Alþýðublaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 1. maí 1990
Guömundur J. varar við uaxandi stéttaskiptingu:
Verkalýðshreyfingin verður að
laga sig að breyttum aðstæðum
,,Vid uerdum fyrir haröri gagnrýni, “ segir formaöur Dagsbrúnar
„Verkalýðshreyfingin er á margan hátt orðin stirðnuð og
þarf að taka sér tak til að aðlagast breyttum þjóðfélagsað-
stæðum." Svo mælir Guömundur J. Guðmundsson for-
maður Dagsbrúnar er hann var spurður um stöðu verka-
lýðshreyfingarinnar árið 1990. „Hins vegar er hið uppruna-
lega markmið 1. maí, barátta fyrir bættum kjörum hins al-
menna launamanns, enn í fullu gildi og á ekki síður erindi
til fólks í dag en áður."
Guðmundur segir að stjórn,
stjórnarmenn og starfsmenn
verkalýðsfélaga hafi hin síðari ár
oft fengið þunga gagnrýni á sig
fyrir að hafa fjarlægst hinn al-
menna félagsmann. „Stundum er
þessi gagnrýni ósanngjörn en oft-
ar en ekki á hún fullan rétt á sér.
Þetta verðum við forystumenn
launþegasambanda að taka til
greina og reyna að sveigja verka-
lýðshreyfinguna inn á nýjar braut-
ir í baráttumálum."
Dregið úr virkni
félagsmanna jafnt og
þétt í 20 ár
Formaðurinn segir að þrátt fyrir
þessa gagnrýni þá standi verka-
lýðshreyfingin nokkuð styrkum
fótum í dag. Þar nefnir hann sem
dæmi hið víðtæka lífeyris-, sjúkra-
og líftryggingakerfi, sem félags-
menn verkalýðsfélaga búi við.
„Hins vegar er það áhyggjuefni
hve dregið hefur úr virkni hins al-
menna félaga jafnt og þétt undan-
farin 20 ár. Þar komum við inn á
breyttar þjóðfélagsaðstæður og
það þýðir ekkert fyrir verkalýðs-
hreyfinguna að berja hausnum við
steininn heldur verður hún að að-
laga sig nýjum aðstæðum."
Guðmundur vill að haldnir verði
fleiri vinnustaðafundi á vinnutíma
því erfitt sé að fá fólk til að mæta
á fundi að kvöldlagi. Einnig þurfi
að nýta fjölmiðla betur til að koma
skoðunum launþegahreyfingar-
innar á framfæri við almenning.
Þegar minnst er á fjölmiðla lifn-
ar yfir Guðmundi. „Það eru ekki
síst fjölmiðlar sem eiga þátt í þess-
um félagslega doða sem ríkir með-
al fólks. Það er ekki bara verka-
lýðshreyfingin sem verður fyrir
barðinu á þessum doða, heldur öll
félagastarfsemi, hvort sem það
eru íþróttafélög, æskulýðsfélög
eða starfsmannafélög. Með þessu
er ég ekki að ásaka fjölmiðla því
þeir eru bara hluti af þessu breytta
lífsformi nútímans. Það sem mér
finnst hins vegar verra að margt
ungt fólk er ekki eins félagslega
sinnað og það var. Þar held ég að
fjölmiðlar, þá sérstaklega sjón-
varp, eigi stóran þátt í þeirri deyfð.
Nú vona ég að ég hljómi ekki
eins og gamalmenni sem sér ekk-
ert nema fortíðina í gullnum ljóma
en finni nútímanum allt til foráttu.
Ég hef nefnilega trú á unga fólkinu
í dag; það er margt alveg harðdug-
legt og hefur ferskar hugmyndir
um framtíðina. Það má hins vegar
ekki gleyma sér í lífsgæðakapp-
hlaupinu því hin mannlegu gildi
eru það sem standast tímans tönn
en ekki nýtt parket á íbúðinni eða
glæsikerra fyrir utan heimilið."
Vaxandi launamunur í þjóðfé-
laginu er formanni Dagsbrúnar
mikið áhyggjuefni. „Ef verkalýðs-
hreyfingunni tekst ekki að spyrna
við fótum þá mun á næstu árum
skapast hér á íslandi fátæk undir-
stétt sem verður ekkert annað en
2. flokks borgarar. Þetta er nokk-
Guðmundur J. Guðmundsson.
uð sem atvinnurekendur og laun-
þegar verða að gera sér grein fyrir.
