Alþýðublaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 2
2 fminiiimnn Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö. ALÞJÓÐLEGUR BARÁTTU DAGU R VERKALÝÐSINS r yrsti maí er alþjóðlegur bar- áttudagur verkalýðsins. A þeim degi helst hátíð og barátta hönd í hönd og launamenn koma saman á mannamótum til að minnast unninna sigra í barátt- unni og sýna samstöðu um nýjar kröfur í kjara- og velferðarmál- um. Fyrsti maí í dag er um margt sögulegur, jafnt í innlendu sem erlendu tilliti. Þeir kjarasamn- ingar sem náðst hafa á fyrri hluta ársins eru einstakir í sinni röð og tryggja samstöðu aðila vinnumarkaðarins í langan tíma. Kjarasamningarnir sýna einnig ný viðhorf í vierkalýðs- hreyfingunni, þar sem undir- strikað er, að baráttan við verð- bólguna og það að viðhalda óskertum kaupmætti launa er miklu dýrmætara en hrein hækkun krónutölu í óbeislaðri verðbólgu. Um kjarasamning- ana ríkti þjóðarsátt og þeir hafa þegar skilað mikilsverðum ár- angri í lækkandi verðbólgu og fallandi vaxtastigi sem þýðir betri lífskjör og meira jafnvægi í efnahagslífi. Kjarasamningarnir sem fyrst og fremst eru mikil- vægur afrakstur launþegahreyf- ingarinnar, er sú kjölfesta sem þjóðarbúið nú hvílir á og vakið hefur vonir um betri tíð og mannlegra umhverfi. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir alþýðu- heimilin þar sem ríkt hefur víða neyðarástand vegna lítils kaup- máttar, þungra skuldaklyfja og ómannlegs vinnuálags. Hin nýju viðhorf launþegahreyfingarinn- ar ásamt víðtækri þjóðarsátt hafa lagt grunn að nýjum lífs- kjörum. Jafnframt hvílir mikil ábyrgð á herðum ríkisstjórnar- innar að nýta nýja tíma og meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum og tryggja um leið nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármál- um og peningamálum. Þannig verða stjórnvöld að standa undir því trausti sem aðilar vinnu- markaðarins og ekki síst laun- þegahreyfingin hefur sýnt þeim með gerðum kjarasamningum. Þróun alþjóðamála hefur verið með ólíkindum á síðasta ári. Hrun kommúnismans í Aust- ur-Evrópu, opnun landamæra og ný dögun í Sovétríkjunum hefur aukið á vonir manna um nýjan og samhentari heim. Á sama tíma hafa orðið þáttaskil í sögulegri þróun sósíalismans; hið miðstýrða alræðisvald kommúnismans er komið að fót- um fram og efnahagsleg, félags- leg og menningarleg hnignun þess algjör. Hin lýðræðislega leið jafnaðarstefnunnar hefur unnið fullan sigur; nú eru áður fordæmdar leiðir sósíaldemó- krata að verða að opinberri stefnu í Austur-Evrópu og í Sov- étríkjunum, aö vísu enn í kenn- ingunni en vonandi í fram- kvæmd í framtíðinni. Sú stað- reynd, að vinnuafl kommúnista- ríkjanna er væntanlega að losna úr fjötrum hins miðstýrða valds, opnar nýjar víddir í alþjóðlegri baráttu launamanna. Við lifum því á sögulegum tímum. Barátta jafnaðarmanna á Vesturiöndum hefur fært samtíðinni miklu fleiri sigra en menn almennt gera sér grein fyrir. Markmið Þriðjudagur 1. maí 1990 jöfnuðar, frelsis og félagslegs ör- yggis og tryggingar hefur að stórum hluta náðst. Ekkert lýð- ræðisríki hefur verið ósnortið af hugsjónum og hugmyndum jafnaðarmanna og óhætt er að fullyrða að engin stjórnmála- flokkur hafi farið varhluta af stefnumótun jafnaðarmanna að einhverju leyti. • • Ogmundur Jónasson, formað- ur BSRB sér fulla ástæðu til staldra við þessar staðreyndir í ítarlegu viðtali við Alþýðublaðið sem blaðið birtir í dag. Formað- ur BSRB segir orðrétt í viðtalinu: „Allar helstu mannréttindahug- myndir verkalýðshreyfingarinn- ar, þau markmið sem hún setti sér að berjast fyrir á síðustu öld og og fyrri hluta þessarar aldar eru í raun viðurkennd, einnig af peningafrjálshyggjumönnun- um...