Alþýðublaðið - 18.12.1966, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 18.12.1966, Qupperneq 9
JólablaS ALÞÝÐUBLÁÐSINS 1966 <r \4& WM tímm/W \ s $ b s s s s s s s s s s s s s s s s > s s s s s s s s s s s s s s s s s s LATIÐ LETUR FJÖLRITA FYRIR YÐUR. Offset fjölritun er fullkomn- asta fjölritun, sem völ er á. GLEÐILEG JÓL! Hverfisgötu 32 — Sími 23857: tr.iánna. Einnig eru sundlaugar í hótelunum og virtust igestir frem- ur sækja þangað til að synda og liggja í sólbaði, heldur en niður á ströndina. Ljósum marglitum er komið fyrir í pálmatrjánum og á kvöldin er kveikt á þeim og er þá sandströndin upplýst. Það er skrýtið að labba um í miðjum desember í steikjandi sól- arhita og vera að gera jólainn- kaupin. Jólaskreytingum hafði verið komið fyrir hér og þar í San Juan og voru það yfirleitt skreyt- ingar, er sýndu liina helgu jóla- nótt. Eins og svo mangt annað gáfu þessar jólaskreytingar það til kynna, að íbúarnir eru mjög trúað fólk, ekkert var um glerkúluskreyt ingar, jólasveina eða glingur og höfðu þessar einföldu myndir mun meiri áhrif til að sýna, að jólin eru á næstu grösum, þó að fólk úr hinu kalda norðri eigi erfitt með að skynja komu jólanna í landi, þar sem hásumar er í desember. Enginn asi var þarna á fólkinu, allir virtust taka lífinu rólega. Úti á götuhornum stóðu ávaxta- salar með hlaðna vagna af ýmiss konar ávöxtum, melónum, ananas, banönum, appelsínum og mörigum fleiri, sem við kunnum ekki einu sinni nöfn á. Sumir keyptu aðeins hluta af melónu, og þá. höfðu á- vaxtasalarnir hjá sér stóran hníf og skáru niður ávöxtinn og safinn rann niður á trjáborðið. Við kom- um að eins konar lítilli búð og þar inni sátu nokkrir menn og voru að vefja í höndunum vindla, sem eru svo kallaðir Havanavindlar og .þykja víst með beztu vindlum. Mennirnir voru fljótir að vefja hvern vindil og kunnu auðsjáan- lega vel sitt fag, og það var gam- an að sjá, hvernig stóru tóbaks- blöðin voru vafin upp vönum hönd um og urðu að stórum Havapa- vindli. Birtist hér með einhvers- staðar á síðunni mynd af vindla- gerðinni. Þeir iðka nautaat í San Juan alveg eins oig á Spáni. Það er þó ekki samskonar nautaat, því að í San Juan má ekki særa nautin, hvað þá drepa þau. Matadorarnir leika það aðeins að þeir særi naut- in. Það vix-tist ekkert sjálfsagðara fyrir okkur íslendinga, sem ekki höfðum séð nautaat áður, að fara og sjá slíkt í San Juan. Þar sýndu sex matadorar list sina og var það góð skemmtun. Yfirleitt tókst þeim vel að etja nautið, án þess að nokkuð óvenjulegt kæmi fyrir, nema að einn nautabaninn varð fyrir hornum nautsins og féll við. Nautið ti'aðkaði ofan á honum og bjuggust allir við, að maðurinn væri hálfdauður að minnsta kosti, er hann var borinn ú;t af vellin- um. En hvort sem svo var eða ekki, rankaði hann fljótt við sér og haltraði beint á móti nautinu aftur. Um stund lék allt í lyndi, en svo náði nautið aftur að fella hann. Hann lá og nautið í reiði sinni tróð á honum og sparkaði í hann. Nú þóttust flestir þess full- vissir, að síðasta stund nautaban- ans væri runnin upp og var hann í annað sinn borinn út af vellin- um. Nei, það var ekki aldeilis, hann rankaði við sér enn og draig- haltur, haldandi um höfuðið, hljóp hann á móti nautinu, það átti ekki að gefast upp. Hann var þó ekki lengi í atinu í þetta sinn og félag- ar hans, hinir matadorarnir, tóku við. En hann hafði sannað við- stöddum hreysti sína og það var honum nauðsynlegt. Þegar hann yfirgaf völlinn, klappaði fólkið og það bætti honum allt. Þegar út er komið af vellinum, þar sem nautaatið er háð, er rökkrið skollið á. Yfir gangstétt- inni hátt yfir höfði gnæfa trjá- krónurnar og öðru ihvoru detta niður litlir ávextir trjánna, sumir eru brúnir og minna á hnetur, aðr- ir gulir, svipaðir sítrónum. Uppi í krónum pálmatrjánna glittir í stór ar kókoshnetur og löngu blöðin bærast fyrir heitri golunni. í runn um með fram veginum eru rauð blóm og grasið á miðri aðalbraut- inni er skærgrænt í ljósunum frá götuljóskerunum og bílunum, sem þjóta fram hjá á miklum hraða. Alls staðar er líka fólk á gangi og hvítu kjólarnir og skyrt- urnar stinga í stuf við kvöldrökkr- ið og brúnu andlitin. Nokkrar unig ar stúlkur eru að vaða á strönd- inni. Þrír dagar í Puerto Rico sam- kvæmt dagatalinu. Það liafði svo margt skemmtilegt skeð, að tím- inn virtist óraunverulegui\ Bíl- stjórinn, sem ók okkur út á flug- völíi&H aftur masaði alla leiðina og fræddi okkur ýmislegt um land- ið sitt. Eyjarskeggjar munu nu eiga við mun betri lífskjör að búa en áður fyrr, oig þeir sem flutzt hafa í burtu á undanförnum árum eru nú sem óðast að flytjast Iheim aftur margir. Hann sagðist sjálfur hafa flutzt i burtu, en sagðist nú aldrei ætla í burtu aftur frá eyj- "unni sinni Puerto Rico. Feliz na- vidat, amicos, sagði hann við okk,- ur. er hann kvaddi okkur á flug- vellinum. Það þýðir: Gleðileg jól, vinir. Þeir voru að vefja vindla. l

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.