Alþýðublaðið - 01.05.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 1. maí 1990
15
fyrir réttindum sínum því þetta er sí-
fellt strögl við vinnuveitendur."
Sveinn er meðlimur í verkalýðsfé-
laginu Hlíf en hefur þó ekki mætt á
fund hjá félaginu. „Þetta þyrfti að
vera eins og hjá verkamönnum í
Reykjavík þar sem fundir eru haldn-
ir í vinnutímanum. Það virðist
ganga illa að fá fólk til að mæta á
kvöldin á slíka fundi."
Það er mikið um að vera hjá Eim-
skip í Hafnarfirði því félagið hefur
mikil umsvif þar í bæ. Það er því
mikið að gera hjá Sveini og sagði
hann að aukavinnan væri stór hluti
af tekjum hans i hverjum mánuði.
Fiskvínnslu-
fólk ekki
ánægt með
siðustu
kjarasamn-
inga,
— segir Ágústa Vigfús-
dóttir fiskvinnslukona hjá
Granda
Ágústa Vigfúsdóttir fisk-
vinnslukona er hvorki ánægð
með kaupið, hinn almenna félaga
í verkalýðsfélögum né forystu
verkalýðshreyfingarinnar. „Það
er ekki eðliiegt að maður hafi
mun minna á milli handanna nú
en fyrir 20 árum. Hinn almenni
launamaður virðist taka öllu
sem að honum er rétt án þess að
æmta eða skræmta. Forysta
verkalýðshreyfingarinnar á þar
líka hlut að máli því hún hefur
fjarlægst okkur í gegnum árin,“
segir Ágústa.
Agústa segist hafa hér áður fyrr
oftast mætt í kröfugönguna á 1. maí.
Hin síðari ár hafi nú hins vegar dreg-
ið úr kraftinum í henni að mæta
enda virðist allur kraftur farinn úr
þessari launabaráttu. „Ég veit ekki
hver skýringin er á þessum félags-
Iega doða. Ein skýringin gæti verið
að fólk vinnur myrkranna á milli til
þess að láta enda ná saman og hefur
hreinlega ekki kraft eða vilja til að
mæta á fundi að kvöldlagi."
Fiskvinnslufólk er ekki ánægt
/ með síðustu kjarasamninga segir
Ágústa. „Við fengum litla sem enga
leiðréttingu á kjörum okkar og
maður getur ekki verið ánægður
með slíka samninga."
Undrandi
hve áhuginn
er lítill,
— segir Olafur Örn Jóns-
son prentsmidur
„Ég er alltaf jafn undrandi hve
áhuginn er lítill hjá almennum
félagsmönnum þegar haldnir
eru fundir um kaup og kjör.
Jafnvel á fundum þar sem er ver-
ið að greiða atkvæði um samn-
inga mætir oft ekki nema lítill
hluti félagsmanna.“ Svo mælir
Ólafur Örn Jónsson prentsmið-
ur en hann hefur unnið við fagið
í yfir 20 ár.
í sambandi við 1. maí sagðist Ólaf-
ur vera fylgjandi slíkum degi en það
væri þó ljóst að eðli verkalýðsbar-
áttu á íslandi hefði breyst mikið á
undanförnum árum og áratugum.
„Það er spurning hvort verkalýðs-
hreyfingin þurfi ekki að endurmeta
starfsvettvang sinn töluvert vegna
breyttra þjóðfélagsaðstæðna,' sagði
Ólafur.
Dugurinn
minnir mig á
sumar-
dekkin,
— segir Arnar Skúlason
starfsmaöur á dekkja-
verkstœdi
„Dagsetningin 1. maí minnir
mig reyndar meira á sumar-
dekkin en frídag verkalýðsins,"
sagði Arnar Skúlason starfs-
maður á dekkjaverkstæðinu,
Dekkið I Hafnarfirði, hlæjandi.
„Hins vegar ætla ég ekki að gera
lítið úr þessum degi því hann á
fullkomlega rétt á sér,“ bætti
hann við.
Arnar kvaðst vera mjög sáttur við
sín kjör. „Ég þarf ekki að kvarta yfir
þeim tekjum sem ég hef. Þar munar
að vísu um að ég er einhleypur en
þó myndi ég treysta mér til að fram-
fleyta fjölskyldu með þessu kaupi ef
ég skuldaði ekki of mikið."
