Alþýðublaðið - 28.04.1990, Page 21

Alþýðublaðið - 28.04.1990, Page 21
Laugardagur 28. apríl 1990 21 Góða helgi! Góða helgi! Góða helgi! Góða helgil Góða helgil Myndlistar- og aðrar myndasyningar í Safni Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, stendur yfir sýn- ing á eldgosa- og flóttamyndum eftir Ásgrím. A henni eru 28 verk, olíumálverk, teikningar og vatnslitamyndir. Sýningin stendur til 17, júní og er opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 13.30—16.00. Bragi Hannesson sýnir verk sín í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Bragi er fæddur í Reykjavík 1932, hann er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem Bankastjóri Iðnaðarbankans. Hann hóf að mála á árunum 1966—'67 og hefur numið mál- aralist hjá nokkrum af helstu list- málurum landsins. Á sýningunni eru nýjar olíumyndir. Landslags- myndir í Ijóðrænum expressj- ónískum stíl sem Bragi er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir. Sýn- ingin er opin virka daga frá kl. 10.00—18.00 og um helgar frá kl. 14.00—18.00 en henni lýkur 1. maí. í listasalnum Nýhöfn, Hafnar- stræti 18, sýnir Kjartan Ólason verk sín. Á sýningunni eru myndir unnar með gvassi og blýanti á pappír á þessu ári. Kjartan er fæddur í Reykjavik ár- ið 1955. Hann útskrifaðist frá MHI árið 1978 og stundaði síðan nám við Empire State College í New York í tvö ár. Þetta er fimmta einkasýning Kjartans en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00—18.00 og um helgar frá kl. 14.00—18.00. Henni lýkur 9. maí. Næstu helgi lýkur vetrardag- skrá Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar. Á sýningunni eru málm- verk Sigurjóns, þeim sem hann vann á Reykjalundi 1960—'62, er hann dvaldi þar sjúkur. Einnig gefur að líta listaverk eftir Sigu- jón sem safninu hafa verið færð að gjöf undanfarin ár og eru ómetanlegur fengur fyrir safnið. I vetur hefur safnið verið opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14.00—17.00 og á þriðju- dagskvöldum frá kl. 20.00—22.00. Listasafn Sigur- jóns Ólafssonar verður lokað frá 7. maí til sunnudagsins 3. júní, en þá verður opnuð sýning með andlitsmyndum eftir Sigurjón og er það fyrsta sinn sem slík sýn- ing er haldin, en hann var þekkt- ur fyrir meistaraleg portett verk sín og mótaði um það bil tvö hundruð andlitsmyndir um æv- ina. Sýningin verður liður í Lista- hátið í Reykjavík 1990. Á Kjarvalsstöðum eru tvær sýningar í gangi. í vestursal sýnir Sigurður Orlygsson. í austursal og báðum forsölum er sýning á verkum úr eigu Búnaðarbank- ans. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11.00—18.00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. í dag kl. 13.30 verður opnuð sýning í Gróttu undir yfirskrift- inni MAÐUR OG UMHVERFI. Að sýningunni standa Náttúru- verndarráð og Myndlista- og handíðaskóli íslands. Nemendur í grafík og fjöltækni við MHÍ sýna myndverk sem þeir hafa unnið í tengslum við þemað. Nemendur tóku þá ákvörðun að vinna út frá þemanu maður og umhverfi á opinn hátt, fremur en að leggja áherslu á umhverfisverndarmál í þröngum skilningi. Með verkum sínum undirstrika þau mikilvægi tengsla okkar við