Alþýðublaðið - 28.04.1990, Qupperneq 12
12
Laugardagur 28. apríl 1990
Ólafsvík:
Róstusamt kjör-
timabil á enda
Úrslit 1986
A-AIþýðuflokkur
164 atkv. 23,6% 2 fulltr.
'B-Framsóknarflokkur
158 atkv. 22,8% 1 fulltr.
D-Sjálfstæðisflokkur
184 atkv. 26,5% 2 fulltr.
G-Alþýðubandalag
98 atkv. 14,1% 1 fulltr.
L-Lýðræðissinnar
90 atkv. 13,0% 1 fulltr.
Kjörnir
bæjarfulltrúar 1986
Af A-lista: Sveinn Þór El-
ínbergsson og Trausti
Magnússon.
Af B-lista: Stefán Jóhann
Sigurðsson.
Af D-lista: Kristófer Þor-
leifssón og Björn Arnalds-
son.
Af G-Iista: Herbert
Hjelm.
Af Dlista: Kristján Páls-
son.
í kosningunum 1986
urðu talsverðar breyting-
ar. Aðeins þrír listar fengu
menn kjörna 1982. Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk þá
tvo fulltrúa, Lýðræðis-
sinnar tvo og Almennir
borgarar fengu þrjá. 1986
var listi Almennra borg-
ara ekki boðinn fram en
Alþýðuflokkur, Fram-
sóknarflokkur og Alþýðu-
bandalag buðu ekki fram
1982 en fengu nú menn
kjörna. Sjálfstæðisflokk-
urinn hélt sínum fulltrú-
um en Lýðræðissinnar
töpuðu einum.
Meirihlutasamstarf er
milli fulltrúa A, B, G og L
lista, sem samtals hafa 5
af 7 bæjarfulltrúum.
Á yfirstandandi kjör-
tímabili hefur Ólafsvík
verið undantekning frá
þeirri reglu að næsta frið-
samlegt sé í bæjarmála-
pólitík nema helst rétt fyr-
ir kosningar. Samtals hafa
fjórir meirihlutar verið
stofnaðir, en raunar urðu
tveir þeirra aldrei annað
en nafnið tómt.
Talsverð umskipti urðu í
bæjarstjórninni í síðustu
kosningum. 1982 voru ein-
ungis tveir listar í kjöri og þá
fengu vinstri menn 4 fulltrúa
en sjálfstæðismenn 3. Fimm
listar fengu menn kjörna í síð-
ustu kosningum og strax að
loknum kosningum mynd-
uðu Alþýðuflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur meirihluta sem
var bókaður í bæjarstjórn.
Lengra náði samstarfið þó
ekki og eftir nokkurt þóf varð
til meirihluti A-flokkanna og
Lýðræðissinna. Þetta sam-
starf varði í rúmt ár eða fram
í október 1987 þegar ágrein-
ingur kom upp milli Alþýðu-
bandalagsins annars vegar
og Alþýðuflokks og Lýðræð-
issinna hins vegar.
Eftir þessi stjórnarslit tók
við stjórnarkreppa fram yfir
áramót. Um hríð virtist hún
ætla að leysast með samstarfi
Alþýðubandalags, Framsókn-
arflokks og sjálfstæðismanna
og slík stjórnarmyndun var
tilkynnt í útvarpi en varð
aldrei að raunveruleika og
var t.d. ekki bókuð í bæjar-
stjórn. Nokkru síðar var svo
myndaður meirihluti allra
fulltrúa í bæjarstjórninni ann-
arra en sjálfstæðismanna og
starfar sá meirihluti enn.
I málefnum virðist þó hafa
verið öllu friðvænlegra. Til
dæmis að taka munu allir
bæjarfulltrúar hafa verið
sammála um aðgerðir til að
sporna gegn erfiðri fjárhags-
stöðu bæjarins þegar tillögur
þar að lútandi voru til um-
fjöllunar í haust. Samkvæmt
gildandi fjárhagsáætlun
hyggjast Ólafsvíkingar ekki
verja fé til nema allra nauð-
synlegustu framkvæmda á
þessu ári en nota þess í stað
rekstrarafgang bæjarsjóðs til
að greiða niður skuldir. Sjálf-
stæðismenn sem nú eru í
minnihluta segjast leggja höf-
uðáherslu á að ná niður
skuldum.
Meðal helstu framkvæmda
í Ólafsvík á liðnu kjörtímabili
má nefna að hafnarfram-
kvæmdum er nánast fulllok-
ið, sömu sögu er að segja um
félagsheimili og heilsugæslu-
stöð og á vegum bæjarins var
gert upp gamalt pakkhús sem
nú þjónar nýju hlutverki sem
byggðasafn.
