Alþýðublaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 1. maí 1990
9
Húsnæöismál Alþingis:
Borgarst jóri vændur
um ai hafa sagt
Alþingi ósatt
Snarpar umræður um húsa-
kaup Alþingis í nágrenni þess
urðu í sameinuðu þingi í gær. Ol-
afur Þ. Þórðarson sagði að borg-
arstjórinn, Davíð Oddsson, og
fulltrúar hans hefðu logið að
fjárveitinganefnd í haust en í
viðræðum við fulltrúa borgar-
innar þá hefði komið skýrt fram
að borgin hygðist ekki kaupa
Hótel Borg eða leggja fram fjár-
magn til að treysta reksturs hót-
els þar áfram.
Efnislega tók Sighvatur Björgvins-
son, formaður fjárveitinganefndar,
undir orð Ólafs Þ. og að borgin hefði
ekki staðið við þau orð sem fulltrúar
hennar hefðu látið frá sér fara við
fjárveitinganefnd. Þá vék Sighvatur
að þeirri stefnu borgarstjórans að
byggja og kaupa veitingahús í
Reykjavík á kostnað skattgreið-
enda, leggja í fjárfestingar sem sýnt
væri að aldrei gætu staðið undir sér.
Fyrir þinginu lá breytingartillaga
við tillögu um að heimila forsetum
þingsins að kaupa Hótel Borg eða
kaupa eða leigja hentugt húsnæði
undir starfsemi þingsins í nágrenni
þess. f breytingartillögunni sem var
samþykkt er Hótel Borg felld út.
Kom fram sú gagnrýni að það væri
verið að færa fjárveitingarnefnd
mikið vald með því að heimila
henni að leggja blessun sína yfir
húsakaup án þess að það kæmi fyrir
þingið.
Þá kom fram hörð gagnrýni á fjár-
veitinganefnd og að hún hefði tekið
allt of langan tíma til að afgreiða
málið frá sér. Með því háttalagi hefði
borginni gefist kostur á að kaupa
Hótel Borg án þess að þinginu hefði
gefist kostur til að láta í Ijós afstöðu
sína til kaupanna. Fjárveitihga-
nefndarmenn vísuðu þessari gagn-
rýni á bug og vísuðu til þess / að
borgin hefði verið búin að lýsa því
yfir að hún hygðist ekki kaupa Hótel
Borg. Því hefði ekki þótt ástæða að
hraða málinu sérstaklega enda mik-
ill ágreiningur um hvort rétt væri að
kaupa Hótel Borg undir skrifstofur
fyrir alþingismenn.
Þinglausnir á laugardaginn?
Forsœtisráöherra segir
Steingrímur Hermansson for-
sætisráðherra segir það undir
þingmönnum komið hvort þingi
lýkur í þessari viku eða ekki.
Hann sagði að þingi yrði ekki
stitið fyrr en að það hefði af-
greitt kvótafrumvarpið.
Nokkur óvissa ríkir umaf-
greiðslu ýmissa mála á Alþingi
og hvernær tekst að ljúka þing-
inu. Ríkisstjórnin stefnir að
þinglokum í vikulokin og að eld-
húsdagsumræður verði á laug-
ardaginn og þinginu síðan slitið
í kjölfar þess. Þó er engan veg-
inn víst að slíkt takist. Ekki hef-
ur náðst formlegt samkomulag
um afgreiðslu einstakra mála né
hvenær þingi skuli Ijúka.
Af málum ríkisstjórnarinnar eru
það einkum tvö mál sem hafa alger-
an forgang. Það er frumvarpið um
fiskveiðistjórn og frumvarp um
virkjanaframkvæmdir. Ljóst er að
ýmis önnur mál eru á forgangslista
aö þingi veröi ekki slitiö
iö hafi veriö afgreitt
fyrr en kvótafrumvarp-
einstakra ráðherra og þingmanna
og óljóst með afdrif þeirra. T.d. er
ennþá ekki ljóst hver verða afdrif
frumvarps um umhverfisráðuneyti.