Ef ekkert verður að gert mun
þetta leiða til mikillar stéttaskipt-
ingar og í kjölfarið fylgja harðvít-
ug stéttaátök."
Þegar formaðurinn er spurður
hvort stéttaátök séu nokkuð nýtt
þá lygnir Guðmundur aftur augun-
um, eins og honum er einum lagið,
og segir með þunga: „Nei, það er
rétt að oft hefur verið deilt í ís-
lensku þjóðfélagi. Atökin voru
harðvítug hér á landi t.d. á fjórða
áratug aldarinnar. Það sem er hins
vegar öðruvísi núna er hve fjöldi
eignamanna er orðinn meiri. Það
eitt er í sjálfur sér ekki slæmt en
þegar misskipting landsins gæða
er sífellt meiri þá er ekki von á
góðu. Ef heldur áfram sem horfir
þá er mikil hætta á því að þjóðin
skiptist upp í tvær fylkingar; þá
sem eiga mikið og síðan þá sem
eiga lítið sem ekki neitt."
Launin verða að hækka
Guðmundur segir að núverandi
samningar hafi verið samþykktir
til að ná niður verðbólgunni,
þeirri vofu sem læðst hafi inn á
heimili fátæks verkafólks um ára-
bii. „Þessir samningar eru hins
vegar engin framtíðarlausn á
vanda verkafólks. Launþegar
landsins hafa tekið á sig þessar
byrðar til að ná árangri í barátt-
unni gegn verðbólgunni. Laun
hins almenna launþega verða síð-
an að hækka þegar samningarnir
renna út til að koma í veg fyrir
harðvítug verkfallsátök."
En hvar verður Guðmundur J.
Guðmundsson á þessum frídegi
verkalýðsins að þessu sinni. „Ja,
eins og staðan er í dag þá bendir
allt til þess að ég verði á Höfn í
Hornafirði. Verkalýðsfélögin þar á
staðnum hafa farið þess á leit við
mig að halda 1. maí ræðu þar í bæ
og hef ég tekið vel í þá málaleitan.
Hins vegar verður hugurinn að
sjálfsögðu einnig með félögum
mínum í Dagsbrún í Reykjavík
þann dag," segir Guðmundur.
BaráHan fyrir betra
og réttlátari þjóðfé-
lagi er aldrei úrelt
Rœtt við Karl Steinar Guðnason
betra þannig að starfsemin eigi eftir
að vaxa og dafna. „Verkalýðshreyf-
ingin þarf að gera átak í fræðslumál-
um í framtíðinni til að m.a. gera
launþegum betur grein fyrir hug-
sjónum og markmiðum hreyfingar-
innar."
Nú hefur stundum heyrst að sér-
stakur frídagur verkalýðsins sé úr-
eltur. Hvað segir Karl um það mál?
„Það er langt því frá að dagur eins
og 1. maí sé tímaskekkja," svarar
Suðurnesjaformaðurinn. „Þetta er
dagur er menn líta yfir farinn veg
og íhuga hvernig megi styrkja og
bæta starfsemi verkalýðshreyfing-
arinnar. Barátta hreyfingarinnar
fyrir betra og réttlátari þjóðfélagi á
ekki síður við í dag en fyrir nokkr-
um áratugum," sagði Karl Steinar
Guðnason.
Karl Steinar Guðnason, for-
maður verkalýðs og sjómanna-
félag Keflavíkur, segir að verka-
lýðshreyfingin sé sterkari nú en
fyrr vegna síðustu kjarasamn-
inga. „Sú ábyrga afstaða sem
hreyfingin tók hefur skapað
henni virðingu í þjóðfélaginu,“
segir formaðurinn.
Karl segir að félagslega þurfi
verkalýðshreyfingin hins vegar að
taka sig duglega á. Félagsleg deyfð
einkenni starf margra félaga og erf-
itt sé að fá menn til forystustarfa.
Hann segist þó vona að síðustu
kjarasamningar hafi áhrif til hins
Karl Steinar Guönason.
Oft hafa laun þegar þurft að gripa til verkfalis til að leggja áherslu á kröfur
sínar.