Þegar litið er á kröfur evr- ópskrar verkalýðshreyfingar í upphafi þessarar aldar og þær bornar saman við veruleikann í dag þá rennur upp fyrir okkur að átt hefur sér stað bæði efna- leg og hugarfarsleg bylting. Þetta er byltingin sem tókst. Gömlu kempurnar geta því ver- ið nokkuð brattar." Mikið hefur áunnist í baráttu verkalýðsins á þessari öld og því mikið í húfi að launþegahreyfingin standi vörð um dýrmæta sigra og hviki hvergi af leið að auknum jöfn- uði, frelsi og velferð í þjóðfélag- inu. Alþýðublaðið óskar ís- lensku launafólki til hamingju með daginn. Hanaslagur á er hann byrjaður, slagur- inn um borgina okkar allra. Stjórnmálamenn lyfta loki af spiladósum sínum og reyna að ná eyrum okkar, sem gegnum hlutverki atkvæða. Stöð 2 var með umræðufund um daginn, Páll Magnússon bauð borgarstjóra að sitja andspænis öllum fjölbreytilega minnihlutan- um. Auðvitað var fimlega barist með sverði reynslunnar í höndum Davíðs, á sverði Sigurjóns var á oddi ásökun um spillingu sem óhjákvæmilega yrði þar sem völd lúrðu svo lengi í sama lófa. Ekki botna ég mikið í leikflétt- um skákarinnar sem nú verður tefld og kannski aumt að viður- kenna það. Ekki það að ég hafi enga skoðun, heldur hitt, að ref- irnir á stjórnmálaenginu þekkja landið svo vel, hvern stein að fela sig á bak við, hvert gras að gera að ýlustrái, hverja holu sem hægt er að stinga í þegar andstöðuriddar- ar nálgast um of. ✓ g, eins og Olína og Elín, hef búið lengi í þessari borg, veit vankantana, finn líka kostina, veit að þeir sem ráða hverju sinni eru um margt ágæt- lega hæfir. Spilling er orð sem auð- velt er að setja á stöng en verra að finna stað í raunveruleikanum. Væntanlega verður spillingin svo mikill partur af stjórnsýslunni að menn taka ekki eftir henni nema rétt fyrir kosningar. Ef spilling er til staðar, er þá ekki hægt að láta til skarar skríða og negla íhaldið á sakarkross, hrósa sigri og setjast að nýjum völdum og gæta þess nú vel að falla ekki í földu gryfjuna sem geymir alla spillinguna, byrja síðan að njóta valdsins? AUir hafa áhuga á valdinu. Sjáið bara hvernig komið er fyrir Stöð 2. Allar hugsjónir Jóns Óttars og manna hans farnar á brott með vindinum. Nýir eigendur eru komnir til sögu, ætla sér langt í viðskiptaheiminum og helst í bankaráðsstóla. Hinsvegar heyrir maður þá ekki tala um dagskrár- stefnu, betri og fjölbreyttari inn- lenda dagskrá. Allt eru þetta karl- menn sem berjast um stýrið á Stöð 2. Engin kona stendur í þessum ósköpum. Þetta er ömurlegur end- ir á góðri hugsjón. Peningar eru auðvitað aflið til framkvæmda en eiga ekki að ráða öllu. Mér verður oft hugsað til starfsmanna sem þurfa að halda uppi dampi, á meðan bissness- mennirnir rífast og tala um við- skiptasiðgæði. ✓ haldið í Reykjavík hefur áhuga á valdinu valdsins vegna. Það hafa allir hinir líka. Á meðan tekist er á um