Þá vill stjórnarandstaðan eflaust ná
fram einhverjum málum og verða
stjórnarflokkarnir að semja við
hana um framgang mála ef takast á
að ljúka þingi í þessari viku.
Um afgreiðslu kvótafrumvarpsins
er mikil óvissa en það fékkst þó af-
greitt úr sjávarútvegsnefnd efri
deildar i gær. Sjö eiga sæti í nefnd-
inni og skilaði hún fimm nefndar-
álitum. Endurspeglar það ólík sjón-
armið og viðhorf þingmanna til
málsins. Takist að afgreiða það frá
efri deild á það eftir að fara til neðri
deildar og því Ijóst að tíminn til að
afgreiða það er mjög knappur eigi
það að takast fyrir helgi.
Nokkur óvissa er hvenær þingi lýkur,
en stefnt er að því aö þingi Ijúki é
laugardaginn.
Skerðing á skoðana-
og tjáningafrelsi
— segir Kári Jónasson, fréttastjóri útvarps, um yfirlýsingu útvarpsráös
„Það er skerðing á skoðana og
tjáningafrelsi að fréttastofu út-
varps skuli ekki heimilað að
endurtaka það að hún standi við
frétt sína,“ sagði Kári Jónasson,
fréttastjóri útvarps í samtali við
Alþýðublaðið í gær um þá
ákvörðun útvarpsráðs að lýsa
ómerka þá skoðun fréttastof-
unnar að hún stæði við frétt um
teikningar VT-teiknistofunnar á
Akranesi.
,,Við stöndum við fréttina og telj-
um okkur hafa fullt leyfi til þess að
ítreka það þrátt fyrir álit útvarps-
ráðs. Við drögum ekki í efa rétt þess
til að segja álit sitt á öllu útvarpsefni,
en með tilliti til almenns skoðana og
tjáningafrelsis höfum við einnig
heimild til þess að segja okkar álit í
þessu máli," sagði Kári.
Hann benti enn fremur á að stjórn
Arkitektafélags íslands hefði undir-
strikað réttmæti fréttarinnar á mjög
eftirminnilegan hátt með því að lýsa
yfir að það hafi sama skilning á mál-
inu og fréttastofan og vísar því að
svo búnu frá sér.
Þessi umdeilda frétt fjallaði um
teikningar af íþróttahöll sem
VT-teiknistofan á Akranesi hafði að
sögn fréttastofu Ijósritað úr sænsk-
um bæklingi án þess að þess væri
nokkurs staðar getið.
Oddi kaupir tæki Blaðaprents
Prentsmiðjan Oddi hefur isins. Prentsmiðjuna Odda um prentun
keypt prenttæki Blaðaprents. Blaðaprentsblöðin, Alþýðublaðið, blaðanna. Samningurinn tekur gildi
Blaðaprent mun þó starfa áfram Þjóðviljinn og Tíminn hafa gert 1. maí.
um rekstur húseignar fyrirtæk- fimm ára samstarfssamning við
Fréttir í stuttu máti
Stjórnmálaflokkar í auglýsingabindindi
Svo virðist sem óvenjulítið verði um auglýsingar stjórnmála-
flokka a.m.k. verða þær ekki í Ijósvakafjölmiðlum. Viðræður milli
stjórnmálaflokkanna og helstu framboðslista við sveitarstjómar-
kosningarnar hafa leitt til samkomulags um þetta atriði. Aöeins
fundir og samkomur munu verða auglýstar í þessum fjölmiðlum og
þar aðeins auglýstur fundarstaður, tími, ræðumenn og svo fram-
vegis.
Reyklaust millilandaflug
Krabbameinsfélag Reykjavíkur berst eindregið gegn tóbaksreyk-
ingum og er brátt í fá hús að venda fyrir strompana. Nú nýlega sam-
þykkti aðalfundur félagsins ályktun þar sem stuðningi er lýst við
reyklaust millilandaf lug og reyklausar sjúkrastofnanir og hvatt til að
öll hótel og veitingatsaðir gefi gestum sínum kost á dvöl í reyklausu
umhverfi. Jón Þ. Hallgrímsson, læknir var endurkosinn formaður
félagsins, en aðrir í stjórn eru Erla Einarsdóttir, gjaldkeri, Ólafur
Haraldsson, aðstoðarsparisjóðsstjóri, Páll Gíslason, ýfirlæknir,
Sigríður Lister, hjúkrunarforstjóri, Sveinn Magnússon, læknir og
Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir. Framkvæmdastjóri er Þorvaröur
Örnólfsson.