A-listi Alþýduflokkur og óháðir
1. Sveinn Þór Elínbergsson
2. Guðmundur Karl Snæbjörnsson
3. Gústaf Geir Egilsson
4. Ágúst Ingimar Sigurðsson
5. Kristín E. Guðmundsdóttir
6. Þorbjörg Gísladóttir
B-listi Framsóknarflokkur
1. Atli Alexandersson
2. Stefán Jóhann Sigurðsson
3. Kristján Guðmundsson
4. Kristín Vigfúsdóttir
5. Sigtryggur S. Þráinsson
6. Maggy Hrönn Hermannsdóttir
D-listi Sjálfstæðisflokkur
1. Björn Arnaldsson
2. Margrét Vigfúsdóttir
3. Páll Ingólfsson
4. Helgi Kristjánsson
5. Sjöfn Sölvadóttir
6. Jón Kristófersson
G-listi Alþýðubandalag
1. Ámi E. Albertsson
2. Heiðar Friðriksson
3. Margrét Birgisdóttir
4.
5.
6.
Lrlisti Lýðræðissinnar
1. Kristján Pálsson
2. Emanúel Ragnarsson
3. Sigurlaug Jónsdóttir
4. Ragnheiður Hdgadóttir
5. Kristján Helgason
6. Arndís Þórðardóttir
Grundarfjöröur:
Ekld nýjar framkvæmdir
en betri skuldastaða
,s Úrslit 1986
B-Framsóknarflokkur
117 atkv. 23,3% 1 fulltr.
D-Sjálfstæðisflokkur
205 atkv. 40,8% 3 fulltr.
F-Óháðir
59 atkv. 11,9% 0 fulltr.
G-AIþýðubandalag
122 atkv. 24,3% 1 fulltr.
Kjörnir
í sveitarstjórn 1986
Af B-lista: Gunnar Krist-
jánsson.
Af D-lista: Sigríður Þórð-
ardóttir, Kristján Guð-
mundsson og Árni Emils-
son.
Af G-lista: Ragnar El-
bergsson.
í kosningunum 1986
urðu þær breytingar að
Sjálfstæðisflokkur vann
mann af Alþýðubanda-
lagi.
Sjálfstæðismenn hafa
hreinan meirihluta í
Grundarfirði.
Skuldastaða Eyrarsveit-
ar, sem í daglegu tali
landsmanna er nefnd
Grundarfjörður eftir þétt-
býliskjarnanum, hefur
batnað verulega á þessu
kjörtímabili. Sjálfstæðis-
menn unnu hreinan meiri-
hluta í síðustu kosningum,
þótt að baki sigrinumlægi
raunar minnihluti at-
kvæða.
Núverandi meirihluti er að
vonum hreykinn af þeim ár-
angri sem náðst hefur í pen-
ingamálum enda voru skuld-
ir sveitarfélagsins hátt í tvö-
faldar árstekjur þess fyrir
fjórum árum en eru nú komn-
ar niður í ríflega 70% af tekj-
um eins árs. Sjálfstæðismeiri-
hlutinn setti sér í upphafi
kjörtímabilsins að hefja ekki
nýjar framkvæmdir en ljúka
þess í stað þeim sem byrjað
hefði verið á.
Fram til 1982 fóru fram-
sóknarmenn og Alþýðu-
bandalagsmenn í sameiningu
með stjórn sveitarfélagsins
og þeir telja að skuldastaðan
hafi í raun aldrei verið jafn
geigvænleg og sjálfstæðis-
menn vildu veria láta. Til við-
bótar benda þeir á að á valda-
tíma þeirra hafi geysimiklu
fé verið varið til fram-
kvæmda og í raun hafi ekki
komið annað til greina en að
draga saman framkvæmdir
eftir það.
Núverandi andstöðuflokk-.
ar telja hins vegar að sam-
drátturinn undir stjórn sjálf-
stæðismanna hafi verið of
harkalegur og segja að álög-
ur séu háar í Eyrarsveit og al-
menn þjónusta hafi verið
drggin saman.
1 síðustu kosningum voru
fjórir listar í framboði en eru
aðeins þrír nú. Listi óháðra
virðist einkum hafa tekið
fylgi frá vinstri flokkunum
1986, þannig að e.t.v. er ekki
fjarri lagi að álykta að meiri-
hluti sjálfstæðismanna kynni
að falla nú.
B-listi Framsóknarflokkur
1. Friðgeir Hjaltalín
2. Guðni E. Hallgrímsson
3. Kristján Guðmundsson
4. Hafsteinn Garðarsson
5. Ingibjörg T. Pálsdóttir
D-listi Sjálfstæðisflokkur
1. Kristján Guðmundsson
2. Ásgeir Valdimarsson
3. Árni Halldórsson
4. Sigríður Gísladóttir
5. Sigurður Þorkelsson
G-listi Alþýðubandalag
1. Ólafur Guðmundsson
2. Ragnar Elbergsson
3. Jóhannes Þorvarðsson
4. Hrafnhildur Guðbjartsdóttir
5. Ingi Hans Jónsson