Tíminn - 28.06.1968, Page 5

Tíminn - 28.06.1968, Page 5
FÖSTUDAGUR 28. júní 1968. TÍMINN 5 Daniel Cohn-Bendit, sem er einn af aðalleiðtogum franskra stúdenta í götuóeirðunum í París sagði nýlega, í viðtali við franaka blaðið Spiegel, að fleirl hafi látizt í götuóeirð- unnm í París heldur en látið er trppi. Segir Cohn Bendit, að hann geti lagt fram sann- anir. Til dæmis hafi hann nafn og heimilisfang konu, sem lát- izt hafi. Læknarnir skrifuðu á dánarvottorðið, að hún hafi látizt af hjartaslagi. En Cohn- Bendit, segist vita betur. Kon- an hafi orðið fyrir gaseitrun, þegar lögreglan greip til þess að nota eiturgas, og þetta eit- urgas, sem lögreglan hafi not- að, s§ það sama og Bandaríkja metai nota í Vietnam. ★ George Byron, sem betur er þekktur undir nafninu Byron lávarður, mun innan skamms hlotnast sá heiður, að reistur verður um hann minnisvarði í Poet's Corner í Westminster Abbey. Á þessu ári eru liðin hundrað fjörutíu og þrjú ár síð an hann lézt og hefur staðið um það mikil deila, hvort hon- um ætti að hlotnast sá heiður. Byron var sagður hafa haft sið- spillandi áhrif á samtíð sína og vakti það talsverðar deilur, þeg ar ritstjóri The Poetry Review 'sendi beiðni til erkibiskupsins af Westminster, þess efnis að Byron lávarður, eitt af jnestu skáldiún Brétlands, fengi sinn heiðurssess. Það er ekkert grín að teikna grinmyndir af de Gaulle um þessar mundir, að minnsta kosti ekki í Frakklandi. Hershöfð- inginn er afskaplega viðkvæm- ur maður og honum fellur það ekki, að gcrt sé lítið úr hoinum eða grin að honum, Jivorki í riti né teikningum. Á síðustu tíu árum hafa þrjú hundruð og fimmtiu franskir blaðamenn og teiknarar verið ákærðir fyrir að hafa móðgað hersihöfðingj- ann. Vemjulegasta refsingin er sekt og hefur franska ríkið aukið tekjur sínar um eina og hálfa miUjióm franka á þessum sektum. Það blað, sem flestar kæruir hefur fengið fyrir að særa tilfinningar forsetans, er vikublaðið Minute, sem hefur verið kært tuttugu og sex sinn- um. ★ Caroline Kennedy, dóttir Jacqueline Kennedy, sem nú er tíu ára gömul, safnar frí- merkjum, sem hafa verið gef- in út víðs vegar um heiminn til minningar um föður henn- ar. Hún er þegar búin að eign- ast um þrjú hundruð tegund- ir. ★ Þrettán ára gömul stúlka frá Nígeríu giftist fyrir nokkru síð- an landa sínum, sem er .tuttugu og sjö ára gamall. Þegar eftir brúðkaupið fóru þau til Eng- lands, þar sem eiginmaðurinn ætlaði að leggja stund á læknis- fræði við Lundúnarháskóla. Þeg ar þangað kom upphófust mikil vandræði, því að samkvæmt enskum lögum er stúlkum ekki leyft að gifta sig fyrr en þær eru sextán ára. Henni var því komið fyrir á barnaheimili og eiginmaðurinn fékk að heim- sækja hana öðru hverju, en aldr ei að vera einn með henni. Vesalings maðurinn gerði allt, sem hann mögulega gat til þess að fá eiginkonuna til baka og yfirmaður dómsmála í Englandi tók sjálfur málið í sínar hend- ur. Hann úrskurðaði, að eigin- maðurinn skyldi endurheimta eiginkonu sína, þar sem hjóna- band þeirra væri fullkomlega löglegt í heimalandi þeirra. ★ Siganumd Freud, sálfræðing- urinn frægi, sem gjörbylti öll- um sálfræðikenningum á sín- um tíma er sagður hafa liðið af „siderodromofobíiu“ náin- ar til tekið hræðslu við járnbrautarlestir. Það er Frakkinn Léon Michaux, sem hefur gert þessa uppgötvun og segir hann frá þessu í bók, sem hann hefur gefið út og fjallar um alls kyns fóbíur, og er einnig að finna þar skýr- ingar á þeim. Þær „fóbíur“ sem Michaux telur algengast- ar eru hræðslan við að gera eitthvað rangt án þess að vita það, ótti við almenningsálitið, ótti við að öskra, þegar verið er að halda ræðu, gera eitt- hvað illt og hræðslan við