Ekki hefur Arnar tekið þátt í
kröfugöngu á 1. maí né mætt á fundi
hjá verkslýðsféiagi sínu. Hins vegar
viðurkennir hann að félögin vinni
þarft starf og að virkni félaga mætti
vera meiri. „Það má hins vegar ekki
horfa fram hjá því að e.t.v. eru
verkalýðsfélögin ekki nægjanlega
virk í að koma sínum skoðunum á
framfæri við hinn almenna félags-
mann og ekki nógu opin að leyfa
fólki að koma sinni skoðun á fram-
færi,“ sagði Arnar Skúlason.
Óþarfi að
hafa sér-
stakan
verkalýðs-
dag,
— segir Guömundur Jóns-
son smiöur
„Mín vegna mætti leggja niður
þennan verkalýðsdag,“ sagði
Guðmundur Jónsson smiður er
hann var inntur eftir því hvort
hann teldi þörf á sérstökum frí-
degi verkafólks. „Aðstæður hafa
breyst það mikið að ég tel enga
þörf á sérstökum frídögum
verkafólks eða verslunarfólks,“
sagði Guðmundur.
Þó sagði hann að það væri sér að
meinalausu ef einhverjir vildu halda
slíkan frídag. í sambandi við vinn-
una sagði Guðmundur að það væri
enn nóg að gera hjá smiðum hvað
svo sem framtíðin bæri í skauti sér.
„Það virðist vera bjartara framund-
an í atvinnumálum og það kemur
okkur iðnaðarmönnunum vel,"
sagði Guðmundur Jónsson smiður.
Tiðarandinn
hefur breyst
í islensku
þjóðfélagi,
— segir Magnús Baldurs-
son gröfustjóri
Magnús Baldursson gröfu-
stjóri segir að frídagur verka-
lýðsins hafi breyst í takt við tíð-
arandann í ísiensku þjóðfélagi.
„Frídagar, eins og t.d. Föstudag-
urinn langi, eru ekki orðnir eins
heilagir og þeir voru. Það sama
hefur gerst með 1. maí og er dag-
urinn því ekki eins mikilvægur
og fyrrum,“ sagði Magnús.
Gröfustjórinn er hins vegar á
þeirri skoðun að baráttudagur fyrir
bættum kjörum verkafólks eigi full-
an rétt á sér. „Þó ég sé sjálfur sjálf-
stæður atvinnurekandi og þurfi
ekki að kvarta yfir mínum launa-
kjörum þá veit maður að fjöldi
manns er með mjög lágt kaup. Þess-
ar stéttir þurfa enn í dag að berjast
fyrir sínum réttindum og 1. maí er
gott sameiningartákn fyrir þá bar-
áttu,' sagði Magnús.
Ekki sáttur
við efna-
hagsstefnu
stjórnvalda
Rœtt viö Sigurjón Einars-
son prentnema
Sigurjón Einarsson prentnemi
segir það sjálfsagt að halda upp
á baráttudag verkalýðsins. Hann
hafi nú sjálfur ekki verið virkur
að mæta á fundi eða í kröfugöng-
ur en það breyti þó ekki þeirri
skoðun hans að efla þurfi verka-
lýðsandann með slíkum degi.
Sigurjón kveðst vera sáttur við
það sem hann beri úr býtum.: „Fé-
lag bókagerðarmanna hefur staðið
vel að málum félaga sinna og sú bar-
átta hefur leitt til þess að við getum
unað nokkuð vel við okkar kjör."
Hins vegar er Sigurjón ekki sáttur
við stjórnvöld og segir efnahags-
stefnu þeirra ekki vera til fyrir-
myndar.
Aðrar stéttir
eiga að taka
þátt í baráttu
verkafólks,
— segir Ásgeir Helgason
múrari frá Hverageröi
Ásgeir Helgason múrari frá
Hveragerði segist alltaf taka þátt
í kröfugöngu á 1. maí og að þessi
dagur megi ekki glata merkingu
sinni sem baráttudagur verka-
lýðsins. „Það eru margar stéttir
í þjóðfélaginu í dag, t.d. fisk-
vinnslufóik, sem eru langt á eftir
öðrum í kjörum. Aðrir launþeg-
ar eiga að taka þátt í baráttu
þeirra til að koma á réttlátara
þjóðfélagi," sagði múrarinn.
Ásgeir segir að þátttaka sé yfir-
leitt góð í hátíðarhöldunum á 1. maí
í Hveragerði. „Þó mættu fleiri mæta
en það er eins og fólk gefi sér ekki
tíma til að slíta sig frá amstri hvers-
dagsins," sagði Ásgeir.