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur töpuðu hvor sínum fulltrúa, AI- þýðuflokkur bætti við sig einum og Óháðir kjósend- ur fengu mann körinn. Meirihlutasamastarf er Al- og milli Alþýðuflokks, þýðubandalags Oháðra. Aftur á uppleið eftir fólksfækkun Borgarnesbúum fjölgar nú á nýjan leik eftir nokkra fólksfækkun á tímabili. í Borgarnesi hafa A-flokkarnir starfað sam- an í meirihluta ásamt full- trúum H-lista óháðra kjós- enda á þessu kjörtímabili. í andstöðu eru á hinn bóg- inn framsóknarmenn og sjálfstæðismenn. Svo sem víðast hvar gerist á minni stöðum, fer minna fyrir ósamkomulagi og mál- efnaþrætum, þegar kosn- ingarnar eru að baki. I Borgarnesi mun heldur ekki hafa komið til veru- legs ágreinings innan bæj- arstjórnarinnar. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hafa Borgnesingar m.a. hafið framkvæmdir við íþróttavöll og keypt safnahús sem nú er verið að greiða nið- ur. Landsmót umgmennnafé- laganna verður haldið í Borg- arnesi árið 1996 og íþrótta- svæðið mun því fyrirsjáan- lega kosta talsvert fé á kom- andi árum. Nú er unnið að hönnun þjónustuíbúða fyrir aldraða í Borgamesi. í síð- ustu úthlutun fengu Borgnes- ingar í sinn hlut fjármagn til byggingar 10 félagslegra íbúða af 20 sem úthlutað var á Vesturland. Dagheimili fyrir um 20 börn verður tekið í notkun í Borgarnesi á næstunni. Byggingin er þegar til staðar og átti upphafle^a að verða viðbót við leikskólann en eft- irspurn eftir leikskólapláss- um jókst minna en gert var ráð fyrir. Nýja dagheimilið er talið munu anna eftirspurn nokkurn veginn. Eins og svo margir aðrir staðir á landsbyggðinni varð samdrátturinn í landbúnaði nokkurt áfall fyrir Borgarnes auk þess lögðu gróin atvinnu- fyrirtæki upp laupana fyrir nokkrum árum. Nú telja menn sig vera á allgóðri leið með að vinna sig út úr vand- anym. Á árunum 1985—86 fækk- aði fólki talsvert í Borgarnesi en síðustu árin hefur fólki fjölgað hægt og sígandi aftur. Borgnesingar telja sig raunar þurfa að greiða niður skuldir á næstu árum og um það virðist ríkja full samstaða í bæjarstjórninni. Sem dæmi um friðsamlega sambúð hinna ólíku flokka í bæjar- stjórninni má nefna að fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár var samþykkt sam- hljóða. A-listi Alþýduflokkur 1. Eyjólfur Torfi Geirsson 2. Sigurður Már Einarsson 3. Valgeir Ingólfsson 4. Jóhanna Lára Óttarsdóttir 5. Bjarni Steinarsson 6. Sæunn Jónsdóttir B-listi Framsóknarflokkur 1. Guðmundur Guðmarsson 2. Kristín Halldórsdóttir 3. Sigrún Ólafsdóttir 4. Ingimundur Ingimundarson 5. Guðrún Samúelsdóttir 6. Sædís Guðlaugsdóttir D-listi Sjálfstæðisflokkur 1. Sigrún Símonardóttir 2. Skúli Bjarnason 3. Quðlaugur Þór Þórðarson 4. Ósk Bergþórsdóttir 5. Guðmundur Ingi Waage 6. íris Grönfeldt G-listi Alþýðubandalag 1. Margrét Tryggvadóttir 2. Þorvaldur Heiðarsson 3. María Jóna Einarsdóttir 4. Bergþóra Gísladóttir 5. Egill Pálsson 6. Vigdís Kristjánsdóttir H-listi 1. Jakob Skúlason 2. Helgi Helgason 3. Dóra Axelsdóttir 4. Bergþóra Gísladóttir 5. Egill Pálsson 6. Sigurgeir Erlendsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.