að roðna. * * Þessi mynd er tekin i Þar hélt Hubert Humphrey, um við hann ásamt sænsk Minneapolis á hátíð, sem þar varaforseti Bandaríkjanna ættuðu lcikkonunni Ann- var haldin til heiðurs Svíum. ræðu og hér á myndinni sjá- Margaret. n Jenny Boyd, mágkona bítils- ins George Harrison, kom fyrir rétt í Lundúnum fyrir nokkru sökuð um eiturlyfjaneyzlu og fyrir að hafa haft eiturlyf und- ir höndum, en talsvert magn af eiturlyfjum hafði fundizt á heimili hennar. ® /,Gæti þetta gerzt hér" Dagur á Akureyri segir svo fyrir skömmu: „Morgunblaðið veltir fyrir sér þeirri spurningu, hvort hér á landi gætu gerzt svipaðir at- burðir og í Bretlandi, að ráð- herrar viki úr sæti vegna mái- efnalegs ágrelnings. Gísli Magnússon ræðir þetta nánar í Einherja og segir m.a.: „Nei, það hefur ekki gerzt síðan í árslok 1958 að ráðherr ar hafi látið „jnálefnin ráða, en ekki persónulegar vegsemd ir“. Þá baðst Hermann Jónas son lausnar vegna þess að hann fékk ekki isamstöðu í ríkisstjórn inni um nauðsynlegar ráðstaf anir til að stöðva verðbólguna. Hann lét „málefnin ráða.“ „Þá tók við íhaldsstjórn. Al- þýðuflokkurinn skreið þá und ir klæðafald íhaldsins og hef ur kúrt þar síðan. Sú stjórn hét því hátíðlega að stöðva alla verðbólgu. Það heit hefur ver ið efnt með þeim hætti, að svsk um hefur sífellt verið bætt á svik ofan, allt til þessa dags. Þannig er afstaða stjórnarinnar til „málefnanna“ annars veg- ar og „persónulegra vegsemda hins vegar.“ Fleiri fyrirheit „Sitthvað var það fleira, sem ríkisstjórnin letraði stórum stöf um á stefnuskrá sína. Allar nið urgreiðslur og uppbætur skyldu af teknar og atvinnuvegunum komið á svo traustan grunn, að eigi þyrfti til að koma bcinn fjárstuðningur af opinbeni hálfu. En um það fyrirheit hef ur farið svo, að niðurgreiðslur og uppbætur í einhverri mynd nema nú á annað þúsund millj ónum króna. Svo miklu þýðing armeiri eru ráðherrastólarnir — hinar „persónulegu vegsemd ir“ — en stefnuskrármálin. Ann ars er það svo um niðurgreiðsl urnar, að þær eru hreyfanlegar nokkuð eftir því, hvernig á al- þingiskosningum stendur: Fyrir kosningar eru niðurgreiðslur hækkaðar, eftir kosningar lækk aðar. Enn er það stóla-pólitíkin sem ræður. ★ Claudia Cardinale, sem und- anfarin ár hefur verið aðal- keppinautur Brigitte Bardot í kvikmyndaheiminum, hefur löngum þótt koma á óvart. Til dæmis var allur kvikmynda heimurinn furðu lostinn, þeg- ar það kom í ljós, að Claudia átti son, sem var kominn á skólaaldur. Nú hefur hún án þess að nokkur hafi vitað um leikið í langri kvikmynd í Rúisslandi undir stjórn rúss- nesks leikstjóra. Fjallar kvik- myndin um leiðangur til norð- urpólsins. ★ Franzki tízkukóngurinn Louis Feraud hefur opnað tízkuhús í Briissel, en Briissel er sú borg, sem hýsir flesta diplómata per fermetra. Louis Féraud segir, að Brussel sé framtíðarstaðurinn, hún sé orð in alþjóðleg borg, þar ríki glaðværð og fegurð, og að það sé tími til þess kominn að le gai París og the swinging London hætti að vera vinsæl- ustu borgir Evrópu. Þá og nú Árið 1960 taldi ríkisstjórnin það eitt hið mesta bjargráð, að banna með Iögum vísitölutrygg ingu launa. 1964 var það orðið „bjargráð“ að hverfa frá hinu fyrra „bjargráði“ og taka verð tryggingu kaupgjalds upp að nýju. Síðla árs 1967 er verð tryggingin enn felld niður. Á öndverðu ári 1968 er hún aft ur tekin upp. Allt eru þetta bjargráð. Allt er þetta viðreisn“ Hemlaviftgerðir Rennum bremsuskálar. — slipum bremsudælur. Umum 9 Dremsuborða og aðrar almennar viðserðir HEMLASTILLING H.F. Súðarvogi 14 Sími 30135 URA- OG SKARTGRIPAVERZL KORNELÍUS J0NSS0N SKOLAVÖRDUSTÍG 6 - SÍMI: 1B588 i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.