Alþýðublaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. maí 1990 7 Myndir og texti; Jón Birgir Pétursson hafa minnstu trú á að Ceausescu mundi koma þjóðinni á réttan kjöl. Sagði hann mér margar og ófagrar sögur af ástandinu í Rúm- eníu milli þess sem hann gæddi sér á einhverri viskítegund sem ég hafði ekki séð fyrr. Ceauseescu baktalaður Sannast sagna var það dálítið erfitt að hlýða á þennan Kana sem mér fannst einhvernveginn betur eiga heima uppi á Keflavíkurflug- velli en hér í þessari væntanlegu alsælu kommúnismans sem hinn nú fimmtugi Ceausescu boðaði og hafði unnið að síðustu þrjú árin. Auk þess sat þessi mikli forseti ein- hvers staðar rétt fyrir ofan okkur og veifaði sínu fólki án þess að vita að ekki var talað ýkja vel um hann í vínstúkunni, nánast undir hon- um. Þessi Bandaríkjamaður með hrakspárnar hlaut einfaldlega að vera fúll yfir því að nú virtist kommúnisminn ætla að ganga upp sem virkt hagkerfi. Eftir upphitun á barnum komu nokkrir kílómetrar í viðbót af ung- um Rúmenum sem flutu hjá með bros á vör og sendu forseta sínum einhver notalegheit í leiðinni. Allt virtist þetta elskulegt og hvergi sá- ust neins konar ögranir eða ill- mæli um aðrar þjóðir, né nokkur hlutur sem minnti á hernað. Þegar á leið tók að hlýna, og um hádeg- ið, þegar göngunni blessunarlega lauk, — var vorið sannarlega kom- ið til Búkarest. Tekið í handfang forsetans Þegar sýningu lauk gaf Rúmen- íuforseti gestum sínum kost á að heilsa upp á sig. Menn sem þess óskuðu röðuðu sér í beina línu bak við stúkuna, og síðan gekk forseti að röðinni, tók hratt og ákveðið í höndina á þeim sem þar biðu og hafði lokið þessu verki á mettíma. Eg sá að bandarísku sendiráðs- mennirnir vildu ekkert með þetta handtak hafa, né heldur sendi- ráðsmenn annarra þjóða almennt, og ekki kærði ég mig sérstaklega um það. Hinsvegar filmaði ég Sig- urð vin minn Sigurðsson, þann vinsæla útvarpsmann, þegar hann heilsaði Ceausescu. Það handtak stóð stutt og ekki yrti forsetinn á hann Sigga okkar fremur en aðra í þessari biðröð, heldur hraðaði hann sér með þaulæfðu hliðar- spori eftir röðinni, greip í hendur, og var horfinn i brynvarða bifreið sína áður en nokkur áttaði sig. Tötraleg hátíöarhöld í þorpunum Þessi þrautskipulagða ganga í höfuðborg Rúmeníu, Nicolai Ce- ausescu til heiðurs, stakk svolítið í stúf við það sem við íþróttafrétta- menn sáum víða á ferð okkar seinna um daginn, þennan 1. maí dag. Ferð okkar var nú heitið norður í land — til Brasov í Kar- patafjöllunum. Víða lá leiðin um niðurnídd þorp þar sem armæðu- legt og nánast tötralegt fólk hélt upp á frídag verkalýðsins. Sjónin í hverjum bæ var keimlík. Litlum palli fyrir ræðumenn hafði verið klambrað upp við einskonar aðal- torg og þar voru ræður fluttar. Þetta átti ekkert skylt við glæsi- leikann sem forsetinn hafði látið sjónvarpa frá höfuðborginni fyrr um morguninn og allur landslýður fylgst með. Fátækt Rúmena á þessum fyrstu vordögum 1968 fór ekki fram hjá neinum gestanna á alþjóðlegri ráðstefnu íþróttafréttamanna. í höfuðborginni var ástandið greini- lega skást, en úti á landsbyggðinni var allt afskaplega frumsætt og kjör fólks voru léleg, það leyndi sér ekki. Peningalykt — en engin velsæld nema fyrir fáa útvalda Rúmenía er frá náttúrunnar hendi auðugt land, — þar eru tals- verðar olíulindir og oft gerðist það að fnyk mikinn lagði yfir Búkar- est, en hann stafaði frá olíusvæð- unum var okkur sagt, peninga- lyktin