Feröaskrifstofur hjálpast aö
Ferðaskrifstofumar hafa ákveðið að hjálpast að við að leysa
vandamál sín, en þau eru einkum fólgin í því að minna hefur verið
bókað í sólarlandaferðir á eina besta tíma ársins, júní og júlí. Munu
ferðaskrifstofurnar sameinast um nokkur flug á þessu tímabili og
létta þannig undir hvor með annarri í stað þess að fara í undirboð.
Á myndinni er einn ferðaskrifstofurisanna, Andri Már Ingólfsson í
Veröld-Pólaris, þegar leiguþota ferðaskrifstofu hans kom i fyrsta
sinni á dögunum til landsins.
2100 tonn af lostætum humri
Sjávarútvegsráðuneytið ákvað í gær að humarveiðar megi byrja
15. maí. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að veiddar verði 2100
lestir af óslitnum humri. Þetta er sama heildarmagn og úthlutað var
á síðasta ári. Ráðuneytið hefur ákveðið að úthluta sama magni til
skipanna nú.
SH-verktakar meö lægsta tilboð í starfsmanna-
hús
Senn verður hafist handa um að reisa mikið starfsmannahús við
Blönduvirkjun og verkið þegar verið boðið út. Alls buðu 8 verktakar
í verkið — svokallað frávikstilboð 1 frá SH-verktökum i Hafnar-
firði. Það tilboð hljóðar upp á 259 milljónir króna sem er 85,1% af
áætlun Landsvirkjunar. Eftir er að vega og meta tilboð verktakanna.
Starfsmannahúsið verður 2180 fermetrar að grunnfleti og þar
verða vistarverur starfsfólks, mötuneyti og fleira.
Fermetrinn í íbúðum kostar um 60 þús. krónur
I fréttabréfi Fasteignamats ríkisins kemur í Ijós að söluverö hvers
fermetra í íbúðum í Reykjavík er einhvers staðar í námunda við 60
þúsund krónur. Þannig var verðið reyndar á síðasta ársfjóröungi í
fyrra, og verðið hefur haldist stöðugt síðan. Útborgunarhlutfall er
sömuleiðis nokkuð stöðugt, þetta 76—77%.
Samkvæmt frétt hér á undan er það talsvert dýrara að byggja nýtt,
— alla vega þarf Landsvirkjun aö greiða rúmlega 100 þúsund fyrir
fermetrann í nýja starfsmannahúsinu við Blönduvirkjun.
Burstageröin 60 ára í dag
Innlendur iðnaður af ýmsu tagi hefur átt erfitt uppdráttar með
aukinni samkeppni við iðnvæddari þjóðir. Burstagerðin hf. er eitt
þeirra fyrirtækja sem haldið hefur velli og fagna forráðamenn fyrir-
tækisins í dag 60 ára afmæli fyrirtækisins. Hróbjartur Árnason,
stofnaði fyrirtækið, en sonur hans, Friðrik Hróbjartsson, stýrirfyr-
irtækinu í dag ásamt sonum sínum, Böðvari og Friðriki. í tilefni af-
mælisins komu hingað til lands á þriðja tug erlendra gesta, meðal
annars eigendur og stjórnendur nokkurra af stærslu burstagerðum
heims.
Trúfélögin vilja takmarkanir fóstureyðinga
Á fjölmennri samkomu kristnu trúfélaganna á Reykjavíkursvæð-
inu, sem haldin var í kirkju Fíladelfíu var lýst yfir stuðningi við frum-
varp til laga um takmarkanir á fóstureyðingum, sem nýlega kom
fram á Alþingi.