náttúruna og vinna flest út frá eigin náttúru- upplifun. Opnunartími ræðst af sjávarföllum og er sýningin opin sem hér segir: í dag frá kl. 13.30— 18.00, á morgun frá kl. 12.30— 18.00, mánudaginn frá kl. 13.30— 18.00 og þriðjudaginn frá kl. 14.30—18.00. Frá og með 2. mai er bannaður aðgangur að Gróttu vegna varpfugla. M-hátíð á Vesturlandi Eins og fram hefur komið fjöl- miðlum stendur nú yfir M-hátið á Vesturlandi. Eitt af fjölmörg- um atriðum á hátíðinni er ráð- stefna, „MANNLÍF í FRAMTÍÐ", sem verður haldin nú um helgina Leikfélag Kópavogs í síðastliðnum febrúar frum- sýndi Leikfélag Kópavogs leikrit- ið VIRGILL LITLI eftir hinn vin- sæla danska barnabókahöfund Ole Lund Kirkegaard. Leikstjóri varÁsdís Skúladóttir, Gerla gerði leikmynd og Egill Örn Árnason Nú stengur yfir sýning Gunn- ars Ásgeirs Hjaltasonar í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Á sýninq- unni eru verk unnin með pastel, vatnslitum og acrýl, ásamt ýms- um smíðisgripum. Frumsýning á „Syni skóarans og dóttur bakarans" á ísafirði Þann 25. apríl s.l. eru tuttugu og fimm ár liðin frá stofnun Litla Leikklubbsins á ísafirði. Af þessu tilefni frumsýnir Litli Leik- klúbburinn „Sönginn frá my- lai", öðru nafni „Son skóarans og dóttir bakarans", eftir Jökul Jakobsson í dag kl. 19.00 í Al- þýðuhúsinu á ísafirði. Leikstjóri erSigrún Ragnarsdóttir, en þetta er hennar fyrsta uppfærsla eftir nám í leikstjórn í Stokkhólms- skóla. Yfir 30 manns standa að þessari sýningu að meðtöldu tæknifólki, en leikendur eru 20. Önnur sýning verður í Alþýðu- húsinu 2. maí kl. 21.00. Leikritið gerist í óstaðsettu litlu sjávarp- lássi einhversstaðar á landinu eða á norðurhveli jarðar. Þar sem allt er í niðurníðslu og verksmiðj- an á staðnum hefur farið á haus- í Samvinnuskólanum á Bifröst og hefst í dag kl. 14.00. Markmið ráðstefnunnar er að opna sýn inn í 20. öldina á ýmsum sviðum mannlífs, með Borgarfjarðarhér- að í brennidepli. Ráðstefnunni er fyrst og fremst ætlað að kveikja hugmyndir og vekja umræður um framtíðina og að hvaða marki það er í mannlegu valdi að móta hana. Á eftir verða pall- borðsumræður og fyrirspurnir áheyrenda. Ráðstefnan er öllum opin. Síðustu sýningar á sýningum Þjóðleikhússins í kvöld er næstsíðasta sýning á STEFNUMÓTI sem er byggt upp á örstuttum leikritum eftir nokkra merkishöfunda 20. aldar, þeim Peter Barnes, Michel de Ghelderode, Eugene loncsco og David Mamet. Höfundur tónlist- ar er Jóhann G. Jóhannsson. Leikstjórar eru fjórir, allt ungt fólk sem nýlega hefur lokið sérnámi í leikstjórn og þreytir þarna frum- raun sína í Þjóðleikhúsinu. Síð- asta sýning verður siðan á föstu- daginn 4. maí, en sýningarnar eru í Iðnó. Síðasta sýning á ENDUR- BYGGINGU eftir Václav Havel verður sunnudaginn 6. maí. Orlof húsmæðra í Reykjavík í sumar verða farnar orlofsferðir að Hvanneyri í Borgarfirði og til Benidorm á Spáni. Á Hvanneyri verður dvalið vikuna 9. til 16. júní. Til Spánar 28. júni, 12.júlí, 6., 13. og 20. september. Kynningar- fundur verðu haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða, mánudaginn 30. apríl kl. 20.30. Innritun hefst á fundinum, þar ganga þær konur fyrir sem ekki hafa