þeirra, en að vísu peninga- lykt sem kom alþýðu manna ekki til góða, heldur aðeins fámennri klíku sem starfaði innan flokksins. Landið er líka frjósamt til ræktun- ar og ferðamenn hafa sóst mjög eftir að koma til landsins. En þrátt fyrir góð skilyrði til að láta þjóðina dafna, virtist ekkert benda til að það væri að gerast. Það tekur nokkur ár, var okkur gestunum sagt og því trúðum við áreiðan- lega allir. Vissulega var það heilmikil reynsla að vera viðstaddur 1. maí í kommúnistalandi eins og þau voru allt þar til seint á síðasta ári. Ég hafði verið viðstaddur hátíðis- dag verkalýðsins í Svíþjóð og Nor- egi þar sem fólk var minna agað í göngunni, frjálsara í fasi, líka í Bretlandi þar sem menn gengu að lokinni vinnu þennan dag, — og auðvitað á ísíandi þar sem ég heyrði síðast fyrir tveim árum slagorðið: „Við viljum föt eins og Salóme!" En Rúmenar höfðu eng- ar slíkar kröfur í frammi við for- seta sinn, sem þeir trúðu svo mjög á flestir hverjir. An efa hefði sá sem hefði heimtað fatnað einsog Elena Ceausescu verið hnepptur í dyflissu hið bráðasta. Menn vissu þá þegar af öryggislögreglunni og vildu síður eiga erindi við hana. Ungur lslendingur sem hafði látið í Ijósi mikinn vafa um stjórnsnilld forsetans skömmu áður en ég kom til þessa lands, hafði umyrðalaust verið vísað úr landi. Verkalýðsmálin heyrðu undir forsetann Rúmenía fyrir 22 árum átti að heita land verkalýðsins. Það hefur að sjálfsögðu komið á daginn að svo var ekki. Málefni verkalýðsins voru ekki leyst á lýðræðislegan hátt með samningum verkalýðs og vinnuveitenda. Þessi mál leysti hinn „mikli faðir“ landsmanna, Nicolai Ceausescu og hans nán- ustu menn innan flokksins. Öll andstaða gegn ákvörðunum þeirra hefði verið lamin niður af fullkominni hörku. Þetta vissu Rúmenar vel. Við þá þýddi ekki að ræða um stjórnmál. Þetta reyndi ég í hanastélsboði sem mexí- kanska olympíunefndin hélt okk- ur í Búkarest þessa daga. Það var segin saga, að viðmælendur mínir voru fljótir að láta sig hverfa ef fitj- að var upp á slíku viðtalsefni. Hvílík blekking! 111 J I Rúmeníu hitti ég fyrir margt gott fólk, sem var til í að ræða hvaða hluti sem er, nema innan- landsmálin. Þetta var gott fólk, trúað fólk held ég megi segja, enda mátti víða sjá fólk fara til kirkju, jafnvel þótt stjórnvöld legðu algjöra fæð á kristnihald og ofsæktu kristna menn um hríð. Við þjóðvegina mátti sjá lítil skýli þar sem fólk baðst fyrir og kveikti á kertaljósum. Þetta rúmenska fólk varð gestum hugleikið og alla tíð hafa ótrúlega mikil stöðnun og nánast afturför í lífskjörum fólks í Rúmeníu snert strengi i brjósti mínu. Hvað varð um alla þá góðu menn sem tóku svo glæsilega á móti nærri hundrað íþróttafrétta- mönnum frá flestum þjóðum heims, sem sinna slíkum skrifum? Hvílíkt sjónarspil og blekking var þessi 1. maí morgunn í höfuðborg Rúmeníu. Rúmenskir hermenn og alþýða landsins. » o » « t i i (Sitttictci *• Nikolai Ceausescu forseti heilsar hér upp á gésti sína eftir hátíðarhöld 1. maí 1968 — maðurinn sem sést á hnakka og vanga á lengst til vinstri á myndinni er Siguröur Sigurðsson, útvarpsmaðurinn góökunni. Bakatil á myndinni er fólk sem varð þess heiðurs aðnjótandi að vera gestir i heiðursstúku forsetans. Búkarest á hádegi 1. maí — skyndilega hlýnaði svo um munaöi, fyrstu hlýindin það vor. Eldra fólk hóf þá þegar að vinna við garðyrkju, enda þótt dagurinn væri frídagur verkalýðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.