það, eru auðvitað byggð náðhús og ráðhús, róluvell- ir og dagvistarheimili, íbúðir fyrir aldraða og gott pláss fyrir þá sem eru svo óheppnir að deyja frá dýrðinni. Samt er það almenning- ur sem kaupir DAS-miða og byggir þannig hvað best fyrir aldraða. Vald er svo lúmskt, að menn sem öðlast það beita því næstum ósjálfrátt og enn lifir sagan um mann sem þekkir mann, sá er í réttum flokki og það er metið til kosta. Ég trúi gjarnan á einstaklinginn, minna á flokkskerfið. Pólitískt vafstur finnst mér frekar ómerki- legt og ekki mikil reisn yfir ís- lenskri pólitík. Malið í frambjóð- endum oft átakanlegt, innihalds- lítið og klisjað. Menn smíða sér al- vörusvip og líma á sig nýjan sann- leik og svei mér þá, trúa sjálfum sér. Samt eru menn að tala um það sama, allir vilja það sama og yfir- lýsingar um tilgang og áherslur þær sömu hjá öllum flokkum, að- eins raðað upp misjafnlega. Auð- vitað viljum við öll það besta fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Skrumið og skrafið er til þess að fá okkur til að setja x-ið á réttan stað. Skólabyggingarnar í Reykja- vík eru kjörstaðir. Austur- bæjarskólinn hefur staðið lengi og var ágætlega byggður á sínum tíma. Þar hafa börn úr aust- urbænum sótt sér menntun. Nú, þegar Reykjavíkurborg á nóg af peningum til að byggja skrauthús og kaupa hótel ,,án þess að annað þarft sitji á hakanum," er eins gott að kjósendur, sem fara í Austur- bæjarskólann, þurfi ekki að pissa rétt á meðan þeir greiða Davíð at- kvæði með þakklæti fyrir allt og allt. Það eru nefnilega engir pen- ingar til að endurreisa salerni barnanna í skólanum þeim. Ungur faðir sagði í sjónvarpsfréttum að börnin haldi í sér þar til þau komi heim og allir vita hvað það getur kostað blöðruna. Sum börn geta jafnvel ekki haldið í sér þar til heim kemur og það er vont fyrir fötin. Meðan glerveitingahús rís í Öskjuhlíð og ráðhús í tjörn, eru nemendur Áusturbæjarskólans í Reykjavík hættir að pissa á salern- um skólans í kjallaranum. Allir eru auðvitað sammála um það að eitt- hvað þurfi að gera, nefnd manna búin að skoða aðstæður, en áfram þurfa börnin að pissa á sig. Tækni nútíma klósettmenning- ar er ekki til í kjallara Austurbæj- arskóla. Þar er salernispappír í stórri rúllu frammi í almenningi, blessuð börnin verða að rísa úr sætum, fara fram og sækja sér pappír, halda til sæta sinna og gera það sem þarf til hreinlætis. ✓ Egyptalandi nútímans er bara alls enginn salernispappír á al- menningssalernum, til dæmis í kringum Luxor. Austurbæjarskól- inn hefur enn vinninginn hvað þetta snertir og ég vona að mér fyrirgefist samanburður á klósett- menningu í Reykjavík og Luxor, en allir góðir englar, sem halda með íhaldsmeirihlutanum í borg- inni okkar allra, gæti þess nú, að sjálfur skólinn hrynji ekki yfir öll atkvæðin. Það er víst meira að en bara á klósettunum. Þetta hlýtur að lagast eftir kosn- ingar. íhaldið getur kannski fagn- að sigri með því að borða úti á hringveitingastaðnum í Öskjuhlíð, skoðað borgina sína milli munn- bita og byrjað að muna klósettin í kjallara Áusturbæjarskólans. Kannski verður einhvern tíma eitthvað afgangs af peningum, svo að börnin okkar geti pissað í eitt- hvað annað en buxurnar. Jónas Jónasson skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.