áður farið í or- lof húsmæðra í Reykjavík. lýsti sýninguna. Aðalsteinn Á. Sigurðsson þýddi verkið og samdi auk þess fjörug lög og skemmtilega söngva við verkið þannig að segja má að Virgill sé orðinn að nokkurs konar söng- leik í þessari uppsetningu. Leik- sýningin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og leikhúsgestir virðast svo sannarlega vera sama sinnis því allt frá frumsýn- ingu hefur verið nauðsynlegt að sýna bæði á sunnudögum og laugardögum og það tvær sýn- ingar báða dagana. Sýningum fer nú að fækka vegna ýmissa voranna leikaranna og því fer hver að verða síðastur að sjá þessa leiftrandi fjörugu barna- sýningu sem hefur reynst vera hin besta fjölskylduskemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Upplýs- ingar um sýningar er að fá í síma 41985. Hjartatrompet Á morgun 29. apríl verður síð- asta sýning íslenska leikhússins á leikritinu HJARTATROMPET eftir Kristínu Ómarsdóttur. Verk- inu hefur verið afskaplega vel tekið og hlaut sýningin mjög góða leikdóma í fjölmiðlum. Leikstjóri er Pétur Einarsson. Leikarar eru: Guðlaug María Bjarnadóttir, Halldór Björnsson, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Arn- Ijótsdóttir. Halla Helgadóttir og Ingileif Thorlacius bjuggu leikrit- inu umgjörð og búninga. Sýnt er í leikhúsi Frú Emilíu Skeifunni 3c og miðasölunúmerið er 679192. Logskerinn í leikför Fyrst íslenskra atvinnuleikhúsa þetta árið ríður ÖRLEIKHÚSIÐ á vaðið með leikför um landið með inn, En bjartari tímar verðast vera framundan, þar sem sonur skóarans snýr heim eftir margra ára veru i framandi löndum og hefur með sér vin sinn sem er til- búinn að starta verksmmiðjunni. En fljótt skipast veður í lofti og endirinn verður kannski ekki sá sem ætla mætti. Önnur sýning verður í Alþýðuhúsinu 2. maí kl. 21.00. Afmælishóf LL verður haldið að lokinni frumsýningu í Krús- inni og hefst kl. 21.00. leiksýninguna „LOGSKERANN" eftir Svíann Magnús Dalström. Fyrsta sýningin í þessum áfanga var í Vertshúsinu á Hvamms- tanga í hádeginu í gær og um kvöldið á Hótel Blöndósi. Mánu- daginn 30. maí einbeitir Örleik- húsið sér að norðlenskri æsku í framhaldsskólum. En þann 1. maí verður LOGSKERINN þátt- takandi í hátíðardagskrá verka- lýðsins á Akureyri og um kvöldið verður Logskerinn á Dalvík. Fyr- irvari er hafður á tímasetningu leiksýninganna vegna þess hve veturinn ætlar að vera lengi að kveðja í ár. Leikritið gerist í búningsher- bergi íjárnsmiðju. Persónunar eru tvær Jonni og Úlli, sem báðir hafa tekið sér frí á miðjum degi. Ljóst verður í upphafi leikritsins að vinskapur þeirra í milli er ekki eins og best verður á kosið. Spenna leikritsins byggist á þvi að Jonni sakar Úlla um það að hafa gleymt að skrúfa fyrir gasið i logskeranum áður en hann fór, en Ulli neitar því og sakar Jonna um að hafa verið að nota log- skerann seinastur manna. Spennan magnast jafnt og þétt ehir þvi sem á verkið líður og allt- af vakir undir spurningin um það hvort gasið leki eður ei. Leikstjóri er Finnur M. Gunnlaugsson og leikarar eru Hjálmar Hjálmarsson og Steinn Á. Magnússon. HALLA BERGÞÓRA BJÖRNSDÓTTIR

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.