Alþýðublaðið - 28.04.1990, Qupperneq 18
18
Laugardagur 28. apríl 1990
Leiklist
Yndisferdir, sýning Hugleiks á Galdraloftinu
Makkað á börum
og klósettum
Yndisferdir, leiksýning Hugleiks á
Galdralofíinu, Hafnarstrœti 9.
Höfundur texta og tónlistar: Árni
Hjartarson.
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.
Leikmynd: Hanna Hallgríms-
dóttir, Árni Balduinsson,
Vilborg Valgardsdótti'.
Búningahönnun: Alda Siguröar-
dóttir
Ljósahönnun: Arni Baldvinsson.
Andlitsgervi og förðun: Vilborg
Valgardsdóttir.
Starfsmenn ferðaskrifstofunnar
Yndisferða leika forstjóra sinn
grátt í sýningu leikhópsins Hug-
leiks á Galdraloftinu um þessar
mundir. Það er makkað á klósett-
um og í skúmaskotum á árshátíð
fyrirtækisins í Rúgbrauðsgerðinni
og engin stund látin ónotuð til
ráðabruggs meðan teygað er vín.
á kostnaðarverði. En skjótt skipast
veður í lofti og í Ijós kemur að
slungnir bissnessmenn kunna
fleira en að feta krókótta stigu við-
skiptalifsins og verður ekki skota-
skuld úr að snúa á starfsliðið sitt.
Boðskapur Árna Hjartarsonar,
höfundar Yndisferða virðist öðr-
um þræði beinast að vafasömu
EFTIR: LAUFEYJU ELÍSABETU LÖVE
braski forstjóra sem alltaf virðast
komast undan áður en spilaborgin
hrynur á þá sem ekki kunna fótum
sínum forráð. Þá gerir höfundur
óspart grín að auglýsingaþjóðfé-
laginu. Brugðið er upp sýnishorn-
um af hinum hjákátlegustu auglýs-
ingabrellum og starfsfólk Yndis-
ferða er látið kyrja slagorð fyrir-
tækisins í tíma og ótima sýning-
una á enda. Bráðsmellnir textar
við auglýsingastefin krydda sýn-
inguna og er við hæfi að láta einn
slíkan fylgja hér:
Sértu ordinn leiöurá suddanum og
ruddanum,
sílemjandi rigningu og islensku
tuddunum.
Sértu orðinn þreyttur á soranum
og gorinu,
sé ég adeins eitt sem getur tyfl þér
upp ár slorinu.
Yndisferðir, Yndisferðir, Yndisferdir
á gjafveröi.
Söguþráðurinn er gripandi og
persónur skemmtilega lifandi og
ættu flestir að kannast við sig í
þessum hópi. Sigrúnu Valbergs-
dóttur, leikstjóra hefur tekist
prýðilega upp og virðist hópurinn
ná vel saman undir hennar hand-
leiðslu. Þetta er í þriðja sinn sem
Sigrún vinnur með hópnum sem
einvörðungu er skipaður áhuga-
leikurum. Hópurinn hefur starfað
saman síðan veturinn 1984 og eru
Yndisferðir sjöunda sýning hans.
Búningar eru sérstaklega líflegir
og setja sterkan svip á persónurn-
ar og ekki er laust við að manni
finnist sem verið sé að fletta síðum
teiknimyndablaðs, svo ýktir sem
þeir eru.
Plássieysi setti vissulega sinn
svip á sýninguna en var leyst
þannig að sýningargestum var
skipað í hring kringum sviðið.
Veggir voru klæddir með álpappír
sem þjónaði fagurfræðilegum
sjónarmiðum en þegar líða tók á
sýninguna var ekki einungis farið
að hitna í kolunum á sviðinu held-
ur var líka orðið ansi heitt á áhorf-
endabekkjum.
Leikarar stóðu sig allir þokka-
lega og komust nokkuð vel frá
sínu, þó vissulega megi greina að
hér eru áhugamenn á ferð. Á móti
kom hins vegar að leikgleði leikar-
anna náði svo vel til áhorfenda að
það má vera dauður maður sem
ekki hrífst með Hugleikurum á
Galdraloftinu.
Dóra Diego og Rúnar Lund, leikendur i Yndisferðum.
L maí kaffi í Naustinu
Ræðu llyftur:
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins.
Einnig fiytja ávörp 4 efstu menn á lista Nýs vettvangs í borgarstjórnarkosningunum.
Haukur Morthens og félagar rifja upp gömlu og góðu dægurlögin.
Magnús Jónsson, veðurfræðingur, form. Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur.
Allir velkomitir
Alþýðuffokksfélag Reykjavikur